Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. GARÐBÆINGAR OG NAGRANNAR! Erum flutt l l í nýja miðbæinn. Kappkostum að hafa ávallt | gott efni, erum með I Dynastyþœttina, allt í VHS j kerfi. Leigjum einnig út | tœki. Opið mánudaga— I föstudaga kl. 17.00 - 22.00, 1 laugardaga og sunnudaga | kl. 13.00-22.00. VIDE0KLÚBBUR GARÐABÆJAR, Hrísmóum 4. Hárgreiðslufðlk athugið. Dr. Peter Gress, hárgreiðslumeistari frá Hans Schwartzkopt, verður með kennslu í hárgreiðslutækni og nýjustu greiðslurnar á Hótel Esju næstkomandi mánudag, 12. nóvember, þriðjudag, 13. nóvember, og miðvikudag, 14. nóvember. Allar nánari upplýsingar hjá Fríðu, sími 33968, Dórótheu, sími 17144, og Gunnu, sími 41434. Model óskast. Vinsamlega tilkynnið þátt- töku sem fyrst. HÁRGREIÐSLUMEISTARAFÉLAG ÍS- LANDS. PÉTUR PÉTURSSON, HEILDVERSLUN. FLAGGSKIP BBBB FLOTANS H BDH3B ARGENTA 1201.E. 1984 TIL SÖLU Ekinn 7 þús. km. V61120 ha., m/beinni innspýtingu. Beinskiptur. Vökvastýri. Aflbremsur. Þaklúga. Rafeindakveikja. Centrallæsingar. Rafdrifnar rúður í framhurðum. Sólhlífar fyrir afturglugga. Millipúði í aftursæti. Höfuðpúðar ð aftursætum. Litað gler. Snúningshraðamælir. Plasthlífar í brettum. Bensínsparamælir. Bensíneyðsla í blönduðum akstri, fullfermdur, ca 9 lítrar. Aksturstölva. Verð í dag Aukahlutir: Útvarps- og segulbandssett Snjódekk Sumardekk fylgja Dráttarkúla Alls kr. 548.000.00. kr 30.000.00. kr. 15.000.00. kr. 7.000.00. kr. 600.000.00. Æskilegt staðgreiðsluverð kr. 500.000.00. Einnig mð greiða allan bilinn ð 6-18 mðnaða sjskbréfi eða 2-5 ðra fast- ■ eignatryggðu veðskuldabréfi. Skipti ð mun ðdýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 75924. k BBHEÍB avallt fremstur Jj Neytendur Neytendur Mikilvægasta næringarefnið i slátri erjám. Slátur: Höfuðlífgjafi fólksins í landinu —■ Gunnar Kristinsson matvælaf ræðingur skrifar Slátur Nú þegar sláturtíð er lokið og íólk yfirleitt búið að taka slátur er ekki úr vegi að fjalla örlitið um þessa sérís- lensku matvælaframleiðslu sem á sér stað á f jölmörgum heimilum á þessum árstima. Víst er um það að hér áður fyrr, í fá- breytni matvælategunda þeirra tima þegar fólk borðaði til þess að lifa í harðri baráttu við eldgos og aðra óáran sem ollu ómældum þjáningum meðal þjóðarinnar, áttu blóðmör og lifrarpylsa sinn stóra þátt í því að halda lífinu í fólki. En hvað olli þvi að þessi matvælateg- und skipti svo miklu máli fyrir fólk? Var þaö ekki bara fitan sem gaf margar hitaeiningar? Þetta fólk þurfti mikla orku til að geta tekið þátt i hinni erfiðu lifsbaráttu. En núna, þegar fólk hreyf- ir sig miklu minna, orsakar þá ekki neysla á slátrí mikla hitaeininganeyslu sem síðan veldur offituvandamáli? Næringargildi sláturs Ef litið er á niðurstöðu efnamælinga, sem framkvæmdar voru af nemendum í matvælafræöi við Háskóla tslands undir stjóm dr. öldu Möller, matvæla- fræðings hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, sést að dæmiö er ekki svona einfalt og að hollustugildið er töluvert í þessum mat. Efnainnihald í blóðmör og lifrarpylsu Slátur Ef við lítum á þessa töflu og reynum að gera okkur grein fyrir því hvað þessar tölur þýða kemur eftirfarandi í ljós: Prótín. Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru ágætir prótingjafar og meö mjög svipaö prótínmagn og t.d. skyr. Prótín era nauðsynleg fyrir vöxt og viöhald líkamans og eru sérstaklega nauðsyn- legfyrirböra. Fita. Sú fita sem finnst í þessum mat- vælategundum er dýrafita. Því er þessi fita mettuð. Mettuð fita er óhag- stæð hvaö varðar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. En hefur fólk athugað hvers konar fita er í pylsum eða bjúg- um, einum af vinsælustu fæðutegund- unum, sérstaklega hjá bömum. Sú fita er mettuö og fituinnihaldiö er mjög svipað í einni pylsu og töluvert meira í bjúgum. Auk þess eru pylsur og bjúgu miklu óhollari. Þaö sem skiptir máli er þó þaö að fólk getur stjóraaö fitumagn- inu í bæði lifrarpylsu og blóömör. 1 þeirri uppskrift sem hér var stuðst við var innihaldið ca 500 gr. af mör í 1 kg af lif ur í staö 600 gr. sem var gefið upp. Eg þekki hins vegar til þess að ekki var notaö nema um 500 gr. af mör í 5 lifrar (ca 2,5 kg) og 500 gr. mör í 3 lítra blóös og get ég borið um, að hvort tveggja var mjög gott og einungis til hins betra að minnka mörinn. Kolvetni. Þessi kolvetni sem hér um ræðir eru úr mjölinu (rúgmjöli og haframjöli) sem notað er. Þessi kol- vetni eru góð fyrir meltinguna og stuðla því að betri meltingarstarfsemi. Járn í blóðmör og lifrarpylsu Mikilvægasta næringarefnið í slátri er jám. Ef miðað er við daglega þörf, skv. töflu 2 , sést að blóömör gefur ríf- lega dagsþörf miðað við alla hópana og lifrarpylsa gefur einnig mjög mikið magn af járai. Margir þekkja þau einkenni sem kennd eru við blóðleysi, þ.e. þreytu og syfju. Hvað veldur þessum ein- RÁÐLAGÐUR DAGSKAMMTUR JAm Img ) Böm (1—3 óra) 15 mg Böm (4—lOAra) 10 mg Unglingar (11 —18ára) 18 mg Karlar (19 Ara og aldri) 10 mg Konur (18-50 Ara) 18 mg Konur (51 Ars og eldri) 10 mg kennum? Jú, blóðleysi, vissulega, en hvað er átt við með blóðleysi? Mikilvægasta hlutverk járas i líkam- anum er að flytja súrefni. Efnið sem flytur súrefnið heitir hemoglobin og; inniheldur jám. Súrefniö tengist við þetta jára og flyst þannig með blóðinu umlikamann. Þegar talaö er um aö einstaklingur sé blóölaus er yfirleitt átt við að ein- staklingurinn hafi lágt gildi hemoglob- ins í i líkamanum. Nægileg jámneysla er mikilvæg fyrir böm, bamshafandi konur og konur meö börn á brjósti. Mikilvægt er meðan á meðgöngutíma stendur, að konan hugi vel að jámneyslu sinni. Astæðan er sú að fóstrið safnar jám- forða sem á að endast því fyrstu 3—4 mánuöina eftir fæðingu. Lokaorð Það sem hér hefur komið fram um blóðmör og lifrarpylsu sýnir að þessar fæðutegundir eiga að skipa mikilvæg- an sess í fæðinu. Bæöi í heimahúsum og sjúkrastofnunum mætti vel hugsa sér blóðmör og lifrarpylsu sem hluta af morgunverði. T.d. hafragrautur ásamt slátursneið, ávaxtasafa eöa appelsínu og einni brauðsneið. C-vitamínið úr appelsínunni stuðlar að betri nýtingu jámsins i líkamanum. Umsjón: Arnar Páll Hauksson og Jóhanna Ingvadóttir Soðinn blóðmör Soðin lifrarpylsa Kolvatnl 18,4 gr. 28,5 gr. Flta 15,0 gr. 13,0 gr. Prótain 11,3 gr. 10,1 gr. Vatn 54,0 gr. 49,0 gr. Salt 0,3—0,4 gr. 0,3-0,4 gr. Aska 1gr. 1 gr. JAm 24,5 mg/100 gr. 9,6 mg/IOOgr. Hitaeiningar 253,4 kcal. 261,4 kcal. Efnainnihald í töflunni miðast við 100 gr. af vörunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.