Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. Menning Menning Menning Menning DOSTOJEVSKI A ÍSLENSKU Fjodor Dostojevski: GLÆPUR OG REFSING. Skóldsaga f sex hlutum með eftirmóla. Ingibjörg Haraldsdóttfr þýddi. Mól og menning, Reykjavfk, 1984 470 bls. Ot er komin í íslenskri þýöingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur rússneska skáldsagan „Glæpur og refsing” eftir FjodorDostojevski (1821—81). Dostojevski er einn hinna miklu rússnesku höfunda 19. aldarinnar og verk hans heimskunn meistarasmíð. Hann var skáld þjáningarínnar og hann á margt sameiginlegt með sögu- persónum sínum, svo sem fátæktina, flogaveiki, spilafíkn, fangavist, ýmsa lesti og sterkar ástríður. Hann stóð einu sinni frammi fyrir byssukjöftum Rússakeisara, aöeins sekúndur milli lífs og dauöa. Á seinustu stundu var dómnum breytt í 4 ára fangavist í Bókmenntir RannveigG. Ágústsdóttir Síberíu fyrir uppreisnartilraun. I „Glæp og refsingu” er söguhetján látin hugsa á leið sinni til aö fremja hið afdrifaríka morö: „Líklega er þessu þannig farið með þá sem leiddir eru til aftöku, að þeir hugsa stíft um alla hluti sem fyrir þeim veröa á leiðinni.” (66). Og þannig var með Raskolnikof. Hann fór að hugsa um eitthvað sem kom málinu ekkert við, gosbrunna og vatns- súlur og svo framvegis, enda þótt hann ætti ekki von á sjálfs sín dauöa en fór sjálfurtilaðdeyða. Sagan fjallar sem sé um stúdentinn Raskolnikof, sem drepur gamla okur- kerlingu með exi og systur hennar lika af því að hún álpaöist inn í herbergið þar sem hann stóð yfir rjúkandi líkinu. Morðið var framið í hálfgeröri örvænt- ingu sökum örbirgðar og ráðleysis. Sagan rekur svo afleiöingar voða- verksins á sálarlíf stúdentsins. Hann haföi hrifist af liugmyndum samtím- ans um ofurmennið sem gat leyft sér næstum hvaö sem var til eigin fram- dráttar, því þaö sem mikilmennin gera er rétt. En kenningar hans standast ekki, þær sanna honum aftur á móti að hann tilheyrir ekki þessum útvalda hópi heldur sé hann einn af almúgan- um, þeim sem f æðast til að deyja. I fangelsinu verður Raskolnikof ljóst hið mikla regindjúp sem staðfest er milli stétta í þjóðfélaginu. Smátt og smátt fær hann áhuga á því úrhraki fólks sem fyllir fangelsið og fer að elska það og virða sem hinn sanna stofn þjóöarinnar. Hann hverfur einnig frá hetjudýrkun að guöstrú, nú er þaö hinn umburöarlyndi og hógværi sem skal erfa landiö. Þarna mun fara saman þróun skoðunar höfundar og sögupersónu, því sá fyrmefndi brást uppreisnaröflunum. „Glæpur og refsing” fjallar um sál- fræði afbrotamanns, eöli glæps og refs- ingar. Hún gerist, eins og flestar sögur Dostojevskís, í borg (Pétursborg) meðal þeirra aumustu og segir frá peningalausu fólki, strákum hjá veö- lánurum og stelpum sem „vinna fyrir sérsjálfar”. Dostojevski er langt á undan sinni samtíð á sviði sálfræðinnar. Þótt hann hafi ekki í henni nein próf hefur hann í krafti snilligáfu sinnar auögað heims- bókmenntirnar ómetanlega með glögg- um sálfræðiiegum útlistunum mann- legra kennda í fjölda stórverka, þar á meðal Bræörunum Karamazov, Idjót- inum, Hinum djöfulóðu, Unglingnum o.fl. Það er mikið þrekvirki að þýða þessa stóru skáldsögu úr rússnesku, en það starf hefur Ingibjörg Haraldsdóttir innt af hendi meö sóma. Eg kann ekki rússnesku og get ekki dæmt um hlýðni þýðanda viö frumtexta, en sagan er á góðri íslensku, látlausri en um leið blæ- brigðaríkri. Þetta verk er, eins og fleiri sögur höfundar, byggt upp sem spennusaga (ekki sagt hér í neikvæðri merkingu), samtöl eru yfirgnæfandi ásamt beinni frásögn og því er sagan mjög sjónræn og auðvitað skemmtUeg aflestrar. Þetta verk er 470 blaösiður og letrið er það smátt að bókin yrði um 670 síöur ef hún væri með „normal” letri (sem hefði gjaman mátt vera fyrir léleg augu). En í þessarí löngu sögu er aldrei slakað á kröfunum sem skáldiö gerir til góörar frásagnar. Það er sagt að Dostojevski hafi staö- iö í skugga Tolstojs og Turgenevs á meöan hann liföi. Honum hafi verið lagt tíl lasts að hann fágaöi ekki verk sín sem skyldi heldur léti móðan mása. En síöari tima rannsóknir á handritum skáldsins sýna aö hann hefur þvert á móti þaulhugsaö uppbyggingu verka sinna. Og þau hafa aldrei notið eins mikillar hylli og nú á vorum dögum. Það er stórkostlegt að hafa fengið Dostojevski á íslensku. „Glæpur og refsing” er grimm saga sem sögö er af leiftrandi hugviti og innsæi. „Glæpur og refsing” er falleg saga, þótt hún sé ljót. Raunveig Veruleikaflótt inn rekinn SAGAN ENDALAUSA. Höfundur: Michael Ende. Þýflandi: Jórunn Sigurðardóttir. Ljóðaþýðingar gerflar af Böflvari Guðmunds- syni. Útgefandi ísafoldarprentsmiflja, Roykjavik, 1984. Sagan endalausa segir frá Bastían Balthasar Búx, feitum, kiöfættum og ljótum strák. Hann er á framfæri ein- stæðs fööur síns og hæddur og smáður í skólanum. Hann kemst yfir sögu sem ber nafniö Sagan endalausa og hverfur inn í frá- sögnina. Þegar hann kemur til baka er hann enn kiðfættur, nefið eins og kart- afla en hann hefur samt breyst og breytingin smitar umhverfi hans. Bók þessari er beint gegn eldri ungl- ingasögum þar sem „sagt var frá ein- hverjum hversdagslegum atburðum í hversdagslegu lifi ofurhversdagslegs fólks á skapvonskulegan og smá- smugulegan hátt. Honum fannst nóg af slíku í daglega lífinu og hvers vegna skyldi hann þá vera að lesa um það líka. 1 svoleiðis bókum var líka stöðugt verið að tala um fyrir manni eða reyna að fá mann til einhvers á mismunandi opinskáanmáta.” (23) Nei, Sagan endalausa fæst ekki aö stofni til við svona lagað. Hún lýsir ævintýrum í hugarheimum þar sem allt heitir s jaldgæf um nöfnum og verur eru sérkennilegar: Grænskinnar eins og Atreju, Dvergálfurinn Engyvúk, heilladrekinn, Fíþín og fleira skrýtið og oft skemmtilegt. Sagan gerir tiikall til að vera frum- leg, ekki síst með öllum þessum nöfn- um (gjarnan með ypsíloni, x-i eða að minnsta kosti c-i). Ævintýrin sem í verkinu er að finna má samt flest finna í gömlum riddara-, kúreka- og hetju- sögum. Stundum verður maður pirrað- ur og þreyttur á platgoðsögunum sem er verið að troða upp á mann. Oftar les maður af sæmilegum áhuga og ánægju. Það er yfirlýstur megintilgangur sögunnar að veita lesandanum tæki- færi til að flýja fúlan veruleikann og skemmta sér í nokkrar klukkustundir. En það er ekki eini tilgangurinn. I um- gjörðinni er ennþá hinn ósjálegi ein- mana blóraböggull með einstæða föðurinn (og lykilinn um hálsinn?) úr gömlu unglingasögunum. Lausnina má eins og í gömlu vanda- málabókunum leggja snyrtilega fram í einni setningu í lok greiningar verksins flokkaöa undir HNEIGÐ: Með því að hverfa til ævintýra og hetjusagna og tileinka sér anda þeirra má ná jákvæðum tökum á veruleikan- um. Svo bókin er kannski ekki svo óskyld lyklabarnsróman þegar allt kemur til alls. Kennsluaðferðirnar eru bara orðnar lymskulegri. Bókin um hvarf Bastíans í bók hefur ýmsa tilburði til heimspekilegra vangaveltna. Að hugarheimum sækir eyöing: „Eftir þvi sem Eyöingin breiddist út í Hugarheimum jókst lygin í Mannheimum og þar með minnkuöu möguleikarnir á því aö einhver þaðan Bókmenntir Sigurður G. Valgeirsson heimsækti Hugarheima.” (137) Og: „allar lygar í veröld mannanna barna voru eitt sinn verur í Hugarheimum sem viö komu sína til Mannheima urðu óþekkjanlegar og glötuðu sínu sanna eðli”. (158) Og fleira og fleira. Ekki sýnist mér þær þess eðlis að mikilli hugarorku sé eyðandi á þær. Gerð hefur verið mynd eftir sögunni sem sýnd er í bíóhúsi í Reykjavík um þessar mundir. Vafalaust er þetta hinn besti efniviður í vel heppnaða tækni- brellu-ævintýra-kvikmynd. Þýðing Jórunnar Siguröardóttur á meginmáli og Böövars Guðmundsson- ar á ljóðum viröast með ágætum. Það er fínt aö hefja hugarflugið aftur til vegs andspænis raunsæisverkum fyrir börn og unglinga sem eins og ein- hver góður maður benti á: „Tókst svo vel að lýsa leiðindum aö manni dauð- leiddist þegar maður las þær. ” Hins vegar er eðlilegra að greina fremur á milli góðra bóka og slæmra en raunsæisverka og fantasíu. Ekki satt? Hann hugtók ísland næmarí skynjun en flestir gestir Martin A. Hansen: Aferoumísland. Hjörtur Pálsson þýddi. Almonna bókafólagið, 1984. Martin A. Hansen var höfundur sem gætti þess jafnan að reisa hús sitt á þeim homsteinum, sem traustastir eru til þess að byggja á bókmenntir — sögu, skáldskap, mannlífi og náttúru- fari. Þetta var löngu ljóst orðið af sögum hans og lýsingum úr liðinni tíö Danmerkur, er hann geröi ferðsína til Islands í bókarvændum árið 1952 í fylgd með Sven Havsteen-Mikkeisen, listmálara. Það urðu fagnaöarfundir og hvergi átti byggingaraðferð hans betur viö. Þeir félagar óku í jeppa um landið þvert og endilangt þetta sumar, og bókin Rejse paa Island kom út árið eftir meö máli Hansens og myndum Mikkelsens. Það leyndi sér ekki, að þeir höfðu hugtekið Island betur en flestir aðrir útlendingar sem hingaö hafa komiö í sömu erindum. Bókin hlaut lof og láð í heimalandi höfundar og voru höfð stór orð um hana. Jens Kruuse sagði til að mynda: „Hér er aö finna yndislegar, smágerv- ar og fagrar lýsingar, sem maður les með djúpri nautn.” Hið sama varð uppi á teningi, þegar Islendingar tóku að fletta bókinni, nema aö undrun þeirra var enn meiri. Þaö var göldrum líkast hvernig þessi danski maöur hafði hugtekið land, þjóö og sögu, séö og skilið allt með glöggum gestsaugum og umgengist það eins og heimamaöur, numið þaö um leið ís- lenskum augum sem alltaf horfa út í bláinn en sjaldan niður fyrir tær sínar. Martin A. Hansen var líka í raun heimamaöur, þótt hann væri að koma til Islands í fyrsta skipti, þekkti sig svo að segja í hverri sveit, af því að sagan og Island verða aldrei sundur skilin, og hann var heimagangur í Islendinga- sögum. Þess vegna kom hann með sínum hætti heim til Islands, þar sem sögurnar fögnuðu honum og minntu á sig í öðrum hverjum dal og bæ eða veggjabrotum. I hans augum reis sögueyjan undir nafni. En íslenskar sögur og bókmenntir urðu þessum gesti ekki einangraður heimur heldur inngöngudyr í þá veröld sem blasti við þessum skyggna manni og næma skynjanda. Þegar hann kemur í nýjan dal eða fjörð á ferð sinni, skyggnist hann að vísu fyrst eftir óöulum sögunn- ar og rekur hana fyrir sér af leiðar- þústum sem við blasa, en af þeim sjón- arhóli beinir hann augum aö f jöllum og vötnum, jöklum og ljósbrigðum him- insins. Að því búnu lítur hann til Bókmenntir Andrés Kristjánsson manna, dýra og grasa. Skynjun hans er ætíð jafnnæm og augun opin, rósemi í athugunum, glöggskyggni og skýr- leiki í ályktunum. Seiðmjúkur frásagn- arstíll hans fellur að þessu efni með at- lotum. Eg er ekki svo lesinn í ferðabók- um um heimsbyggðina, að ég viti hvaö best er á þeim akri, en ég á bágt með að trúa því að þar séu'margar bækur sem taka þessari fram, og í mínum huga hefur hún lengi verið í öndvegi meðal þeirra bóka sem ég þekki af þessutagi. Myndirnar falla svo vel að landi, lífi og texta að unun er að. I fáum breiðum og einföldum dráttum og kolskuggum birtast staöir, bæir og dýr ljóslifandi á blaðsíöunum en fátt er um fólk þar. Málarinn sem situr við hlið Hansens lætur ekki sinn hlut eftir liggja. A kápu íslensku útgáfunnar stendur, að þetta sé „einhver skilningsríkasta og viðfelldnasta bók sem útlendingur hefur ritað um þetta land”. Þaö er hreint ekki of mælt. Og þetta var haft á orði skömmu eftir útkomu bókarinnar 1953: „Sjaldan hafa höfundur og land tekist svo innilega í hendur og Martin A. Hansen í þessari bók.” Eg held, aö þetta sé líka hver ju orði sannara. En þetta er orðin gömul bók og von- um seinna þýdd á íslensku. Hún hefur þó lengi verið vel kunn á landi hér og býsna margir hafa lesið hana. Eg hef séð hana töluvert víða og heyrt marga hafa orð um hana á þann veg, aö aug- ljóst er að hún er þeim hugstæð. Eg var farinn að hugsa sem svo, aö vafasamt væri að þýða hana á íslensku héðan af, og líklega yrði það varla gert, án þess að hún rýrnaði við í augum þeirra sem voru þegar nokkuð handgengir henni. Þegar maður hefur haft slika bók undir hendi í ein þrjátíu ár og alloft lit- ið í hana og lesið kafla og kafla sér til upprifjunar og endurkynna, fer varla hjá því að vafi læðist að um það, að hún muni njóta sin eins vel í nýrri lesningu á móöurmálinu. Það hlyti líka að verða önnur bók. Eg get ekki neitað því, að hún varð mér ekki sami kunninginn og áður. En það er ekki þýöandanum aö kenna. Hjörtur Pálsson hefur þýtt hana með miklum ágætum, skilið vel mildan seið stílsins og lagt sig fram um að láta hann njóta sín. Og vegna þeirra mörgu Islendinga, einkum yngri kynslóða, var þýðing bókarinnar og útgáfa hér gott verk og gagnlegt. Slíka ágætisbók verðum við að eiga á islensku. Hins er auðvitaö ekki að dylj- ast, að hvorki landið né þjóðin eru eins viðkynningar nú og 1950, og kynslóðir sem síðan eru vaxnar úr grasi gera sér varla ljóst með sama hætti og við, sem þá vorum á miðjum aldri, hve þessi gestur hugtók Island meö djúpri skynjun um miðja öldina. En ungu fólki nú á dögum er hann því betri leið- sögumaður um land sem var og er ekki hið sama lengur, nema í sögu og eilífð. A.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.