Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Qupperneq 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Ráðherrarnir Geir Hallgrímsson
og Jón Helgason hafa enn ekki kom-
ist aö niðurstööu um hvernig standa
skuli að álagningu kjarnfóðurgjalds-
ins og endurgreiðslu þess til ein-
stakra búgreina.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra hækkaði sem kunnugt er
kjarnfóöurgjaldið til alifugla- og
svínaframleiðenda úr um 30% í 60%
með reglugerð um áramót. Á sama
tíma lækkaði gjaldið til kúa- og sauð-
fjárbænda úr 89% í 60%. Gjaldið er
síðan endurgreitt að hluta eftir
ákveðnum reglum en þær reglur
liggjaennekkifyrir.
Þorsteinn Pálsson, formaðurSjálf-
stæöisflokksins, sagði að meö þessu
hefði Jón Helgason brotiö samkomu-
lag stjórnarflokkanna um að gjaldi
þessu yrði ekki breytt án samráðs.
Vísaði Þorsteinn Pálsson til þess aðá
síðasta ári heföi verið bókað í ríkis-
stjórninni að stefnt skyldi að því að
kjamfóðurgjaldiö yrði lagt niður í
byrjun þessa árs. Eftir þessar yfir-
lýsingar var málið tekið upp í ríkis-
stjórn og ráðherrunum tveimur falið
að komast að samkomulagi.
Nefnd, sem Guðmundur Sigþórs-
son, skrifstofustjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu, var formaður fyrir,
hefur gert tillögu um að hámarks-
gjald á innflutt kjamfóður til ali-
fugla- og svínaræktenda verði á bU-
inu 2.700 til 3.000 krónur á tonn eftir
endurgreiðslu. Það er um 30% af inn-
kaupsverði eða svipað og það var á
síðasta ári. Landbúnaðarráðherra
hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til
þessaratillagna.
Kjamfóðriö er nú afgreitt með fyr-
irvara um verð. „Þetta hindrar söl-
una því menn vita ekki á hvaða veröi
þeir eru að kaupa,” segir Guðmund-
ur Sigþórsson. ,,Það verður að koma
niðurstaða í þessu máU sem fyrst til
aö menn geti keypt fóðrið þar sem
verðiðer hagkvæmast.”
Þrátt fyrir bókanir í ríkisstjórn um
að leggja kjamfóðurgjaldið niður
fyrir mitt þetta ár er samt gert ráð
fyrir því í fjárlögum aö ríkissjóöur
hafi 100 mUljónir króna í tekjur af
gjaldinu á þessu ári. Samkvæmt upp-
lýsingum Guðmundar Sigþórssonar
er áætlaö að um 50 tU 60 rmlljónir
króna verði eftir í kjamfóðursjóði
eftir að búið er að endurgreiða hluta
gjaldsins tU einstakra búgreina.
Þessi tala er miðuð viö innheimtu
fram tU 1. júní eða meðan núverandi
reglugerö er í gildi. Hins vegar
skuldar kjamfóðursjóöur Áburðar-
verksmiöju ríkisins um 50 mUljónir
króna sem eiga að greiðast á þessu
ári.
Ef gjaldiö veröur lagt niöur eftir
gildistíma reglugerðarinnar eða 1.
júní þá myndast 100 milljón króna
gat á f járlögum. Samkvæmt upplýs-
ingum sem DV fékk í fjármálaráðu-
neytinu vom þessar 100 mUljón
króna tekjur ríkissjóðs ætlaðar til
niðurgreiðslna á verði búvöm. Það
virðist því vera um þá kosti að velja
aö hætta við aö leggja niður kjarn-
fóðurgjaldið, lækka niðurgreiðslur
sem þessu nemur eða skera ríkisút-
gjöld á öðrum sviðum niður um 100
mUljónir. ÖEF
s?
0&
\ \ \ 1
TIGER
íþróttamerkið frá Japan
sem fer sigurför um víða veröld.
>ÖTTdSK5 TIGER
Heimsþekkt vara
enda góð vara.
Leifur T. Harðarson, fyrirliði
íslandsmeistara Þróttar og
landsliðsins í blaki, segir:
Tigorskórnir eru
tvímœlalaust þeir
bestu sem 6g hef reynt.
Fást ■ Sportvöruversluninni Spörtu, Ingólfsstræti 8 og Laugavegi 49.
Jóhann Hjartarson verðlaunaður
Jóhann Hjartarson, alþjóölegur
skákmeistari, hlaut nú í vikunni verð-
laun úr skáksjóði Landsbanka íslands.
Verölaunin nema 70 þúsund krónum.
Sjóöurinn var stofnaður snemma árs
1982 tU að styrkja árleg landsmót í
skólaskák og verðlauna þá sem hljóta
viðurkenningu sem alþjóðlegir skák-
meistarar. Áður hefur tvisvar verið út-
hlutað úr sjóðnum tU styrktar skóla-
skákinni. Jóhann Hjartarson er fyrsti
Islendingurinn sem útnefndur hefur
verið alþjóðlegur skákmeistari eftir að
sjóðurinn var stofnaður. Lúðvík
Jósepsson, fyrrverandi formaður
bankaráðs Landsbankans, afhenti
Jóhanni verðlaunin.
-GK
Myrkir músíkdagar
Myrkir músíkdagar hefjast á
morgun, laugardag, í Norræna húsinu
með því að Blásarakvintettinn frá
Falun heldur tónleika og leikin verða
verk eftir Joonas Kokkonen, Carin
Malmlöf-Forsling, Leif Þórarinsson,
Bo Nilsson og Hans Hole wa.
Það er orðinn árviss atburður að
Myrkir mús&dagar eru haldnir á þess-
um tíma árs, einmitt þegar dag er
farið að lengja. Tilgangur þeirra hefur
fyrst og fremst verið sá að vekja
athygli á íslenskum tónskáldskap. Alls
verða sex tónleikar haldnir undir
merki Myrkra músíkdaga að þessu
sinni og verður nánar sagt frá þeim
síðar.
-óbg
Mólverkauppboð verður hjó lionsmönnum Þórs í kvöld. Allur
ógóði mun renna til líknarmóla. DV-mynd: KAE.
Þorrablót hjá Lionsklúbbnum Þór
Þorrablót Lionsklúbbsins 'Þórs
verður haldið að hótel Borg í kvöld kl.
19. Þar verður á boðstólum úrvals
þorramatur og einnig verður
málverkauppboð og happdrætti. Allur
ágóði af þessu karlakvöldi veröur lát-
inn renna til líknarmála. Karlar eru
því hvattir til aö skella sér á þorrablót-
iö og styrkja um leiö gott málefni.
-ÞJV
Athugasemd vegna leiðara:
S júkdómsgreining á
Laxalóni var staðfest
1 Dagblaðinu Vísi laugardaginn 19.
janúar 1985 birtið þér ritstjórnar-
grein undir titlinum „Hin dauöa
hönd”. I henni eru m.a. þessi um-
mæli: „Nú gildir ekki harkan sex
eins og þegar sjúkdómsorðinu var
logið upp á Laxalón”. Þegar smit-
andi nýrnaveiki var greind í laxa-
seiðum frá Laxalóni árið 1977 bárum
við undirritaðir starfsmenn
Tilraunastöövar háskólans í meina-
fræði, Keldum, ábyrgð á sjúkdóms-
greiningunni. Áður hafði reyndar dr.
Tore Hástein, einn helsti fisk-
sjúkdómafræðingur Norðmanna,
greint sjúkdóminn í seiðum sem
eigandi stöðvarinnar hafði sent
honurn. Eftir að viö höfðum greint
sjúkdóminn á Keldum sendum viö
sýni til háskólans í Stirling í Bret-
landi og staðfesti dr. R.H. Richards
fisksjúkdómafræöingur greiningu
okkar. I framhaldi af þessu var svo
dr. Trevor Evelyn fisksjúkdóma-
fræðingur í Kanada fenginn hingað
til lands á vegum veiði- og
fiskræktarráðs Reykjavíkurborgar.
I skýrslu dags. 20. okt. 1977 staðfesti
hann ennfremur sjúkdómsgreiningu
okkar á seiöum frá Laxalóni. Við
undirritaöir unum því illa að vera
sakaðir um aö ljúga upp sjúkdóms-
greiningu og teljum hér vegið að
starfsheiöri okkar og þeirra erlendra
vísindamanna sem áttu hér hlut að
máli. Viö viljum því fara þess á leit
að þér birtið þetta bréf í blaði yðar,
takið fyrrgreind ummæli aftur og
þætti okkur við hæfi að afsökunar-
beiöni fylgdi.
Kcldum, 22. janúar 1985.
Guðm. Pétursson
Guðm. Georgsson