Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 19
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
19
Á þingi:
Starfsreynsla
húsmæðra
og lífeyrir
Stjórnarfrumvarp til laga um
vinnumiðlun hefur verið lagt fyrir
Alþingi. Var þetta frumvarp lagt
fyrir síöasta þing en hlaut ekki af-
greiöslu. Markmiðvinnumiðiunar,
segir í frumvarpinu, er að stuðla að
nægri og jafnri atvinnu um land
alit og nægjanlegu framboði vinnu-
afls fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar.
Skal vinnumiðlunin i þessu skyni
hafa endurgjaldslausameðalgöngu
milli þeirra sem leita eftir atvinnu
og atvinnurekenda sem leita eftir
vinnuafli.
Vinnumálaskrifstofa félags-
málaráðuneytisins skal fara með
yfirstjórn vinnumiðlunar og skipu-
leggja og samræma störf hennar.
Annað stjórnarfrumvarp til iaga
hefur verið lagt fram og er það um
kerfisbundna skráningu á upplýs-
ingum er varða einkamálefni. Eru
þetta breytingar við lög nr. 63/1981.
Siöaárs 19831eitaðidómsmálaráð-
Fjárlagafrumvarpið verður til
umrœðu á þingi á morgun. Hér
er þvi útdeilt tH tveggja þing-
manna Sunnlendinga„ Eggerts
Haukdals og Þorsteins Páls-
sonar. DVmynd GVA.
herra álits tölvunefndar um það
hvaða breytingar nefndin legði til
að gerðar yrðu á lögunum. Dóms-
málaráöherra ákvað aö taka aðeins
þær breytingar sem samkomulag
var um í tölvunefnd. Nánar tiltekið
skulu lög þessi taka til hvers konar
kerfisbundinnar skráningar á upp-
lýsingum varöandi einkamálefni
einstaklinga, svo og fjárhagsmál-
efni einstaklinga, stofnana, fyrir-
tækja eöa annarra lögpersóna sem
sanngjamt og eðlilegt er að leynt
fari. Lögin taka bæði'til skráningar
af hálfu atvinnurekencia, fyrir-
tækja, félaga og stofnana og til
skráninga á vegum opinberra að-
ila. I athugasemdum frá tölvu-
nefnd, sem fylgja frumvarpinu,
segir að lögin, sem hafa verið í gildi
í tæp tvö ár, hafi reynst vel í fram-
kvæmd og ekki hafi komið fram
stórvægilegir gallar á þeim. En
endurskoðun laganna skyldi fara
fram í þingbyrjun haustið ’84 — og
því breytingar lagöar fram.
Páil Pétursson, Framsóknar-
flokki, hefur lagt fram á þingi
tiilögu til þingsályktunar um líf-
eyrisréttindi húsmæðra sem ekki
hafa þegar öðlast rétt til aðildar að
lífeyrissjóði.
Flutningsmaður telur eitt alvar-
legasta misréttiö í þjóöfélaginuhve
misjafn eftirlaunaréttur manna er
og stefna beri að einum sameigin-
legum lífeyrissjóði allra lands-
manna. Telur hann aö til greina
komi að ákveða með lögum að allir
iífeyrissjóðir skuli sameinaðir t.d.
árið 1995.
Af líkum toga, en annars eðiis, er
tillaga til þingsályktunar frá þrem-
ur þingmönnum Samtaka um
kvennalista, fyrsti flutningsmaöur
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
um að meta heimilisstörf til starfs-
reynslu.
1 fylgjandi greinargerð segir
m.a.: „Ekki liggja fyrir neinar töl-
ur sem sýna fram á hversu þjóð-
hagslega mikilvæg heimilisstörf
eru. Fæstum blandast þó hugur um
að heimilisstörf eru ekki síður
mikilvæg en önnur störf sem unnin
eru í þjóðfélaginu. Tillagan er því
réttlætismál og gefur tilefni til að
sýna i verki, þó í litlu sé, að ríkið
meti í raun einhvers þjóðhagslegt
mikilvægi ólaunaðs vinnuframlags
kvenna. -|>G
STRAX
26,2% STRAX í FYRSTA MÁNUÐI
EFTIRINNLEGG
FASTAÐ 28% ÁVÖXTUN
Á12 MANUÐUM
AUÐVITAÐ GETUR ÞÚ TEKIÐ ÚT HVENÆR SEM ER
OG HALDIÐ ÓSKERTUM ÖLLUM VÖXTUM
SEMÞÚHEFUR SAFNAÐ
ABÓTÁ VEXTI
Þegar þú leggur inn á innlánsreikning með Abót,
færðu að sjálfsögðu fulla sparisjóðswexti á innstæðuna,
en að auki reiknar Útwegsbankinn þér Abót á wextina
hwern mánuð sem líður án þe55 þú takir út af reikningi þinum.
EKKISTIGHÆKKANDIÁVÖXTUN
og þar með margra
mánaða bið eftir hámarkinu.
ÁBÓT
»
A VEXTI
GULLS ÍGILDI
ÚTVEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA
Gylmir