Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 12
12 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 1». Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaai blað 28 kr.^ ^ Óþarft að hækka skatta Stjórnarliðið situr þessa daga á fundum og ræðir skattahækkanir til að fylla upp í gatið á fjárlögum, að ein- hverju leyti. Menn velta fyrir sér, hvort hækka skuli sölu- skatt og eignarskatt eða leggja skylduspamað á hátekj- ur. Þegar síðast fréttist, var f járlagagatið 8—900 milljónir. Til stóð að hækka verö á áfengi og tóbaki og fá þannig 150 milljónir upp í gatið. Látum það vera. Seint og um síðir bauð ríkisstjómin 1400 milljóna skattalækkun til að greiða fyrir samningum í október. Væntanlega hefur ekki átt að mæta þessari lækkun tekju- skatts og útvars með hækkun á öðmm sköttum. Nú er ætlunin að lækka tekjuskattinn um 600 milljónir. Ríkis- stjórnin ætlaöi að manna sig upp í að skera niður útgjöld ríkissjóðs til að mæta skattalækkuninni, sem hún bauð fyrir rúmum mánuði. Hún ætti þá að geta skorið niður á móti minni lækkun nú. Skattahækkanir koma í bakið á launþegum, og þær eru óþarfar. Stjómarliöið veltir fyrir sér að leggja skyldusparnað á það, sem kallað yrði hátekjur. Þetta er ógæfuleið. Tekju- skattskerfið er hriplekt og ber að afnema tekjuskatt eins og flestir viðurkenna nú orðið. Fráleitt væri því að færa ranglátt tekjuskattskerfi út með því að leggja á skyldu- sparnað samkvæmt því. Tekjuskatturinn er launþega- skattur. Álagning hans mismunar — og skyldusparnaður mundi mismuna enn frekar. Því er kyndugt, þegar sömu stjómmálamenn og andmæla tekjuskattinum eru nú að ræða álagningu aukins tekjuskatts, skylduspamaðar. Þegar skylduspamaður var seinast á lagður, kom hann niður á fólki með miðlungstekjur en ekki aðeins hátekju- mönnum. Reynslan varð ríkisstjórnum síðar víti til varnaöar. Ennfremur viðurkenna flestir, aö álagning tekjuskatts sé sérstaklega ranglát, þegar aðeins annaö hjóna vinnur fyrir öllum eða mestöllum tekjum heimilis- ins. Þetta var nýlega áréttað á ráðstefnu um kjör heima- vinnandi húsmæðra, sem greint var frá í fjölmiðlum. Hvernig ætti aö vera unnt að leggja skylduspamaö á, svo að sanng jarnt sé í þeim tilvikum? Að öllu samanlögöu mun skyldusparnaður auka rang- lætið, enda var það sjálfstæðismönnum ljóst, þegar rætt var um skyldusparnað í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen. Margir em skynsamari í stjórnarandstöðu en i stjórnarliði. Rætt er um hækkun söluskatts um hálft prósentustig eðameira. Auðvitað yki sú skattlagning verðbólgu og drægi úr kaupmætti launþega. Þá er talað um eignarskatta. Margar eignir fólks koma ekki til skatts. Því er varasamt að fara þessa leið að nokkru marki. Þrátt fyrir skattaliækkunartaliö mun ætlunin að slá erlend lán fyrir stórum hluta fjárlagagatsins. Það er ömurleg niðurstaða. Ráðherrar em manna fústastir að fjölyrða um „óvenjulega tíma”. Þeir virðast enn ætla að sitja á stólum sínum og freista þess að endurreisa traust- ið á ríkisstjóminni. En þá verða þeir einnig að sýna, að þeir séu þess virði. Kaupmáttur launþega hefur verið skorinn niður með gengisfellingu. Kaupmátt ráðstöfunar- tekna heimilanna má bæta með því að nota tækifærið til að fara leið skattalækkunar þrátt fyrir, allt. Ráðherrar fara villir vegar, telji þeir, að þeir geti leyft sér að hækka skatta. Haukur Helgason. Mánudaginn 19. nóv. sl. birtist kjallaragrein í DV undir fyrirsögn- inni „Stuöur konunnar er í eldhús- inu”. Höfundur er Baldur Her- mannsson, en hann hefur m.a. skrif- aö fasta dálka í blaðið um nokkurt skeiö. Grein þessi ber svo dapur- legum þankagangi vitni og er svo of- stækisfull, að líklegast hefði ég ekki taliö hana svaraveröa ef Staksteinar Morgunblaösins heföu ekki tekið hana upp á sína arma tveim dögum síöar. Þegar víölesnast^ dagblaö landsins sér ástæöu til aö hampa málflutningi Baldurs Hermannsson- ar, þá hlýtur maöur aö ætla aö hann eigi sér fleiri skoöanabræöur en mað- ur heföi trúaö aö óreyndu. Af Staksteinum Morgunblaösins mætti álíta að grein Baldurs Her- mannssonar væri fyrst og fremst gagnrýni á málflutning Kvennalist- ans í álmálinu svokallaöa. Kannski það hafi líka verið ætlun greinar- höfundar í upphafi en hann villist í myrkviöi hugans, og þegar upp er INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÖTTIR BORGARFULLTRÚI KVENNAFRAMBOÐS þingi og ráöa ráöum Islendinga”. Og þar eiga shkar konur „aö halda sig framvegis”. Sá sem „vitið” hefur hefur talaö og sett alla hluti á sinn staö. Sjálfan sig á síöur dag- blaöanna, þaöan sem hann getur hellt grugginu úr sálarkirnum sínum yfir konumar í eldhúsunum sem hafa þó komið körlum eins og honum til „vits” og ára. Hann efast ekki eitt andartak um fæöingarrétt karl- manna til að segja konum hvaö þeim sé fyrirbestu. Hjáróma játningar I ljósi þess sem aö framan er sagt hljóta jafnréttissinnaöar játningar Baldurs Hermannssonar aö hljóma dálítið hjáróma. I upphafi greinar sinnar segir hann: „Eg hef verið manna seigastur að styöja konur í jafnréttisbaráttunni, ég hef hvatt þær til dáða, tekið þeirra málstaö og krossað við þær í prófkjörum, en nú er mér nóg boðið — já, nú er svo J komiö aö ég er farinn aö hugsa um Haltu kjafti og vertu sæt ^ „Fordómar Baldurs Hermannssonar eru W ekki litlir né heldur fyrirlitning hans og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum, sér- staklega þeim sem fara fram í eldhúsinu.” staöiö er grein hans ööru fremur vitnisburöur um kvenfjandsamleg viöhorf og undarlega heift í garö til- tekinnar manneskju. Fremur sorg- leg blanda sem höfundur hefði átt aö hafa fyrir sjálfan sig en leggja ekki á borö fyrir alþjóð. Ein kona brennd öðrum ti/ viðvörunar Þaö er deginum ljósara aö Baldri Hermannssyni er ákaflega í nöp við Sigríöi Dúnu Kristmundsdóttur, þingkonu Kvennalistans, og þaö er hans vandamál. En þegar hann fer aö persónugera í henni alla sína for- dóma gagnvart konum —kvenkyninu — þá er það mál allra kvenna. Þá er hann að brenna eina konu á báli öðrum til viövörunar rétt eins og skoðanabræður hans á miööldum. Eg hélt satt aö segja aö slíkar of- sóknir væru liðin tíö og menn væru hættir að kalla þær konur illum nöfnum, sem vilja breyta hlutskipti kvenna og rifa þann þrönga stakk sem konum er sniðinn. Sú var tíöin, og hún er ekki langt undan, að þessar konur voru kallaöar „rassíðar herfur” sem „ganga meö steinbörn í maganum” og eru haldnar „sjúk- legu hatri á fjölskyldunni og heimil- inu”. Slikt ofstæki gerist nú æ fá- tíöara, en af grein Baldurs Her- mannssonar er ljóst aö enn eru til karlmenn sem eru tilbúnir til að taka upp þráöinn þar sem aðrir hafa sleppt honum, þó þeir spinni hann nú af öðrum toga en fyrir 10 árum. Þessir karlmenn hafa engu að síöur alltaf haft sama boöskap til kvenna en hann er í hnotskurn: Haltu kjafti og vertusæt! Þama erum viö líklegast komin aö kjarna málsins. Baldri Hermanns- syni finnst Sigríöur Dúna sæt, meira að segja „falleg”, en vandamálið er bara aö hún heldur ekki kjafti. Öðru nær. Hún lætur greinilega þaömikiö í sér heyra aö Baldri Hermannssyni duga varla öll hnjóðsyröi íslenskrar tungu til aö lýsa málflutningi hennar. Hún „þenur sig, tekur stórt upp í sig, þvaðrar, veöur elginn, hellir foráttuskömmum, gasprar og rausar”. Aö auki er hún svo haldin „offorsi og drembilæti”, „hroka og dómhörku”. Er nema von að aum- ingja manninum finnist þaö bæði „ægilegt” og „grátlegt” aö sjá þessa „fallegu konu” að verki? En ekki vorkenni ég honum. Eins lengi og menn halda því fram að konur „þvaðri, rausi og gaspri” en karlar tali og ræöi málin, þá vona ég heitt og innilega aö karlar eins og Baldur Hermannsson sjái hinar ægi- legustu sýnir, en viö konur sjáum kynsystur okkar ganga ódeigar í slaginn við f ordómana. Fyrirlitning á kvennastörfum Fordómar Baldurs Hermanns- sonar eru ekki litlir né heldur fyrir- litning hans og vanmat á hefð- bundnum kvennastörfum, sér- staklega þeim sem fara fram í eld- húsinu. Ekki gerir hann sér nokkra grein fyrir því að í aldaraðir hafa þær konur, sem eru „bara í eld- húsinu” og „grautargeröinni” heima hjá sér, húsmæðumar ööru nafni, gert körlum kleift aö ganga til dag- legra starfa. Er greinilegt aö hann telur þeirra störf svo auðvirðileg og á svo lágu vitsmunalegu plani aö hann á ekki verra skammaryrði handa Sigríði Dúnu en að segja henni aö í eldhúsinu sé hennar staöur. Þar er staður „vanþakklátra” kvenna og illa upplýstra s.s. Sigríöar Dúnu sem hafa „enga buröi til þess að sitja á hvort ekki sé eitthvað hæft í máltækinu gamla: staður konunnar er í eldhúsinu. Þaö er hún Sigríður Dúna sem veldur þessum sinna- skiptum.” Trúi þessu hver sem trúa vill. Fordómar og kvenfyrirlitning veröa ekki til á einum degi fremur en Róm forðum, og því er þaö staöföst trú mín aö Baldur Hermannsson hafi aldrei veriö hhöhollur baráttu kvenna. En þó þetta sé mat mitt á Baldri Hermannssyni þá dettur mér ekki í hug aö yfirfæra þaö á alla karla. Ein kona er ekki allar konur og einn karl er ekki allir karlar. Svo er margt sinniö sem skinniö. En Baldri Hermannssyni vil ég bara segja þetta að lokum: Hættu að telja sjálfum þér trú um aö þú vinnir konum gagn sem pottasleikir í eld- húsi jafnréttisbaráttunnar. Taktu annaðhvort til hendinni í eldhúsinu eöa faröu út ella. Við konur höfum verk aö vinna og þeir eru velkomnir sem hjálpa til en ekki hinir sem flækjast fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. itaður konunna? er í eldhúsinu Ég hef verið manna seigastur að I styðja konur í jafnréttUbaréttunni, r ég hef hvatt þ«r til dáöa, tekið þeirra I mólstaö og krossaö við þ«r 1 próf- | kjörum,en nú er mér nóg boðið — já, f nú er svo komið aö ég er farinn aö i hugsa um hvort ekki sé eitthvað hæft | i máltæklnu gamla :staður konunnar | erieldhúsfnu. Það er hún Sigríöur Dúna sem [ veldur þessum sinnaskiptum, Hún er L búin að þenja sig að undanfömu um iálmál og stóriðju og það er alveg lægilegt aö sjá hvaö þessi fallega I kona tekur stórt upp i sig og þvaðrar hlutina af grátlega Utilli I þekkingu en þelm mun meiri hroka | og dómhörku. Vanþakklát kona FuUtrúar Islendinga í álsamn- ingum eru búnir að tvöfalda orku- verð til tSAL á aðelna elnu ári, þeir eru búnlr aö færa mér, þér og Sigriöi Dúnu 400 mllljónir króna í hretnar i viðbótartekjur á ári, en samt er f Kvennalistakonan ekki þakklát, heldur veður hún elginn á þingi og I fjölmiðlum og ávítar okkar menn | fyrirafglöpogundanhakl. Stuöningskonur Kvennalistans hafa áreiðanlega orðlð harla roggnar er þ*r heyrðu ogsáuaf hvilikum móöi Sigríður f ' yfirlýsingar forstöðumanns Vinnu- eftiriits rikisins). að stóriðjuver greiöa hcrri iaun en venja bertil um sambcrileg störf. að framleiöslukostnaöur á orku tll ISAL er ncrri 9 millidallr á kilóvatt- stund, en ekki 16 milUdaUr eins og hún hefur básúnaö út i f ávlsku sinni. að mcðalkostnaður orkunnar er að sjálfsögðu breytilegur, fer eftir því hvað Islcndingar ráöast i f járfrekar vlrkjanlr, en ekkert fyrirtæki i heim- Kjallarinn Baldur Hermannsson að orkuverö til stóriöjuvera i Grikk- ! landi er algerlega ósambcrUegt við I orkuverö á Islandi vegna þess aó ] 60% orkunnar þar er framleitt úi og brúnkolum og kostar að jafnaöi , yfir 40 milUdiflum i framlelðslu. að orkuverö tU álvers i Grikkiandi er | 19,5 mUUdaUr sarnkvami gerðar- dómi sem gildir i þrjú ár en óvlsi ci um framtíö álvinnslu þar af þessum | sökum. að orkusamnlngurínn við Ghana e heldur ekki sambcrUegur vegna I óUkra aöstcöna og margs konar I fyrlrvara — orkuverðið þar hefur 1 veriö (og er kannski enn) mun lcgra ! en tll ISAI, og verður ekki vcrulcga I hcrra nema við alveg sérstakarJ aöstcður. f að orkuverð tU ISAI, er nú 15 miUi- \ dalir á kiióvattstund en hckkar eöa 1 lckkarumaUtaðþremurmUUdölum | I samrcmi við álverö i heimlnum. að þessl þríggja mUIidala sveifla I nemur aðelns 20% og cr það miklu I minai sveiíla en Islendlngar hljóta I að sctta slg við á verðl á flskl og J öðrum afuröum eriendis. að orkusalan til iSALer bráðum búin I að grelöa upp allan kostnaö af Búr- [ feilsmannvirkjum og eni þó skattar 1 og vlnnulaun I Straumsvik ekki ] meðreiknuð, en þau hafa vitaskuld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.