Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 21
DV. MANUDAGUR26. NOVEMBER1984.
21
„Voðalegur er Sveinn”
Úrsýningu Þjóð/eikhússins á Skugga-Sveini.
Þjóðleikhúsið.
Skugga-Sveinn
efftir Matthías Jochumsson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Tónlist: Jón Ásgeirsson.
Frumsýning 23. nóvember.
Þriðja verkefni Þjóðleikhússins
komst loksins á fjalirnar á föstu-
dagskvöldið eftir langan meðgöngu-
tíma, rofinn af sumarleyfum og
verkföllum: Skugga-Sveinn eftir
séra Matthías, frægastur alþýðu-
sjónleikja okkar, sá leikur sem menn
halda í vanþekkingu sinni um leik-
listarsögu þjóöarinnar að hafi oftast
komist á sviö alira leikrita.
Ekki skal um þá staðhæfingu
þrætt, vegur og virðing þessa byrj-
andaverks er með ólíkindum, eink-
um í ljósi þess að mörg merkileg
verk íslenskra leikskálda liggja enn
ósýnd og ólesin af starfsmönnum
ríkisins. Sviðsetning Skugga-Sveins
á verkefnaskrá, sem einkennist af
takmörkuöu hugarflugi og sárum
skorti á metnaði, á sér tylliástæöu í
lagalegri skyldu Þjóðleikhússins að
sinna fomri leikritun þjóðarinnar, en
leikhúsið hefur ekki þekkingu á leik-
listarsögu okkar til að sinna því hlut-
verki af skynsemi og natni — og
skömm, því enn eru leikir Sigurðar
Péturssonar ósýndir, enn Sverö og
bagall Indriða Einarssonar, enn er
ósýndur Sperðill Snorra á Húsafelli,
enn ósýndur Gleðilegur afmælisdag-
ur Sigríöar Bogadóttur og eru þá ein-
ungis taldir fáir leikir úr þeirri sér-
kennilegu blöndu leikritunar sem hér
þreifst frá 1740 fram að stofnun Leik-
félags Reykjavíkur, blöndu af siða-
leikjum, ævintýrum, þjóöfélagslegri
umræðu og hetjudýrkun. En vita
starfsmenn Þjóðleikhússins nokkuð
um það? Og á meðan þeir eru hvorki
í sambandi við foma hefð eigin þjóð-
ar né heldur það sem tilheyrir
klassík heimsins nema að litlu leyti,
svo ekki sé talað um nútímann, þá fá-
um við Skugga-Svein á svið Þjóðleik-
hússins með jöfnu millibili.
Tvær gerðir
Lesendum skal nú skýrt frá því að
leikurinn um Svein er til í tveimur
gerðum, sú eldri er mjög lík frum-
gerð verksins sem leit fyrst dagsins
ljós um áramótin 1861—’62, yngri
gerðin er nokkuð svipuð en víkur í fá-
um atriðum algerlega frá hinni fyrri,
og kallast Utilegumennimir og var
ekki leikin aftur fyrr en í hátíðarsýn-
ingu MR á aldarafmæli leiksins.
Síöan hafa menn freistast til að grípa
til beggja gerðanna og blanda þeim
saman; það gera Brynja og Sigurjón
JiSiannsson í þetta sinn og halda þann-
ig báðum upphafsatriöunum inni,
stúdentum á fjallinu og Sigurði í Dal
í stofu sinni. Ekki hef ég haft tæki-
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
færi til að bera saman leikgerð
þeirra og frumtextana og skoða rit-
stjórn þeirra grannt, en víst er að
fyrri hluti leiksins verður í sýning-
unni allt of langur, atburðarásin hæg
og lítið spennandi, jafnvel í atriðum
sem maður haföi trú á að gætu orðið
kindarleg, innbroti Sveins til sýslu-
manns og heimsókn þeirra Grana,
Geirs og Héðins á sýslumannssetrið.
Og það sem verra er að fyrir bragðið
skapast ekki rétt jafnvægi í sýning-
una, ris og leiklausn koma seint og
um síðir.
Leikstjórinn hefur látið þau orð
faila á opinberum vettvangi að
Matthías hafi slævt ádeilubrodd
leiksins í yngri gerðinni og gerir því
skóna að verkið fjalli öðrum þræði
um kúgun. Slíkur „pólitískur” lestur
á Skugga-Sveini er offari og ber vitni
dómgreindarleysi en góðum vilja.
Leikur Matthiasar hefur enga slíka
dýpt aö hann megi lesa sem
skilningsríka þjóðlífslýsingu, enginn
höfunda nítjándu aldar nema Sigurð-
ur Guömundsson hafði vit og mennt-
un til slíkrar skoöunar á sögu þjóöar-
innar. Ég trúi að þessi vilji við lestur
leiksins hafi orðið þeim Brynju og
Sigurjóni fjötur um fót við að búa
Skugga-Sveini rétta leið á sviðið.
Leikritið er bamaleg smíð með örfá-
um skýrum persónugerðum, takist
ekki að halda því formi sennilegu og
eðlilegu er allt fy rir borð borið.
Persónur og leikendur
Það verður að virða leikurum
Þjóðleikhússins til vorkunnar að allt
gekk á afturfótunum á frumsýning-
unni. Mismæli og rugl, sambands-
leysi tónstjóra og söngvara, jafnvel
klunnaleg senuskipti og erfiðleikar
leikara við að komast út af'senunni,
allt þetta má flokka undir slys — en
slys eiga ekki að henda sýningu sem
svo lengi hef ur verið í undirbúningi.
Margt snoturt má sjá í vinnu leik-
aranna, örn Árnason fór afar þekki-
lega með hlutverk Haralds en það
er ekki lítil þraut að gera þann pilt
svo úr garði að sakleysi hans og
drenglyndi verði ekki aðhlátursefni.
Ámi Tryggvason átti góöa spretti í
Grasa-Guddu, en vantaði á heildar-
svipinn — mikil synd er að setja
hann svo utarlega á senuna í oröa-
skiptunum á undan bæn Gvendar
smala að Gudda sjáist ekki, heldur
heyrist bara. Hákon Waage gerði
skýra manngerö úr Jóni tudda, var
nokkuð ýktur til að byrja með og má
vara sig á að gera hann ekki að of
miklum aula, en var vel samkvæmur
sjálfum sér og skoplegur í meira
lagi. Randver Þorláksson leikur
Gvend smala og á ágæta spretti, en
eins og Arna vantar hann skýran
heildarsvip á persónuna frá upphafi
til enda. Aftur reynir á að gera
hverja framkomu leikarans hluta af
heildarsvip — hvers vegna þarf
Gvendur að vera eins og vangefinn í
fyrstu innkomu þegar hann kemur
síöar fram sem heilvita unglingur en
huglítill?
Megineinkenniö á sviðsetningu
Brynju er að mínu mati sundurgerð.
Augljósar eru þær leiðir sem einstak-
ir vilja halda í persónugerð sinni,
Pétur Einarsson í sýslumanni, Borg-
ar Garðarsson í Siguröi bónda, ýktar
manngerðir með áberandi sérkenni,
drykkjuskap og sjálfsánægju. En á
þeirri leiö eru margar hættulegar
gildrur, einkum þegar líður á verkið
og eiginleikar sýslumanns og Sigurð-
ar koma fram í yfirheyrslunni á úti-
legumönnunum, refsigleði og mildi.
Þá er svo komið í útfærslu leikstjóra
og leikenda á verkinu að allt er í
hönk og minnist ég ekki jafnsnaut-
legra endaloka á leiksýningu og
lyktanna á Skugga-Sveini á föstu-
dag. Burtu flýgur bakveggur í sviðs-
mynd Sigurjóns, foss blasir viö í bak-
sýn og stjarfir standa byggðamenn
meðan Skuggi hleypur upp slakkann,
stoppar og heldur ræöu áöur en hann
steypir sér í fossinn. Auðvitað í fullu
samræmi við texta leiksins, en brota-
löm á leiksýningunni, kiaufaleg og
máttlaus.
Skugga sjálfan leikur Erlingur
Gíslason og passar hann vel í rull-
una, dregur upp skilningsríka mynd
af kallinum, en vantar talsvert á til-
hlýöilega hörku þess manns sem
aldrei iðrast og gefur dauða og djöful
í allt. Ketill Larsen bauð okkur upp á
sígilda og löngu útvatnaða túlkun á
Katli — var ekki kominn tími til að
taka þá rullu nýjum tökum?
Um láð — og lög
Jón Ásgeirsson útsetti íslensku lög-
in sem fylgt höfðu leiknum og samdi
ný í stað hinna erlendu. Tónlistin var
falleg áheyrnar, nokkuð keimlík en
vel rödduð.
Sigurjón Jóhannsson bjó leiknum
leikmynd, afar svipaða stíllega leik-
myndum sínum að Smalastúikunni
og Tyrkja-Guddu og vænti ég að
hann hafi þá tæmt nægtabrunn sinn
af útfærslum á þeirri hugmynd.
Hvemig væri aö reyna ákast núna á
móti lýsingu, hætta þessum hallæris-
lega halla sem er orðinn fastur liður í
leikmyndum hér og leika á ný á svið-
inusjálfu?
Búningarnir voru vandaður
saumaskapur, fínar flíkur og
borgaralegar, enginn sýslumaöur
var eins til fara og Kristján fjórði
þótt margir vildu honum líkjast.
Semsagt. . .
Þessi sýning á Skugga-Sveini
rifjar vonandi upp kynni fjöldans af
þessu margsýnda verki. En vilji
Þjóðleikhúsið í alvöru fara að sinna
lagalegri skyldu sinni við íslenska
leikritun fyrri alda biða mörg verk
fyrstu vinnslu og fyrstu kynna við
áhorfendur okkar aldar.
Við hjá Sjóvá viljum að þú hugsir sem best um sjálfan
þig og fjölskylduna. Þess vegna leggjum við til að þú
sameinir allar nauðsynlegar og sjálfsagðar vátryggingar
í eina fjölskyldutryggingu.
Við skiptum vátryggingum í tvennt grunnvernd og
viðbótarvernd.
Með því að taka þrjár af fjórum vátryggingum
grunnverndar hefur þú náð fjölskyldutryggingu.
Aðrar vátryggingar eru viðbót enda kallaðar
viðbótarvernd.
Með fjölskyldutryggingunni bjóðast hagstæðari
kjör.
” gerðu Sjóvá aö þínu félagi”
Umboðsmenn um land allt _ _ f m _ f
SJOVA
Suöurlandsbraut 4 -Sími 82500