Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. Stjómarandstaðan gagnrýnir álsamninginn: Orkuverð til ísal enn undir f ramleiðsluverði Þingmenn stjórnarandstööunnar stigu í ræðustól Alþingis hver á fætur öðrum i gær og lýstu andstöðu sinni við nýgerðan samning milli íslensku ríkisstjómarinnar og Alusuisse. Ragnar Amalds, Alþýöubanda- lagi, tók fyrstur til máls eftir að Sverrir Hermannsson iðnaöar- ráðherra hafði lesið itarlega greinar- gerð sem fylgir frumvarpinu um staöfestingu samningsins. Ragnar sagði aö þeir sem væru nú aö semja við Alusuisse væru að hirða uppskeruna af því sem Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iönaðar- ráöherra, sáði á sinum tíma. Gallinn væri bara sá að akurínn heföi veríð illa hirtur. Hann sagði að auð- hringurinn hefði aldrei samið um neina hækkun raforkuverðs nema til hefði komið sá fleinn í hold hans sem dómsmálin hefðu verið. Það hefði verið mikill álitshnekkir fyrir Alusuisse ef það hefði veriö dæmt fyrir bókhaldssvik. Þess vegna heföu alþýöubandalagsmenn viljað reka til enn frekara undanhalds og semja um hækkun raforkuverðs er næmi 17 til 18 mill eöa láta reyna á einhliða hækkun. Orkuverðið minna en 13 mi/l Ragnar benti á aö meö núverandi tengingu orkuverðs við heimsmark- aðsverö á áli greiddi Alusuisse innan viö 13 mill fyrir raforkuna þessa dag- ana. Það taldi hann viöurkennt aö meðalverð á raforkunni til Alusuisse yrði ef til vill um 13,7 mill á næstu árum. Hins vegar þyrfti álverð að hækka um 100% til þess að raf- orkuverðið næði 18,5 mill. Ragnar taldi ennfremur að það verð sem Alusuisse greiddi nú fyrir orkuna væri undir framleiðslukostn- aðarverði. Landsvirkjun gefur upp að kostnaður viö framleiðslu á einni kilóvattstund af raforku að meðaltali frá öllum virkj unum Landsvirkj unar sé um 16 mill. Ragnar hélt að þó léti nærri að þessi kostnaður væri um 18,9 mill á siðasta ári. Ragnar benti einnig á að ekki væri tekið tillit til verðrýrnunar dollarans sem orkuverðið væri bundið viö. Ef miðaö væri við 5% verðrýmun á ári og að orkuverð væri nú í hámarki, eða 18,5 mill, þá væri það orðið um 14 mill á fimmta árinu. En þar sem það væri í raun mikið lægra en 18,5 mill þá taldi hann þaö mætti gott heita ef það héngi í 10 mill eftir fimm ár. Af þessum sökum og fleiri taldi Ragnar Arnalds að hér væri um vondan samning að ræða sem Alþýðubandalagiö myndi hafna. Eiður Guönason, Alþýðuflokki, sagði að þetta þingmál hefði þá sér- stööu að ekki væri hægt aö koma viö neinni breytingu á því. Hann átaldi iðnaðarráðherra fyrir aö hafa ekki haft samráö viö stjómarandstööuna um þessa samningsgerö. Þó kvaðst hann ekki lá honum fyrir að vera ekki fús til samstarfs við forvera sinn í embætti. Eiður gagnrýndi ýmsa liði samningsins og sagði það vera skoðun alþýðuflokksmanna að þetta væri ekki góður samningur. Þó kvaöst hann ekki vilja gera lítiö úr þeirri hækkun orkuverðs sem fengist hefði. Hins vegar heföi verið hægt að ganga fetinu lengra. Akvæðið um endurskoðun samningsins væri aö hans mati ónýtt vegna þess hversu óljóst það væri orðaö. Aö hans mati áttu geröardómsmálin einnig að ganga til úrskurðar. Nú fengist hins vegar aldrei úrskuröur um deilu- málin þar sem þau hefðu verið af- greidd með allsherjar syndakvittun. Eiður dró einnig í efa að stækkun álversins myndi eiga sér stað. Nú væri umframframleiösla á áli í heiminum og óvist hvort eftirspum myndi aukast fyrr en á næsta ára- tug. Einnig dró hann i efa að Alusuisse hefði þann orðstír i viö- skiptaheiminum að aörir myndu sækjast eftir samstarfi við fyrir- tækiö. Múturl Sigriöur Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista, átaldi iönaðarráðherra fýrir að láta sér sæma aö ganga að öllum skilmálum Alusuisse til þess eins aö ná fram orkuverðshækkun um nokkur mill. Orkuverðið kvað hún hvort eð er vera undir fram- leiðslukostnaði samkvæmt mati Landsvirkjunar. Hún sagöi að sér kæmi helst í hug oröið „mútur” er hún sæi það ákvæði samningsins að Alusuisse skuli greiða 100 milljónir króna fyrir að láta þegja um aldur og ævi um þau dómsmál er voru fyrir gerðardómum. , Jfversu langt er hægt að ganga í vanviröu við þjóðina?” spurði Sigriður Dúna iðnaðarráðherra vegna þeirra ummæla hans að hver dagur sem liði án þess að Alþingi samþykkti samninginn kostaöi 400 þúsund krónur í tekjutapi af raf- orkusölu. Hún benti á að gert hefði verið ráð fyrir þvi að þetta sam- komulag lægi fyrir í apríl og með sömu rökum mætti segja að iðnaðar- ráðherra væri búinn að ræna þjóöina 88milljónumkróna. Andísiensk stefna Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna, sagðist feginn að þetta mál væri nú til lykta leitt því þetta væri ekki stærsta málið sem islenska þjóöin þyrfti að glima viö. Hann ásakaði Sjálfstæöisflokkinn fyrir aö hafa á örlagastundu mótað andislenska stefnu í málinu vegna ótta um aö Alþýöubandalagið ætlaði að slá sér upp á málinu og fyrrver- andi iðnaðarráðherra átaldi hann fyrir að hafa ætlað að reka máliö i gegnum fjölmiöla. Stefán sagöi að hér væri um lokaþátt í málinu að ræða sem hefði mátt leiöa betur til lykta. Þessi samningur væri ekkert tilaðhreykjaséraf. -ÓEF. Frá Kauplagsnefnd: Framfærslu- kostnaður hækkar Visitala framfærslukostnaðar hækk- aði um 1,11% frá september til október í haust og er nú 109,17 stig miðað viö 100 í febrúar á þessu ári. Af einstökum þáttum visitölunnar hefur matvara hækkað um 0,4% en þar af nemur hækkun búvöruverðs 0,15%. Þá stafa 0,3% af hækkun á verði áfengis og tóbaks og 0,2% af auknum kostnaði viðrekstur bifreiöar. Ýmsar aðrar hækkanir á vöru og þjónustu nema 0,2% af hækkuninni og hefur þá lækkun á nokkrum þáttum verið dregin frá. Hagstofa íslands: Óveruleghækkun byggingarvísitölu Vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 0,45% frá september til október í haust og er nú 168,79 stig. Er vísitalan þá miðuð við 100 í desember 1982. Þessi niðurstaða er byggð á áætlun Hagstofu Islands. Vísitalan er áætluð aö beiðni ríkisstjórnarinnar fyrir þá mánuði sem hún er ekki reikn- uð lögformlega. Þessi áætlaða vísitala hefur ekki áhrif á umsamdar verðbætur á fjárskuldbindingar. Þar gilda hinar lögformlegu vísitölur sem reiknaðar eru á þriggja mánaöa fresti. Adeins „alvöru- bændur” fá áburðinn endur- greiddan Bændur á lögbýlum fá nú endur- greidd 17% af áburðarverði sam- kvæmt ákvörðun stjórnvalda. Hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins fengust þær upplýsingar að þetta ætti þó einungis viö um áburð til landbún- aðarframleiöslu en ekki áburð á kart- öflugarðinn eða grasflötina hjá frístundabændum í þéttbýli. 1 samtali við DV sagði Ingi Tryggva- son hjá Framleiðsluráði að þeir sem t.d. hefðu greitt áburðinn i gegnum kaupfélögin hefðu þegar fengiö þessa endurgreiðslu. Þeir sem staðgreiddu áburðinn gætu snúið sér til Áburðar- verksmiðju ríkisins og fengið endur- greiðslu svo framarlega sem nótan væri stíluð á nafn. Ef um væri aö ræða nafnlausar nótur þyrfti viðkomandi bóndi hins vegar að snúa sér til Fram- leiðsluráðs. -EH. Menning Menning Menning Menning LITLIOG STÓRI LITLI Rovíuleikhúsifl — Bœjarhló Lltli Kláus og Stóri Kláus eftir Hens Cristian Andersen Leikgerð: Lise Tetzner Þýðendi: Marta Indriðadóttir Söngtextar: Karl Agúst Úlfsson Leikstjóri: Saga Jónsdóttir Leikmynd: Baldvin Björnsson Tónlist: Jón ólafsson Ævintýri Hans Cristian Andersen eru sígildur skóldskapur, rómaður um álfur, persónur úr sagnaheimi hans eru þekktar um alla jarðkringl- una og teljast meðal margs þess besta sem hafa má fyrir börnum á unga aldri. Þessi sögukom eru, eins og gjarnan er um slikar perlur, best á frummálinu: allur andblær þeirra ber vitni um djúpstæða þekkingu skáldsins á aðstæðum og lifnaöar- háttum þjóðar sinnar á þeim tíma þegar hann festi þær á blað og kom þeim á þrykk, því þótt þeim væri í upphafi valið þetta heiti, „ævintýri”, þá eru margar þeirra með býsna raunsæislegum blæ, þeirra á meðal sagan af leiguliðanum og stór- bóndanum. Það rifjaðist upp fyrir fullorðnum áhorfendum á frumsýn- ingu Revíuleikhússins á leik, sem saminn er uppúr þeirri ágætu sögu, í gær í Bæjarbíóinu í Hafnarfirði, þar Leiklist Páll B. Baldvinsson sem Leikfélag Hafnarfjarðar ræður húsum nú um stundir. Hott, hott, öll mín hross Eins og lesendur kann að reka minni til, þá segir þar af þeim nó- grönnum, Litla og Stóra Kláusi, og áður en leikurinn er á enda hefur Stóri Kiáus fargað fimm hrossum, drepið ömmu sina og misþyrmt líki ömmu Litla Kláusar og gert heiðar- lega tilraun til að drekkja blessuðum smælingjanum. Þá eru ótalin níðingsverk hans af léttara taginu, misþyrmingar og ill vist til handa vinnufólki hans og leiguliðum. Þetta er semsagt hrottaleg saga — mann furðar í rauninni að kliðmjúk- ur stíll karlsins og fáránlega fyndinn söguheimur skyldu duga til að koma þessum sögum á náttborðið hjá nitjándu aldar bömum — og æ síðan. Hér er lifsharkan í allri sinni nekt og hvergi skafið af. Þegar leiguliöinn Kláus fær loksins vinnulaun sín fyrir viku strit á búgarði nafna síns, fjóra hesta svo hann geti plægt sinn skika, þá getur hann ekki stillt sig aö kalia hótt hott, hott öll mín hross, sem Stóri Kláus þolir ekki. Hrottinn mis- þyrmir þá jálknum hans Litla Kláus- ar svo að hann deyr; þá loks gripur litli maðurinn til bragðvísi sinnar og vex eftir þaö með hverri raun, þar til hann stendur loks með pálmann í höndunum i leikslok. Hver samdi leikinn? Ekki geta þeir hjó Revíuleikhúsinu um hver samdi leikinn eftir sögunni, en ég þykist vita að þetta sé sú leikgerð sem kom á fjalir Þjóöleik- hússins 1952, málfarið er viða gamal- dags, skemmtilega ólikt því tungu- taki sem heyra má á barnaefni í dag. Breytingin á frásögn Andersen í leik- atriði hefur hins vegar tekist miður, mörg atriði fátækleg í athöfn og krefjast því mikils hugvits leikstjór- ans sem leiðir. Barnaleikhúsi hér á landi virðist afar hætt við að lenda í fomum og þrautreyndum formúlum grófustu gerðar af ærslaleik, bakföllum, fett- um, grettum og kjánalegum svip. Sýningin í gær bar þessi merki, hún var lítiö skemmtileg, fá atvik í henni vöktu hlátra i salnum, enda gestir víðs fjarri sem er skammarlegt. Nokkrir úr hópi leikendanna, sem eru allir reyndir, gerðu sitt með sóma: Guðrún Alfreösdóttir skóp tvö lítil og sniðug kerlingagervi, hvort um sig kostulegt, heilar og trúverðugar manngerðir, Guðrún Þórðardóttir átti fína spretti í eigin- konu Stóra Kláusar. Hann s jálf an lék Þórir Steingrímsson af myndarskap, en á nokkuð f áum nótum. Nafna hans fór Júlíus Brjánsson með, þokka- lega. En yfir þessari sýningu er einhver losarabragur, eins og enginn viti uppá hár hvert beri að stefna og sá ágalli skrifast á reikning leikstjór- ans. Lítil leikhús og stór Söguna mó með sanni færa uppá litil leikhús og stór. Reviuleikhúsiö er framtak nokkurra einstaklinga og er þetta fjórða verkefni hópsins. Líkt og Litli Kláus þarf þessi hópur á miklu hugviti að halda til að komast af í þessum stóra heimi, finna sér verkefni við hæfi og gefa sér tíma til aö æfa þau stefnufast og til hlítar. En þau fáu böm sem voru í salnum í gær fylgdust meö af miklum áhuga og kynni þeirra af sögunni snjöllu, réttlæta fyllilega heimsókn í Bæjar- bíó fýrir þá sem eiga heimangengt með krakkana sína á ódýra skemmtun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.