Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Page 35
DV. MÁNUDAGUR 26. NÖVEMBER1984.
GOURMET
liákkár
Hrærir deig, sker niður græi
grænmeti, þe'
iiíiiiiiiiiii
JÓLAGJÖFIIM FYRIR ALLA FJÖL-
SKYLDUNA
SATT 1,2 OG 3
Allar 3 SATT-plöturnar ásamt VERÐlLAUNAGETRAUN á verði einnar LP plötu.
SPARIÐ TÍMA, FÉ OG FYRIRHÖFN í EINUM PAKKA
Litlar líkur á
endurgreiðslu
Ekki heíur enn fengist úr því skoriö
hvað Ríkisútvarpið hyggst gera til að
bæta hlustendum þær fjórar vikur sem
útsendingar féllu niður vegna
verkfallsins. Að sögn Harðar
Vilhjálmssonar, fjármálastjóra Ríkis-
útvarpsins, verður trúlega fjallað um
málið á fundi framkvæmdastjórnar
seinna í vikunni. „Það sem einkum
kemur til greina er lenging dagskrár
en nú þegar hefur verið sjónvarpað
tvo fimmtudaga. Ég tel hins vegar
ósennilegt að um beina lækkun á
afnotagjöldum verði að ræöa,” sagði
Hörður, „en þetta er mjög flókið
dæmi.”
Hörður sagði að Ríkisútvarpiö hefði
setið uppi í verkfallinu með allan
fastan kostnað og starfsmenn sem ekki
voru í verkfalli en engar auglýsinga-
tekjur. Þá vildi hann benda á að 14—
15% verðbólga og 10% launahækkanir
hjá fólki vægju verulega upp á móti út-
varpsleysinu þegar afnotagjöld kæmu
til greiöslu í mars.
MEIRIHÁTTAR-HLJÓMPLÖTU-
Um 2000 titlar, ótrúlega hagstætt
verð. Gefum einnig 10—15% afslátt
af öllum nýjum plötum og snældum.
Hringið og biðjið um
PÖNTUNARLISTA í SÍMA 91-16066.
En best er þó að mæta á svæðið strax því ekki
missir sá sem fyrstur fær. Sjáumst í LISTA-
MIÐSTÖÐINNI við Lækjartorg, Hafnarstræti
22,101 Reykjavik. Simar 91-16066 og 15310.
^ERHAFIN
BENDUM SÉRSTAK-
LEGAÁ
nýja, stóra hljómplötu og myndskreytta bók í
einum pakka um Nóna „nykurpabba" sem
kemur við í KLEIFARVATNI á leið sinni til
mannabyggða, en hvort hann finnur leikfé-
laga fyrir dóttur sína vitum við ekki nema
með þvi að lesa bókina.
MINNUM Á MYNDLISTARSÝNINGAR
0KKAR. MYNDLEIGU 0G SÖLUKJÖR
VIÐ ALLRA HÆFI.
JÓLAGJÖFIN
FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI
SATT-plötur eöa snældur með ymsum íslenskum flytjendum...
ALLT NÝ LÖG
NYTT DAGVISTARHEIMIU
Nýlega var tekið í notkun nýtt dag-
vistarheimili, Hraunborg, við Hraun-
berg 10 í Reykjavík. I Hraunborg eru
starfræktar tvær dagheimilisdeildir
fyrir 34 börn og leikskóladeild fyrir alls
40böm.
Þá standa yfir framkvæmdir við
þrjú önnur dagvistarheimili: Hálsa-
kot, Grandaborg og Rofaborg. Þegar
þessar stofnanir, sem nú eru í bygg-
ingu, veröa teknar í notkun veröur
pláss á dagheimilum fyrir um 14% af
bömum aö 6 ára aldri í Reykjavík. A
leikskólum verða pláss fyrir 40%
barna 2—6 ára og á skóladagheimilum
5% bama6—9ára.
-EH.
RÆKJUVEIÐAR HAFN-
AR í ÖXARFIRÐI
— pólitísk hrossakaup stjórnmálamanna, segir fréttaritari
Rækjuveiðar hófust í síðustu viku
október og hafa þær gengiö vel það
sem af er. Þrír bátar stunda veiöamar
héðan frá Kópaskeri að þessu sinni og
veitir þá rækjuveiði og -vinnsla um 30
manns atvinnu. Er það ekki svo lítiö
hlutfall af vinnandi fólki í 200 manna
þorpi. Heildarkvóti úr öxarfirði var að
þessu sinni ákveðinn af Hafrann-
sóknastofnun 200 tonn. Gekk hann til
báta frá Kópaskeri og til vinnslu þar.
Nokkrum dögum síðar bregöur svo
einkennilega viö að með pólitískum
uppeldisaðferðum hefur veiðiþol í
flóanum aukist um 70 tonn og þau
afhent til veiöa og vinnslu á Húsavík.
Ekki er við góðu aö búast í stjórn
landsmála þegar alþingismenn okkar
eru jafngleymnir og raun ber vitni nú.
Ekki em liðin nema rúmlega þrjú ár frá
því að háttvirtir alþingismenn Norður-
landskjördæmis eystra (sem þá sátu á
þingi) samþykktu allir með tölu að
Kópasker skyldi hafa algjöran forgang
um rækjuveiðar í öxarfirði og að ekki
kæmi til álita nokkur skipting til ann-
arra staða fyrr en í fyrsta lagi að náðst
hefði jafnstöðuafli upp á 300—350 tonn.
Ekki er heldur hægt að segja að
aöstæður hafi breyst því okkur hefur
verið meinað af sömu aðilum að
byggja upp móttökumöguleika í landi
á öðrum fiski og sagt að snúa okkur
alfariö að rækjuveiðum og -vinnslu.
,,Orð skulu standa” er því miöur liðin
tíð og íbúum hér finnst lítið leggjast
fyrir þá hina miklu menn þegar þeir,
aö því er virðist, eru farnir að nota lifi-
brauð lítils byggðarlags til að kaupa
sér atkvæði í öðru stærra. Hvort þessi
hrossakaup eru að öllu leyti af pólitísk-
um toga spunnin eða að önnur tengsl
koma þar einnig við sögu skal ekki
dæmt um að sinni en víst er að það sem
keypt er óséð er síðan við nánari skoð-
un ekki alltaf jafneftirsóknarvert og
haldið var í fyrstu. Ekki er heldur trú-
legt að atkvæðum þessara ágætu
manna f jölgi við næstu kosningar hér í
þessu byggöarlagi eftir síðustu
hollustuyfirlýsingar þeirra okkur til
handa.
Auðun Benediktsson.