Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Síða 27
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. 27 íþróttir íþrótt íþróttir fþróttir Steinar Birgisson lék mjög vei í gær og skoraði sjö mörk og lék auk þess mjög góða vörn. Ragnar náði besta skori Golfsveit GR hafnaöi í áttunda sæti í Evrópukeppni félagsliða sem fór fram í Marbella á Spáni, en nítján golf- sveitir tóku þátt í keppninni. Islensku kylfingarnir náðu bestum árangri á síðasta keppnisdegi — Ragnar Olafsson lék á 72 höggum, Sig- urður Pétursson á 77 höggum og Ivar Haukssoná81höggi. V-Þjóðverjar urðu Evrópumeistárar — léku á samtal 610 höggum. Islenska sveitin hafnaði í áttunda sæti — á 625 höggum. -sos. Landsliðs- þjálfari Finna rekinn Antti Lanamahi, landsliðsþjálfari Finna í frjálsum íþróttum, var rekinn fyrir helgina. Ástæðan fyrir því var að hann vissi aö hlauparinn Martti Vainion, sem hlaut silfur í 10.000 m hlaupi á OL í Los Angeles, hafði tekið inn ólögleg lyf. Eins og menn muna, þá féll Vainion á lyfjaprófi í Los Angeles og var dæmdur til að skila silfur- verðlaunum sínum. Lanamahi var kunnugt um að Vainion hafði tekið lyfið „Anabolic Steroids”, eða bolann, fyrir maraþon- hlaup í Rotterdam 14. apríl, eða tveim- ur mánuðum fyrir OL. -SOS. VfKINGAR FÓRU Á KOSTUM A SPÁNI — Víkingar sigruðu 3. maí tvívegis 28-21 og eru komnir áf ram í 8-liða úrslit íEvrópukeppni bikarhafa „Við vorum betri aðilinn allan tímann og það var aldrei nein spurning um að við myndum fara með sigur af hólmi,” sagði hand- knattleiksmaðurinn Þorbergur Aðalsteinsson í samtali við DV í gær en Víkingur var þá nýbúinn að slá út úr Evrópukeppni bikarhafa spánska félagið 3. maí. Svo einkennilega vildi til að liðin skoruðu jafnmörg mörk í báðum leikjunum og enduðu því báðir leikirnir 28—21 fyrir Víking. „I fyrri leiknum höfðum við yfirleitt þriggja til fjögurra marka forskot og þegar síðari hálfleikur var langt kom- inn var staðan 23—20 okkur í vil. Við náöum síðan að sýna okkar bestu hliöar á lokakaflanum og sigra með sjö marka mun,” sagði Þorbergur og var að vonum ánægður með frammistöðu Víkings. Tveir úr umferð í seinni leiknum „Þeir ætluðu greinilega að taka okkur í bakaríiö í byrjuninni í síðari leiknum í gær. Þeir byrjuðu á því að taka Viggó Sigurðsson úr umferð og stuttu síðar mig líka. Þetta bragð þeirra tókst ekki og við náðum átta marka forskoti í leikhléi, 15—7.” Þessum mun héldu Víkingar svo til alveg og í lokin var sama markatala á töflunni og eftir fyrri leikinn. Víkingar unnu því samanlagt 56—42 sem er glæsilegri árangur en bjartsýnir menn höfðu þorað að vona fyrir þessa frægðarför Víkinga. Aðspurður um styrkleika liðsins, sem Sigurður Gunnarsson leikur sem kunnugt er með, sagöi Þorbergur: „Það leikur ekki nokkur vafi á því aö þetta lið er mun betra en norska liðið Fjell- hammer sem við unnum á undan Spán- verjunum. Það eru mjög stórir leik- menn í liðinu og það er virkilega erfitt að eiga við þá. Við náðum mjög góðum leikjum og baráttan var geysilega mikil. Það börðust allir sem einn maður og viö vorum staðráðnir í að sigra Spánverjana aftur í síðari leikn- mörkgegn3. maí. um,” sagði Þorbergur Aðalsteinsson en hann átti mjög góða leiki gegn 3. maí og skoraði 17 mörk í leikjunum. Þorbergur skoraði 11 mörk í fyrri leiknum og 6 í gærkvöldi. Viggó var einnig mjög góöur og skoraði 12 mörk, 7 á föstudagskvöld og 5 í gær. Karl Þráinsson skoraði 4 mörk á föstudag og jafnmörg í gær. Aðrir sem skoruðu í gær voru: Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmundur Guðmundsson 2 og Einar Jóhannesson skoraöi eitt mark. Markahæstur í leiknum í gær var Steinar Birgisson og var stórgóður í vörnogsókn. Með þessum sigri tryggðu Víkingar sér þátttökurétt í 8-liða úrslitum keppninnar og verður fróðlegt að sjá hverjir verða næstir á dagskránni hjá Víkingum sem virðast vera aö komast í gang um þessar mundir. „Við erum bjartsýnir en það fer algerlega eftir því hvaöa mótherja viö fáum næst hvort við getum gert okkur einhverjar stórar vonir. Við gerum okkar besta,” sagði Þorbergur Aöalsteinsson. -SK. ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI AskriftarsIminn er 27022 Valur úr leik — Valsmenn töpuðu fyrir Ystad, 19-23 Valsmenn eru úr leik í IHF-keppn- inni í handknattleik. Valur tapaði fyrir sænska liðinu Ystad í síðari leik lið- anna í Svíþjóð í gær með 19 mörkum gegn 23. Sviarnir komust þvi áfram á einu marki. Því Valur vann fyrri leik- inn20—17. Staöan í leikhléi var 10—10 en ekki tókst Valsmönnum að halda fengnum hlut og verður þessi frammistaða að teljast mjög slök þar sem sænska liðið er langt f rá því að vera sterkt. Jón Pétur skoraði 7 mörk í gær fyrir Val og Þorbjörn Jensson 4, Jakob Jóns- son skoraði þrjú mörk. -SK. N -ÞAKSTEINN UM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA MÚRSTEIN OG ÞAKSTEIN í HÁUM GÆÐAFLOKKI. EIGUM FYRIRLIGGJANDI BRÚNAN ÞAKSTEIN ÁSAMT FYLGIHLUTUM. Bakkasiðu 1,600 Akureyri. Sími 96-22251. Smiðjuvegi 28, 200 Kðpa- vogi. Sími 91-79277.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.