Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
Fígúratíf ir Septemmenn
— á Kjarvalsstöðum
Sýning þeirra Septembermanna er
orðin árviss viðburður í listalífi borg-
arinnar. Þessir listamenn, sem um-
breyttu listinni í lok 5. áratugarins, eru
nú viðurkenndir, hluti af sögunni. En
þó svo að þeir hafi vakið upp abstrakt-
listina á Islandi eru þeir nú flestir
orðnir nokkuð blendnir í trúnni á hina
óhlutlægu list. Valtýr Pétursson telst
nú fullkomlega fígúratífur málari, þó
að efnistök listamannsins eigi rætur að
rekja til abstrakt hugsunar. A undan-
förnum árum hefur hann sýnt
„geometrískar uppstillingar” og nú
vinnur hann úr kvenfígúrunni sem
hann einfaldar og magnar í lit. I þess-
um verkum kemur vel fram skemmti-
legur leikur milli málverksins og fyrir-
myndarinnar. Kvenlíkaminn lýtur hér
lögmálum málverksins og reynslu
listarnannsins.
Jóhannes Jóhannesson hefur einnig
bætt inn í málverkið fígúratífum eind-
um. En andstætt málverki Valtýs,
heldur hann óhlutlægu og hlutlægu
myndgerðunum aðskildum. Þannig
virkar oft landslagið sem vettvangur
fyrir óhlutlægar samsetningar.
Kristján Davíðsson gengur hvað
lengst i samruna þessara tveggja
myndgerða. Landið og málverkið eru
eitt, tjáning listamannsins, líkt og við
fáum vel notið i hinni stórkostlegu
mynd tileinkaðri Ragnari í Smára.
I siðustu verkum Þorvalds Skúlason-
ar má einnig merkja sterka samsvör-
un við náttúruleg fyrirbæri: flug, sól
og landslag, sem í útfærslu lista-
mannsins er umbreytt í dýnamísk
form og þorvaldskrar myndbyggingar.
Guðmunda Andrésdóttir hefur al-
gera sérstöðu hvað varðar skirskotun
til náttúrunnar. Hún hefur ekkert gefið
eftir í sinum óhlutbundnu myndverk-
um. Myndir hennar fjalla um línur og
form, krafta, hreyfingu og kyrrstöðu.
Listakonan vinnur þröngt (myndir
hennar eru líkar hverri annarri), raö-
ar upp aftur og aftur hringformum og
hreyfilínum á mismunandi fleti og fær
nýjar og nýjar niðurstöður. Það má
með sanni segja að Guömunda vinni á
dýptina og þaulkanni og reyni þá
Myndlist
Kristján Daviösson: Málað iminningu Rognars iSmára.
Ljósm. GBK.
Gunnar B. Kvaran
Ótfmabær sýning
Það hefur víst ekki farið framhjá
neinum á undanfömum misserum að
málverkið hefur verið og er í öndvegi
hjá yngstu kynslóðinni. Oftast er það
kallað „nýja málverkið”. Margir ung-
ir listamenn hafa tekið mið af þessum
nýju möguleikum í listrænni tjáningu,
en þó með afar misfarsælum
hættl Meiri Wuti þessara nýþylgjumál-
ara er fádæma ópersónulegur og við
getum ekki bent á nema 4-5 unga lista-
menn hér á landi sem raunverulega
hefur tekist að gefa frá sér persónuleg-
an tón. Meirihlutinn málar óbeint upp
úr listtímaritunum. Ástæður fyrir
þessum litlu heimtum eru eflaust f jöl-
margar og margflóknar. En það sem
er þó þungt á metunum er aðstöðuleys-
ið. Flestir þessir listamenn eru nú
frístundamálarar, eftir oft á tíðum all-
ítarlegt listnám. Þeir vinna í flestum
tilfellum langan vinnudag og selja nán-
ast ekki neitt! En svo eru þaö lika
ástæðurnar sem liggja hjá sjálfum
listamönnunum. Greinilegt er að oft
skortir beittari sjálfsgagnrýni hjá
þessum ungu listamönnum og maöur
er oft undrandi á hinum ótrúlega
sýningaráhuga þeirra. Maður hefur
það gjaman á tilfinningunni að nánast
allt sé sýnt sem leki inná léreftin!
Sýning Arna, Daða, Kristjáns og
Tuma að Kjarvalsstöðum er dæmigerö
fyrir gjörsamlega tilgangslausa sýn-
ingu. Allt eru þetta listamenn sem mik-
ið hafa sýnt án þess að þeim hafi tekist
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
að marka sér persónulegt rými. Við
köllum það aö þeir séu leitandi! Arni er
sá sem er hvað mest leitandi. A síðustu
sýningu var hann málari, nú er hann
myndhöggvari og býr til skúlptúr-hluti
í takt við það sem við höfum séð í
Evrópu á siöastliðnum misserum og
fyllt hafa flestar síöur listtímaritanna.
Þaö er erfitt að finna samhengið i list
Arna, það örlar vart á skapandi hugs-
un. En við getum þó sagt að hann íylg-
istmeð!
Daði heldur áfram að mála þrí-
hyrndar og hjartalagaðar fígúrur. En
það er ekki að sjá að þessi verk fjalli
um neitt, hvorki myndrænt, hug-
myndalega né inntakslega. Þetta er
aðeins banal tjáning, sem virkar fyrst
og fremst eins og skraut. Tumi er á
sama stigi og Daði, málar stór naif-
málverk: könnu, mann og hús etc. sem
best væru geymt, enn sem komið er,
sem einkamál listamannsins.
Sá Ustamaöur sem ber þó af i þessu
samhengi er Kristján Steingrímur.
Hann er nemandi í Þýskalandi og mál-
ar dimmar kröftugar myndir sem bera
i sér einkennilega og magnaöa dulúö.
Þó svo að við getum ekki talað um f uU-
komlega persónuleg verk, búa þessar
skuggamyndir yfir myndrænum gæð-
um sem spennandi verður að fylgjast
meðíframtíðinni.
Það hefur mikið færst í vöxt á síðast-
Valtýr Pótursson: Kvinna.
möguleika sem búa i myndmálinu. Hér
sýnir listakonan einvörðungu oUu-
myndir, en það væri örugglega spenn-
andi aö sjá þessar formsamsetningar
og tilraunir útfærðar í vatnslit á stór-
um fleti. Það gæti gefið þessum hug-
leiöingum nýjar viddir.
Gestur þeirra Septemmanna er Guð-
mundur Benediktsson myndhöggvari
sem mótar óhlutlæga skúlptúra, sam-
setta massa, oft með innri hreyfingu
og sterkari efnisvirkni. Hugmynda-
lega er Guömundur einn af þeim og
gefa verk hans sýningunni aukið gildi.
Þegar á heUdina er litiö hafa verk
þessara listamanna lítið breyst frá þvi
í fyrra. Enda er vart hægt að ætlast tU
þess aö listamenn sýni fuUkomlega
nýja Ust á hverju ári. Tíminn á miUi
þessara sýninga er vart það mikiU að
við náum að greina breytingar frá ári
tU árs. En ef litið er aftur tU baka — 12
ár aftur í tímann — sjáum við þó aö
töluverðar breytingar hafa átt sér
stað.
GBK
Myndverk eftir Kristján Steingrims.
Ljósm. GBK.
liðnum mánuðum að ungt listafólk sýni sem þessir framsæknu Ustamenn hafi
saman á Kjarvalsstöðum. Ástæðan er vart tíma til að mála, því þeir eru aUt-
eflaust f járhagsleg, það kostar mikiö af að sýna. Það er orðið nokkuö langt
að leigja salina. En þessar samsýning- síðan við höfum séð hér í bænum stóra
ar eru einnig til komnar vegna þess að og myndarlega sýningu á verkum eftir
viðkomandi listafólk á ekki myndir til ungan Ustamann.
að fylla veggjarýmið. Það virðist oft GBK
Notaðir
Plymouth Volaré Coupé
'80
6 cyl., sjálfsk. í gólfi, vökva-
stýri, útvarp, ekinn aðeins
55.000 km, sumar- og vetrar-
dekk, skipti á ódýrari.
Chrysler Le Baron
Medallion '81
6 cyl., sjálfsk., vökva- og
veltistýri, rafdrifnar rúöur og
skottlok, litað gler, útvarp,
sumar- og vetrardekk, læst
drif o.fl. aukahlutir. Stórglæsi-
legur lúxusbQl. Skipti á ódýr-
ari.
Plymouth Volaré Road
Runner '76
V8 318 cub., ekinn 60.000 míl-
ur. Huggulegur bíll með fjölda
aukahluta. Gott ástand, skipti
á ódýrari.
SK®DA
í sérf lokki
Plymouth Valiant '75
Gkinn 80.000 km, 6 cyl.,
sjálfsk. Gamall og harður jaxl
sem bregst þér varla í vetur.
Mazda 323 '77
BQl í góðu standi sem fæst
með aðeins 25.000 kr. útborg-
un.
Opiö í dag 1—5
JOFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600