Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
7
Neytendur Neytendur
Omar
Ragnars-
son:
Hreiður með
hjónum og
sjö ungum
„Þaö sem ég vildi helst eignast þessa stund-
ina er fáránlegt að óska sér í jólagjöf því þaö
er svo dýrt,” sagöi Omar Ragnarsson frétta-
maöur er neytendasíöan innti hann eftir óska-
gjöfinni í ár.
„Heima á boröinu hjá mér liggur mynda-
vélabæklingur sem ég kann orðið utan aö og
langar mig alveg æðislega í eina vélina þar
sem ber nafnið Pentax 645. Hún sameinar
kosti 35 mm vélanna og stóru ómeðfærilegu
vélanna — já, ég veit sko allt um þessa vél.
Hún yrði fín í flugið og það sem ég er að fást
daglega við. En fyrir utan Pentax þá hef ég
mjög gaman af bókagjöfum og vantar mig nú
síöasta bindiö í Landið þitt og svo gæti ég
hugsaö mér að eiga Heimsstyrjaldarárin.”
„Sú gjöf sem mér þykir einna vænst um er
gjöf sem dóttir mín útbjó sjálf og gaf okkur
hjónunum á 20 ára brúðkaupsafmæli okkar
sem ber upp á gamlaársdag. Hún gerði vegg-
spjald með mynd af tveimur fullorönum fugl-
um í hreiðri — annar var grár og hinn rauður
— þeir áttu að tákna okkur hjónin. Síðan út-
bjó hún sjö litla unga á milli okkar — hvern
meö sínum lit — sem átti að tákna öll börnin
okkar sem eru sjö að tölu. Þessi gjöf hangir
uppi í stofu hjá mér og veröur þar til eilífðar.”
Omar sagðist einnig muna eftir lítilli gjof
sem hann fékk frá foreldrum sínum þegar
hann var tíu ára. „Það var Volkswagen plast-
bill sem var upptrekktur, bíll meö einhvers
konar sveifluhjólum undir miðjum bílnum. Jón
og Edvard, bræður mínir, fengu líka svona
bíla og rölluðum við heilmikið um hátíðina —
bílarnir voru gjörsamlega útslitnir um áramót.
I þá daga voru ekki til þessi glæsileikföng eða
stjörnustríðsleikföng eins og nútíminn býöur
upp á enda var þetta í lok skömmtunaráranna
svo að maður gerði sig ánægðan með allt.”
JI
Flosi
r
Olafsson:
Skór efstir
álista
„Sú jólagjöf sem mér hefur þótt vænst um
aö fá um dagana voru skór og þar sem þeir
skór eru nú alveg búnir að vera þá held ég að
ég óski mér bara að fá aðra skó,” sagði Flosi
Olafsson leikari er DV spuröi hann um hvers
hann óskaði sér í jólagjöf í ár og hvaða gjöf
honum hefði þótt vænst um að fá um dagana.
A.Bj.
Umsjón: Anna
Bjarnason og
Jóhanna
Ingvarsdóttir
ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR
LAUGAVEGI95, SÍMI 13570.
KIRKJUSTRÆTI8, SÍM114181
STÆRÐIR 36-46
VERDAÐEINS
a 790,1185,1285 og 1385
SKÓVERSLUN