Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Side 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. Menning Menning Menning Menning Nauðsynlegt framlag flokks- HÆTT KOMNIR FLUGMENN VANDAÐUR OG FALLEGUR MOKKAFATNAÐUR ER TILVALIN JÓLAGJÖF Frakkastíg 12 £ Feldur sf. Sími 12090 Sœmundur Guðvinsson: HÆTTUFLUG. Sannar spennusögur af þolraunum (slenskra flugstjóra. ^ Vaka, Roykjavík 1984.114bls. Eg hef aldrei getað skilið þá landa mina sem geta lesið sjóslysasögur í tugum binda, en hitt get ég vel skilið að gaman sé að lesa um hættur sem eruyfirstignar. Sæmundur Guðvinsson hefur skráð frásagnir sjö flugstjóra af hættuflugi við ýmsar aðstæður á tímabilinu 1951 tii 1983. Flugstjórarn- ir eru þessir: Anton Axeisson, Ámi Vngvason, Björn Guðmundsson, ' Hörður Sigurjónsson, Ingimar K. Sveinbjömsson, Jóhannes Markús- son og Þorsteinn Jónsson. Þetta eru þekkiiegar sögur af vélum og veðri lipurlega skrifaðar í blaðamannastíl. Vélum og búnaði er lýst að því er mér virðist (er sjálf ófróð) af kunnáttu án þess að verða of ítarlegt fyrir framvindu frá- sagnarinnar, sem er hröð og hnökra- laus. Þessi bók er safn til sögu flugsins á Islandi og sjálfsagt að halda þvi til haga sem merkilegt er eða segir ein- hverja sögu. En sumir þættirnir eru nú ósköp þunnir, segja kannski frá einu óhappi (sem raunar hefði getað valdið slysi, því er ekki að neita, en gerði það ekki — sem betur fer) án þess að lesandi kynnist þeim sem lenda í óhappinu. Það er nú svo, því miður. En það er líka gaman út af fyrir sig að kynnast bara veðri og vindum. Og svo auðvitað vélunum. Þeim er klappað og farið um þær höndum. Mér fannst skemmtilegust frá- sagan af dularfullu fyrirbærunum (UFO — unidentified flying objects) og tilgátum flugmanns um litla hluti með stóru segulsviöi. Rannvelg Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir ' foringia til stjornmálasögunnar Vilhjálmur Hjélmarsson: EYSTEINN f BARÁTTU OG STARFI. II. bindi œvisögu Eysteins Jónssonar. Vaka 1984. Nú er auöséö orðið, að ævisaga Ey- steins Jónssonar, fyrrum alþingis- manns, ráöherra og formanns Framsóknarflokksins, verður a.m.k. þrjú bindi þykk, og það er miöbindiö sem þeir fóstbræður aö austan hafa sent frá sér fyrir þessi jól. Ekki dugar minna en hátt á f jórða hundr- að blaðsíöna til þess að afgreiöa þaö fimmtán ára tímabil íslenskrar stjórnmálasögu, sem þar er fjallað um, frá og með kosningum 1942, þegar myndun þingræðisstjórnar mistókst að þeim loknum, og til hræðslubandalagsins fræga, sem likamnaðist í þriggja flokka vinstri stjórn á vordögum 1956. Þetta er auövitaö saga timabilsins af sjónarhóli Vilhjálms og heimilda hans, sem eru margvislegar, en þær heimullegustu, sem nú eru notaöar í fyrsta skipti sem þáttur í almennri stjórnmálasögu landsins, eru geröa- bækur miðstjómar og framkvæmda- stjómar Framsóknarflokksins, sem Guðbrandur Magnússon ritaöi löngum. Við og viö bregður Vilhjálmur sér í smiðju til þess Eysteins sem enn stendur keikur fjörs á línu meðal okkar. Vilhjálmur segir svo í formála: „Margt ber til á ferli stjórnmála- mannsins Eysteins Jónssonar þessi ár: Frelsisbarátta Islendinga er leidd til lykta með lýöveldisstofnun. Uppgjör fer fram í Framsóknar- flokknum. Hafin er útfærsla fisk- veiðilögsögu Islands. Fengist er við vandamál smáþjóðar á styrjaldar- tímum. Gengið frá stöðu Islands í nýjum heimi, sem mótast aö . styrjaldarlokum. Einnig koma til stórbrotin viðfangsefni í efnahags- málum, atvinnulífi og menningar- legum efnum. Deilur eru með þeim heitustu á þessari öld. I kjördæmi þingmannsins kallar margt að.” Þetta er sæmilegt yfirlit um bókar- efiiiö, en ekki kann ég við það þegar svo er til orða tekiö aö frelsisbarátta Islendinga hafi verið leidd til lykta með lýöveldisstofnun. Það eru að vísu áfangaskipti, en frelsisbarátta Islendinga var ekki þá og verður vafalaust seint leidd til lykta, og ég held að áratugimir eftir lýðveldis- stofnun hafi sýnt þetta ljóslega. Stjórnmálamönnum hættir til að rugla saman frelsisbaráttu og sjálf- stæðissókn, en það er höfuðsynd, og raunar var sjálfstæöisbaráttunni ekki lokið 1944. Hún stendur enn, þótt hún sé ekki alveg eins heit og frelsis- baráttan síðan. Þótt stjórnmálabaráttan knýi að sjálfsögðu mjög á í Eysteinssögu Vil- hjálms, gefur hann sér tíma til þess í upphafi að skreppa með Eysteini undir bert loft í „orkuöflun”, aðal- lega á skíðum. Eins og kunnugt er á Eysteinn þar mikinn og góðan hlut að mikilvægu fordæmi, og varla leynir sér sú orka, sem hann hefur aflað sér með þeim hætti um dagana. Bókinni lýkur síðan meö stuttum kafla um fjölskyldu og heimilislíf Eysteins. Þetta er auðvitað góð og Bókmenntir Andrés Kristjánsson gild aðferð til þess að koma þessum þáttum til skila, án þess aö þeir trufli stjómmálasöguna um of, og minna mátti nú varla vera af þessu tagi í lífsbókEysteins. Helstu tíðindin En hver eru þá helstu tíöindi þessarar gildu bókar um merkilegt tímabil í stjómmálasögu landsins, þar sem leyst er frá skjóðu einhvers áhrifaríkasta stjómmálamanns þess? Þau eru ekki mörg, sem koma á óvart, en þar skýrist því fleira til meiri hlítar í hljómkviðunni allri. Líklegt er að mönnum þyki mestu skipta skýrslur Vilhjálms og Ey- steins um aðdraganda stjórnar- myndana á tímabilinu — gefnar inn- an frá úr Framsóknarflokknum. Þessi sögufylling hlýtur að vera og er forvitnileg um margt, enda leggja þeir saman í mál þeir sem vel eiga aö vita, og hafa auk þess nánustu heimildir til stuðnings. Og þeir fara með gát, ríða ekki á nein tæp vöð, leyfa sér litlar vangaveltur eða get- gátur um orsakir og afleiðingar og leggja engum illt til úr eigin barmi — láta heimildir tala sinu máli og les- anda álykta þegar nærri einhverjum gæti höggvið. Þama eru vitanlega ýmsir staöir þar sem lesandi staldr- ar við og hugsar sitt. Eysteinn veit ofur vel, að þarna er honum nokkur vandi á höndum. Hann má ekki bregða á brun eða svig með tilþrifum á tæpum stigum fólki til skemmtunar. Hann veit að vitnis- buröir bókarinnar verða kross- prófaðir með samanburði við frá- sagnir annarra flokksforingja, þegar heildarsagan verður sett saman. Uppgjörið við Jónas Vmsum hefur vafalaust leikiö nokkur forvitni á því, hvernig Ey- steini færist að segja frá uppgjörinu við Jónas Jónsson, og varla verður annað sagt en honum farist þaö vel. Þar lítur hann yfir málið eftir ár og dag með raunsæi og hallar ekki máli, og þótt hann geri engar játningar eða afsakanir fyrir sína og flokksins hönd, seilist hann hejdur ekki til rétt- lætinga, en segir hlutlaust frá og lætur menn um að dæma. En það er til marks um, hve þetta er heitt mál enn, að Vilhjálmur leitar þama meira til Eysteins sjálfs um vitnis- burð en í flestum öðrum stjórnmála- efnum bókarinnar. Eysteinn segir það hreinskilnis- lega, að þetta hafi verið sér „hin sár- asta raun”. Það má telja eðlilegt, að flokksstjómin áliti nauðsynlegt, úr því sem komið var málefnaágrein- ingi við Jónas Jónsson, að „gefa yrði æðimörgum flokksmönnum í S-Þing. kost á að kjósa annan frambjóöenda á vegum flokksins en Jónas Jóns- son”, eins og hann segir, en það var of langt gengið að gera aðför að flokksfélagi sýslunnar og reyna jafnsterklega að hafa áhrif á fram- bjóðendaval félagsins, sem átti þó óskoraðan valsrétt eftir öllum regl- um. Það vom þessi mistök sem ollu ósigri flokksstjómarinnar í kjör- dæminu fyrir Jónasi og sameinuðu Þingeyinga um hann í miklu ríkari mæli en pólitisk efni stóöu til. En nú fjórum áratugum síöar er auövitaö rétt að minnast þess, aö flokkstök og pólitísk handjárn vom með öðrum hætti í landinu þá, og nú mundu þessi átök vafalítið hafa gerst meö öðrum hætti. Aðalatriði þessa máls voru átökin um framboðið milli flokksst jórnar og Eysteinn Jónsson. heimafélags, og yfir þann þátt er heldur lauslega farið. Þar komu ýmsir fleiri sendimenn við sögu en Eysteinn Jónsson. Ásókn í rikisstjórn I frásögnum af aðdraganda aö þátttöku Framsóknar i ríkisstjóm- um vekur það ef til vill mesta athygli, hve Eysteinn virðist ætíð hafa sótt það f ast að flokkurínn færí í ríkisstjórn þegar þess var einhver kostur, og þá ekki síöur meö Sjálfstæðisflokknum en til hinnar handar, og Hermann Jónasson lík- lega ætíð verið andvígur stjómar- samstarfi við Sjálfstæöisflokkinn, nema þá helst á þjóðstjómargrund- velli eða í neyðartilvikum á stríðs- tímum. Þessa sögu rekja þeir Vil- hjálmur og Eysteinn glögglega og af heilindum að því er best verður séð. Þótt Eysteinn virðist oftast hafa barist fast fyrir stjómarsamvinnu við Sjálfstæðisfiokkinn, þegar hún var á dagskrá, er ekki hægt að segja að hann væri hallur undir hann, því að hann hélt ætíð fast á sínum málum, og framsóknarmenn stimpl- uðu hann aldrei sem sérstakan hægri mann. Eigi að síður kemur munur á afstöðu hans og Hermanns þarna D V-mynd G VA. glögglega fram, þótt samvinna þeirra væri aligóð. Þaö er auðvitað fjölmargt annað sem gaman væri aö líta betur á í þessari bók, en hér er hvorki rúm né tóm til. En í heild er hún skilrík heimild um þennan stórpólitíska tíma og nauösynlegt framlag i púkk og pott flokksforingjanna í landinu, þar sem sagan kraumar og bíður matreiðslu og framreiðslu sagnfræð inga. En maöurínn Eysteinn Jónsson og yfirsýn hans um liðna daga af þvi æðra plani sem hann er kominn á er enn um of í bakhúsinu. Vonandi kemur hann betur fram í síðasta bindinu og verður þá lausarí undan oki þess pólitíska nauðsynjaverks sem verið er að vinna í þessari bók. Mér þykir Vilhjálmi hafa tekist enn betur við gerð þessarar miöbók- ar en hinnar fyrstu. Þetta er í megin- dráttum frásaga hans og heimilda- tíund um Eystein i baráttu og starfi með hóflegum tilvitnunum í ræður Eysteins en of litlum í hann sjáifan á þessari stundu en þó nokkrum sem betur fer. Og Vilhjálmur er mjúk- lega ritfær, mjög glöggur og skemmtilegur frásagnarmaður. All- margar lýsifyrirsagnir hans í textanum eru til stórmikilla bóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.