Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. 15 Menning Menning Menning Menning Lilja K. Möiler. öskrifl. Skáldsaga. Almenna bókafólagifl 1984. Þeir eru margir sem trúa því aö veruleikinn sé skynsamlegur og lífiö rökrétt viöbragö. Slíkum mönnum þykja tilfinningar best geymdar í lok- uðum hirslum því þær geta truflað sjálfsánægjuna, mókiö og öryggið. Því komast þeir gjaman í kerfi fari ein- hver úr kerfi og neiti aö vera rökréttur og fyrirsjáanlegur eins og þeir. Söguhetjan í öskrinu eftir Lilju K. Möller er þessháttar mannvera: til- finningasöm kona á þrítugsaldri, ofur- næm og mótsagnakennd, hamslaus, opin og heitir Ára. Hún er haldin ör- vilnaðri ástarþrá en á erfitt upp- dráttar í „ástlausum heimi”, leit hennar aö hlýju og skilningi mætir fjandskap og tílfinningaieysi enda sam- félagið grimmt og fullt af vondum leik- urum, sambýlismaðurinn þroskaheft- ur og móöirin full af ósigri sem snerist í hatur á dótturinni áður en hún fædd- ist. Líf Áru er átakanlegt mjög því ástarþráin er samslungin djúpsettri sektar- og vanmáttarkennd. Hún vill vera hún sjálf en lætur stjórnast af geðflækjum umhverfisins, sér sjálfa sig í gegnum hatursaugun, full af ráö- villtri sjálfsvorkunn. Móöir hennar hafði kosið aö „drepa tilfinningarnar, sem þjáöu hana látlaust” (17), hætta að „vera til” svo hún fengi afborið líf- ið. Ára afber hinsvegar ekki lífiö af því hún fær ekki að „vera til” sem mann- eskja. Samfélagiö og hennar nánustu krefjast þess sífellt aö hún haidi kjafti og sé sæt, gleymi sjálfri sér og lifi í hlutverki. Söguefniö: tilvistarvandi ungrar konu í fyrirskipandi samfélagi — er al- kunnugt úr „kvennabókmenntum” seinni ára. Mörgum hefur þótt þær ein- kennast um of af leiöigjömu ergelsi, kvenrembu og svarthvítri sálarfræði: konur eru illa farin fórnarlömb og karlar eigingjarnir böðlar. Kven- rembu sagöi ég en máske væri réttara aö segja: kvenfyrirlitningu. Lilja fellur í sumar gryfjurnar því margt er klisjuborið í bók hennar. Fyllingu vantar í persónurnar, sérstaklega sambýlismann söguhetjunnar. Vera má aö hann sé til í geðríku tali beiskra kvenna en ekki í veruleikanum. Móöir- in er hinsvegar betur gerð svo lesand- anum verða ljós þau rök sem hafa svo geigvænleg áhrif á líf dótturinnar. Þær tvær tengjast innan sögunnar í endur- tekningu: fóstureyðing eða ekki fóstur- eyðing. Niðurstaðan að dóttirin sem „dó til lífsins” við fæðingu óviljabam, ákveður að slíta sig undan áhrifavaidi móöurinnar og „fæðast til lífsins” í gegnum barn sitt. öskrið er um margt klisjuborin ádeila á kvennakúgun en um leið hefur sagan almenna og síðurensvo tuggulega skírskotun. Kjarninn er frelsið sem Lilja sýnir framá að enginn sækir annaö en í sjálfan sig. Söguhetja hennar er meira en umhverfi í líkama því við sögulok uppgötvar hún mögu- leikann í sjálfri sér, lífskostinn, og um leið: að ósigur eða kuldi annarra krefst ekki uppgjafar hennar. Hún ákveður því að ganga í þveröfuga átt við móður sína og gefa barni sem hún ber undir belti Uf sitt og ást. Þaö er leið hennar til sjálfstæðis og frelsis: aö rækta lífiö i sjálfri sér. örstutt lýsing segir lítið en fullyrða má að boöskapur Lilju: að menn varpi af sér grímunni, séu þeir sjálfir og leyfi öðrum að vera það — sé ævinlega timabær og ferskur. Adeilan á sálar- leysi, kúgun og bælingu er heit og ofsa- fengin einsog bókarheitið gefur til kynna. Höfundurinn nöldrar ekki heldur „öskrar af tilfinningu” og til þess þarf dirfsku og einlægni sem okkar. „skynsömu” höfunda vantar. Hins- vegar er höfundi á stundum svo heitt í hamsi að varla greinast orðaskil í öskrinu. Frásögnin er á köflum alltof orðmörg, flaustursleg og jafnvel kauðsk. Höfundur hefði betur stöövaö orðaflauminn hér og þar, hugsaö sitt ráð, leiörétt málfarsvillur og unniö úr endurtekningar því ofnotkun orða getur gert hugsun hlægiiega eða jafnvel merkingarlausa. Þannig finnur sögukonan Ára margsinnis til öryggis- leysis, einmanakenndar, angistar, ótta, vonleysis og sektarkenndar í einni og sömu setningu — auk marg- víslegra geðhnúta (t.d. 125). Þessi orð eru of dýr til að þola slíka meðferð. Hér Öskrað af tilfinningu sem alltof víða hleypur æst geð sögu- konunnar meö höfund í gönur. Líf Áru er vissulega átakanlegt og líf annarra persóna kalt en er ekki fullmikið sagt aö það sé allt í senn: eigingjarnt, hé- gómagjarnt, ógeðslegt, viðbjóðslegt og andstyggilegt (117). Stundum er betra að vanbjóöa en ofbjóða þótt verið sé að lýsa hamsleysi og hita — því munur er á tilfinningu og tilfinningaþembu í stíl. Sömuleiðis hefði höfundur mátt fara varlegar með líkingar og hugtök. Tákn einsog „drekinn” (II) sem á að merkja grimman og sálarlausan veruleika deyja einhvern veginn í bægslagangi orða sem litla merkingu hafa, nafnorða- Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson ruðningur stendur í háttvirtum les- anda og stundum er hann skilinn eftir með öllu gáttaður. Fyrir koma furðulegar klifanir einsog þegar sama hugsunm er þrítekin í einni og sömu setningu: „Eg er til og vera mín er lif- andi” (183). Þetta hófleysi, sem oft virðist hroðvirkni einni að kenna, lýtir textann mjög — og eyðir oftsinnis þeim tilfinningum sem honum er ætlað að geyma. Á leið útúr skurn Islenskir skáldsagnahöfundar hafa furöu margir verið jafnskynsamir og kerfiskarlarnir sem nefndir voru í upphafi þessarar greinar. Verk þeirra þarafleiðandi fyrirsjáanleg og svona heldur leiðigjörn. Oftsinnis hafa þeir vikið af veginum sem liggur tii manns- ins þótt hann hljóti ávallt að vera það „blóm” sem skáldsagan reynir að brjóta skurnina af. Myndina: blóm á leið útúr skurn, má sjá á kápu öskurs- ins. Hún er á sinn hátt táknræn fyrir þá þróun sem nú á sér stað í íslenskri skáldsagnagerð þar sem tilfinningin hefur aftur öðlast fuilan þegnrétt. Aö vissu leyti er hún einnig táknræn fyrir söguna sjálfa og höfund. Skurnin er ekki af þótt brestir séu komnir í hana. MVS. Nú kætast allir enda skemmtilegur og indæll tími framundan. Á góðri stundu njóta allir sín vel í peysu frá Iðunni. ‘Jéuntv SKERJABRAUT 1, SELTJARNARNESI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.