Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
M
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Hvers ðskarðu þér ■ jélag'jöf? Hvaða jélagjöf þðttl þér vænst um aö fá?
Allir eiga sér einhverjar óskir um hvað þá langar til að fá í jólagjöf. Allir eiga
líka minningar um góða gjöf eða gjafir sem þeir hafa fengið. Við bregðum út af
venju í dag á neytendasíðunni og skeytum ekki um verðlag eða heimilisrekstur
og förum beint i jólaskapið þvi þetta er síðasta siðan okkar fyrir jól.
Við lögðum tvær spurningar fyrir nokkra þekkta íslendinga. Að vísu svöruðu
ekki allir sem við leituðum til, en þessir svöruðu okkur og kunnum við þeim
þakkir fyrir. Vonandi verður öllum að ósk sinni.
Við óskum ykkur öllum, lesendur góðir, GLEÐILEGRA JÓLA.
A.Bj. og J.L
Salome
Þorkels-
dóttir:
Vissi ekki að
svona mikil
hlýja og vin-
semd væri til
Ég óska mér bókarinnar hennar Auöar í
Gljúfrasteini. Hvað varöar seinni spurninguna
um hvaða gjöf mér hafi þótt vænst um er svo-
lítiö erfitt að taka fram eitthvað sérstakt. Mér
þykir alitaf vænst um gjafirnar sem litlu
barnabörnin mín gefa mér, gjafir sem þau
hafa jafnvel búið til sjálf. En mig langar að
nefna eitt. Fyrir ellefu árum varð ég fyrir því
óhappi að lenda í bílslysí í desemberbyrjun og
kom heim af sjúkrahúsinu rétt fyrir jólin. Þá
fékk ég sendingar frá hinum og þessum, fólk
sendi mér bæöi gjafir, af jólabakstri heimila
sinna og kveöjur. Það fylgdi þessu svo mikil
hlýja og vinsemd að ég hefði ekki trúað að
svona nokkuö væri til og því vil ég nefna það
sem mína eftirminnilegustu jólagjöf.
ÞórarinnJ.
Magnús-
son:
Vantar
skíðagræjur
„Mig vantar skíöagræjur svo að ég geti elt
konuna upp á fjöll. Hún á skíðaútbúnað og fer
mikið á skíði en ég hef aldrei stundað þá
íþrótt,” sagði Þórarinn Jón Magnússon, rit-
stjóri nýja Luxus-tímaritsins.
— Nú, lúxusmenn biðja ekki um lítið?
„Nei, maður biður nú ekki bara um bækur
nú til dags. Annars þarf ég að byrja á aö fara
á skíðanámskeið því ég held að ég verði ótta-
legur klaufi ef ég fæ alit í einu fínar græjur.”
„Hvað mér hefur þótt besta jólagjöfin, ja, nú
vandast málið. Ætli mér hafi ekki þótt mest
gaman að fá allar stóru bítlaplöturnar á einu
bretti hérna eitt árið frá frúnni minni. Ég held
þær séu um tuttugu. Þær hafa stytt mér
marga stundina og er ég enn að hlusta á þær.
— Bítlamir eru alltaf vinsælir.”
JI
Bryndís
Schram:
Dýrmætast að
gefa öðrum gjafir
Ég myndi óska mér íslensks ljóðaúrvals sem
Kristján Karlsson hefur valið og kemur út hjá
Almenna bókafélaginu. En ef ég ætti að vera
alveg ærleg þá myndi ég óska mér peninga því
ég hef aldrei áður verið jafnblönk og nú. Þá
gæti ég kannski gefiö öðrum eitthvað og það
þykir mér mikils virði.
Varðandi dýrmætustu gjöfina sem ég hef
fengið verð ég að segja að ég minnist ekki
neinna sérstakra gjafa en maðurinn minn hef-
ur stundum gefið mér plötu eða bók í jólagjöf
og það sem mér þykir vænst um er það sem
hann skrifar inn í bækurnar. Það geymi ég
alltaf.
Sigríður
Ella
Magnús-
dóttir:
Fékk óvænta
peningasendingu
—fór með togara
til íslands
Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona
sagöist eiga erfitt með að óska sér einhverrar
einnar jólagjafar í ár en hún sagðist hins veg-
ar geta hugsað sér allt frá stórum góðum
koddum og upp í litla gullkistu fulla af pening-
um svo hún gæti keypt gjafir handa öllum vin-
unum.
„Það sem mér hefur þótt vænst um að fá í
jólagjöf er ekki beinlínis hægt að pakka inn í
jólapappír og binda utan um. Fyrstu jólunum í
burtu frá f jölskyldunni hafði ég eytt í Vínar-
borg á námsárum mínum. Nú leið að næstu
jólum — og átti ég einnig að eyða þeim jólum
þar — en fékk óvænta peningasendingu frá
vinum á tsiandi sem átti að gera mér kleift að
lyfta mér eitthvað upp um jólahátíöina, fara út
að borða og svoleiðis.
Hins vegar sá ég að þessi peningaupphæð
nægði fyrir lestarfari frá Vín til Bremerhaven
svo ég tók mig til og fór þangað og var komin
um borð í íslenskan togara — Víking frá Akra-
nesi — áður en varði. Siglingin heim til Islands
tók fjóra og hálfan sólarhring. Við fengum
vitlaust veður allan tímann en ég man enn
eftir tilfinningunni þegar ég sá jólaljósin í
Reykjavík.”
JI