Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
13
Frjáls
innflutn-
Kjallarinn
ff
ff
ingur
- á notendabúnaði við
sjálfvirkt símakerfi
Pósts og síma
1 reglugerö sem gefin var út af
samgönguráðherra 15. júní 1981 um
heimild til innflutnings og sölu tækja
til tengingar við hið sjálfvirka síma-
kerf i er meðal annars tekið f ram:
2. gr. Samþykki stofnunarinnar á
ákveðnu tæki takmarkar á engan
hátt rétt hennar til þess að hafa
sama eöa tilsvarandi tæki á boðstól-
um.
3. gr./3.1. Tækið skal uppfylla þær al-
mennu tæknilegu kröfur, sem Póst-
og símamálastofnunin setur um
eiginleika slíkra tækja.
3. gr./3.2. Tækið skal afhent Póst- og
símamálastofnuninni til athugunar,
rannsóknar og samþykkis eða synj-
unar.
3. gr./ 3.12. Póst- og símamála-
stofnunin áskilur sér rétt til þess að
fy lg jast með f jölda seldra tæk ja.
Fsk. 2. gr. 3. Starfsmenn Póst- og
símamálastofnunarinnar skulu hafa
aðgang að öllum þeim búnaði, sem
tengdur er sjálfvirka símakerfinu.
Frjáls innflutningur?
Hvað er frjáls innflutningur og
effleg samkeppni ef Póst- og sma-
málastofnunin á að sitja báðum
megin við borðið, þ.e.a.s. samþykkja
eða synja um tæki frá öörum inn-
flyt jendum um leið og þeir eru sjálfir
með söludeild. Er það eðlileg sam-
ARNAR
HÁKONARSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RAFEINDAR SF.
keppnisaðstaöa að hafa sjö heilsíðu-
auglýsingar á besta stað í mest lesna
riti þjóöarinnar, símaskránni, sem
er fjármögnuð með fé frá hinum al-
menna notanda og okkur sem erum í
samkeppni við stofnunina? Er það
eðlileg samkeppni að vera fyrstur að
bjóða vöru sína til nýrra símnotenda,
þ.e. þegar starfsmenn Pósts og síma
tengja og setja upp nauösynlegan
búnaö? Er það eðlileg samkeppni að
áskilja sér rétt til að fylgjast með
innkaupsveröi og fjölda seldra tækja
hjá innflytjendum? Er það eðlileg
samkeppni að synja eða veita
þjónustuleyfi til annarra innflytj-
enda?
Við segjum NEI, það er ekki eðli-
legt. Hingað til hafa viðskipti okkar
við Póst- og símamálastofnunina
veriðmjög seinvirk.
Niðurstöður á tegundaprófunum
hafa aldrei verið skriflegar þannig
að við gætum gert viðeigandi ráð-
„Hingað tii hafa viðskipti okkar við Póst- og simamálastofnunina verið
mjög seinvirk."
stafanir til breytinga og lagfæringa á
þeim tækjum sem er synjað. Mikill
seinagangur og skriffinnskubákn eru
einkenni stofnunar af þessu tagi.
Hver heilvita maður sér að hér er
ekki eðlileg starfsemi í gangi. Hvaö
hefur hagsmunafélag símamanna
(FlS) með þjónustuleyfisveitingar
aö gera? Spurningarnar eru margar
en svörin fá ef þau á annað borð
berast.
Við leggjum til að söludeild Pósts
og síma veröi lögð niður, að öðrum
kosti verði tegundaprófanir á
tækjum í höndum óháðra aðilja. Auk
þess leggjum við til að Póstur og sími
hafi aðeins umsjón meö lögnum að
húsum en þaðan verði löggiltum raf-
eindavirkjum heimilt að sjá um
lagnir og tengingar, sbr. rafvirkja.
Arnar Hákonarson.
VIÐSKIPTAUTVARP
EÐA FiÖLDAUTVARP?
Margt bendir til þess að megin-
ágreiningsefnið um frumvarp það til
nýrra útvarpslaga, sem nú liggur
fyrir Alþingi, verði spurningin um
fjármögnun einkaútvarpsstöðva.
Hvorki er teljandi ágreiningur um að
einkaréttur Ríkisútvarpsins verði
takmarkaður í einhverjum mæli né
um það sjónarmið að sem flestir
þeirra, sem vilja spreyta sig á út-
varpsrekstri skuli fá tækifæri til
þess, þ.e. fá leyfi til útvarps. Að vísu
verður allflókið mál að setja nothæf-
ar starfsreglur, bæði fyrir yfirvaldið
(„útvarpsréttamefnd”) og leyfis-
hafana tilvonandi, en það ætti ekki
að vefjast fyrir mönnum eftir að
meginstefnan hefur veriö mörkuð
með löggjöfinni. En lykilatriði við
mörkun meginstefnunnar er einmitt
fjármögnunin og þar er tekist á um
tvær leiðir. Aðra mætti kalla auglýs-
inga- eða viðskiptaleið en hina
áskrifta-eða fjöldaþátttökuleiö. Báð-
ar hafa þær til síns ágætis nokkuð og
hvorug er gallalaus með öllu. Eg hef
leitast við að halda á lofti áskrifta-
leiðinni, ekki vegna þess að hún sé
fullkomin eða leysi allan vanda held-
ur vegna þess að sú meinloka virðist
útbreidd að engin önnur leið sé fær
til að fjármagna einkaútvarpsstööv-
ar en sú að selja þriðja aðila aðgang
að þeim. Ef sú aðgerð verður lög-
leidd jafngildir það því að ríkið gefi
einkaaðilum verðmæti, sem þeir
gera sér síðan að féþúfu.
Hver tapar?
Spyrja má hvort einhver tapi á
þessari ráðstöfun. Því er fljótsvar-
að: f fyrsta lagi tapar Ríkisútvarpið
vegna minnkaðra auglýsingatekna
og í öðru lagi tapar almenningur
vegna hækkaös vöruverðs (aug-
lýsingakostnaður er aö sjálfsögðu
ekki gripinn úr lausu lofti heldur
leggst hann, eins og annar kostnað-
ur, ofan á söluverð). En hagnast þá
enginn nema útvarpsleyfishafinn?
Jú, á það má benda að almenningur
öðlist aukið frelsi til að velja um út-
varpsefni. Það er hins vegar segin
saga að fjölmiðill, sem á afkomu sína
að miklu eða öllu leyti undir auglýs-
ingatekjumá frjálsummarkaði, sem
svo er nefndur, getur ekki leyft sér
þann munað að styggja þá sem gefa
honum sitt daglega brauð, þ.e. aug-
lýsendur. Ótal dæmi víðs vegar um
heim sanna þessa reglu svo ekki
verður um villst. Sú hætta er því
mjög raunveruleg að voldugustu
auglýsendurnir, m.ö.o. umsvifa-
mestu kaupsýslufyrirtæki landsins
og stjórnendur þeirra, veröi eins
konar útvarpsráð einkastöðvanna.
Stundum hefur mönnum fundist út-
varpsráði Ríkisútvarpsins mislagð-
ar hendur og er það þó kosið með lýð-
ræðislegum hætti af réttkjörnum
fulltrúum þjóðarinnar. Otrúlegt má
telja að útvarpsráði hins óhefta fjár-
magns tækist betur upp og fátt í
reynslu annarra þjóða sem bendir til
þess.
Málsvarar auglýsingastefnunnar
halda því mjög á lofti að þaö séu í
raun notendur (hlustendur) sem séu
hæstráöandi í þessum efnum. Bæði
eigendur stöðvanna og auglýsendur
verði aö beygja sig undir vilja
þeirra. Þetta er í meginatriðum fals-
kenning jafnvel þótt hún hafi sem
betur fer örlítið sannleikskorn að
geyma. Meginreglan er sú aö eigend-
ur stöðvanna og hlustendur verða að
beygja sig undir hagsmuni auglýs-
enda. Það er öldungis rökrétt þar
sem auglýsendurnir eru eini aðilinn
af þessum þremur sem hefur vald á
fjármagninu sem rennur til reksturs
stöðvanna. Nægar sönnur eru til á
þessu lögmáli en naumast verður
kosið á betra dæmi en þann atburð
fyrir skömmu þegar stofna átti Is-
lenska útvarpsfélagið hf. Eftir blaða-
fregnum aö dæma ákváðu kaup-
sýslumennirnir einfaldlega að losa
sig viö áhugamennina mn svokallaö
„frjálst útvarp”, enda eru þeir í
þeirra augum eins og hver annar
óþarfur milliliður. Við þurfum ekki
að fara í neinar grafgötur um hvaða
hagsmunir verða í fyrsta og öðru
sæti þegar þessir aðilar hefja út-
varpsrekstur. Þessir hagsmunir
munu setja svip sinn á allt dagskrár-
efni, þar með taldar fréttir og annan
fróðleik og upplýsingar.
Almannaheill
Margir líta svo á að rafsegulbylgj-
ur loftsins séu sameign almennings
og þær megi aðeins nota til almanna-
heilla. Þessi skilningur er til dæmis
lagöur til grundvallar í bandarísku
útvarpslöggjöfinni frá 1927 þótt ekki
hafi allt tekist sem skyldi í fram-
kvæmdinni þar í landi. Islensku út-
varpslögin hafa hingað til tekið af öll
tvímæli um það aö frumskyldur
Ríkisútvarpsins væru við almenning
í landinu. Þessi andi laganna breytt-
ist ekki við það að starfsliö Ríkisút-
varpsins brást þessari háleitu skyldu
í upphafi verkfalls í síðasta mánuði.
Ef útvarpslagafrumvarpið verður
samþykkt óbreytt táknar það aö viö-
skiptahagsmunir munu koma í stað
hagsmuna almennings í landinu.
Naumast mun það ríða þjóðinni að
fullu en spyrja má hví við skyldum
kalla slíkt yfir okkur að þarflausu.
Fjölgun útvarpsleyfa þarf alls ekki
að fela í sér upphaf viðskiptaútvarps
hér á landi. A þessari stundu höfum
við, eöa nánar tiltekið fulltrúar okk-
Kjallarinn
ÞORBJÖRN
BRODDASON
LEKTORí
FÉLAGSFRÆÐI VID HÍ
ar á Alþingi, frjálst val um þaö hvort
þeir vilja stofna til viðskiptaútvarps
eða fjöldaútvarps. Ef leið fjöldaút-
varps verður farin losnum viö alger-
lega við auglýsingar úr útvarpi en
hins vegar þarf hún engan veginn að
útiloka alls kyns tilkynningar og
fróðleiksmiðlun um annað en sölu-
varning. Fjöldaútvarp er fjármagn-
að með þeim hætti aö hver einasti
þegn þjóðfélagsins (eða hvert heim-
ili með útvarpsviðtæki) greiðir út-
varpsiðgjald meö nákvæmlega sama
hætti og hingað til. Munurinn verður
þó sá að i staö þess að allt iögjaldið
renni til Ríkisútvarpsins verður því
skipt þannig að ákveðið hlutfall renn-
ur þangað en afgangurinn til annarr-
ar eða annarra útvarpsstöðva sam-
kvæmt frjálsri ákvörðun greiðand-
ans. Ef greiðandinn vill ekki styöja
neina nýja útvarpsstöð má láta allt
gjaldið renna til Ríkisútvarpsins eða
til dæmis í sérstakan sjóö til stuðn-
ings tilraunastarfi á sviði fjölmiðla.
Kostnaðarauki vegna innheimtu
þessa gjalds yrði nákvæmlega eng-
inn þar sem útvarpsiðgjald er inn-
heimt nú þegar. Kostnaðarauki al-
mennings yrði sennilega minni en
enginn vegna þess að fjármögnun
nýrra útvarpsstöðva með þessum
hætti verður væntanlega ódýrari en
næmi hækkun vöruverðs vegna aug-
lýsingaútvarps. Aöferðin er eins lýð-
ræðisleg og unnt er að hugsa sér
vegna þess aö menn mundu einungis
greiða til þeirrar starfsemi sem
þeim líkaði. Mér hefur verið bent á
að hugmyndin um fjöldaútvarp úti-
loki ekki að fjársterkir aðilar leggi
eigið fé í stöð í áróðursskyni. Eg hef
svarað því til að ekkert kerfi geti úti-
lokað slíkt og að minu áliti sé reynd-
ar engin ástæða til að reyna það. Mér
býður í grun að þeir f jársterku aöilar
sem hefðu hug á slíku yrðu fyrst og
fremst fjöldahreyfingar svo sem
hugsjóna- og hagsmunasamtök ým-
iss konar. Fjöldaútvarpið mundi
þannig bera nafn með rentu hvort
sem litið yrði á iðgjaldahliðina eða
fjármögnun meö styrkjum. Þær út-
varpsstöðvar sem hvorki nytu hylli
fjöldans né ættu sér trausta og fjöl-
menna stuðningsmannasveit mundu
hins vegar tæpast kemba hærurnar.
Mér er ljóst að f jöldaútvarp er ekki
svar við öllum vandamálum en ég tel
það a.m.k. jafngóöan valkost og við-
skiptaútvarp.
Þorbjörn Broddason.