Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 17
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
17
Gítarnemar frá
sex ára til áttræðs
Hjá Gítarskóla Olafs Gauks er nú
að hefjast tuttugasta námskeiðið í
gítarleik en með því námskeiði
lýkur tíunda starfsári skólans þar
sem tvö námskeið eru haldin á ári
hverju.
„Á þessum árum höfum við kennt
fjölda nemenda á ýmsum aldri,”
sagði Olafur Gaukur í stuttu spjalli.
„Þeir yngstu hafa verið sex ára, en
nú teljum viö ekki rétt að taka yngri
en sjö ára. Elsti nemandinn til þessa
var hins vegar rúmlega áttræð,
hörkudugleg kona. Henni vegnaði vel
hér og hún hafði að eigin sögn mikla
ánægjuaf náminu.
Kennsluformið hefur breyst tals-
vert á þessum árum,” heldur Olafur
áfram. „Maður hefur tileinkað sér
sitthvað frá erlendum skólum og svo
hefur reynslan kennt okkur eitt og
annað hér heima. Blandan af þessu
öllu er sú að árangur er hér góður,
bæði í kennslu byrjenda, sem hjá
okkur á fýrst og fremst að vera
skemmtileg,svo og í hefðbundinni
kennslu lengra kominna.”
Innritun í fyrrnefnt námskeiö er að
ljúka en upplýsingabæklingur fyrir
þá sem hafa áhuga fæst í skólanum.
Fjölmenna á barinn
Nú fjölmenna eldri borgarar á Sel-
fossi í Þjóðleikhúsið i kvöld, föstudags-
kvöld, að sjá Skugga-Svein. Er til-
hlökkunin mikil. Fargjald og miði
kosta 250 krónur. Verður farið með
sérleyfishöfum á Selfossi sem veita
alltaf frábæra þjónustu bæði Selfossbú-
um og öðrum landsmönnum sem ferð-
ast með þeim. Efast enginn um það að
eldri borgarar fjölmenni á barinn í
Þjóðleikhúsinu til að fá sér eitthvað að
drekka í hléinu.
Eins og venja er komu eldri borgar-
ar saman í Tryggvaskála sl. fimmtu-
dag kátir og hressir eins og venjulega.
Vísa dagsins var á þessa leið: Lengri
dagur liðin jól/ Léttist heldur
sporið/hlýrri lund og hærri sól/hillir
undir vorið. Undir þetta skrifar
Sveinn.
Regína Thorarensen,
Selfossi
JÁRNSMÍDAVÉLA - SÝNING
Iselco sfSkeifunni 11D,
hefur tekið að sér einkaumboð á járn- og trésmíðavélum frá Machinoexport
Bulgaria.
f því tilefni efnum við til sýningar á nokkrum vélum
laugardaginn 26. janúar að Skeifunni 11D, frá kl. 14— 18 og út alla næstu viku.
®ll(g
®sF
SKEIFUNN111 D, REYKJAVÍK.
SÍMI 91-6-86466.
Tegund PK031,
borar 40 mm í stál,
6 hraðar 85—1500 r.p.m.,
sjálfvirk niðurfærsla,
morse cone nr. 4.
Tegund ON 253,
sagar 280 mm dia,
sex hraðar, 10—32 m/mín.,
sagarblað450mm.
Tegund 11 MT,
1500 mm milli odda,
center hæö 250 mm,
hertursleöi.