Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 39
DV. FOSTUDAGUR 21. DESEMBER1984.
51
Hljómsveitirnar Stuðmenn og Oxsmá. Fyrir þá sem ekki vita eru Stuðmenn
þessir jólalegu.
DV-myndBj. Bj.
Jóla-stuð:
Stuðmenn
leigja Sigtún
Gleöiverktakinn Stuömenn hefur
tekið Sigtún á leigu og breytt því í
„Poppminjasafn Islands”. Þetta mun
gert í tilefni aukinna umsvifa á teppa-
og mottumarkaöinum í landinu.
Stuömenn og hljómsveitin Oxsmá
veröa meö tónleika í Sigtúni nær öll
kvöld fram aö nýári er Sigtúni verður
breytt i teppaverslun. Oxsmá hefur
endurhannað innréttingamar í Sigtúni
og eru þær nú í stíl viö fyrirhugaða tón-
leika, eöa léttgegg jaðar.
Tónleikarnir hefjast í kvöld og
verður dansaö til kl. 3 um helgina. A
sunnudag til kl. 1, annan í jólum til
kl. 2, næstu helgi til kl. 3 og á gamlárs-
kvöld verður dansaö til kl. 4 um
nóttina. -FRI.
Saksóknari skoðar
„svarta september”
Ríkissaksóknari athugar nú skýrslu
rannsóknarnefndar loftferöaeftir-
litsins um „svarta september” en svo
hefur atvikið í háloftunum viö Keflavík
þann 6. september síðastliðinn veriö
nefnt. Munaði þá ekki nema nokkrum
metrum aö tvær Flugleiöaþotur meö
alls 403 menn innanborös rækjust
saman.
Þóröur Bjömsson ríkissaksóknari
sagöi í samtali viö DV aö búast mætti
við ákvöröun embættisins í málinu
fljótlega eftir áramót.
Eins og blaöiö hefur áöur skýrt ítar-
lega frá, var frumorsök atviksins sú
aö þotunum var hleypt í loftiö meö
aðeins einnar mínútu millibili af sömu
flugbraut. Þotan á eftir klifraöi mun
hraðar. Sex mínútum eftir flugtak
hafði hún náð þeirri fyrri.
Flugmaöur Boeing-þotunnar, sem
kom á eftir, geröi sér grein fyrir því að
hverju stefndi þremur mínútum eftir
flugtak. Engu að síöur hélt hann
óbreyttri stefnu og fór auk þess aö
þjarka í flugumferðarstjóra, sem sat
þreyttur við ratstjárskerm.
Flugumferöarstjórinn reyndi að
fullvissa flugmennina um aö lág-
marksaðskilnaöi væri haldið. Hann
heföi báöa á radar. Hættuástand var
hins vegar fyrirsjáanlegt þegar flug-
umferöarstjórinn reyndi aö eyöa
úhyggjum flugmannanna.
Einn þriggja nefndarmanna loft-
ferðaeftirlitsins telur viöbrögö Boeing-
flugstjórans stórlega vítaverð og jafn-
framt orsök þess hversu árekstrar-
hættan varömikil.
Eftir atvikiö í marsmánuöi árið
1983, þegar Amarflugsþota ogkafbáta-
leitarvél Vamarliösins voru nærri lent-
ar í árekstri skammt frá Vestmanna-
eyjum, var rannsóknarskýrslan send
ríkissaksóknara, eins og lög mæla
fyrir. Saksóknari taldi þá að flug-
umferðarstjóri heföi ekki sýnt
refsiverða háttsemi. -KMU.
Fyrir fáum dögum var 120. frystigámurinn, sem Sambandid sendir til
Japan og Kóreu, lestadur um borð í m/s Disarfell. Myndin er tekin við þad
taskifœri.
Leidin liggur til okkar
þuí aö hjá okkur fáid þiö geysilegt
úrval af leikföngum, spilum, módelum
og föndurvörum fyrir alla aldurshópa.
Góö aökeyrsla — næg bílastæöi. Póstsendum um land allt.
TÓmSTUnDflHÚSIÐ HP
Laugauegil64-Reql:ieiuil: 5=21901
2ENITH
CHRONOGRAPH
AUTOMATIC
Skoðið Zenith úrvalið hjá
Franch Michelsen
úrsmíðameistara
Laugavegi 39 — simi 28355.
Guðmundi Hermannssyni
úrsmið
Lækjargötu 2 — sími 19056,
Guðmundi B. Hannah
úrsmið
Laugavegi 55 — sími 23710.
1 - ..
Í