Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Engin reglugerð til um endurskinsmerki Léleg endurskinsmerki verri en engin þvíað þau veita falskt öryggi „Þaö er engin reglugerö til um hvemig endurskinsmerki eiga aö vera. Því geta hugsanlega veriö á markaðin- um endurskinsmerki sem ekki upp- fylla þær kröfur sem gera verður til þeirra,” sagöi Oli H. Þóröarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, í samtali viöDV. ,,Þaö er verra aö hafa lélegt eða ónothæft endurskinsmerki en ekkert því þaö gefur falskt öryggi,” sagöi Oli. — Er misbrestur á því að merkin séu til sölu „alls staöar” eins og kom í ljós viö könnun DV á því hvar endurskins- merki eru á boöstólum? „Hér í eina tíð voru endurskinsmerki á boðstólum í öllum mjólkurbúðum. Voru þau seld í sjálfboðavinnu. En svo voru mjólkurbúöirnar lagðar niöur og upp úr því uröu endurskinsmerki aö venjulegri verslunarvöru. Stóri bróöir fór aö taka söluskatt af þeim. 1982 ákváöum við aö fá apótekin til þess aö selja endurskinsmerki og hefur þaö verið svo síðan. Auövitað eigum viö hjá Umferðarráði aö hafa frum- kvæöið aö því aö koma endurskins- merkjum í allar verslanir en viö höf- um bara ekki mannafla til þess aö fylgjaþvíeftir. Strax eftir aö fréttin um könnun DV birtist bar mikiö á hringingum frá aðil- um sem vildu fá endurskinsmerki í verslanir,” sagöi Oli. Viö getum upplýst það hér og nú aö endurskinsmerki eru afhent endur- gjaldslaust í öllum K-verslunum lands- ins, en þær eru fjörutíu og fimm tals- ins, þar af milli tuttugu og þrjátíu í Reykjavík. Auk þess hafa margir aðil- ar hringt og tilkynnt aö þeir hafi endur- skinsmerki á boðstólum, m.a. Blaöa- salan á Hlemmtorgi, Mosfellsapótek, sem er með merki frá Slysavama- deild Lágafellssóknar, o.fl. Þá er rétt aö taka fram aö þaö var misskilningur í frétt DV að ekki fengjust endurskins- merki í apótekinu á Egilsstööum. Þar eru einmitt til allar tegundir af endur- skinsmerkjum. Oli Þóröarson ætlaöi aö kanna hvort ekki væri hægt aö koma endurskinsmerkjum í sölu á ísafirði. ,,I DV greininni kom fram aö lím- miöarnir væru gagnslitlir. Eg mótmæli því. Límmiöamir eru einmitt heppileg- ustu endurskinsmerkin fyrir bömin því þeir eru kyrrir á sínum staö. Eins eru ásaumuöu merkin mjög góð á barnafatnað. En þau endast ekki enda- laust og verður aö endurnýja.” — Hvað getur oröiö til þess að breyta viöhorfi almennings varöandi endur- skinsmerki þannig aö allir noti slíkt merki, ekki bara gangandi vegfarend- ur? „Þaö er ljóst aö viö fáum aldrei alla til þess aö bera endurskinsmerki, en viö reynum aö ná til sem allra flestra. Viö ætlum aö reyna að fá fataframleiðend- ur tU þess að setja endurskinsmerki á fatnaöinn sem þeir framleiöa. Þetta er nú þegar komiö á regnfatnaö fyrir böm. Umferöarráö vUl gjarnan búa til staðal um staðsetningu og stærö merkjanna. Viö ætlum að reyna aö ná samstarfi viö fatahönnuði, að þeir geri ráð fyrir endurskinsmerkjum á fatnaöi strax viö hönnun hans. Þannig veröur þetta gert aö eölilegum og sjálfsögðum hlut og veröur hverfandi lítill kostnaö- ur f yrir f ramleiöendurna. Hvað varðar staösetningu hangandi endurskinsmerkja er rétt aö taka þaö fram að heppilegast er aö hafa merkin í góöum spotta á báöum hUðum. Þaö er sannaö mál aö þegar ekið er á gang- andi vegfarendur er ekið á þá á hUð en ekki framan eör aftan á þá,” sagöi Oli H. Þóröarson. A.Bj. Engir staðlar eru til um hvernig endurskinsmerki á að vera, ekki hve langur spottinn, sem það hangir í, skal vera eða annað um gerð slikra merkja. Umferðarróð hefur óhuga á að gera staðal um stœrð og staðsetningu endurskinsmerkja sem sett yrðu ó fatnað um leið og hann ar framleiddur. Hins vegar er Umferðarróð ekki só aðili sem gera œtti reglugerð um endur- skinsmerkin, — og spurning hver œtti að gera þaö? DV-myndir GVA. DV hefur nýverið lótið búa til endurskinsmerki og hengja ó alla blaðbera og sölubörn. Þar að auki er poki só sam bömin eru með I mjög skœrum appelsinugulum lit. Brýnt hefur verið fyrir börnunum að bera alltaf endur- skinsmerki. VEGARÆSI Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi frá 12—48", efni galv., 1, 25—1,5og 1,65mm. Hjólbörur Eigum ávalit fyrirliggjandi sterku hjólbörurnar með tré- sköftum sem við höfum framleitt í 45 ár. Póstkassar Eigum fyrirliggjandi á lager inni- og útipóstkassa. NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF., Ármúla 30 — Sími 81104 Dísilvélar Getum útvegað 5, 7 L og 6,2 L G.M. dísilvélar árg. '83 og '84. Vélarnar eru afgreiddar með aukahlutum yfirfarnar og reynslukeyrðar. Verð 23.1.85 5,7 L 155 þús. m. sk. 6,2 L 270 þús. m. sk. Vélarnar seljast með 6. mán. ábyrgð. BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 ÁKLÆÐIOG GÓLFMOTTUR (FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Áklæðin eru hlý og teygjanleg. Fjölbreytt litaúrval. Motturnar fást í rauðum, bláum, brúnum og gráum litum. Kynnið ykkur verð og gæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.