Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Síða 22
Fj ölbr autaskólinn íBreiðholti Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1985 skulu hafa borist skrifstofu skólans, Austurbergi 5, fyrir 1. desember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öldungadeild) á vor- önn 1985 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir væntanlegra nýnema með símskeyti eða símtali við skrifstofu F.B., sími 75600. Skólameistari. FJÖLBRAUTASKÓUHN BREIÐH0LT1 m LAUSAR STÖÐUR HJÁ IvJ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. DEILDARFULLTRÚA við almenn skrifstofustörf hjá borgar- verkfræðingnum í Reykjavík. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri borgarverkfræðings í síma 18000. LANDSLAGSARKITEKT hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Upplýsingar veitir forstöðumaður Borgarskipulags og deild- ararkitekt í símum 26102 og 27355. STARFSMAÐUR í almennt unglinga- og æskulýðsstarf við Tómstundaheimilið Ársel. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944. STARFSMAÐUR á Mæðraheimili Reykjavíkurborgar. Vakta- vinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 25881. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 26. nóvember 1984. WORD - RITVINNSLA Word ritvinnslukerfið er með nýjustu ritvinnslukerfum á markaðnum í dag, hannað fyrir IBM einkatölvur. Það býður upp á mjög margar aðgerðir sem hingað til hafa ekki þekkst meðal ritvinnslukerfa á smátölvum. Segja má að Word nálgist það að geta framkvæmt aðgerðir sem einungis sérhannaðar ritvinnslutölvur hafa hingað til getað unnið. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um aö vinna meö ritvinnslukerfiö að námskeiðinu loknu. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM og Atlantis einka- tölva. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari h já Stjómunarfélagi íslands. TÍMIOG STAÐUR: 26.-29. nóvember kl. 13.30—17.30. Síðumúli 23. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ★ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunar- sjóður starfsmannafélags ríkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku í þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. Astjórnunarfélág JÍSvíSL ISIANDS SIÐUMULA 23 SÍMI 82930 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984, sviðsljósi Eiríkur GuOmundsson rennir Hildingi á 22,0 sek. í 250 metra skeiöi á Á hverju ári koma fram nýir og efnilegir knapar. Sumir þeirra skjótast beint upp á stjörnuhimininn og hverfa fljótt þaðan aftur en aörir eru lengur að komast á toppinn og dvelja þar lengur. Þó er erfitt að halda sér á toppnum. Vegna kerfis- bundinnar ræktunar islenska hests- ins koma fram betri einstaklingar ár hvert og keppni verður harðari og jafnari. Islandsmót í hestaíþróttum undanfarin tvö ár staðfesta það. Enginn er öruggur sigurvegari. Á síöastliðnu sumri komu fram nokkrir efnilegir knapar. Tveir þeirra, þeir Einar öder Magnússon frá Selfossi og Eiríkur Guðmundsson frá Torfastöðum í Biskupstungum, stóðu sig þó best að öðrum ólöstuöum. Segja má aö þeir hafi haslaö sér völl á ólíkum sviðum hestamennskunnar því Eiríkur sat aðallega skeiðhesta en Einar vakti mesta athygli í töltgreinum. Einar öder var meö gæðinga og kynbótahross í verðlaunasætum á fjórðungsmótinu á Vesturlandi en þar var hann við tamningar vorið 1984. Hann sýndi meðal annars hryssuna Drottningu frá Stykkis- hólmi sem stóð efst hryssa sex vetra og eldri og einnig hryssuna Hólm- stjömu sem stóð efst fjögurra vetra hryssa. A Islandsmótinu í hesta- íþróttum kom hann svo sannarlega á óvart er hann náði að tryggja sér töltbikarinn á hryssunni Tinnu frá Flúðum. Einar og Tinna voru í þriðja sæti þegar að úrslitakeppninni kom Víðivöllum. en tókst að vinna sig upp um tvö sæti. Sannarlega glæsilegur árangur. Einar dvelur nú í Austurríki og starfar þar viö hestamennsku. Eiríkur Guömundsson hefur verið í hestamennskunni síðan hann var smástrákur. Hann hefur unnið hjá Sigurbirni Bárðarsyni viö hesta- mennsku í Víöidal undanfarna tvo vetur og auk þess setið skeiöhesta frá Herði G. Albertssyni í sumar. Þaö fór ekki mikið fyrir Eiríki utan vallar en er á skeiðvöllinn var komiö héldu honum engin bönd. Hann átti til dæmis besta tíma sumarsins í 250 metra skeiöi er hann renndi Hildingi á 22 sekúndum sléttum á Víðivöllum. Auk þess sat hann Villing og fleiri skeiðhesta með góöum árangri í sumar. Á næstu tveimur árum verða tvö stórmót á Suðuriandi. Fyrst verður fjórðungsmótiö á Víöivöllum á næsta ári en því næst landsmót á Hellu árið 1986. Ekki er að efa að þessir prúðu knapar munu sýna hesta á þessum mótum og ef að líkum lætur verða i verðlaunasætum. EJ Ungir knapar í Einar öder, sigurvegari i töttkeppninni, á ísiandsmötínu í hestaíþróttum á Vindheimameium 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.