Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. (þróttir (þróttir (þrótt (þróttir Iþrót Wright og Williams fara fram á sölu Ian Rush. Eru meiðsli Rush að taka sig upp á ný? Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Þaö getur fariö svo aö Ian Rush hjá Liverpool þurfi aö taka sér hvíld frá æfingum um tíma vegna verkja sem hann hefur í hnénu sem hann var skorinn upp í fyrir stuttu, en þá slitnuöu iiöbönd. Rush mun fara til sérfræðings í dag. • Paul Wilkinson, hinn 20 ára miðherji Grimsby, sem hefur oft verið kallaöur hinn nýi Mike Channon, er nú mjög eftirsóttur. Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest, hefur mikinn hug á aö fáhanii til sin.Samningur Wilkinson viö Grimsby rennur út í vor. • Bobby Gould, framkvæmda- stjóri Coventry, er tilbúinn til aö kaupa Mike Fillery frá QPR, sem hefur óskaö eftir því aö veröa seldur frá félaginu. -SigA/-SOS. Lorimer rekinn út af — og þá sauð upp úríOxford Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Það brutust út mikil ólæti hjá áhang- endum Leeds þegar Peter Lorimer var rekinn af leikvelli í leik Oxford og Leeds. Þeir köstuðu öilu lausiegu inn á vöiiinn og mátti sjá um tveggja metra planka fljúga inn á völlinn. Steve Hardwick, mark- vörður Oxford, fékk t.d. pening í höfuðið. Tommy Wright og Peter Lorimer komu Leeds yfir, 0—2, í leiknum en eftir það var aðeins eitt félag á vellinum — Oxford. Þeir Steve Biggs, Billy Hamilton og John Aldridge (3) skoruðu mörk Oxford scm vann, 5—2. Lorimer var rekinn af leikvelli, eftir að hafa verið með kjaft við dómarann en Aldridge sló Lorimer og var bókaður. I,orimer var ekki ánægður með það — vildifá Aldridge út af. -SigA/-SOS. — handalögmál í búningsklefa Southampton geta oröið félaginu dýrkeypt Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni DV i Englandi: — Slagsmál, sem áttu sér staö í bún- ingsklefa Southampton í sl. viku, í leik- hléi á Ieik Southampton gegn QPR í ensku deildabikarkeppninni, hafa oröið til þess aö Mark Wright, enski landsliðsmiövörðurinn hjá Southamp- ton, hefur óskað eftir því aö verða seld- ur frá félaginu. Hann lék ekki meö Southampton gegn Newcastle á laug- ardaginn. Þaö voru þeir Wright og Lawrie McMenemy, framkvæmdastjóri félagsins, sem lentu í deilum og handa- lögmálum inni í sturtuklefa og þurfti þjálfarinn, Lew Chatterley, aö ganga á milli. „Eg heyröi aö McMenemy sagöi viö Wright aö hann væri einfaldlega ekki nógu stór,” sagöi einn ónafn- greindur leikmaöur Southampton og hann bætti síðan viö: „Þeir rifust og síðan sá ég hnefann á lofti. Wright lék Standard Liege var sektað Standard Liege var sektað um 35 milljónir belgískra franka á föstudag- inn. Þessi sekt kom í beinu framhaldi af endurskoðun á bókhaldi félagsins. Þá kom í Ijós að félagið hafði svikið undan sköttum í sambandi við sölu og kaup á leikmönnum — og lagt „svarta peninga” inn á bankareikning sinn í Sviss. Standard Liege er annaö félagið í Belgíu sem fær sekt á stuttum tíma. Eins og viö sögðum frá fyrir helgi var Anderlecht sektaö um 42 milljónir franka. -SOS meö okkur seinni hálfleikinn, þrátt fyrir þetta — og viö skiljum enn ekki hvernig hann gat þaö,” sagöi leikmaður- inn. McMenemy sagöi aö hann heföi ekki sett Wright út úr liðinu. — Þaö var hann sjálfur sem geröi það meö því aö mæta ekki á æfingar fyrir leikinn gegn Newcastle, þrátt fyrir aö viö bæöum hann aö koma. Þess má geta aö Wright hefur áöur fariö fram á sölu — sl. sumar, en þá var hann beðinn um aö vera áfram. • Steve Williams, sem er einnig enskur landsliös- maöur, hefur óskaö eftir aö veröa seldur frá Southampt- on. — Þaö er ekki vegna þessa máls sem ég vil fara frá The Dell. Við McMenemy erum engir óvinir. Eg hef rætt við hann og sagt honum að ég vilji breyta til. Eg tel aö ég hafi gott af því aö reyna eitthvaö nýtt, sagöi Williams. Þess má geta aö Williams og McMenemy hafa oft verið upp á kant og Williams hefur áöur farið fram á sölu. Þeg- ar hann var gerðurað fyrirliða töldu menn aö McMenemy gerði þaö til aö halda í Williams — þ.e.a.s. aö hafa hann góöan. • Þaö eru Manchester United og Arsenal sem hafa áhuga á aö fá þessa snjöllu leikmenn til sín, en þessi tvö ríkustu félög Englands eru ávallt oröuö við góöa leikmenn sem eru á sölulistum. -SigA./-SOS. Forráðamenn Arsenal eru vegna hegðunar ieikmanna félagsins Frá Sigurblrni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: Forráðamenn Arsenal hafa nú miklar áhyggjur vegna hegðunar leikmanna sinna og það er þeim mik- ið áhyggjuefni aö þrír af bestu leik- mönnum félagsins hafa mísst öku- leyfi sitt vegna ölvunar við akstur. Það eru þeir Tony Woodcock, Charlie Nicholas og Raphael Meade. — Víð munum ræða við leikmenn okkar nú fljótlega og reyna að leysa vandann á sem bestan hátt, sagði einn af stjórnarmönnum Arsenal. Celtic og Rapid eigast við aftur — og þá á leikvelli sem er 150 km frá Glasgow Aganefnd UEFA kvaö upp þann dóm fyrir helgina að leikur Celtic og Rapid Vín frá Austurríki yrði leikinn aftur. Eins og menn muna brutust út ólæti í Glasgow þegar félögin mættust þar í Evrópu- keppni bikarhafa og flöskum var kastað inn á völlinn. Celtic vann sigur, 3—0, í leiknum og samanlagöan sigur, 4—3. Þaö hefur veriö ákveðið aö liöin mætist að nýju 11. eöa 12. desember og þá 150 km frá Glasgow. Celtic veröur því aö leika í Aberdeen, Manchester, Newcastle eöa Sunderland. Það var Rudolf Wienhofer sem fékk flöskuna í sig og varö hann aö fara af leikveUi á 80. mín. þannig að leikmenn Rapid léku tíu þaö sem eftir var leiksins þar sem búiö var að reka Reinhard Kienast af leik- veUi, en hann var dæmdur í fjög- urra leikja bann. Otto Baric, þjálfari Rapid, var dæmdur í þriggja leikja bann vegna óprúðmannlegrar fram- komu. Þess má geta aö sekt Rapid var hækkuö úr 15 þús. svissneskum frönkum í 30 þús. svissneska franka en Celtic var sektaö um 12 þús. franka. — Ég er mjög ánægöur aö rétt- lætið skuU hafa sigrað. Viö munum gera allt sem viö getum til aö komast áfram. Það verður þó erfitt,” sagöi Baric, þjálfari Rapid Vín, þegar hann frétti aö liðin yröu látin leika aö nýju. • Þess má geta, aö svipaö atvik kom upp fyrir 12 árum í V-Þýska- landi þegar Mönchengladbach lagði Inter Milanó að velU, 7—1, eftir aö hafa tapaö á Italíu, 2—4. Þá var bjórdós kastað í ernn leikmann MUanó-liösins, Roberto Bonins- egna Nýr leikur fór þá fram í BerUn og lauk honum með jafntefli, 0—0, þannig aö Inter Mílanó komast áfram en ekki Gladbach. • Mark Wright hefur óskað eftir að fara frá Southampton, eftir að hafa lent upp á kant við McMenemy fram- kvæmdastjóra. URSLIT Úrslit í ensku knattspyrnunni á laugar- daginn urðu þessi: 1. DEILD: Liverpool — Ipswich 2-0 Luton—WestHam 2-2 Norwich — Everton 4—2 QPR — Aston Villa 2-0 Southampton — Newcastle 1-0 Stoke — Watford 1—3 Sundcrland — Man. Utd. 3—2 Tottenham — Chelsea 1-1 WBA — Coventry 5—2 2. DEILD: Birmingham — Barnsley 0-0 Blackburn — Charlton 3-0 Brighton — Middlesbrough 1-2 Carlisle —NottsC. 1—0 C. Palace — Oldham 3-0 Fulham — Wolves 1—2 Huddcrsf ield — Cardiff 2-1 Man. City — Portsmouth 2-2 Oxf ord — Leeds 5—2 Shrewsbury — Sheff. Utd. 3—3 Wimbledon — Grimsby 1-1 3.DEILD: Bolton — Gillingham 1-2 Bournemouth — Brentford 1-0 Bristol R. — Millwall 1—1 Burnley — Bradford 1-2 Derby —Wigan 2-2 Doncaster—Swansea 4—1 Hull — Newport 2-0 Lincoln — York 2-1 Plymouth — WalsaU 1—3 Preston—Bristol C. 3-2 Reading — Cambridge 3-1 Rotherham — Orient 2-1 4. DEILD: Hartlepool — Scunthorpe 3-2 Hereford — Biackpool 2—1 Mansfield —Bury 0-2 Pcterborough—Darlington 1-1 Rochdale — Colchester 1-1 Stokeport — Exeter 1-0 Swindon — Aldershot 2-1 Torquay — Chesterfield 0-1 Wrexham — Southend 1-2 Fiistudagur: Crewc—Halifax 0-1 Port Vale — Chester 0—0 Tranmere — Northanipton 1-2 íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.