Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER1984. stuttir og síðir, bundnir og hnepptir, í fjölda gerða, í stærðunum 38—46. Á Schiesser sioppum er tveggja ára ábyrgð. OLYMPIA mm LAUGAVEG 26 Glæsibæ, sími 31300. sími 13300. Sólbaðsstofur: Eru þær flestar með ólöglegar perur? Samkvæmt heimildum DV er meiri- hluti þeirra pera sem notaöar eru í ljósalampa ó sólbaðsstofum ekki í samræmi viö útgefin leyfi yfirvalda. Þessar perur er hér um ræöir eru af gerðinni Bellarium S. Þaö er heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytiö sem gefur út leyfi fyrir lömpum og perum. Þar hafa engin leyfi veriö gefin fyrir lömp- um meö perum af þessari gerö. Þessar perur gefa frá sér meira af B- geislum en aörar viöurkenndar perur. Þær flýta því fyrir myndun litarefna. Hér á landi eru hins vegar engin tæki til sem geta mælt þessa geislun. Geislavarnir ríkisins hafa óskaö eftir upplýsingum um geislamagn Bellari- um S frá Svíþjóö. Þaðan hefur ekki borist svar enn. Hins vegar hefur komiö í ljós aö þessar sömu perur eru mikið i notkun í Svíþjóö í óþökk yfir- valda. Liklegur tilgangur meö notkun þessara pera er aö þær eru taldar flýta fyrir brúnkunni. Ef í ljós kemur að geislun frá þeim er talin vera of mikil aukast líkurnar fyrir húökrabba. „Utfjólubláir geislar geta stuðlað að myndun húökrabba og eykst sú hætta meö aukinni geislun,” segir í umsögn sem Olafur Olafsson landlæknir hefur sent frá sér. „Okkur hefur borist til eyrna aö hér séu þessar perur notaðar. Ég hef óskaö eftir því viö Heilbrigðiseftirlitið að kannaöar veröi allar sólbaösstofur. Hvaöa tegundir og gerðir af lömpum og perum eru í notkun þar,” segir Sig- uröur M. Magnússon, forstööumaður Geislavarna ríkisins. Þessi könnun er ekki hafin. Gert er ráö fyrir aö hún hefjist á næstunni. Þeir sem flytja inn sólarlampa verða aö fá tilskilin leyfi. Leyfin eru veitt þannig aö leyfi er fengiö fyrir lampa meö ákveönum perum. Hins vegar er innflutningur á perum sem slíkur ekki háöur eftirliti. Vonir standa til aö geröar verði breytingar á því. Þaö er reyndar bundiö nokkrum erfiðleikum m.a. vegna þess aö perur í sólarlampa eru í sama tollflokki og aörar perur. Hvað verður gert ef í ljós kemur aö hér eru perur í notkun sem ekki eru leyfifyrir? „Þaö veröur gripiö til víðtækra ráð- stafana,” segir Sigurður M. Magnús- son. APH. Lögmannafélag íslands: Mótmælir Hæstarétti „Stjórn Lögmannafélags íslands leyfir sér aö mótmæla vítum Hæsta- réttar á hendur Guömundi Jónssyni héraösdómslögmanni. .,” segir meöal annars í ályktun sem samþykkt var á fundi Lögmannafélagsins 13. þessa mánaðar. Guömundur Jónsson, sem var verj- andi fálkaþjófanna sem mjög voru í fréttum hér á landi ekki alis fyrir löngu, var víttur af Hæstarétti fyrir ummæli í bréfi til Sakadóms Reykja- víkur þarsem hann óskaði áfrýjunar. Þá segir í ályktun Lögmannafélags- ins: ,,Þó sjálfsagt megi deila um orða- lag í bréfinu veröur engan veginn taliö aö hann hafi í því gengiö lengra heldur en máliö gaf tilefni til. Eru vítur Hæstaréttar aö áliti stjórnarinnar ómaklegar og til þess fallnar aö letja starfandi lögmenn í störfum sínum á þann hátt sem þeim er skylt og hagsmunirskjólstæöinga krefjast.” Ályktun Lögmannafélagsins hefur þegár veriö send Hæstarétti. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.