Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 51
DV. MÁNUDAGUR26. NOVEMBER1984.
ðl
Lítið teifir af rými aftursæti, en það
er þó sæmilega hátt frá gólfi.
bíllinn gengur ágætlega frá fyrsta
starti. Gangur vélarinnar er svolítið
grófur og strax þegar tekið er af stað,
finnst að hér er ekki venjulegur bíll á
ferð því að fyrsti gír er mjög lágur,
nánastskriðgír.
Þetta er hins vegar mjög heppilegt
fyrir fjórhjóladrifsbíl og þar aö auki er
sérstakt „handbensín” neðst í mæla-
borði sem hægt er að nota til þess aö
stilla ganghraða vélarinnar í torfærum
svo hún drepi síöur á sér. Hægt er að
taka bílinn af stað í öðrum gír og getur
þaö verið nauösynlegt ef menn ætla aö
spana áfram, t.d. yfir gatnamót, en
mér fannst betra aö taka bílinn aðeins
áfram í fyrsta og skipta fljótt í annan.
Þótt gírskiptingin sé sæmilega ná-
kvæm og bíllinn hrökkvi ekki úr gírum
hefur ekki enn tekist meö öllu að losna
við vissa ,,gúmmí”kennda tilfinningu
við það að skipta milli gíra.
Lunkinn á víðavangi
Vélin í Pöndu 4x4 er um 10 prósent
stærri og aflmeiri en í venjulegri
Pöndu, og veitir ekki af því að bæði er
fjórdrifspandan þyngri og auk þess er
meira fyrir hestana að gera þegar
komið er út á víðan völl.
Þegar komið er út fyrir veg, kemur
fyrsti gírinn lági aö góöum notum og
það má nota hann til þess að brjótast
upp brekkur eða fara hægar yfir ár og
ójöfnur. Vegna þess hve bíllinn er
stuttur á milli hjóla og kubbslegur að
framan og aftan má smjúga alveg
merkilega mikið á honum á milli þúfna
og steina og fara yfir krappar hæðir og
hryggi. Þannig reyndist Pandan kom-
ast ýmislegt sem Toyota Tercel 4 x4 og
Subaru af stærri gerðinni gátu ekki
vegna þess hve þeir eru lengri og
stærri. Þóerekkialltsemsýnistíþess-
um efnum því að enda þótt þaö sé vel
hátt undir sílsa og botn á Pöndunni
liggur drifskaftið þarinig undir bílnum
miöjum aö aðeins rúmir 20 sentí-
metrar eru undir baulur sem verja og
halda hjöruliðum drifskaftanna. Einn-
ig liggur púströr undir botninum sem
gæta verður að skemma ekki.
Það eru 19 sentímetrar undir gír-
kassa og 20 sentímetrar undir olíu-
pönnu vélar, en prýöis hiifðargrind,
sem ver þessi djásn, er hins vegar að-
eins 16 sentímetra frá jörðu og það er
hálfleiðinlegt að hlusta á hljóðið sem
kemur þegar hún riölast á steinum og
möl á vegi með d júpum hjólförum.
Að framan er Panda 4X4 meö Mc
Person f jöðrun og ætti að vera auðvelt
aö lyfta bílnum um svona 1—2 sentí-
metra með því að setja aukahringi
undir gorma ef menn vilja gera dug-
legan bíl enn duglegri.
Þaö fer hins vegar eftir því hvort
menn vilja fara á þessum netta pjakk
„alvarlegar” slóðir eöa hvort menn
vilja eiga hann fyrst og fremst
sem spameytinn, ódýran og lipran bíl
sem getur bjargað sér í hálku og ófærö
þegar svo ber undir. Að neðan er bíll-
inn klæddur vörn úr trefjaefni, sem ver
hann fyrir steinkasti.
Tekur fjóra menn og hjóla-
stól
Varahjól er frammi í vélarrúmi og
bensíngeymú- fyrir framan afturenda
á Pöndu og það þýöir að enda þótt bíll-
inn sé stuttur og snubbóttur er furðu
mikið farangursrými aftast í honum,
meira en á mörgum smábílum sem eru
nokkuð stærri. Þaö eru til dæmis fáir
bílar í þessum stærðarflokki sem geta
tekið hjólastól af fullri stærð í skottiö
án þess að þurfa að leggja aftursætiö
niöur. En þetta er hægt á Pöndunni.
Nokkrar tölur:
Panda4X4 Subaru Justy
Þyngd: 740 kíló 740 kíló
Rúmtak vélar: 965 cc 997 cc
Vélarafl: 48 hö/5600 snún. 55 hö/6000 snún.
Tog (torque): 7,1 mkg/3500 snún. 8,1 mkg/3600 snún.
Hraði í girum
viðlOO snúninga: 1.4,9 km/klst 1. 6,1 km/klst
2. 9,2 2. 11,0
3. 14,1 3. 16,4
4. 19,7 4. 24,1
5. 26,2 5. 29,5
bakk 5,3 bakk6,9
Hámarkshraði: 135 km/klst 145 km/klst
Eyðsla: 120km/klst 5,91/100 km 5,41/100 km
Eyðsla: 90km/klst 7,9 I/100km 7,2 1/100 km
Eyðsla: bæjarakstur 7,9 1/100 km 7,2 1/100 km
Hröðun 0—100 km/klst 18,2 sek. ca 15—16sek. (ágiskun)
Lengd: 3,38 m 3,54 m
Breidd: 1,49 m 1,54 m
Hæð: 1,46 m 1,39 m
Hjólhaf: 2,17 m 2,29 m
Sporvídd: 1,26 m 1,33/1,29 m
Hæð undir lægsta p. Hæð undir lægsta 0,16 m (hlifðargr.) 0,16 m (púst)
viðkvæma punkt 0,19 m (pústoggírk.) 0,16 m(púst)
Innanbreidd: 1,21 m 1,30 m
Farangursrými: 272—10881. ca 200—9001. (ágisk.)
Snúningshringur: 9,2 m (hjól) ca 9,2 m
Hjólbarðar 145-13 145—12
Ekki laus við „jeppahre yfing-
ar"
Panda 4X4 fer ágætlega á vegi þótt
maöur verði dálítið var við það ef ekið
er mikið yfir löglegum hámarkshraða.
Hávaði á grófum malarvegi reyndist
minni en ég bjóst við, og ívið minni en á
flestum bílum af þessari stærð, eöa
80—81 desibel á 70 km hraöa. Ef vélin
er þeytt fer hávaðinn í henni upp í 81
desibel. Fjöörun á Pöndu 4x4 er stinn-
ari en á venjulegri Pöndu og blöðin í
afturf jööur eru þrjú í staðinn fyrir eitt.
Fyrir bragðið verður bíllinn stinnari
og hærri aö aftan, en það hefur í för
með sér aö hann stingur meira stömp-
um og fær „báta”hreyfingar þegar
ekiö er um öldóttan og ójafnan veg; á
Á Justy eru lægstu punktar annars
vegar hlíf undir gírskiptingu og pönnu
og hins vegar púst, hvort tveggja 16 sm
frá jörðu á óhlöðnum bíl. Þaö er síst
hærra en gengur og gerist á fólksbílum
af svipaðri stærö. Á Pöndu er hlífðar-
grind lægsti punktur, 16 sm frá jörðu,
en lægstu „viðkvæmu” punktar, gír-
kassi, pústkerfi og olíupanna, liggja
3—4 sentímetrum hærra.
Á móti þessum kostum Pöndu sem
ófærðarbíls vega síðan þeir kostir
Justy aö vera um 14 prósent aflmeiri, 9
sentímetrum breiðari að innan, venju-
legri og huggulegri í innréttingu, og
með möguleika á fimm dyrum.
En Pandan býður upp á heldur
meira farangursrými. Á Pöndu er
Prjónað á pjakknuml
það jafnvel til að hoppa að aftan þegar
enginn situr í aftursæti. Þetta er auð-
vitað skiljanlegt þegar þess er gætt
hve stuttur bíllinn er á milli hjóla, sem
aftur gefur honum betri möguleika í
torfærum.
Stinnari afturfjöörun gerir það hins
vegar að verkum að bíllinn sígur
minna niður aö aftan en ella ef hann er
hlaðinn.
Samanburður við Justy
Þegar þessum bíl er reynsluekið
verður óhjákvæmilegt að gera saman-
burð við eina keppinautinn í þessum
stærðar-og verðflokki: Subaru Justy. I
upphafi greinarinnar var minnst á
þann mismun sem er helstur á þessum
tveimur bílum og veldur því að kaup-
endur munu velja á milli þeirra eftir
þörfum og smekk og aö bílarnir muni
henta tveimur stórum, aðskildum hóp-
um.
Subaruinn sýnist leggja minna upp
úr því aö vera torfærubíll í bókstaflegri
merkingu þess orð, er fremur snarpur
og lipur fólksbíll sem hægt er að skella
í fjórhjóladrif í hálku og minni háttar
ófærð. Subaruinn hefur sjálfstæða
fjöðrun á hverju hjóli, og við hleðslu
minnkar hæö undir drifkiilu að aftan úr
20 sm niður í 15. Afturöxull Pöndu er
hins vegar „stífur” sem kallað er, þ.e.
heil hásing, og hæðin undir drifkúlu því
ávallt 17 sm (miðað við sléttan flöt).
Hins vegar gefur sjálfstæð fjöðrun
betri hreyfingar aö öðru jöfnu.
Á þúsund snúningum í 1. gír er hraði
Pöndu 4,9 km/klst. en Subaru Justy 6,1
km/klst. Á móti vegur að Justy hefur
nokkru meira tog (torque) en engu að
síöur hentar lægsti gír Pöndunnar bet-
ur til ófærðar- og torfæruaksturs en
lægsti gír Justy. Felgur Justy eru
tommuminni enPöndu.
kveikjan aftan og ofan á vélinni, en
kerfi að framan og alternator fyrir
framan vél. Á Subaru Justy er kveikj-
an hins vegar beint fyrir aftan viftu-
spaða en alternator hægra megin við
vél og kertin aftan á.
Niðurstaða
Niðurstaðan er sú að Fiat Panda 4x4
hljóti að höföa til allstórs hóps hér á
landi sem hefur þörf fyrir lipran, spar-
neytinn og tiltölulega ódýran farar-
skjóta, miðað viö þaö að hann er búinn
fjórhjóladrifi og breytingum í þá átt að
duga vel í hálku, ófærð og á slæmum
vegum og vegleysum.
Þetta er svo sem engin drossía né
pluss-þæginda bíll, heldur ódýr og ein-
faldur smábíll sem ætti að komast oft-
ar frá A til B og geta farið f jölbreyti-
legri leiöir en gengur og gerist.
PUJS:
Ódýr.
Sparneytlun.
Lipur og smýgur vel.
Lágur fyrsti gír (í ófærð).
Hagkvæm og hugvitssamleg
innrétting.
Nýtní á rými, miðað við stærð.
Ekki hávær á malarvegi.
Hlífðargrhid undir vél og drifi.
MtNUS:
Fremur kaldranalegur og hrár að
innan.
Mætti vera hærra undir lægsta
punkt.
„Bátahreyfingar” og afturenda-
skopp á vondum og ójöfnum vegi.
Þröngt og ekki þægöegt í aftursæti
fyrir fullvaxna.
Girskiptihreyfingar svolítið
„gúmmí”kenndar.
LJÓS & ORKA
Suöurlandsbraut 12
simi 84488
LÝSANDI KROSSAR
Á LEIÐI
-iiióMe\\ixnR
Hafnarstræti 3.
í