Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Síða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. 35 Meiri harka nú en 1977” — segir Páll Guðmundsson sem verið hef ur í verkfallsst jórn BSRB bæði þá og nú „Það er miklu meiri harka í þessu núna af hendi allra aöila en var í verkfallinu 1977, enda byrjaði þetta verkfall með lögbroti af hendi kaup- greiðandans svo kannski er ekki von á góðu,” sagði Páll Guðmundsson í samtali við DV er við hittum hann í höfuðstöðvum BSRB en hann situr þar í verkfallsstjóm. Páll sat einnig í verkfallsstjórn BSRB árið 1977 og við spjölluðum viö hann um muninn á þessum tveimur verkföllum. ,,Sem dæmi um hörkuna má nefna að kjaradeilunefnd gengur mun lengra í öllum úrskurðum sínum en við áttum von á og að okkar mati hef- ur hún á stundum farið langt út fyrir verksvið sitt. Þetta leiðir af sér að ef við ætlum aö stjóma einhverju í þessu verkfalli verðum við að ganga gegn mörgum úrskurðum en þetta var ekki til staðar í neinum mæh 1977,”sagðihann. Páll sagði einnig að aldrei hefði komið til átaka 1977 i sama mæli og gerst hefur í þessu verkfalli og hvað skipin varðaði þá var aðeins einu sinni reynt að koma skipi inn 1977 en nú er það orðið svo til daglegt brauð í þessuverkfalli. .jtrx þessu áfram eins og þurfa þykir,” sagði hann. Meiri harka Allir þeir sem DV hafði tal af í höfuð- stöðvum BSRB við Grettisgötuna og höfðu einnig verið í verkfalli 1977 voru sammála um að mun meiri hörku gætti í þessu verkfalii en var þá, sérstaklega frá hendi ríkisvaldsins....Samstaöa fólksins er hinsvegar álíka mikil nú og var þá og það er engan uppgjafartón að finna hjá okkur,” sagði einn þeirra. Sem dæmi um hörkuna nú nefna verkfallsverðir aðgerðimar í Sunda- höfn en þar var ráðist aftan að einum þeirra, Reyni Guðsteinssyni, og hann leikinn þannig að hann ber nú kraga um hálsinn og er af þeim sökum aldrei kallaður annað en séra Reynir af sam- herjum sínum. 200 samlokur á sólarhring Er DV-menn litu inn í eldhúsið á Grettisgötunni var mikiö um að vera þar enda þarf allur sá mannskapur sem gerður er út af þessum stað eitt- hvað í svanginn. Þar fengust þær upp- lýsingar að smurðar væru um 200 sam- lokur þar á sólarhring, eða um 4000 slikar frá upphafi verkfalls, auk allra þeirra fleiri hundmð lítra af kaffi sem hellt hefur verið upp á. Við fengum þær upplýsingar að stöðugt væru 25 kaffi- könnur úti frá þeim og ef hver þeirra tekur 8 bolla geta menn dundaö sér við að reikna út magnið sem skolast niður hálsa verkfallsvarða á hverjum sólar- hring. -FRI. Kristján Thorlacius um borð í hafrannsóknarskipinu Bjama Sæmundssyni, en þar dvaldi hann í sólarhring til að hindra brottför skipsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.