Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 22
Fj ölbr autaskólinn íBreiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1985 skulu hafa borist skrifstofu skólans, Austurbergi 5, fyrir 1. desember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öldungadeild) á vor- önn 1985 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B., sími 75600. Skólameistari. FJÖLBRAUTASKÓUHN BREIÐH0LT1 m LAUSAR STÖÐUR HJÁ IvJ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. DEILDARFULLTRÚA við almenn skrifstofustörf hjá borgar- verkfræðingnum í Reykjavík. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri borgarverkfræðings í síma 18000. LANDSLAGSARKITEKT hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Upplýsingar veitir forstöðumaður Borgarskipulags og deild- ararkitekt í símum 26102 og 27355. STARFSMAÐUR í almennt unglinga- og æskulýðsstarf við Tómstundaheimilið Ársel. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944. STARFSMAÐUR á Mæðraheimili Reykjavíkurborgar. Vakta- vinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 25881. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 26. nóvember 1984. WORD - RITVINNSLA Word ritvinnslukerfið er með nýjustu ritvinnslukerfum á markaðnum í dag, hannað fyrir IBM einkatölvur. Það býður upp á mjög margar aðgerðir sem hingað til hafa ekki þekkst meðal ritvinnslukerfa á smátölvum. Segja má að Word nálgist það að geta framkvæmt aðgerðir sem einungis sérhannaðar ritvinnslutölvur hafa hingað til getað unnið. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um aö vinna meö ritvinnslukerfiö að námskeiðinu loknu. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM og Atlantis einka- tölva. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari h já Stjómunarfélagi íslands. TÍMIOG STAÐUR: 26.-29. nóvember kl. 13.30—17.30. Síðumúli 23. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ★ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunar- sjóður starfsmannafélags ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku í þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. Astjórnunarfélág JÍSvíSL ISIANDS SIÐUMULA 23 SÍMI 82930 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984, sviðsljósi Eiríkur GuOmundsson rennir Hildingi á 22,0 sek. í 250 metra skeiöi á Á hverju ári koma fram nýir og efnilegir knapar. Sumir þeirra skjótast beint upp á stjörnuhimininn og hverfa fljótt þaðan aftur en aörir eru lengur að komast á toppinn og dvelja þar lengur. Þó er erfitt að halda sér á toppnum. Vegna kerfis- bundinnar ræktunar islenska hests- ins koma fram betri einstaklingar ár hvert og keppni verður harðari og jafnari. Islandsmót í hestaíþróttum undanfarin tvö ár staðfesta það. Enginn er öruggur sigurvegari. Á síöastliðnu sumri komu fram nokkrir efnilegir knapar. Tveir þeirra, þeir Einar öder Magnússon frá Selfossi og Eiríkur Guðmundsson frá Torfastöðum í Biskupstungum, stóðu sig þó best að öðrum ólöstuöum. Segja má aö þeir hafi haslaö sér völl á ólíkum sviðum hestamennskunnar því Eiríkur sat aðallega skeiðhesta en Einar vakti mesta athygli í töltgreinum. Einar öder var meö gæðinga og kynbótahross í verðlaunasætum á fjórðungsmótinu á Vesturlandi en þar var hann við tamningar vorið 1984. Hann sýndi meðal annars hryssuna Drottningu frá Stykkis- hólmi sem stóð efst hryssa sex vetra og eldri og einnig hryssuna Hólm- stjömu sem stóð efst fjögurra vetra hryssa. A Islandsmótinu í hesta- íþróttum kom hann svo sannarlega á óvart er hann náði að tryggja sér töltbikarinn á hryssunni Tinnu frá Flúðum. Einar og Tinna voru í þriðja sæti þegar að úrslitakeppninni kom Víðivöllum. en tókst að vinna sig upp um tvö sæti. Sannarlega glæsilegur árangur. Einar dvelur nú í Austurríki og starfar þar viö hestamennsku. Eiríkur Guömundsson hefur verið í hestamennskunni síðan hann var smástrákur. Hann hefur unnið hjá Sigurbirni Bárðarsyni viö hesta- mennsku í Víöidal undanfarna tvo vetur og auk þess setið skeiöhesta frá Herði G. Albertssyni í sumar. Þaö fór ekki mikið fyrir Eiríki utan vallar en er á skeiðvöllinn var komiö héldu honum engin bönd. Hann átti til dæmis besta tíma sumarsins í 250 metra skeiöi er hann renndi Hildingi á 22 sekúndum sléttum á Víðivöllum. Auk þess sat hann Villing og fleiri skeiðhesta með góöum árangri í sumar. Á næstu tveimur árum verða tvö stórmót á Suðuriandi. Fyrst verður fjórðungsmótiö á Víöivöllum á næsta ári en því næst landsmót á Hellu árið 1986. Ekki er að efa að þessir prúðu knapar munu sýna hesta á þessum mótum og ef að líkum lætur verða i verðlaunasætum. EJ Ungir knapar í Einar öder, sigurvegari i töttkeppninni, á ísiandsmötínu í hestaíþróttum á Vindheimameium 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.