Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 7 inn í eldhús og fylgjast meö fram- reiöslu sex réttaðrar máltíöar sem okkur var boðið til. Stefanía og Sigrún gengu á milli. Jón B. Sveinsson matreiöslukennari leið- beindi í eldhúsinu. Ásta kokkanemi var í óða önn að búa nautatungu undir að verða það sem nefnt var á matseðh: „Léttsöltuð nautatunga með Madeirasósu, gljáðum gulrótum, smá- lauk, spinatjafningi og kartöflu- mauki”. Stefanía spurði hana hvort ekki væri erfitt að ganga í gegnum námið ef maður væri með börn. Það kom í ljós að Asta er meö tvö börn og hún sagði að það væri erfitt að vinna vaktavinnu og ala upp börn. Ekki væru sumrin síst erfið en þá gæti vinnutímaf jöldinn far- ið upp í 80—90 stundir á viku. Jón matreiðslukennari stóð og ræddi þaö viö Ingólf kokkanema hvort svanirnir, sem Ingólfur var að búa til úr vatnsdeigi, væru faUegri meö væng- ina jpp eða Uggjandi með búknum. Þessum svönum var ætlað að synda í „Kjötseyði með eggjahlaupi, bragð- bættu með lifrarkæfu”. ,,Þetta er hugsjón Ingólfur sagðist aUt námiö hafa unn- ið meöskólanum. —Hefurðu lifað af laununum? Hann tók því fjarri. „Enda sérðu hvað við erum öU horuð hérna. ” — Ætlaröu aö setja á stofn veitinga- stað þegar þú ert búinn með námið hérna? „Nei, maöur er ekki að þessu til að græöa peninga,” sagði Ingólfur glott- andi. „Þetta er húgsjón.” Næst fylgdumst við með Jóni matreiðslukennara þar sem hann var að kenna nemendum að búa til vík- ingaskip úr servíettum. Hann braut saman tauservíettu með álþynnu inn- an í eftir ákveðnu mynstri og tókst að mynda glæsilegt stefni á víkingaskipl Hann gerði tvö sUk, lagði á bakka og sjá: Þar var komið langskip. Þá var ekkert annað eftir en að setjast til borðs og njóta hinnar sex rétta máltíöar. Þjónarnir voru þrír, einum færri en gafflarnir við disk- barminn. Kristján ljósmyndari upplýsti að hann væri alveg klár á því að þennan hníf ætti að minnsta kosti að nota í fiskréttinn. Huggun að vita að minnsta kosti það. Borðhaldið var rólegt og notalegt. Þjónamir buðu appelsín eða pilsner eftir að hafa fyllt vatnsglös. Þá var komið að því aö raða ofan í sig réttun- um eftir því sem þeir bárust. Jón matreiðslukennari, sem sat með okkur að snæðingnum, ruddi upp úr sér uppskriftum fyrir þær Stefaníu og Sigrúnu. Hann sagði okkur frá grunnhugmyndinni á bak við máls- verðinn. Hann sagði sem skýringu fyr- ir mörgum réttunum að betra væri að bera fram fæðuna í fleira formi en einu, til dæmis vegna vítamína og nýt- ingar hráefna. Hann sagði að matseð- illinn væri hugsaður þannig að hann væri léttur fyrst, síðan yrði hann sterk- ari. Þá væri matseöill oft skipulagður þannig að skiptist á heitt og kalt. Oft væri kannski endað á ávöxtum til þess að ljúka vel heppnaðri máltíö. Hann taldi aö við ættum aö verða hæfilega södd eftir þessa sex rétta máltíð. Bogadregnar línur Jón bað okkur að hirða ekki um það þó að hann borðaði kannski lítið. Hann væri að reyna að halda í við sig. Þurfti að hugsa dálítið um linurnar í þessu starfi? Ásta meö nautstunguna (fyrír mat- inn). Vigalegt lið sem sá Stefaniu og Sigrúnu fyrir kvöidmat. Þessi i miðjunni með skeggið er Jón, matreiðslukennarinn. Myndir Kristján Ari. „Það væri aðallega auðvelt að hugsa um bogalínumar,” sagði Jón. Hann sagðist reyna að stunda með þessu sport til að halda sér í formi. Þetta var róleg og vel heppnuð mál- tíö. Við bárum saman bækur okkar eftir hvern rétt. Raunverulega var spurningin ekki hvort þetta væri gott eða slæmt heldur fremur hvort krásirnar væru góðar eða mjög góðar. Kristján ljósmyndari og raunar Jón matreiðslukennari voru þó báðir ósáttir við bragðið af súpunni. Svanim- ir, sem áttu að synda í súpunni voru líka dálítiö vankaðir þegar þeir komu á borðið til okkar með höfuð undir væng eða báða vængina undir höfði. Að öðru leyti var maturinn allur sérlega glæsi- legur úthts og þjónanemarnir sýndu okkur hvem rétt skreyttan og lagaðan á fat áður en við fengum okkur. Jón sagði okkur að oft væri mikið lagt í útlitiö, til dæmis í prófinu þegar matreiðslumennirnir og þjónamir út- skrifuðust. Eftir að kaffinu, sem máltíðinni lauk með, var lokið fórum við að þakka fyrir okkur og að tygja okkur. A heimleiðinni í drossíimni spurðum við þær stöUur hvort þær langaði í skól- ann. Sigrún taldi að það yrði ekki á næstunni hvað sig snerti. Stefanía sagöist hafa hug á að reyna og þá jafn- vel þegar yngra barniö væri orðið tveggja ára. Við komum þeim hvorri til síns heima og þökkuöum samveruna. Og það er öruggt, hvað sem annars má segja um erfiði, kokkanámsins, að það má öfunda hvem þann iðnaðar- mann sem getur borðaö sveinsstykkið sitt með góðri lyst. Við þökkum skólastjóra, nemendum og kennurum Hótel- og veitingaskólans kærlega fyrir hlýlegar og rausnarlegar móttökur. -SGV Hæöarstilling á og setu. Veltibak Veltiseta ERO CD 15* kr. 7.308 ERO13 kr. 3.691 UIIIU UERUDR DnmnfSH KHKItl m fnðu þér þú stól nf I fullknmnustu jerð ■ ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg fyrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Þeir hafa alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu að síður á einstaklega lágu verði. * Stóðst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi. STÁLHÚSGAGNAGÉRO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.