Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. Spurningin Hvernig líst þór á samningana? Reynir Ragnarsson, starfsmaöur Ungllngahelmlllslns: Eg er félagi í BSRB og þann samning líst mér ekki vel á. Eg tel aö skattalækkunarleiöin heföi verið mun betri. Árni Sveinbjörnsson glugga- hrelnsunarmaður: Ekki hef ég nú fylgst meö þvi vegna þess aö ég er ný- kominn til landsins. Svo er ég ekki áskrifandi aö neinum blööum. Rut Guðmundsdóttir, útivinnandi húsmóðir: Sumir eru eflaust ánægöir með samningana, sumir ekki. Ég held að við lifum varla á þessum launum sem viö höf um í dag. Margrét Ragnarsdóttir ræstlngakona: Mér h'st illa á þessa samninga ef litið er til framtíöarinnar. Þaö heföi verið betra aö fá skattalækkun. Friöa B. Gunnarsdóttir húsmóölr: Eg geri mér ekki nógu mikla grein fyrir eðli þeirra vegna þess aö ég vinn heima og þeir snerta mig ekki beint. Ásta Guömundsdóttir húsmóöir: Mér líst bara nokkuð vel á þá. Þó hefði vafalaust verið hægt aö ná betri árangri. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Siógæöislaus frjáls- hyggja og einokun” Jóhann V. Gunnarsson hringdi: Þegar verkfallið er afstaöiö og þrælblankur launamaöurinn hefur störf á ný á hann yfir höföi sér mál- sókn frá hendi forstjóra stórfyrir- tækja fyrir þann skaða sem verk- fallið ohi. Þaö hefur veriö sagt í gríni að Island væri fyrst og fremst fyrir veröbólgubraskara, mhliliöi og póh- tíska framagosa en böm, gamal- menni og almennur launþegi væri bara lýöur sem gott væri að veösetja erlendis. Eg vil spyrja þessa sömu forstjóra hvernig þeir komust yfir eignir sínar. Var það kannski á liðnum verðbólguáratug þar sem rán var stundað á sparifé landsmanna og börn og lýöur veösettur hjá alþjóöa- sjóöum? AUt í nafni uppbyggingar og viturlegra f járfestinga? Nú segir núverandi formaður Vinnuveitendasambandsins aö ástæðan fyrir því hversu iUa viö stöndum nú og allt sé aö fara í strand sé offjárfesting og of mikU yfir- bygging. Hann sem sagt segir aö þeir sem sólunduöu í þessa deUu og vit- leysu hafi fjárfest rangt og meira af græðgien fyrirhyggju. Formaöur Vinnuveitendasam- bandsins á þakkir skUdar fyrir þessa sannorðu yfirlýsingu. Maöur veltir því líka fyrir sér meö frammámenn i verkalýðsstétt hvort þeim finnist ekki ástæða til aö krefjast þess að fjárfestingaróhóf slappra „bisness- manna” taki enda. Aö veösetja óbornar kynslóðir er það sama og höggva af þeim aöra höndina. Þær hendur sem vinna í framtíöinni viö að borga niöur gáfulegar fjár- festingar, þær hendur vinna glaöar. Hamingja okkar og gleði liggur ekki síst í því að viö höfum hæfa stjórn- endur. PóUtískar veitingar til frama- gosa gefa aUs ekki til kynna hæfi- leika til aö takast á við ríkjandi vanda. Það sagði viö mig táningur um daginn aö Islendingar væru aö missa trú á að eitthvað gott gæti gerst. Þaö er þó nokkuð til í því. Siðgæðislaus frjálshyggja og ein- okun í fUabeinsturni er vart það sem hentar okkur Islendingum. Að hjúkra sjúkum og lasburða, aö mennta fóUr hvar í stétt sem þaö stendur, aö njóta bókmennta og lista hefur tíökast og tíðkast vonandi um ókomna framtíð. Atvinnukjaftaska í póUtík, sem nota loöiö oröalag, lygi og útúrsnún- inga og eru gráöugir í valdastóla, er íslensk alþýöa farin að þekkja. Af ávöxtunum skuluö þiö þekkja þá. Kæra land- læknis óskiljanleg H.V. hringdi: Mig langar að minnast á lyfjamáUö fræga og þar á ég viö þaö þegar þeir NT menn tóku sig til og fengu á auöveldan hátt lyf út úr lyfjaverslun- um. Hættuleg lyf sem hæglega bjóöa upp á misnotkun. Eg get ekki með nokkru móti haldiö aftur af reiöi minni og undrun yfir kæru landlæknis á hendur þessum mönnum fyrir þaö eitt aö benda á göt í kerfinu. Læknastéttin hefur áöur veriö þekkt fyrir aö hjálpa og hylma yfir mistök hjá starfs- bræörum en þetta gengur of langt. Landlæknir átti auðvitað aö þakka kærlega fyrir aöstoðina og lagfæra þetta á stundinni en i staö þess kærir hann mennina til saksóknara. Þetta er hreint óskUjanlegt. Barna- reiðhjóli stolið Sunna, 4 ára, haföi samband við les- endasíðuna: Eg heiti Sunna og ég fékk faUegt appelsínugult reiöhjól í afmælisgjöf. En þegar ég kom heim einn daginn og ætlaöi aö fara aö hjóla hér í götunni minni þá var hjóUö farið. Eg gáöi aUs staöar í kring og allir heima hjálpuðu mér að leita en hvergi fannst hjóUð mitt. Kannski hefur sá sem tók hjóUö skUið þaö eftir einhvers staöar langt í burtu svo ég geti ekki fundið þaö. Mikið væruð þiö góö ef þiö gætuö gert eitthvaö fyrir mig svo að ég fái kannski hjóUð mitt aftur. Eg á heima í Blá- skógum 12 og síminn hjá mér er 76110. Frá Florida þar sem sól, sjór og hótel eru tU reiðu aUt áriö. Bréfritari vUl að íslendingar sitji við sama borð og út- lendingar í ferðum Flugieiða tU Florida. Floridaf lug Flugleiða: Kemurþað íslendingum tilgóða? Forvitinn skrifar: Nú hafa Flugleiðir hafiö flug til Or- lando á Floridaskaga. Þaö er þó þeim annmörkum háð, aö því er virðist, aö Islendingar eiga þess ekki kost aö fljúga þangaö meö þessu sérstaka flugi sem er einu shini í viku. Virðist sem Islendingum sé ætlað að fljúga fyrst til norðurríkja Bandaríkj- anna, þ.e. New York eða Baltimore eöa þá Chicago, og taka svo flug þaðan tU Florida ems og hingað til hefur þurft. Evrópubúar eiga þess hins vegar kost að komast beint tU Florida meö Flugleiöum frá Lúxemborg, svo og Bandaríkjamenn frá Florida til Lúx- emborgar. Nú er þaö svo aö þar sem Flugleiöir hf. eru íslenskt flugfélag aö öUu leyti getur þaö vart farið á miUi mála aö það veröur aö bjóða íslenskum far- þegum svipaöa þjónustu ef ekki sömu og erlendum viðskiptavinum, þótt ekki sé nema vegna þeirra hlunninda sem félagið nýtur frá íslenskum stjórn- völdum. Það væri gaman aö fá um þaö upp- lýsingar hvort og þá hvemig íslenskir farþegar, sem hafa hug á aö komast tU Florida, geta hagnýtt sér þetta nýja flugFlugleiöa. Er kannski í bígerð að ákveðin flug komi við hér á Islandi tU aö taka hér þá farþega sem vUja komast tU Florida eða ætla Flugleiöir hf. að bjóöa ís- lenskum farþegum á leiö til Florida sérstök kjör á ferðum þangaö meö við- komu í Lúxemborg? Sterk forysta á „vinstri vængnum” Guðmundur Guðmundsson skrifar: Vegna hinna háværu póhtísku deUna aö undanförnu hafa orðið nokkrar um- ræöur um forystuliö einstakra flokka. Hefur þar sitt sýnst hverjum eins og vænta mátti. Eins og jafnan á tímum vinnudeilna hafa orðið, að því er virðist, sveiflur á fylgi flokka fyrst um sinn. Slíkar sveiflur jafnast yfirleitt út eftir nokkra hrið og mun svo vafalaust verða nú er kyrrö hefur færst yfir vinnumarkaöinn. Talaö er um sveiflu tU vinstri um þessar mundir. Olíklegt er aö þar sé um varanlega tilfærslu aö ræöa enda hefur fólkiö í landinu vægast sagt misjafna reynslu af vinstri stjórnum. Síðast en ekki síst er ástæða tU að minna á að heldur virðist takmarkaö mannval í þeim herbúðum. Undantekningar finnast þó: Þar vU ég nefna Jón Baldvin Hannibalsson sem tvímælalaust er mestur hæflleika- maður á vinstri „vængnum”. Hann er greinUega maður skarpgreindur, mjög vel menntaður, dugmikiU og aö því er margir starfsmenn þingsins telja, mál- snjaUasti maöur þingsins. Þá virðist Jón Baldvin og vera gæddur sama hæfileUca og faðir hans, garpurinn Hannibal Valdimarsson, aö geta snúið vonlitiUi stööu í sókn. Sannaðist þetta á áberandi hátt í síöustu kosningum. Minnti Jón Baldvin í þeirri baráttu á þá sögn gamaUa Vestfirðinga um Hannibal aö jafnan hafi hann veriö snjaUastur er viö ofurefli var aö etja. Þá voru sigrar hans í þeim orrustum stundum kenndir viö galdra enda nán- ast óskUjanlegir. Brýn þörf væri fyrir vinstri menn aö eiga fleiri slika hæfileikamenn en eins og sakir standa er á þeim bæjum lítiö um fólk ofar meöalmennskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.