Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 48
48 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. Andlát Hve miKto protin einu eggi? Syariö færðu T Ms efng FæstinæstiTBokabúí MatOœtatœkni —r AKRALAND 3 106REYKJAVIK " BILALEIGUBILAR ' HfcflLENDIS OG ERLENDIS Reykjavík: 91-31615/686915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 Víðigerði V-Hún. 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauöárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafirði: 97-8303 interRent k THBOÐ SkÍIVK* MJílfJÖlR • SKftilRifc *14 HEV>: “Í'on Guðmundur Ásgrimur Björnsson lést 12. nóvember sl. Hann var fæddur í Reykjavík 29. nóvember 1950, sonur hjónanna Sigurlaugar Soffíu Bjöms- dóttur og Bjöms Júlíusar Grímssonar. Guömundur nam i kennaraskólanum og lauk þaöan kennaraprófi 1971 og ári síðar stúdentsprófi frá sama skóla. Að stúdentsprófi loknu lagði hann fyrir sig lyfjafræðinám um skeið en lauk ekki prófi, en gerðist þess í stað kennari við gagnfræða- og grunnskólann á Eski- firöi þar sem hann kenndi einn vetur og síðan f jóra vetur á Flateyri í önund- arfirði. Síðustu árin var hann birgða- vörður hjá Lyfjaverslun ríkisins. Utför hans var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í morgun kl. 10.30. Kettý Sigurbjörg Snowden, fædd Andersen, lést á sjúkrahúsi í Cardiff, Suður-Wales, 11. nóvember sl. Jarðar- förin hefur farið fram. Magnús Kristjánsson, rafmagnseftir- litsmaður, Laugateig 5, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 15. Hjörleifur Guðmundsson, frá Sólvöll- um í önundarfirði andaðist mánudag- inn 12. nóvember sl. á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Jarðsett verður í Holti, önundarfirði, þriðju- daginn 20. nóvember kl. 14. Adam Magnússon, Bjarkarstíg 2 Akur- eyri, sem lést 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Gyða Guðmundsdóttir, Furugerði 1 Reykjavík, sem lést í Borgarspítalan- um 13. nóvember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Happdrætti Happdrætti Styrktar- félags vangefinna Þessa dagana stendur yfir útsending á happ- drættismiðum í árlegu happdrætti Styrktar- félags vangefinna. Vinningar verða 10 talsins og heildarverðmæti þeirra um 1.675.000. Aðalvinningur að þessu sinni er Citroen BX TRS, árgerð 1985 að verðmæti um 530 þús. Annar vinningur er Daihatsu Charade CX, 5 dyra, árgerð 1985 að verðmæti um 325 þús. Þriðji vinningur er bifreið að eigin vali að upphæð kr. 260 þús. Þá eru 7 vinningar, húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð kr. 80þús. Miðaverð er kr. 100 og vinningar skatt- frjálsir. Félagið stendur nú í miklum og fjárfrekum framkvæmdum. Unnið er að frágangi tveggja ráðhúsa í Víðihlíð og er annað þeirra ætlað undir sambýli en hitt skammtímaheimili. Til- finnanleg vöntun er á slíkum heimilum hér i borginni. Stefnt er að þvi aö starfsemi í þessum húsum geti hafist í næsta mánuði. Þá hefur félagið fest kaup á 350 m! húsnæði í Brautarholti undir vinnustofu, en þar munu um 20—25 öryrkjar vinna að ýmis konar framleiðslu. Unniö er að endurbótum á hús- næöinu og veröur það tekiö í notkun i þessum mánuði. Um leið og félagið þakkar almenningi mikilsverðan stuðning á liðnum árumtreystir það enn á skilning fólks á nauðsyn þess að búa vangefnum sem best skilyrði. Tónleikar Kjell Bækkelund með tónleika í IMorræna húsinu Þriðjudaginn 20. nóv. kl. 20.30 heldur hinn kunni norski píanóleikari Kjell Bækkelund tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir Edv. Grieg, Johan Kvandal og Charles Ives. Kjeil Bækkelund er Islendingum að góöu kunnur. Hann hefur tvisvar áður haldið tón- leika í Norræna húsinu, 1970 á Listahátíð og 1974, en þá hélt hann einnig fyrirlestra um Grieg og nútímapíanótónlist á Norðurlöndun- um. Einnig hefur hann leikið hjá Tónlistar- f élaginu og með Sinfóníuhljómsveit Islands. Kjell Bækkelund hefur hlotið fjölda verð- launa, m.a. Gullverölaun Harriet Cohens, Paderewski-verðlaunin og verðlaun Norska menningarráðsins. Hann hefur ieikiö inn á hljómplötur hjá Rca, Deutsche Grammophon og Philips. Kjell Bækkelund hefur auk starfa á tónlistarsviðinu, unnið sem blaðamaður og rithöfundur. Hann á sæti i Norska menningar- ráðinu, Utvarpsráði og er í stjórn Norsku óperunnar. Aögöngumiöar aö tónleikunum í Norræna húsinu verða seldir í bókasafni og við inn- ganginn. ( Fundir Fundarboð Almennur félagsfundur öldrunarfræðafélags Islands verður haidinn fimmtudaginn 22. nóvember 1984, á dagspítala öldrunarlækn- ingadeildar Landspítalans að Hátúni 10B og hefstkl. 20.15. Dagskrá: 1. 7-NKG í Malmö, sept. 1984 — Þór Halldórs- son. 2. Öldrunarþjónusta í Kalmar heimsótt í sept. 1984. — Jóna Eggertsdóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir. 3. Námskeið í öldrunarlækningum í London, sept. 1984. — Arsæll Jónsson. Flutningstími hvers erindis er áætlaður 15—20 min., fyrirspurnir og umræður á eftir hverjuþeirra. Fræðslufundur friðarhreyf- ingar íslenskra kvenna íslenskra kvenna Friðarhreyfing íslenskra kvenna mun í vetur efna til fræðslufunda um frið og afvopnun. Sá fyrsti verður á Haliveigarstöðum þriðjudag- inn 20. nóvember og hefst kl. 20.30. Þá mun Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræðingur segja frá afvopnunar- og friðartillögum sem lagðar hafa verið fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og verða væntanlega afgreiddar á næstunni. A eftir verða kaffiveitingar, fyrir- spumir og umræður. Fundurinn er öllum op- inn er áhugahafa. Tónlist Hljómsveitin Kan gefur út sína fyrstu plötu Ut er komin fyrsta hljómplata hljómsveitar- innar Kan sem ber nafnið „I ræktinni”. Hljómsveitina skipa: Herbert Guðmundsson söngur, Magnús Smárason gítar, Finnbogi Kristinsson bassi, Alfreð Erlingsson hljóm- borð ogHilmarValgarðssontrommur. Platan var tekin upp í Grettisgati og upptökumaður var Tómas Tómasson. A plötunni eru hress og melódísk lög við allra hæfi. Utgefandi er Kan og dreif ingu annast Steinar hf. Menning Menning Menning Menning A HEUARÞRÖM Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum. GÓDA NÓTT, MAMMA eftir Mörshu Norman Þjóðleikhúskjallarinn 1 kjölfar þeirrar miklu umræðu um samskipti og hlutskipti kynjanna sem kvennasamtök á Vesturlöndum hafa efnt til á undanförnum árum, hefur bæði fræðimönnum og rit- höfundum orðið tíðrætt um hlutverk móðurinnar. Veslings móðirin hefur að ýmsu leyti farið Ola út úr þeirri umfjöllun. Nú kemur í ljós að hún þarf ekki einungis að umbera ödípusarkomplex sona sinna, heldur er hún í stöðugri samkeppni við dætur sínar um ást og athygli föðurins. Verði móðirin ofan á í þeirri keppni, á hún á hættu að dætumar leggi á hana fæð, en fari hún halloka, ber hún þess sár og ■ lætur dæturnar gjalda fyrir þau. Mæður og dætur Víst er að margt í slíkum og þvílík- um ígrundunum ber merki heldur yfirborðslegs skilnings á Freud gamla og hans fræðum. Sem betur fer hefur stór hópur rithöfunda, sér- staklega í hópi kvenna, lyft þessari umræðu á hærra plan, ekki síst þeir sem tekið hafa nótís af skrifum eldri höfunda, allt frá Jane Austren til Doris Lessing, sem fjallað hafa um mæður og dætur af víðsýni og innsæi. Leikritið Mörshu Norman, Góða nótt,mamma, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi, er að mörgu leyti virðingarvert framlag til þessarar umræðu. I stuttu máli fjallar það um eldri konu og fertuga dóttur hennar sem búa saman einhvers staðar upp til sveita, nákvæm staðsetning skiptir ekki máli. Leikritið er ekki fýrr hafið en dóttirin tjáir móður sinni að hún ætli að fyrirfara sér seinna um kvöldið. Móðirin reynir allt hvaö hún getur til að telja henni hughvarf og beitir til þess öllum brögðum, en dóttirin situr við sinn keip og einbeitir sér að því að ganga frá öllum sínum málum. Ábyrgö einstaklings Oröræða þeirra er í senn hvers- dagsleg og ljóðræn, og spannar flest blæbrigði í samskiptum móður og dóttur, en þungamiðja hennar gengur út á ábyrgð og hugrekki ein- staklingsins. öll uppbygging verksins er eins traust og rökrétt og hún getur verið, allt frá því dóttirin skýrir frá á- kvörðun sinni, Uns hún býður góða nótt og lokar sig af með byssu föður síns heitins. Niðurstaða höfundar er í stuttu máli sú, að hver og einn eigi rétt á aö ráða sinum næturstaö. I leik þeirra Guðbjargar Þor- bjarnardóttur og Kristbjargar Kjeld, móður og dóttur, er varla feilnótu að finna, burtséð frá venjulegum frumsýningarskrekk. Móðirin, smámunasöm, sífurgjörn og þröngsýn, verður að lokum að láta í minni pokann fyrir hljóölátri angist dótturinnar, og öðlast við það innsýn í eigið sjálf, og síöbúinn skilning á fyrri samskiptum þeirra mæðgna. Tvímælalaust leiksigur þessara tveggja ágætuleikkvenna. Hvað er það þá sem angrar mig við þetta leikrit? Það er í fyrsta lagi einum of haganlegur samsetningur, hárrétt blanda af O’Neill (móöir og dóttir í stað föður og sonar), femínisma, og þeirri umræðu um sjálfsmorð sem átt hefur sér stað, bæði á sviði og utan þess (sjá ,Jír þetta ekki mitt lif?”), síðastliðin ár. Fyrir svona leikrit fá menn ágætis- einkunn við leikritunardeildir banda- rískra háskóla. En þetta er prívat meinloka sem ég ætlast ekki til að menn taki ýkja alvarlega. Annað er, að sú leikflétta sem höfundur ríður í verki sinu, er of lágu verði keypt. I samræðum þeirra mæðgna kemur fljótlega í ljós að dóttirin er löngu búin að tapa öllu því sem gerir lífið einhvers virði, a.m.k. fyrir okkur flest. Hún er fertug, flogaveik, fráskilin, ófríð, á son sem er upprennandi smákrimmi, og er í raun tilfinningalegur fangi móður sinnar. Vissulega hefur hún til að bera óvenjulegt hugrekki þegar á hólminn kemur en á heljarþröm verða menn oft hugrakkir. Til einhvers að vinna I ljósi þess sem á undan er gengið, á dóttirin engra annarra kosta völ, og þetta veit áhorfandinn. Tækist höfundi hins vegar að segja frá manneskju sem hefði öllu að tapa, en afréði samt að fyrirfara sér, hefði hann til einhvers að vinna. En ekki er öllum gefið að feta í fót- spor Camus. Leikmynd Þorbjargar Höskulds- dóttur er ágætiega við hæfi, og ég hef fátt við málfar þýðingar að athuga nema hvað ég kann betur við orðalagið ,,að fyrirfara sér” en „að fremja sjálfsmorð”. Eitt og annað hefði mátt staðfæra, t.ajn. „marsmallows” og „okra”, og við- tengingarháttur er ofnotaöur er líður á leikritið. AI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.