Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ (68) • (78) ♦ (58) SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984. Útvarpsumræðurnar: „Gengið er fallið og það stórt” — segir Sverrir Hermannsson „Gengiö er falliö og það stórt,” sagöi iðnaöarráöherra, Sverrir Hermannsson, meöal annars í ræöu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Til um- ræðu var vantrauststiilaga stjórnar- andstööunnar. „Þaö er mikill mis- skilningur aö ríkisstjórnin sé aö gef- ast upp,” sagöi Sverrir. ,,Við stefnum aö því aö lækka verðbólguna og efla atvinnuvegina.” Rikisstjórn- in er ekki ráöalaus sagöi hann einnig og taldi upp nokkrar ráöstafanir sem fyrirhugaöar væru. Stefnt aö því að lækka orkuverð til almennings, virö- isaukaskattur tekinn upp, ráöist í fiskiræktun og fleira. „Ég játa ekki að allur slagurinn um verðbólguna sé runninn út í sandinn,” sagði hann ennfremur. Svavar Gestsson sem fylgdi van- traustinu úr hlaði sagöi aö ríkis- stjórnin vissi ekki hvaö siðleysi væri en hún væri sjálf siöleysið uppmálaö. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra sagöi að Alþýðubandalag- inu hefði mistekist aö koma ríkis- stjórninni frá „og við slökkvum þaö veröbólgubál sem Alþýöubandalag- inu hefur tekist að kynda". ..Stjórnina vantar hugmyndaflug, áræöi og framkvæmdavilja”, sagöi Stefán Benediktsson ,, og hún er á kafi í snarreddingum”. Flokksbróðir hans, Guðmundur Einarsson, lýsti Sjálfstæðisflokknum á þann veg að hann væri eins og brotinn spegill á baöherbergisgólfi. Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um áratug hinna glötuöu tækifæra og hvaö við værum hugsanlega rík í dag ef þau hefðu verið nýtt „ef viö hefðum ekki hagaö okkur eins og nýrikir olíufurstar í gleöihúsi værum við 25 milljörðum ríkari í dag”, sagöi hann m.a. Kristín Halldórsdóttir kvaö ríkis- stjómina hafa svipt fólk trú á fram- tíðina en Albert Guömundsson sagði aö þessi ríkisstjórn væri ríkisstjóm fólksins og fólkiö treysti henni. Vantrauststillagan var felld með 35 atkvæöum gegn 23. -ÞG Um veröld alla. LOKI Var Sverrir að boða gengissig í stóru stökki? Kórar deila hart um söng við jarðarfarir — undirskriftasöf nun í gangi vegna deilnanna Ágreiningur ríkir nú um hvernig staöið er aö úthlutun verkefna til söngfólks og kóra við jaröarfarir samkvæmt heimildum DV. Aö syngja viö jaröarfarir er eftirsótt verkefni fyrir söngfólk enda drjúg tekjulind. Sérstakur tengiliöur er starfandi á vegum Kirkjugarða Reykjavíkur og er það í hans verka- hring aö útvega það söngfólk sem óskaö er í samvinnu viö aðstandend- ur og greiði þeir síðan fyrir sönginn. Ágreiningurinn vegna verkefnaút- hlutunar viröist aöallega standa á milli Gunnars Björnssonar fríkirkju- prests og Margrétar Eggertsdóttur sem gegnir starfi tengiliðs kirkju- garðanna. Gunnar mun vera þeirrar skoöunar að Margrét, sem einnig starfrækir Ljóöakórinn, misnoti aö- stöðu sina og Ljóöakórinn fái fleiri verkefni en honum beri með réttú. Komi þetta m.a. fram í því aö At- hafnakórinn, sem eiginkona Gunn- ars starfrækir, sé hlunnfarinn og fái lítiöaösyngja. Vegna þessa máls hefur verið fariö af staö með undirskriftasöfnun til stuönings Margréti. Þar segir m.a. aö „undirritaðir vilji lýsa hryggö sinni yfir aödróttunum í garö Mar- grétar”. Undir þetta rita prestar, söngfólk og starfsmenn kirkjugarö- anna. Engin skrifleg kæra hefur bor- ist Kirkjugörðum Reykjavíkur á hendur Margréti. DV hafði samband viö Gunnar Bjömsson fríkirkjuprest en hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið. DV haföi einnig samband viö Mar- gréti Eggertsdóttur og sagöist hún vera bundin trúnaði varöandi aöstoö viö undirbúning útfarar en vildi taka það fram aö hún geröi þaö sem sam- viskan byöi hverju sinni. -EH Brœðurnir i Sæbjörgu, Birgir og Óskar Guðmundssynir, hafa verið iagnir við að setja merkin á róttan stað á getraunaseðiunum. DV-mynd S. Getspakir bræður: Ný tollskrá: Tollarí30 prósent að jafnaði Stefnt er að því aö ný tollskrá taki gildi fyrir áramót. Þetta er búið að vera í undirbúningi í fjármálaráðu- neytinu í langan tíma og er nú komiö álokastig. „Tollar munu lækka úr háum upp- hæðum niður í 30% aö jafnaði og síö- an mun vörugjaldið notaö til aö vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs,” segir Albert Guömundsson fjármála- ráöherra. Hann segir að nýja toll- skráin liggi nú fyrir en verið sé aö reikna út hugsanleg áhrif hennar í Þjóöhagsstofnun. En eykur tollalækkun ekki hættu á að viðskiptahalli aukist enn? „Þaö þarf ekki aö vera,” segir fjármálaráðherra. „Það eru tak- mörk fyrir þvi hvað eitt heimili getur keypt. Ég hef ekki oröiö var viö að Is- lendingar hafi sparað neitt við sig. þetta fer eftir f ólkinu sjálfu.” ÖEF Hafa fengið yf ir 900 þúsund f getraununum „Við fórnum tveim kvöldum í viku í þetta og við höfum enn ekki fengið neitt merki um þaö frá konunum aö hætta þessu,” sögöu þeir bræöumir, Oskar og Birgir Guðmundssynir, í viötali viö DV. Þeir bræður hafa síðan 13. desem- ber sl. haft yfir 900 þúsund krónur í vinning hjá Getraunum og því kannski ekki aö undra þótt þeir hafi ekki fengið neitt merki frá konunum á meöan svo vel gengur. Þeir fengu 13. desember sl. hæsta vinning sem greiddur hefur verið út hjá Getraunum — 566 þúsund krónur — og um síðustu helgi voru þeir með annan seöilinn af tveim sem var meö 11 rétta og fyrir það fengu þeir 237 þúsund krónur. „Við höfum fengið aðra minni vinninga svona af og til á milli og okkur telst nú til aö við séum búnir að fá 911 þúsund krónur síðan í desember,” sögðu þeir. „Við fórum aftur af stað nú í sjöttu leikviku enda annar okkar verið í fríi erlendis og það hefur auk þess verið mikiðaðgera. Þá fórum viö strax á fullu út í kerfi. Við erum með 108 bleika miða í gangi í því og kostar það okkur innan við tíu þúsund krónur í hvert skipti. Þetta hefur gengið upp hjá okkur og vel það því kostnaðurinn hefur verið um 200 þúsund kónur í allt og við því með um 700 þúsund krónur í hagnaö í þessum leik,” sögðu þeir bræður sem báöir eru að s jálfsögðu miklir áhuga- menn um knattspymu. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.