Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Joan Collins, sem er nýskilln við mann sinn, Ron Kass, lenti í miklum slagsmálum við hann vegna umráða- réttar yfir ellefu ára dóttur þeirra, Kate. Joan vann málið og þar með dóttur sina en hún þurfti að punga út sextíu milljón krónum til fyrrverandi eiglnmannsins. Pierce Brosnan á að taka við hlut- verki James Bond er Roger Moore fer í frí nú bráðlega. Það verður sjáifsagt ekkert mál fyrir Plerceaðtaka að sér hlutverkið. Hann ætti að geta fengið allar upplýsingar heima bjá sér — hann er nefnilega kvæntur einni fyrr- verandi James Bond stúlkunni. Ekki Presley lengur Prisclila Presley, sem undanfarið hefur leikið viðhald Bobby Ewing í Dallasþáttunum, hefur nú í hyggju að skipta um eftirnafn. Ástæðan mun vera sú að leikkonan telur að frægð hennar stafi elnungis af Presley nafninu og hefur hún áhuga á að sanna að hún sé ekki bara nafnið eitt. Priscilla Presley er orðin 38 ára og vonast nú til að halda áfram á lelk- brautinni. Júiía var orðin ósköp feit og mikil en þó leyndist einhver Díönusvipur á henni. 40 kfló burt: Þá líktist hún Díönu Hún Júlía Wooldridge bara át og át og loks var hún orðin 100 kg. Ekki skemmtilegt fyrir 25 ára stúlku. En allt getur breyst og það skyndilega. Því hefur Júlía fengið aö kynnast svo um munar. Einhver tók eftir að Júlía líktist Díönu prinsessu sláandi mikið og eftir að hún hafði lést um um það bil fjörutiu kfló og var kosin „megrunardama ársins 1984” í Eng- landi fékk hún nánast engan frið fyrir alls kyns fólki sem bað um eiginhandaráritun. Þegar Júlía uppgötvaði sjálfa sig sem tvífara Díönu hafði hún samband við litla blaðið sem gefiö var út í heimabæ hennar. Þeir skelltu mynd af henni á forsíðu og ekki leið á iöngu þar til stóru blöðin hringdu og báðu um myndir af tví- fara prinsessunnar. Nú hefur Júlía nóg að gera við að vera Díana. Lífið leikur við hana og Díönuimyndin kemur í veg fyrir að hún fitni aftur. Þrátt fyrir frægð á þessari braut, þá segist Júlía þó engu að síöur bara vera hún sjálf — heimakær eigin- kona. Hvor er sú rétta Díana og hvor er Júlía? Það er ykkar að geta. Astin blómstrar á elliheimilinu Astin blómstrar hvar sem er og ekki sist á elliheimilum. Þau Ragna, sem er 69 ára, og Haraldur, sem er 86 ára, hittust fyrst viö morgunverðarborðið þann dag sem hún flutti inn á elliheim- ilið. Haraldur haföi búið þama i lengri tíma. Er hann sá hana hugsaöi hann með sér: ,,Þó maður sé orðinn 86 ára þá getur maður vei átt sína framtíð.” Þau muna vel þennan dag, 12. janúar 1983. Það var dagurinn er þau áttuðu sig á því að lífið hefur sína meiningu — alltaf. Núna nýlega bað Haraidur Rögnu á gamaldags hátt, þrátt fyrir að þáð sé erfitt fyrir lúna fætur að leggjast á hné. Brúðkaupið fór fram í kirkju ná- lægt elliheimilinu og viöstödd voru böm þeirra og barnabörn. Þau ætla að búa áfram á elliheimil- inu og hafa innréttaö herbergi Haralds sem hjónaherbergi en Rögnu herbergi verður stofa og boröstofa. Nú óska þau eftir að geta fengið tvö herbergi hlið við hlið svo hægt verði að ganga á miili. Ragna og Haraldur giftu sig vegna þess að þau vildu ekki að slúöraö væri um samband þeirra og eins vegna þess aö þeim líka ekki þessi pappírslausu sambönd. Daginn eftir brúðkaupið óku þau í kirkjugarðinn þar sem látnir makar þeirra hvíla. Þar var brúðarvendinum skipt í tvennt og látinn á sitt hvort leið- ið. Þessi ástarsaga hefði vel getað gerst hér á Hrafnistu eða ööru elli- heimili en þau Ragna og Haraidur eru dönsk og búa á elliheimilinu Aby. Ragna hafur aldrei ferðast suður 6 bóginn en Haraldur sem áður var sjómaður hefur komið viða við. Nú ætía þau i brúðkaupsferð tíl Mallorca en það var danski ferðaskrifstofukóngurinn Ragnar Falk Lauridsen sem bauð þelm hjónakornunum. Breytingar í Dallas Charlene Tilton (Lucy í Dallas) með dóttur sinni Cherish í garðinum heima hjá þeim. Þær stöllur eru eins klæddar, í smekkgallabuxum og köflóttum skyrtum. Nú mun Lucy bráðlega hætta að leika í Dallasþáttunum vegna þess að hún vildi ekki taka að sér nokkrar grófar senur sem framleiðendur þáttanna telja nauðsynlegar fyrir þessa þætti. Á myndinni til hægri er Donna Reed sem mun taka við af Bar- böru Bel Geddes í þáttunum (Miss Ellie) og verða um leið eiginkona Clavton Farlow sem leikinn er af Howard Keel. Nokkuð er síðan Miss Ellie og Farlow giftu sig í Dallasþátt- unum. Dallasþættimir hafa dalað nokkuð í vinsældum vegna ann- arra sjónvarpsþátta, svo sem Dynasty og Dollars, er því reynt með öllum ráðum að gera þá meira krassandi fyrir áhorf- endur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.