Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Page 11
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984.
.11
EIMJ SINNIVAR...
máli að sumir eru hinir mestu
öðlingar sem berjast við ill öfl frá
morgni til kvölds og hafa jafnan
sigur eins og góðu mennirnir í Islend-
ingasögunum.
Sá er þó munurinn á þessu tvennu
að óþokkamir meðal Master-
kallanna lifna alltaf við aftur hversu
oft sem búið er að drepa þá en í
Islendingasögunum héldu menn
áfram að vera dauöir eftir að búið
var að drepa þá einu sinni.
Það kemur fyrir að ég fæ að vera
með í svona leik og vegna þess að
mér finnast manndráp ekkert
skemmtileg þótt þau séu sýnd hér
um bil daglega í sjónvarpinu mínu
sting ég venjulega upp á því að nú
verði allir vinir og fari út í skóg að
tina ber eða snúi sér að landbúnaðar-
störfum.
Þessu er yfirleitt vel tekið en þó
endar berjatínslan venjulega með
slagsmálum vegna þess að vondi
kallinn ákveður skyndilega að hirða
öll berin einn og þá á góðmennið ekki
nema um það eitt að velja að ná í
töfrasverðið sitt og fara í stríð.
Ævintýrí
Þessi ævintýri nútímans gerast á
stofugólfinu heima hjá manni sem er
stjama langt úti í geimnum og heitir
Etemía. Þar þeysa menn á geim-
skipum um allar trissur og berjast
við skrímsli á sjó og landi og okkur
finnst þetta bæði vitlaust og ógeðs-
legt að minnsta kosti ef miðað er við
ævintýrin sem við lásum forðum
daga.
Eg man til dæmis eftir því hvað ég
var alltaf feginn þegar Gréta litla
kveikti í gömlu norninni sem ætlaöi
að éta bróður hennar en hins vegar
skildi ég ekki hvers vegna þau fóm
heim til foreldra sinna með gullið og
gersemamar því að áðumefndir for-
eldrar skildu börnin eftir í dimmum
skógi snemma í ævintýrinu og þaö
var mér vitanlega ekki gert af neinni
góösemi.
I sögunni af Rauöa bola drap
nautið þrjá risa, sem vom samtals
með átján höfuð, í þeim tilgangi
einum að bjarga kóngsdóttur og yfir-
leitt fór þaö svo í þessum ævintýrum
aö þegar sveinstaularnir komu heim
með kóngsdótturina og kistur fullar
af gulli brást kóngur hinn versti við
og harðneitaði að afhenda
verðlaunin sem voru kóngsdóttirin
og hálft konungsríkiö.
Að vísu voru sumir það kvikindis-
legir aö leggja þrjár þrautir fyrir
sveinstaulana sem voru svo erfiðar
aö manni finnst skrítiö að engum
skyldi hafa dottið í hug að gleyma
einfaldlega kóngsdótturinni og hálfu
ríkinu og snúa sér heldur að bú-
skapnum aftur.
Ekki var drottningin í sögunni um
Mjallhvít neitt góðmenni og ekki
þjáðist hún af lystarleysi því að ég
man ekki betur en hún hafi ætlað að
éta úr Mjallhvít hjartað og lifrina og
þegar hún hafði gert ítrekaðar
tilraunir til að ráða hina góðhjörtuðu
prinsessu af dögum var henni launað
með því að hún var látin dansa á
glóandi gullskóm í brúðkaupsveislu
Mjallhvítar þangað til hún datt niður
dauð og urðu þá aliir í höllinni alveg
óskaplega kátir.
Þannig mætti halda lengi áfram að
telja upp ofbeldi sem viröist hafa
fylgt okkur frá víkingum til
vídíósins og þegar á allt er litið væri
kannski réttast aö lesa aldrei neitt
fyrir börnin sín nema nauðungarupp-
boöin í blöðunum um helgar.
Kveðja
Ben. Ax.
NOTAÐIR MAZDA
BÍLAR < URVALI!
Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í sýn-
ingarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir
6 mánaða ábyrgð frá söludegi.
úr söluskrá:
Athugið: Við bjóðum velkomna þá, sem hafa hug á að skipta
sínum bíl upp í nýlegri MAZDA bíl.
Opið laugardag frá kl. 10 — 4
mazoa
Mest fyrir peningana!
BÍLABORG HR
Smiðshöföa 23 sími 812 99
GERÐ ÁRG. EKINN
323 1300 Saloon sj.sk. '82 26.000
626 2000 4 dyra sj.sk. '81 35.000
626 2000 4 dyra '81 24.000
323 1300 5 dyra '81 39.000
323 1300 Saloon '81 35.000
929 Station '80 58.000
626 2000 4 dyra sj.sk. '80 52.000
323 1400 5 dyra sj.sk. '80 45.000
929 4 dyra '79 68.000
E 1600 sendibíll '81 69.000
Sýnishorn
GERÐ
929 LTD HT sj.sk
626 GLX 5 dyra sj
323 1300 3 dyra
929 SDX 4 dyra
929 SDX 4 dyra sj
929 LTD 4 dyra sj
929 Station
626 2000 4 dyra
626 1600 4 dyra
323 1500 Saloon
ARG. EKINN
v/s '83 29.000
.sk.v/s '83 21.000
'83 23.000
'82 22.000
sk. '82 31.000
sk. v/s '82 38.000
'82 21.000
'82 37.000
'82 37.000
'82 20.000
Blaðberi
Blaðbera vantar í Helgalandshverfi í
Mosfellssveit.
Úppl. hjá umboðsmanni í síma 666481.
TILBOÐ ÖSKAST
Við leitum eftir tilboðum í eftirtalin tæki:
1. Fræsivél, borð, 1240 x 330 mm.
2. Rennibekk, 3000 x 250 X 68 mm.
3. Plötusax, 6 x 2000 mm.
4. Lyftara, dísil, 3,5 tonn.
5. Lyftara, rafmagns, 2,5 og 3,2 tonn.
6. Sendibfl, Transit ’74.
7. Loftpressu, Ingersol og RAMD.
8. Lofthitunarketil.
9. Kantbeygjuvél.
Tækin verða til sýnis á verkstæði okkar laugardaginn 17. nóv-
emberkl. 10.00-16.00.
Vélsmiðja Hafnarf jarðar hf.,
Strandgötu 50, Hafnarfirði.
Sími 50145.
r
Helgar- og
vikuferðir í vetur
Glasgow
... frákr. 7.8?5.-
Edinborg
... frákr. 8.371.-
London
... frá kr. 9.792.
París
.... frá kr. 13.850.-
Kaupm.höfn
... frá kr. 10.790.
Luxembur
... frá krTlO.765.-
Amsterdam
... frá kr. 12.191.-
Skíðaferðir2vikur
til Austurríkis frá kr. 22.098.-
Kanaríeyjar
lOdagar ... frá kr. 25.580.-
...» * . , , *. Skipuleggjum
VlOSklptaierÖir: vióskiptaferðir hvert sem
r er í veröldinni.
Ferðaþjónusta
Vinaheimsóknir — Kaupstefnur — Hinstaklingsferðir —
Umboð á islandi fyrir Ferðaþjónusta ATLANTIK sér um að finna hagkvæmustu
DINERS CLUB °9 Þægilegustu ferðina fyrir viðskiptavini sina
INTERNATIONAL Þeim aö kostnaðarlausu.
(moivm
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTIG 1,
SÍMAR 28388 - 28580