Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 39
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. 39 Noregur: Gífurleg fjölgun nýrra útvarps- og sjónvarpsstööva — leyfi veitt til 318 aðila í útvarpsrekstri og 119 til útsendinga sjónvarps til viðbótar þeim sem fyrir voru Það virðist ætla að verða lítið lát á þeim áhuga sem varð á Norðurlöndun- um þegar þar var aflétt einkarétti rík- isvaldsins á útvarpi og sjónvarpi. Einkum á þetta við um Danmörk og Noreg þar sem fjöldi útvarpsstöðva, svonefnds grenndarútvarps, og sjónvarpsstöðva hefur farið í gang undanfama mánuði og fieiri eru í burð- arliðnum. 1 Noregi hefur menntamálaráðu- neytiö gefið leyfi til 318 nýrra útvarps- stöðva sem munu verða með grenndar- útvarp á 91 leyfissvæði. Leyfin eru veitt til tveggja ára frá og meö 1. september síðastliðnum. Til viöbótar þessu hefur ráðuneytið gefið leyfi til 119 aðila sem vilja senda út sjónvarps- efni á einstökum svæðum. Slíkt svæða- bundið sjónvarp mun sjást á 40 leyfis- svæðum. Aðgangur að móttöku frá gervihnöttum mun verða rýmkaður verulega. A nokkrum svæðum mun einnig verða veitt heimild til þráö- lausra sendinga sjónvarps til nærliggj- andisvæða. Allt þetta er til viðbótar þeim tíu einkaútvarpsstöövum og 5—6 kapal- sjónvarpsstöðvum sem áður höfðu fengið leyfi á síðustu 2—3 árum og sagt hefur verið frá hér. Fyrir var af hálfu ríkisútvarpsins norska tvær landrósir í útvarpi ásamt mörgum svæöabundn- um útsendingum og einni sjónvarps- rás. Það nýja nú er að blöðin hafa komiö inn af fuúum krafti. Þar við bætist að stjórnmálaflokkamir, einkum Verka- mannaflokkurinn, munu notfæra sér grenndarútvarp og sjónvarp. 26 dag- blöð víðsvegar um landiö hafa tilkynnt um þátttöku sína. Einnig er nýtt nú að ráðuneytið heimilar tilraunir með sjónvarp út í loftið á einstökum svæð- um. Þetta þýðir venjulegt sjónvarp með sendi og móttöku um loftnet en ekki um kapal eins og hjá fyrri einka- stöðvum. Þessi leyfi hafa einkum verið veitt þar sem kapalnetiö hefur verið lítt útbreitt. Nú sem áður er stóra spumingin hvemig það á að vera hægt að fjár- magna þetta allt saman. Enn em aug- lýsingar í útvarpi bannaðar í Noregi. Spumingin er komin á stjómmálalegt svið og veröur um hana fjallað í Stór- þinginu. En auglýsingastofurnar búa sig undir að auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi verði leyfðar á næstu árum, jafnvel innan tveggja ára. Það er hins vegar leyfilegt fyrir að- ila i atvinnulífinu að veita einstökum útvarps- og sjónvarpsstöðvum fjár- stuðning með styrkjum en fyrirtsekin mega ekki koma fram undir nafni eða þátttaka þeirra aö koma fram á annan hátt að sögn Lars Roar Langslet menntamálaráðherra. Ahugi atvinnu- lífsins á slíkri þátttöku hefur fram að þessu verið lítill. Bæði grenndarútvarp og einkasjón- varpsstöövar fá möguleika á að selja 25% af senditíma sínum en spurningin er hver hefur áhuga á að kaupa þegar hvorki fyrirtæki né framleiðsluvörur mánefna? ■ -JR „Vorum á móti að gengið yrði út” ,,Við erum sex sem sjáum um frétt- imar, fjórlr vaktstjórar auk frétta- stjóra og varafréttastjóra,” sagði Helgi Pétursson útvarpsfréttamaður. „Við höfum enga tæknimenn svo að allt er sent út í beinni útsendingu.” Aðspurður sagði Helgi að frétta- menn útvarpsins hefðu verið á móti því að gengið yrði út 1. október. „Við telj- um nauðsynlegt öryggisins vegna að f á að flytja fréttir.” Við fréttamenn sögð- um okkur úr BSRB í ágúst sl. og höfum stofnað sérstakt félag fréttamanna sem hyggjast sækja um inngöngu í BHM,” sagði Helgi. Eftir að samþykkt var í útvarpsráöi að biðja um undanþágu fyrir lág- marksfréttaflutning hafa veriö sendar út fréttir tvisvar á dag, klukkan 12.20 og 19.00. -EH Fréttavakt Rikisútvarpsins sér um að koma saman tvaim stuttum fróttatimum á dag. Alltaðverða tóbakslaust: „Þá fæ ég mér alveg eins reyktan fisk” Það aö þú mættir nágrannanum í morgun með gildan vindil í munnvik- inu þar sem áður hékk venjulega kryppluð sígaretta sannar ekki endi- lega aö hann sé kominn út í sjálfstæö- an atvinnurekstur. Ástæðan er fremur sú að veitinga- hús og verslanir landsins eru ein af annarri að verða tóbakslausar í kjöl- far verkfalls BSRB. Þær verslanir í Reykjavík sem við höfðum samband viö í gær höfðu flestar orðið síga- rettulausar fyrir helgi, á örfáum stöðum voru eftir nokkrir pakkar en þaö voru þá ekki beinlínis vinsælustu tegundirnar. I flestum verslunum hafði verið tekin upp skömmtun þegar séð var fram á tóbaksskortinn og var algengt að selja engum fleiri en tvo pakka. Að öðru leyti var ekki kvartaö mikið yfir vöruskorti í búðum. Helst eru það ávextir og grænmeti, sem hefur lítiö geymsluþol, sem horfið er úr hillunum: ferskjur, plómur, nektarínur, vínber, kínakál, iceberg, agúrkur og fleira. Skapið hefur ekki verið upp á það besta hjá öllum reykingamönnum í þessu skyldubindindi sem er að skella á þá. Þegar einum var boðiö upp á mjóar, brúnar og langar sígar- sér tegundina sína í einni sjoppunni, mér alveg eins reyktan fisk.” ettur, þegar hann ætlaöi að kaupa hreytti hann út úr sér: ,,Þá fæ ég SGV aca | Kk B : Wps5r---t Það erorðið tómlegti tóbakshillum verslananna. DV-mynd Kae. Veðrið Suðaustanátt og rigning um sunnan- og vestanvert landið, suðlægari og slydduél þegar líður á daginn. A Norðurlandi verður bjart framan af degi en þykknar síðan upp. A Austurlandi veröur skýjað og smáskúrir í fyrstu en síðan þurrt. Hitastig víða um heim Amsterdam 13, Aþena 25, Berlín 15, Brussel 13, Chicago 14, Dublin 13, Frankfurt 12, Genf 15, Helsinki 8, Hong Kong 26, Jerúsalem 22, Kaupmannahöfn 10, Lissabon 23, London 15, Miami 30, Montreal 12, Moskva 11, New York 23, Osló 7, París 15, Peking 24, Rio de Janeiro 32, Róm 23, Stokkhólmur 8, Sydney 21,Tokyo21,Vínl8. / Gengið Gengisskráning 23. október. - cinmg Kaup Sala iollgengi □ollar 33,620 33,720 33.22 Pund ■ 40.487 40,607 41.409 Kan. dollar 25,498 25,574 25.235 Dönsk kr. 3,0366 3,0457 3.0285 ^ Norsk kr. 3,7862 3,7975 3.7916 Sænsk kr. 3,8681 3,8797 3.8653 j Fi. mark 5,2663 5.2820 5.2764 Fra. franki 3,5790 3.5896 3.5740 Belg. franki 0,5429 0,5445 0.5411 ' Sviss. franki 13.3373 13,3770 13.2887 Holl. gyllini 9,7351 9.7640 9.7270 V-Þýskt mark 10,9823 11,0149 10.9664 It. líra 0,01774 0,01779 0.01761 1 Austurr. sch. 1,5626 1,5673 1.5607 j Port. escudo 0,2056 0,2062 0.2073 Spá. peseti 0,1948 0,1954 0.1959 Japanskt yen 0,13633 0,13674 0.13535 ' Írskt pund 33,973 34,074 33.984 SDRIsérstök 33J264 33,4254 jdráttarrétt.) 163 Símsvari vegna gengisskráningar 2219Ct Útvarp Dagskráin í dag. Dagskrá útvarps verður eins og undanfama daga í verkfalli, fréttir lesnar kl. 12.20 og kl. 19. Þá verða veöurfréttir lesnar kl. 8.15, kl. 10.10, kl. 12.45, kl. 16.15, kl. 18.45, kl. 22.15, kl. 01.00, kl. 4.30 ogkl. 07.00. Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, minnkar eyðslu eldsneytis og nýtir hjólbarðana betur. Ekki þarf fleiri orð um þetta -NEMA- slitnir hjólbarðar geta orsakað alvarlegt ' umferðarslys. yas™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.