Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 50
50 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. 1 I Ol B NÝJA LÍNAN FRÁORION KRAFTBLAKKIR ÚTGERÐARMENN Höfum á lagor 400 kg kraftblakkir meö sins eöa tveggja spora hjóli. Gott verð og góöir greiðsluskil- máier. Atlashf ARMULA 7 - SIMI 26755 Einhell vandaöar vörur HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaður . fyrirspil afl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA! Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsfaúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Nýjar bækur Nýjar bækur ROBERT LUDLUM SVIKA MYLLAN ROBERT LUDLUM SVIKAMYLLAN Setberg hefur gefiö út bókina Svika- myllan eftir Robert Ludlum. Þetta er bók sem erfitt mun reynast aö leggja frá sér fyrr en hún hefur verið lesin til enda. Spennan stígur jafnt og þétt frá f yrstu síöu til þeirrar öftustu. Tannerhjónin höföu helgarboö fyrir þrenn hjón, nánasta vinafólk sitt. Þá fóru óhugnanlegir og óskiljanlegir atburöir aö gerast. Húsmóðurinni og bömunum er rænt og þau finnast meðvitundarlaus úti í skógi. Hvaö er á seyði? Er alþjóölegur glæpahringur hér að verki? Eða kannski gestirnir, einn eða allir? Lögreglan er undarlega athafnalítil í málinu og þegar húsið er umkringt og hafin á þaö skothríö kastar fyrst tólf unum. Robert Ludlum er nú oröinn einhver allra víölesnasti spennusagnahöf- undur í heimi, enda eru bækur hans jafnharöan þýddar á fjölda tungumála og koma út í hverri útgáfunni á fætur annarri, og hafa selst í tugmilljónum eintaka. Svikamyllan er önnur bókin sem útkemurá íslenskueftirhann. Bókin er 190 blaösíður. ASTRID LINDGREN BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA Ævintýriö fræga Bróöir mlnn Ljóns- hjarta eftir Astrid Lindgren er komið út i annaö sinn hjá Máli og menningu. Þýöingin er eftir Þorleif Hauksson og myndir eftir Ilon Wikland. Bókin kom út árið 1976 en hefur lengi verið ófáanleg. Eins og kunnugt er hafa Svíar gert sjónvarps- þætti eftir bókinni sem nú er veriö að sýna hér og kvikmynd sem einnig hefur veriö sýnd hér á landi. Þetta er sagan af bræðrunum Jóna- tan og Snúö Lejon í landinu Nangijala þar sem ennþá er tími varöeldanna og ævintýranna. Það er þangaö sem menn fara þegar þeir deyja, segir Jónatan viö Snúð sem liggur veikur. Snúði þykir ekki eins vænt um neinn og Jónatan sem er svo hugrakkur og sterkur og hann kvíöir því aö þurfa aö skilja viö hann. En til þess kemur ekki, þaö er Jónatan sem fer á undan til Nangijala og tekur á móti Snúöi þegar hann kemur. Eftir það verður ekkert lát á spennandi viðburöum. Bókin er 248 bls., sett í Hólum hf., filmuunnin í Repró, prentuð í Form- prenti og bundin í Bókfelli. BORGFIRSK BLANDA8 Safnafl hafur Bragi Þórðarson Ut er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi áttunda bókin í safnritinu Borgfirzk blanda og er þaö jafnframt lokabindi ritsafnsins. Safnaö hefur Bragi Þórðarson. Safniö allt er þá orðið rúmlega 2000 blaösíður og eitt stærsta ritsafn hér- aðssagna sem út hefur komiö hér á landi. Efni 8. bindis er meö svipuöu sniöi og fyrri bóka, sagnir og fróöleikur úr Mýra- og Borgarfjaröarsýslum eftir f jölmarga höfunda. Meöal efnis má nefna: Þegar rafljós- in kviknuðu á Akranesi — Bílferðir í Borgarfiröi — Drykkjusiöir — Réttar- ferð 1909 — Sauðnautin á Litlu-Drag- eyri — Mataræði til sjós og lands — Bernskuminningar úr Borgarfiröi — Plægingar og pólitík — Flugvél ferst í Akrafjalli — Læknirinn í Laxárholti — Þáttur af Árna Böðvarssyni — Lífið á skútunum fyrir 70 árum — Draumar og dulrænar sagnir — Gamanmál. Borgfirzk blanda á erindi til allra sem unna þjóölegum fróðleik. Borgfirzk blanda 8 er 250 bls. í stóru broti. Fjöldi mynda er í bókinni. Prent- verk Akraness hf. hefur annast prent- un, setningu og bókband. itWsöU; imuRi' MeÖcB trésagrsj áhcÉratkvKX ot wísíc* í»ort^pfnc8^Ysi6 Sosior. WeHvate STEINAR J. LÚÐVÍKSSON ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND 16. BINDI BJÖRGUNAR- OG SJÓSLYSASÖGU ÍSLANDS Bókaútgáfan öm og örlygur hefur gefiö út bókina Þrautgóðir á rauna- stund eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin er sextánda bindiö i hinum mikla bókaflokki um björgunar- og sjóslysasögu Islands og fjallar hún úm atburöi áranna 1964—1966 að báöum árunum meötöldum en í fyrri bókunum hefur verið f jallaö um atburði frá alda- mótunum 1900 fram til 1963, auk þess sem ein bókanna var helguð brautryðj- endum á sviöi slysavarna á Islandi. I bókinni er getið margra sögulegra atburða er uröu á árunum sem bókin fjallar um. Meöal stærri atburða má nefna: Strand pólska togarans Wislok — Frækilega björgun áhafnarinnar af m.b. Strák — Þorbjamarslysið viö Reykjanes — Björgunar áhafnarinnar af Wyre Conquerer og strand breska togarans Boston Wellvae við Arnames við Isaf jarðardjúp. Allmargar myndir eru í bókinni, m.a. af skipum, bátum og mönnum sem koma við sögu. Bókaflokkurinn Þrautgóðir á rauna- stund er þegar orðinn einn viðamesti bókaflokkur hérlendis. Efnisskipan er meö þeim hætti að hvert ár er út af fyrir sig en atburðum gerð misjafnlega mikil skil eftir eðli þeirra og atvikum. Hverju ári fylgir nákvæm atburðaskrá í tímaröö. Síöasta bindiö var filmusett og prentaö hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Amarfelli hf. Sigurþór Jakobsson teiknaði kápu. ÁSGEIR JAKOBSSON LÍFIÐ ER LOTTERÍ Setberg hefur gefið út bókina Lífiö er lotterí sem eru æviminningar Aöal- steins Jónssonar, útgeröarmanns á Eskifiröi. Saga þessi er baráttusaga einstakl- ings sem hafist hefur af sjálfum sér til mikilla eigna og hún er jafnframt smsdtkuð þjóðarsagan á þessari öld, frá einni brauösneið til veizluborðs. Aðalsteinn Jónsson, sem oft er kall- aður Alli ríki, er löngu þjóðkunnur maður og um hann hafa gengið ýmsar sögur. Ein útgáfan er sú að hann hafi komist „áfram” á glópaláni og straumiöa þjóðlífsins borið hann á ströndina þar sem beiö hans gull og grænir skógar. Þá á Aöalsteinn að hafa verið glaumgosi sem sat á hóteli meðan honum var malaö gull fyrir austan. Saga þessi sýnir allt annan mann en kviksögurnar um hann. Hún sýnir mann sem vakir yfir sínu fyrirtæki, hugsar jafnan sitt ráð vandlega og framkvæmir rösklega það sem hann ráögerir. Aðalsteinn er mann fljótast- ur að átta sig á aöstæðum og til hverra ráða skuli gripið ef vandi steðjar að honum og kjarkurinn og bjartsýnin er óbilandi. Þá er og þessi saga um góðan dreng sem man aö hann hefur verið fá- tækur og átt bága ævi og hefur ekki of- metnast af velgengni sinni. Lífið er Iotterí er 200 blaðsina bók og auk þess prýdd nærri eitt hundrað ljósmyndum. EITT HUNDRAÐ OG TÍU POTTRÉTTIR Setberg hefur gefiö út matreiðslu- bókina Eitt hundrað og tíu pottréttir. Á undanförnum árum hafa pottréttir og alls konar samansoönir ofnréttir orðiö æ vinsælli matur, bæði sem dag- leg fæða og sem veislumatur. Kostirnir við slíka rétti eru margir, má þar t.d. nefna: 1. Þá má búa til nokkru áöur en á að bera þá fram og hita upp á síðustu stundu. 2. Flesta þeirra má frysta. 3. Hráefnið sem notaö er getur verið fjölbreytt og breytilegt eftir árstíma, tilefniogefnahag. 4. Hægt er aö nýta afganga frá soðnum réttum meö góöum árangri. 5. Segja má að hægt sé að nota það sem tilerhverjusinni. 6. Víkja má frá uppskriftinni með því að nota fleiri eða færri grænmetis- tegundir eða kryddjurtir og annað krydd. Glæsilegar litmyndir prýða bókina. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari hefur valið, þýtt og staðfært þetta úrval einstaklega Ijúf- fengra pottrétta. ERUNG POULSEN I ÁST OG HATUR ERLING POULSEN ÁST OG HATUR Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rit- höfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir Ást og hatur og er 9. bókin í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar. Við dauöa föður síns uppgötvar Maríanna Biorck aö hún er eignalaus og vinalaus. Hún ræðst sem stofu- stúlka á ættarsetur Wellingtonanna á Englandi. Á gamla óðalssetrinu gerast undarlegir atburðir. Um miðnætti, þegar fullt tungl lýsir í myrkrinu, birtist knapi á svörtum hesti. Enginn veit deili á honum. Bláa turnherbergið geymir leyndarmál frá liönum öldum. Syndir ferðanna úr fortíðinni ógna ungum elskendum sem lifa lífinu í trylltriþrá. Astir og hatur, hinir miklu örlaga- valdar, berjast um yfirráðin í þessari spennandi ástarsögu. Metsöluhöfund- urinn, Erling Poulsen, hefur enn aukið við þær vinsældir sem bækur hans njóta. Ast og hatur er 171 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk /Akraness hefur annast prentun og bókband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.