Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 48
48
DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984.
Um helgina
Um helgina
Ólafur Gaukur hljómlistarmaður:
Sjónvarpsdagskráin
vel þolanleg
Ég gat reyndar ekkert horft á sjón-
varp yfir helgina en horfi alltaf á
fréttirnar þegar ég get. Mér finnst
þær ágætar, einkum þættirnir utan
úr heimi frá ensku fréttamönnunum.
Annars þykir mér sjónvarpsdag-
skráin vel þolanleg og margt þar
prýðisþátta. Það er vel að sjónvarp
skuli telja sér skylt að taka upp og
sýna íslensk leikrit, sem svo eru
nefnd. Hitt er mjög miður að ekki
skuli betur hlúð að gerð íslenskra
skemmtiþátta, tónlistarþátta og
vandaðra afþreyingarþátta. Ástæð-
an sem gefin er fyrir þessu er sú að
þetta sé of dýrt en á það má benda að
sjónvarpið okkar er auglýsingasjón-
varp og mjög líklega væri hægt að fá
stærri fyrirtæki í landinu til að f jár-
magna ýmsa þáttagerð gegn því að
þeirra væri getið hverju sinni. En
þetta á örugglega eftir aö koma þeg-
arfleiriaðilar fara aðsjónvarpa.
Utvarpið hlusta ég talsvert á, eink-
um fréttir en oft aðra dagskrárliði.
Mér finnst útvarpið hafa verið í
nokkuö stöðugri framför á undan-
fömum árum og það á vafalaust eftir
að batna þegar fram líöa stundir.
Eg heyri líka oft rás 2 sem mér
finnst hafa farið allvel af stað. Mér
myndi þykja til bóta ef fluttar væm
stuttar fréttir á klukkustundar
fresti, tónhstarval væri fjölbreyttara
og höfðaði eitthvað f ram yfir tvítugs-
aldurinn og þáttastjórnendur væm
ekki endilega nýkomnir af barns-
aldri. Vestur í Bandaríkjunum þykir
t.d. ekkert tiltökumál þó að stjóm-
andi þekktasta plötuþáttar heimsins,
Casey Kasen, sé hklega kominn hátt
á sextugsaldur. Þar er dæmt eftir því
hver getur hvað en ekki hvað hann er
gamall.
Andlát
Hörður Steingrímsson, Sogavegi 158
Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 27. nóvember
kl. 13.30.
Haraldur Þ. Richter, fyrrv. afgreiöslu-
maður Morgunblaösins, Sólbergi við
Langholtsveg, lést í Landspítalanum
23. nóvember.
Svanhildur Ösk Torfadóttir, Melgerði
35 Kópavogi, lést í Landspítalanum aö
morgni 22. nóvember.
Kristján Sigurðsson, Blönduhhð 10,
lést í Borgarspítalanum að morgni 23.
nóvember.
Hanna Guðjónsdóttir píanókennari,
Kjartansgötu 2, er lést í Landspítalan-
um 18. nóvember veröur jarðsungin
frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28.
nóvember kl. 13.30.
Brynjólfur Ingólfsson hjúkrunarfræö-
ingur, sem andaðist 17. nóvember,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriöjudaginn 27. nóvember kl.
15.
Óskar Guðlaugsson frá ísafirði, Mjóu-
hlíð 16 Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27.
nóvemberkl. 10.30.
Tilkynningar
Jólakort Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna
Jólakort Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) eru komin á markaðinn enn á ný.,
Kortin eru unnin af lístamönnum frá ýmsum
löndum og eru allmargar myndanna gerðar
sérslaklega fyrir þessi kort. Einnig eru notað-
ar eldri myndír eftir fræga listamenn fyrri
alda.
Barnahjálpin hefur gefið út jólakort á
hverju ári frá því 1949 og hefur þessi útgáfa
fjármagnað um 10—15% af starfseminni á
undanförnum árum. Fjárþörfin er gífurleg.
Bamahjálpin hefur á síðustu ámm beint
kröftum sínum að langtímaverkefnum til að
stuðla að varanlegri lausn vandamála á
hverjum stað. Þó fer alltaf töluvert til neyðar-
hjálpar. Þurrkarnir i Afríku, t.d. í Eþíópíu,
eru dæmi um stað þar sem neyðarhjálp er
mjög nauðsynleg. Barnahjálpin er ein þeirra
fjölmörgu alþjóðastofnana sem lagt hafa sitt
af mörkum þar.
Bamahjálpin þarf að hafa yfir töluverðum
birgðum að ráða til að vera viðbúin að veita
neyðarhjálp. Hún hefur nýverið tekið birgða-
stööina UNIPAC í notkun í Kaupmannahöfn.
Með innan viö sólarhrings fyrirvara geta flug-
vélar lagt af stað frá flugvellinum í Kaup-
mannahöfn með hjálp til nauöstaddra hvar
,em er í heiminum. Auk þessa er UNIPAC
birgðastöð fyrir alla þá stöðugu hjálp sem
UNIPAC veitir.
Jólakortin em til sölu i helstu bókabúöum
iandsins auk þess sem þau eru til sölu á skrif-
stofu Kvenstúdentafélags Islands að Hall-
veigarstöðum en Kvenstúdentafélagið hefur
séð um sölu jólakortanna hér á Islandi í rúm
30 ár.
Aukin starfsemi Samhjálpar
kvenna
Samhjálp kvenna er hópur sjálfboðaliða sem
aðstoðar konur sem gengist hafa undir aðgerð
vegna krabbameins í brjósti. Þessi hópur hef-
ur starfað í fimm ár hér á landi og hefur að-
stöðu í hinu nýja húsi Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlið 8. Sú nýbreytni verður tekin upp
að hafa „opið hús” öðra hverju I vetur fyrir
þær konur sem gengist hafa undir siíkar að-
gerðir. Þar fer fram umræða og kynntar
verða nýjungar í hjálpargögnum.
„Opið hús” verður í fyrsta inn í dag, mánu-
daginn 26. nóvember, kl. 20.30. Einnig verða
viðtalstímar á miðvikudögum kL 16—18.
Tímapantanir fyrir þessa viðtalstíma eru í
síma 621414.
Frá Ferðafélagi íslands
ATH. Af óviðráðanlegum ástæöum verður
frestað kvöldvöku sem átti að halda 28.
nóvemberþartilíjanúarnk.
Ferðafélag íslands.
Félagsfundur JC Borg
4. félagsfundur JC Borg verður haldinn í
Kaffiteríunni í Glæsibæ í dag, mánudaginn 26.
nóv.,kl. 20.
Gestir fundarins verða: Olafur Hauksson
blaðamaöur og Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur.
Umræðuefnið verður „Frjálst útvarp”.
Að loknum framsögu- og svarræðum verða
fyrirspumir leyfðar úr sal frá fundarmönn-
um.
Allir JC-félagar og gestir velkomnir á fund-
inn meðan húsrúm leyfir.
Fundur Sagfræðingafélags
íslands
Sagnfræöingafélag Islands efnir til fundar í
stofu 423 í Árnagarði, Háskóla íslands, mið-
vikudaginn 28. nóvember og hefst fundurinn
kl. 20.30. Þorleifur Friöriksson sagnfræöingur
flytur erindi er hann nefnir: ,,Alþýðuflokkur-
inn; alþjóöahyggja í norrænu ljósi”. Fundur-
inneröllum opinn.
Kynning á borðtennis
Frá borðtennisnefnd Iþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík og nágr.
Kynning á borðtennis verður í íþróttahúsi
Hlíðaskóla mánud. 26. nóv. nk. kl. 19.00—20.30
og miðvikud. 28. nóv. nk. kl. 20.30—23.00.
Hreyfihamlaðir og/eða aðstandendur þeirra
eru hvattir til að koma, sjá og reyna.
Æfingatimar í borðtennis em á áðumefnd-
um stað og tíma. Þjálfari er Stefán Stefáns-
son.
Frá skrifstofu borgarlæknis:
Farsóttir í Reykjavíkummdæmi í september
1984 samkvæmt skýrslum 12 lækna og lækna-
vaktar:
Inflúensa 20
Lungnabólga 50
Kvef, hálsb., lungnakvef o.fl. 775
Streptókokka-hálsbólga, skarlsótt 19
Einkirningasótt 1
Hlaupabóla 3
Rauöir hundar 5
Hettusótt 2
IðrakVef ogniðurgangur 127
Kláði 2
Flatlús 19
Önnurlúsasmitun 2
Lekandi 14
Þvagrásarbólga (þarafchlamydia41) 55
Athugasemd vegna fréttar
Vegna fréttar, sem birtist á baksíöu DV föstu-
daginn 9. nóvember síðastliðinn, vil ég geta
þess aö söngflokkur sá er ég veiti forstööu
syngur ekki eingöngu í Fríkirkjunni í Reykja-
vík heldur einnig viö athafnir í Fossvogs-
kirkju, svo og öðrum kirkjum, sé þess óskaö.
Ágústa Ágústsdóttir.
Árlegt símahappdrætti
lamaðra og fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra efnir nú til
hins árlega símahappdrættis, en eins og al-
kunna er gilda símanúmerin jafnframt sem
númer happdrættismiðanna. I þessu sérstæða
happdrætti er því ekki um það að ræða að gefa
út ótakmarkaðan miðafjölda, heldur miðast
fjöldi útgefinna miða algerlega við skráð
símanúmer.
Vinningar í símahappdrættinu að þessu
sinni eru mjög glæsilegir: 5 mismunandi
tegundir vinsælla bifreiða frá TOYOTA aö
verðmæti rösklega 2 milljónir króna. Verði
happdrættismiðanna er stillt í hóf og kosta
þeirkr. 150,00.
Að sögn Sigurðar Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Styrktarfélagsins, er síma-
happdrættinu alltaf tekið með vinsemd af
símnotendum í öllum þeim aragrúa happ-
drætta og fjáraflana sem jafnan eru í gangi.
Þannig ættu símnotendur góðan þátt í upp-
byggingu og eflingu félagsins.
Jafnframt er ástæða að leggja á það
áherslu að drætti er aldrei frestað. Avallt
dregið á Þorláksmessu og vinningsnúmer birt
opinberlega daginn eftir og einnig er hægt
strax á aðfangadag að hringja í símsvara sem
tilgreindur er á miðunum og fá þannig
upplýsingar um vinningsnúmer.
Framhaldsstofnfundur
makalausra
Sl. vor var haldinn fundur í Félagsstofnun
stúdenta til að undirbúa stofnun félags maka-
lausra, þ.e. samtök einstaklinga sem búa
einir eða utan ramma kjamafjölskyldunnar
svonefndu. Fjöldi þeirra er ærinn og mun af
ýmsum ástæðum hafa vaxið allhratt á
undanfömum árum enda var fundurinn fjöl-
mennur og kom fram mikill áhugi á samtök-
um af þessu tagi. Sökum almennrar fundar-
tregðu yfir sumartimann var þó ákveðið að
fresta stofnun félagstil haustsins.
Það er þó órækur vitnisburður um þörfina
fyrir samtök af þessu tagi að þegar er hafið
þróttmikið starf þótt félagið hafi enn ekki
verið stofnað formlega. Nú þegar em um 300
manns á skrá og hafa þeir haft uppi ýmislegt
starf sl. sumar og haust: unnið hefur verið í
starfshópum, gefið út fjölritað fréttablað,
haldnir tveir dansleikir og fariö í fjórar hóp-
ferðir, m.a. til Þingvalla og í Húsafell.
Boðað var til stofnfundar í Félagsstofnun
stúdenta í byrjun október og var þar fjöl-
menni samankomið, ekki sist ef tekiö er tillit
til að þetta var í miðju verkfalli og lítt hægt að
auglýsa fundinn vegna fjölmiðlaleysis. Ekki
tókst að ljúka störfum fundarins og hefur nú
veriö ákveðið að halda framhaldsstofnfund
sunnudaginn 2. des. að Borgartúni 18 (í saln-
um niðri í húsi Sparisjóðs vélstjóra). Fundur-
inn hefst klukkan 15.00 og hvetjum vlð hér
með alla tilaðmæta.
Undirbúningshópur að stofnun
Féiags makalausra.
Félag ráðgjafarverkfræðinga
Dagana 6.-7. september héldu stjórnarmenn
félaga ráðgjafarverkfræðinga árlegan sam-
ráðsfund, svokallaðan RINORD-fund, að
hótel Esju í Reykjavík. Margt bar á góma.
Einna forvitnilegust verður þó afstaða
danskra stjórnvglda til ráðgjafarverk-
fræðinga að teljast. Dönskum rannsóknar-
stofum sem njóta fjárveitinga af opinbem fé
er t.d. óheimilt að taka að sér verkefni sem
venja er að vinna á almennum verkfræði-
stofum nema ganga úr skugga um að þær geti
eða vilji ekki taka að sér verkefnið. Hinu
danska félagi ráðgjafarverkfræðinga er
iðulega boðið að eiga fulltrúa í viðskiptasendi-
nefndum til þróunarlanda. Samkomulag er
um það milli danska félagsins og nokkurra
opinberra stofnana að útf lutningur verkfræði-
ráðgjafar sé í höndum einkafyrirtækjanna en
þau geti aftur á móti fengið lánaða starfsmenn
hinna opinbem stofnana sem búa yfir þekk-
ingu á þröngu sviði. Að frumkvæði danska
ráðgjafárverkfræðingafélagsins hefur
danska þingið veitt fé til undirbúnings því að
hugbúnaður vegna notkunar tölva í
byggingariönaði verði samræmdur. Danska
félagið hefur með höndum skipulagningu
þessa verkefnis og býst við áframhaldandi
fjárveitingum til þess næstu árin. Hin Norður-
iöndin geta ekki státað af svo mikilli velvild
og skilningi stjórnvalda sem í Danmörku og
Svíar kvarta jafnvel undan andúð stjórnvalda
á einkarekstri verkfræðistofa.
Auk fundarstarfa heimsóttu fundargestir
og makar þeirra forseta Islands að Bessa-
stöðum og ferðuðust nokkuð um Suður- og
Vesturland.
Námskeið fyrir starfsfólk á
uppeldis- og viststofnunum
Irski uppeldisfræðingurinn dr. Roy
McConkey er væntanlegur til Islands á vegum
nokkurra kennslustofnana og félagasamtaka
í byrjun desembermánaðar nk.
Dr. McConkley hef ur um áratugi fengist viö
rannsóknir á kennslu vangefinna, bæði við
Hester Adrian stofnunina í Manchester og St.
Michaels House stofnunina í Dublin. Hann er
kunnur sein höfundur bókanna: „Let me
play”, „Let me speake”, „Teaching the
handicapped child” og „Breaking barriers”.
Einn megintilgangurinn með komu
McConkeys er að kynna starfsfólki á
uppeldis- og viststofnunum þar sem vangefnir
eru, svo og foreldmm og öðm áhugafólki,
þrjú virieonámskeið sem hann hefur nýlega
gert ásamt samstarfsmönnum sínum í
Dublin.
Námskeiðin em þessi:
1. Let’s Play sem fjallar um það hvernig hag-
nýta má leik á kerfisbundinn hátt í uppeldis-
starfinu.
2. Putting two words together sem fjallar um
hagnýtar aðferðir til málörvunar vangefinna.
3. Community Attitude to Retarded Adults
sem er kynning á lífi fullorðinna vangefinna,
prógrameraö sem 5 kennslustundir í fram-
haldsskóla.
Dr. McConkey mun flytja erindi í Kennara-
háskóla Islands þriðjudaginn 4. desember kl.
16.00. Heiti erindisins er: Teachbig the
mentally handicapped. Sama dag kl. 20.30
flytur hann erindi á vegum Félags ísl. sér-
kennara og Félags talkennara og taimeina-
fræðinga sem nefnist „Teaching language to
mentally handicapped”.
Á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar
og Styrktarfélags vangefinna flytur dr.
McConkey erindi í Norræna húsinu miðviku-
daginn 5. desember kl. 20.30. Erindið nefnist
„How to change the eommunity attitude to
mentally retarded people”.
Fimmtudaginn 6. desember heldur
McConkey námskeið í Borgartúni 6 sem
einkum er ætlað kennurum sérskóla og starfs-
liði viststofnana þar sem vangefnir dvelja.
Þar mun hann fjalla um videonámskeiðin
„Let’s play” og „Putting two words
together”.
Út er komið almanakshapp-
drætti Landssamtakanna
Þroskahjálp
fyrir árið 1985. Almanakið hefur komiö út
árlega á undanfömum árum en er nú með
mjög breyttu sniði, bæði hvað varðar útlit og
vinninga. Að þessu sinni prýða almanakið
grafíkmyndir eftir 13 íslenska listamenn, ein
fyrir hvern mánuð, auk forsíðu, og birtist hér
árangur samvinnu Landssamtakanna
Þroskahjálp og félagsins Islensk grafík.
Myndirnar sjálfar, þ.e. frummyndirnar,
verða til sölu fyrir milligöngu skrifstofu
Þroskahjálpar.
1 vinninga em: Fiat Uno, sem dreginn
verður út 31. janúar nk„ og eitt Sharp-lit-
sjónvarpstæki hvem mánuð frá febrúar—
desember. Almanakið, sem er meginfjár-
öflunarleið Landssamtakanna Þroskahjálp,
er gefið út í 16 þúsund eintökum sem seld
verða á 200 kr. hvert.
Jólamerki Thorvaldsens-
félagsins 1984
Jólamerki Thorvaidsensfélagsins 1984 er
komið í sölu og er það sjötugasta merkið sem
gefið er út á vegum félagsins. Merkið er mynd
af glugga, sem Leifur Breiðfjörð glerlista-
maður hannaði, og er glugginn í kapellu sem
er á Kvennadeild Landspítalans.
Enn sem fyrr er jólamerkið aðalfjáröflun
Bamauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins
og veitir sjóðnum þann möguleika, sem er á
stefnuskrá hans, að styrkja og veita aðstoð
þeim, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu,
það er til dæmis sjúkum bömum og öðmm
þeim sem stuðning þurfa, til að hjálpa þeim
til heilbrigði og eðlilegs lífs.
Það er því von félagskvenna Thorvaldsensfé-
lagsins, aö vel verði tekið á móti þeim er þær
bjóða merkin til kaups. Einnig þakka þær af
alhug öllum þeim fjölmörgu sem mörg
undanfarin ár og áratugi hafa sýnt félaginu
tryggð og skilning, með því að kaupa
jólamerkin og á margan annan hátt, sem er
félaginu ómetanlegt í starfsemi þess. Merkiö
er selt hjá félagskonum og á Thorvaldsens-
basar, Austurstræti 4 Reykjavík. Einnig
hefur Frímerkjavarsla Pósts og síma verið
svo vinsamleg að dreifa þeim á pósthúsin og
eruþau til sölu þar. Verð á merkinu er kr. 5,00
hvert merki og ein örk, sem er með tólf
merkjum, kostar því kr. 60,00.
Jólakveðja með vinningsvon
Gigtarfélag Islands efnir nú til óvenjulegs
happdrættis. Hver happdrættismiði er um leið
jólakort. Vinningar eru 8 ferðavinningar eftir
vali.
Það er von félagsins að þessu korti verði vel
tekið. öllum ágóða verður varið til að greiða
kostnað viö Gigtlækningastöðina sem nú er
komin í fullan gang. Kortin fást hjá Gigtar-
ÞingASÍ
hófstímorgun
Þing Alþýðusambands Islands, hið
35. í röðinni, hófst að Hótel Sögu klukk-
an 10 í morgun. Þingið mun standa
framá föstudag.
I dag verður á dagskrá þingsins kjör
starfsmanna og starfsnefnda, skýrsla
forseta, fyrsta umræða um lagabreyt-
ingar og síðan umræður um vinnu-
verndarmál og tölvumál.
Leitað að
jeppa með
þremur í
Slysavarnafélag Islands leitar nú aö
jeppabifreið sem fór einbíla úr Þing-
vallasveitinni að Hlööufelli í gær-
kvöldi. Var þrennt í bílnum en ekkert
hefur heyrst frá þeim síðan.
Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri
SVFI, sagði í samtali við DV í morgun
að jeppinn væri án talstöövar en
sennilega hefði hann lent i ófærð. Bílar
frá SVFl lögöu af stað í morgun á þess-
ar slóðir í leit að jeppanum.
-FRI.
félagi Islands, Ármúla 5, og hjá félags-
mönnum víða um landiö.
Stjórnin.
Siglingar
HULL/GOOLE: LENINGRAD:
Dísarfell 19/11 Patria 4/12
Dísarfell 3/12
Dísarfell 17/12 LARVIK:
Jan 26/11
ROTTERDAM: Jan 10/12
Disarfell 20/11
Dísarfell 4/12 GAUTABORG:
Dísarfell 18/12 Jan 27/11
Jan 11/12
ANTWERPEN:
Dísarfell 21/11 KAUPMANNAHÖFN:
Dísarfell 5/12
DísarfeU 19/12 Jan 28/11
Jan 12/12
HAMBORG:
DísarfeU 23/11 SVENDBORG:
DísarfeU 7/12 Jan 28/11
DísarfeU 21/12 Jan 13/12
HELSINKI: ÁRÖSAR:
Patria 30/11 Jan 29/11
HvassafeU 14/12 Jan 13/12
LtlBECK: GLOUCESTER , M-
AmarfeU 29/11 ASS.:
SkaftafeU 19/11
FALKENBERG: SkaftafeU 18/12
Arnarfell 1/12
Hvassafell 17/12 HALIFAX, KANA-
DA:
SkaftafeU 19/12
Heilsugæsía
Heilsugæslustöðin á Seltjarnamesi hefur frá
1. október sl. tekið upp kvöld- og helgarvaktir
fyrir þjónustusvæði sitt, sem er Seltjarnames
og vestasti hluti Reykjavíkur.
Kvöldvakt er alla virka daga frá kl. 19.30—
22.00. A laugardögum, sunnudögum og al-
mennum frídögum er bakvakt frá 09.00—12.00
og frá 17.00—22.00 síðdegis.
Sími bakvaktar er 19600 (Landakot).
Hvaða pípu mundir þú velja ef þú
værir flottur og glæsilegur ungur
maður?