Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. 35 Islandsmeistarar í akstursíþróttum Islandsmeisturum í öllum greinum akstursíþrótta voru afhent verölaun sín laugardaginn 8. desember síðast- liðinn, á árshátíð Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. Þaö er Lands- samband íslenskra akstursíþrótta- félaga sem sér um tslandsmeistara- keppnina og hafa þessi verðlaun verið veitt síðan 1979. Til Islandsmeistara er keppt í 7 greinum, en alls voru veittir 13 titlar, þar sem í þremur greinum er keppt í fleiri en einum flokki. Islandsmeistari í Moto Cross, 500 cc flokki, varð Þorkell Ágústsson og í 250 cc flokki varð Marteinn Pétursson, Islandsmeistari. Verölaunagripir þeirra voru gefnir af Vélhjólaíþrótta- klúbbnum. I torfæruakstri voru þrjár keppnir sem gáfu stig og Islandsmeistari 1984 varð Þorsteinn Guöjónsson. Verð- launin gaf ÖS-umboðið. 1 kvartmílu var keppt til tslands- meistara i 5 flokkum. I standardfl. varð Ingólfur Ámason Islands- meistari. I götubílaflokki Haraldur Haraldsson. I modified standard Sigurjón Haraldsson. I streetalter- flokki Eyþór Eggertsson. I mótorhjóla- flokki Hilmar Lúthersson. Islandsmeistari í sandspyrnu varð Haukur Sveinsson. Gefandi verölauna var ÖS-umboðið. I Rally-Cross var einungis haldin ein keppni sem gaf sig til Islandsmeistara og varð sigurvegari þar Bjarmi Sigurgarðarsson og hlaut hann því titilinn. Islandsmeistari í Is-Crossi varð Ámi Oli Friðriksson. I Rally var keppt um tvenn verölaun. Gefandi verðlauna var Kristinn Guönason hf. Islandsmeistari í Is-Crossi varð Ámi Oli Friðriksson. Gefandi þeirra verðlauna var Hafrafell hf. I Rally var keppt um tvenn verðlaun, þ.e. ökumenn og aðstoöarökumenn. Fimm keppnir gáfu stig og varð Eiríkur Friðriksson hlutskarpastur aðstoðarökumanna og Omar Þ. Ragnarsson Islandsmeistari öku- mannal984. Fyrr um daginn var haustfagnaður Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga sem fulltrúar allra klúbba og félaga, sem akstursíþróttir stunda, sækja. M.a. var á fundinum gerð dagskrá fyrir næsta ár og em tæp- lega 50 keppnir fyrirhugaðar í hinum ýmsu greinum og þar af 36 Islands- meistarakeppnir. ÓG Landssmiðjusalan lögfest á Alþingi I gær var samþykkt á Alþingi frum- varp til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina að selja Landssmiðjuna. Lögin öðlast gildi 1. janúar nk. I febrúar 1984 var Helga G. Þóröar- syni verkfræðingi faliö að gera for- könnun á rekstri og rekstrargrundvelli Landssmiðjunnar. Markmið könnunarinnar var m.a. að auðvelda ákvörðun umfangs áframhaldandi út- tektar á fyrirtækinu og aðstoða starfs- menn viö að meta möguleika þeirra á að kaupa fyrirtækið. Uttekt þessari var lokiö í júní sl. 1 mars sl. stofnuðu 52 af starfs- mönnum Landssmiöjunnar félag sem kanna skyldi kaup á fyrirtækinu og undirbúning hlutafélags ef niðurstöður Lagafrumvarp um sölu Lands- smiðjunnar hefur verið samþykkt á Al- þingi og tekur gildi um áramót. 23 starfsmenn Landssmiðjunnar bafa myndað hlutafélagið Landssmiðjan hf. allar bentu til þess að af kaupum gæti orðið. Stofnfundur hlutafélagsins Lands- smiðjunnar hf. var svo haldinn 13. sept. sl. og voru stofnendur 23 starfs- menn fyrirtækisins. Hlutafé var ákveðið rúmar 4 milljónir króna. Kaupsamningur var undirritaður á milli rikisstjómarinnar og Lands- smiðjunnar hf. með fyrirvara um sam- þykki ríkisstjómarinnar og Alþingis 20. september sl. I umræðum á Alþingi um frumvarpið. sagði Sverrir Hermannsson iönaðar- ráðherra m.a. að ríkið hefði ekki sinnt Landssmiöjunni sem skyldi á meðan það fyrirtæki var í eigu þess. Alþýðubandalagið á máfí Alþýðubandalagið var andvigt frum- varpinu og sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, talsmaður þess í málinu, að engin frambærileg rök heföu komiö um að hagkvæmt væri fyrir ríkið að afsala sér hlutdeild í Landssmiöjunni á þann hátt sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu. Þvert á móti taldi hann lík- legt að ríkið biöi af því beint fjárhags- legt tjón. Samtök um kvennalista sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fmmvarpið. Guörún Agnarsdóttir sagðist draga í efa að þessi viðskipti væm rikinu hag- stæð og kvaðst undrast þann hraða sem á afgreiðslu málsins væri. Kaupverð Landssmiðjunnar er rúmar 22 milljónir króna. Undanskilin eru hlutabréf í eigu Landssmiðjunnar og fasteignir, svo sem grunnur við Skútuvog, sem metinn er á um 66 milljónir króna. Tilraunafiskimjöls- verksmiðja, sem unnið hefur verið að á vegum Landssmiðjunnar, er einnig undanskilin í sölunni. Samkvæmt nýsamþykktum lögum er heimilt að lána kaupanda, hluta- félaginu Landssmiðjan hf., hluta af söluandvirði með verðtryggðum kjöram til allt að 10 ára gegn þeim tryggingum sem ráðherra metur gildar. -ÞG Fiskflutningar: r Ekkert útboð hjá SIS „Þaö væri ekki trúverðugt ef við ins, aöspurður hvort SIS færi að dæmi færum aö bjóöa út fiskflutninga okkar. SH og byði út fiskflutninga sína. Við erum meö eigin skipadeild og hún ,,Ég á ekki von á öðru en skipadeild hefur alltaf séð til þess að við væmm okkar lækki sín verð til samræmis við vel samkeppnisfærir við aðra,” sagði það sem gerist hjá SH eftir útboðin,” Sigurður Markússon, framkvæmda- sagðiSiguröurMarkússon. stjóri sjávarafuröadeiidar Sambands- -EIR. Hér má sjá Islandsmeistarana í akstursíþróttum 1984. Efri röð frá vinstri: Ingóifur Amason, Eyþór Eggertsson, Haraldur Haraldsson, Valur Vifilsson, sem tók við verðlaunum fyrir Hauk Sveinsson, Sigurjón Haraldsson, Þorkeil Ágústsson, Marteinn Pétursson og Hilmar Lúthersson. Neðri röð frá vinstri: Þorsteinn Guðjónsson, ArniOli Friöriksson, Helga Jóhannsdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir mann sinn, Omar Ragnarsson, Eirikur Friðriksson og Bjarmi Sigurgarðarsson. Mynd OG. Verð, staðgr. kr. 6.268. Sendum í póstkröfu. Kreditkortaþjónusta. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Allt fyrir BMX Torfæruhjól BMX-hanskar BMX-hjálmar BMX-grímur BMX-peysur BMX-buxur BMX-skór BMX-sokkar BMX-hnéhlífar BMX-púðar BMX-merki Iferslunin MAR Suðurlandsbraut 30. Sími 35320 D =4 ÞREKHJÓL FRÁ KETTLER V-ÞÝSKALANDI • Vönduð og traust þrekhjól • Fjórar mismunandi gerðir • Verð frá kr. 4.888 • Sendum í póstkröfu • Kreditkortaþjónusta • Varahluta- og viðgerða- þjónusta Ferslunin /M4RKID Suðurlandsbraut 30 — Sími 35320 4. ✓

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.