Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ 687818 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblaö FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984. VR-fundur ígærkvöldi: Andstaða gegn laugar- dagsopnun — en samþykkt með litlum mun A fundi Verslunarmannafélags Eeykjavíkur á Hótel Borg í gær- kvöldi var samþykkt að heimila nýj- an afgreiöslutima verslana í Reykja- vík. Atkvæðagreiðsla féll þannig að 65 greiddu atkvæði með heimildinni og 56 gegn henni. ,,Fólk er reitt út a( launakjörum og það endurspeglaðist á fundinum,” sagði Elís Adolphsson, fulltrúi hjá VR, í samtali viö DV í morgun. Laug- ardagsopnunin var þyngst í hugum fólks, mest andstaða gegn henni. 1 bráðabirgöasamkomulagi VR, sem gilti um afgreiöslutíma verslana sl. vetur og fram að sumartíma, var heimild til að hafa verslanir opnar tólf tímum lengur fram yfir „venju- legan” afgreiðslutima. Nú er heimild aðeins fyrir fimm tímum. Verslanir geta, eftir að um semst, haft opiö til kl. 18.30 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 21 á föstudögum og á laugar- dögum til klukkan fjögur eftir há- degi. -ÞG Bruni á Snæfellsnesi: Feðgin björguðust naumlega Ibúðarhúsið að ökrum 11 á Hellnum á Snæíellsnesi brann til kaldra kola í fyrrinótt. Tvennt var í húsinu er eldurinn kom upp, feöginin Karen Kristjánsdóttir og Kristján Gunn- laugsson og björguðust þau naum- lega undan eldinum. Þau vöknuðu um nóttina við eldinn en þá var húsið orðið alelda og ekki við neitt ráðiö og brann húsið til grunna á rúmlega klukkustund. Líklegt er talið að eldsupptök hafi orðið út frá rafmagni. -FRI. VISA Fyrir víðförla. LOKI Æth' það só sky/da dóm- ara að vita ekkert hvað er að gerast úti í bæ? Undirskriftasöf nun á Húsavík í gær: Krefjast þess að nauðgarínn verði i haldi Undirskriftasöfnun var í gangi á Húsavík í gær þar sem þess var kraf- ist að maður sá sem framdi kynferð- isafbrot á 9 ára þroskaheftri stúlku 11. ágúst síðastliðinn verði látinn sæta gæsluvaröhaldi þar til dómur hefurveriðfelldur. Það var aðeins í gær sem undir- skriftum var safnað. Var farið í hús og á vinnustaði og samkvæmt upp- lýsingum blaðsins er þátttaka mjög almenn. I texta meö undirskriftalistanum segir aö þess sé krafist að kynferðis- afbrotamenn verði látnir sæta gæslu- varöhaldi þar til dómur hefur verið felldur. Astæöan fyrir þessari undir- skriftasöfnun sé sú að maður sá sem framdi þennan verknað á litlu stúlk- unni 11. ágúst hafi verið sendur til Reykjavíkur í geðrannsókn en hafi verið kominn aftur til Húsavíkur fyr- irl.september. I dag verða listamir sendir Krist- ínu Halldórsdóttur alþingismanni sem mun koma þeim til dómsmála- ráðherra. Maður sá sem hér um getur er á þrítugsaldri. Samkvæmt upplýsing- um Sigurðar Briem, sýslufulltrúa á Húsavík, er málið enn í rannsókn hjá þeim en beöið er eftir álitsgerð geð- læknis. ,,Eg hef ekki hugmynd um hvenær hún kemur,” sagöi Sigurður, ,,en þegar það verður verður máliö sent saksóknara ríkisins.” Aðspurður um undirskriftalistana sagði Siguröur: „Eg hef ekki heyrt um neitt slíkt enda hef ég ekki hug- mynd um það sem gerist úti í bæ. Eg erbaradómari.” -KÞ Arni Þórhallsson og Mercury Comot 74: „Nú er óg loks búinn að finna bilinn minn og ætia að fá hann afturhvaðsem tautarograular." DV-myndBj. Bj. Dularfulla bflauppboðið: Vestfirðir: Krafanum7% launahækkun erréttmæt — ef „félagsmálapakk- inn” er undanskilinn Engin niðurstaða fékkst af viðræðufundi Alþýðusambands Vest- fjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða sem haldinn var á Isafirði í gær. Aö sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambandsins, voru aðilar þó sammála um að krafan um 7% launahækkun 1. september væri réttmæt miðað við þær forsendur sem Alþýðusambandið legði til grundvallar. Vinnuveitendur telja hins vegar að taka eigi meö í reikn- inginn félagsmálapakkann sem sam- ið var um i febrúar en þá þarf ekki nema umsamda 3% kauphækkun til að halda kaupmætti fjóröa árs- fjórðungs 1983 eins og samið var um. Deiluaðilar skipuðu sameiginlega nefnd til að fjalla um sameiginleg hagsmunamál Vestfirðinga, svo sem orkuverð, verðlagsmál, skattamál, atvinnumál og byggðaþróun. Kjara- deila þessi er nú í höndum ríkissátta- semjara en hann hefur ekki boöað til sáttafundar. ÓEF. Stöðvast dagblöðin? — líkur á verkfalli — verkfallsheimildar aflað Allar horfur eru á aö dagblöðin stöðvist eftir helgi svo og önnur prentun í landinu. Verkfall prentara virðist vera óhjákvæmilegt. Sáttafundur í gær var árangurs- laus. Annar fundur hefur verið boð- aður á morgun, laugardag, klukkan 14. Menn eru svartsýnir á að takist að hindra að verkfall hef jist á mánu- dag. Sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambandsins kemur saman til fund- ar á mánudag. Tekin verður afstaða til verkbannsheimildar. Akvörðun um verkbann ber, sam- kvæmt lögum, að tilkynna sjö sólar- hringum áður en ætlunin er að það hefjist. -KMU. VERfHJR GJALDHÐMTAN LÁTIN B0RGA BÍUNN? „Mér finnst þetta forkastanlegur fréttaflutningur. Hingað koma menn með alls kyns furðulegar hugmyndir og ef við ættum að vera að hlaupa á eftir þeim öllum gerðum við ekki mikið annaö,” sagöi Jónas Gústafs- son hjá borgarfógeta og sættir sig ekki við frétt DV frá því á miðvikudag þar sem skilmerkilega var greint frá uppboði þar sem brúnn Mercury Comet ’74 var boðinn upp í misgripum fyrir annan sams konar grip. „Við höfum lagt okkur í líma við að aðstoöa þennan mann og sá fræðilegi möguleiki er að sjálfsögðu til staöar að mistökin hafi orðið. En þá þýðir ekkert að skella skuldinni á okkur því það er uppboðsbeiðandi sem kemur með hlutina til okkar á uppboðsstað og síðan bjóöum viö upp,”sagðiJónas. I þessu dæmi er það Gjaldheimtan sem er uppboðsbeiðandi þannig að næsta verk bifreiðaeigandans, Arna Þórhallssonar, verður vafalítið aö krefja þá stofnun um bætur fyrir bílinn sinn sem hann hefur leitað að með logandi ljósi í tvær vikur og fann loks í Hafnarfirði. „Eg er búinn að bera saman verksmiðjunúmerið á bílnum og í skráningarskírteininu og þau koma heim og saman. Eg ætla ekki að hætta fyrr en ég finn ein- hvem sem tekur á sig ábyrgðina á þessu dularfulla bilauppboði,” sagði Ámi Þórhallsson. „Eg ætla að fá bílinn minnaftur.” -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.