Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 15
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
Menning
Musica
nova-
sacra
Tónleikar Musica Nova í Kristskirkju í Landa-
koti 19. nóvember.
Flytjandi: Hörður Áskelsson organleikari.
Efnisskrá: Jean Langlais: Prólude sur une Anti-
enne, Chant de Joie, Chant de Paix; Olivier
Messiaen: Þrír þættir úr les Corp glorieux;
György Ligeti: Volumina; Jehan Alain: Svíta.
Oft finnst fólki að sönn orgelmúsík
hljóti aö vera gömul eða þá að minnsta
kosti aö vart geti veriö neitt varið í
aðra orgelmúsik en þá sem samin sé af
gömlum meisturum. Vaxtarbroddur
kirkjutónlistar á þessari öld hefur
veriö með Frökkum og hafa þarlendir
meistarar veitt ríkulega af andagift
sinni við orgelið.
í>aö var því ekki út í loftið að Hörður
Áskelsson valdi fyrst og fremst frönsk
orgelverk til flutnings á tónleikum sín-
um hjá Musica Nova. Hann hóf leikinn
með þremur stykkjum Langlais. Fyrst
forspili um andstef, síðan gleðisöng og
að lokum friðarsöng, en þættir þessir
munu samdir í annarri heimsstyrjöld-
inni og bera keim af því. Mikil má hún
vera heiðrik jan í huga þess manns sem
hefur getaö samið jafnbirturíkan gleði-
söng mitt í hörmungumstríðsins.
Mikill er sá galdur
Svo var komið að meistara
Messiaen, þessu sífrjóa trúarskáldi.
Reyndar segja menn að það sé ekki
nema fyrir þá sem innvígðir eru i
kaþólska dulhyggju aö botna í verkum
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Messiaens. Mikið öfunda ég þá menn
sem þann galdur hafa á valdi sinu þvi
ærið þykir mér hún mikilúðleg og stór-
brotin hans kúnst þó ekki beri ég skyn-
bragð á kaþólska mystik. Annars
skýrði Hörður Áskelsson svo ágætlega
út megindrætti þessara hugleiöinga
meistara Messiaens, og reyndar allra
verkanna á efnisskránni, að áheyrend-
ur áttu mun auöveldara meö aö til-
einka sér og n jóta verkanna en ella.
Ljúfur hrollur
Næst kom þaö makalausa stórbrotna
verk, Volumina eftir György Ligeti.
Eina verið á efnisskránni sem ég hafði
heyrt áður. Volumina er ein þeirra
stórbrotnu tónsmíða sem koma ljúfum
hrolli til að hríslast niður eftir bakinu á
mér. Hörður fór á kostum við orgelið
og áhrifin fóru beint í æð eins og sagt er
á spítalamáli. A eftir svo stórbrotnu
músíkölsku flugskeiöi var nánast
þakkarvert að fá róandi og yfirvegaöa
svitu Alains til þess að ná manni niður
ájörðinaaftur.
Höröur sýndi þaö hér enn einu sinni
og sannaði hversu ótvíræður meistari
hljóðfæris síns hann er og hafi einhver
haldið aö Musica nova-sacra væri eitt-
hvert píp, þá fengu þeir hinir sömu
þess rækilegar sönnur hér, að svo væri
ekki. EM
v*:
Skipholti 19, sími 29800
VERÐ: 41.980 STGR.
Þráðlaus fiarstýring fylgir með i verðinu
Nú einfaldast málið fyrir þá sem leita sér að myndbandstæki sem
er í senn hlaðið tækninýjungum árgerðar 1985, fjarstýrt, þráð-
laust (engar snúrur) og samt á hagstæðu verði ásamt traustri
þjónustu.
* 1985 árgerð, hlaðin tækninýjungum.
* Quarts stýrðir beindrifnir mótorar.
* Quarts klukka.
* 7 daga upptökuminni.
* Fjögurra stafa teljari.
* Myndleitari.
* Hraðspólun með mynd áfram.
* Hraðspólun með mynd afturábak.
* Kyrrmynd.
* Myndskerpustilling.
* Myndminni.
'* Framhlaðið, 43 cm breitt (passar í hljómtækjaskápa).
* Sjálfspólun til baka þegar bandið er á enda.
« Svona mætti lengi telja.
* Sjón er sögu ríkari.