Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Hóf eftir frumsýningu.
DV-myndir örn Jónsson.
Atómstöðin frumsýnd í Danmörku:
Viðburður ef aðrar
myndir en amerískar
sjást á hvíta tjaldinu
SMÆLKI
S*lnú! Deep Purple var í
lesendakosningu í einu
bresku poppblaðanna um
daginn kosin „bjartasta von-
in” {yrir árið 1985, rétt eins
og hljómsveitina skipuðu ein-
hverjir stráklíngar nýskriðn-
ir úr hreiðrinu. Eins og
flestum er kunnugt var Deep
Purple stórsveit í rokkinu
fyrir háLfum áratug eða svo;
nú eru það synir og dætur
gömlu aðdáendanna sem
hafa á nýjan leik „uppgötv-
að” Ðeep Purple. . . Sama
hefur reyndar gerst með Chi-
cago sem nýtur þessa stund-
ina mikilla vinsælda meðal
uuglinga og hefur þar með
endurnýjaö aðdáendaskar-
ann.. .Grammy-verðlaununum
bandarísku verður senn út-
hlutað, endaniegar útnefn-
ingar hafa verið birtar og
Chicago er til dæmis útnefnd
íyrir eitt af lögum ársíns:
Hard Habit to Break. f þess-
um flokki eru ennfremur:
Daneing in the Dark/Bruce
Springsteen; Girls Just Want
to have Fun/Cindy Lauper;
The Heart of Rock And
Roil/Huey Lewis & the News
og What’s Love Got To Do
With lt/Tina Turner.. .
Skóiaö fyrir velgengni myndar-
innar. Einar Ágústsson sendi-
herra til vinstri.
miklu leyti við heimamarkaðinn
hvað fjármögnun snertir. Það vantar
ekki að áhugi á íslenskri kvik-
myndagerð er víða, en kostnaöur við
kynningu, dreifingu og gerð
sýningareintaka er það mikill aö
afraksturinn verður í flestum tilfell-
um lítill f járhagslega.
Sýning og dreifing á íslenskum
kvikmyndum erlendis er engu að
síður mjög mikilvæg. Fyrir utan að
vera góö landkynning þá gefur það
þeim sem hafa unnið að gerð mynd-
anna möguleika á að kynnast við-
brögðum annarra, bæði gagnrýn-
enda og almennings. Kvikmynda-
aö sókn á Islandi er einstæð og þaö
þýðir að íslenski markaðurinn er ;
sambærilegur viö það sem gerist hjá
fjölmennari þjóöum, eins og t.d.
Dönum. Það er því verulega baga-
legt ef fara á að skera niður styrki til
íslenskrar kvikmyndagerðar eins og
ætlunin er að gera nú.
Kvikmyndagerð er ung listgrein á
Islandi og það væri miður ef öll sú
reynsla sem fengist hefur og allt það
sjálfboöastarf sem hefur verið unnið
færi forgörðum vegna spamaðar
sem í krónutölum er ekki há upphæð.
Fimm nýir flytjcndur hafa
verið útnefndir til sömu verð-
lauua: Sheila E„ Frankie
Goes to Hollywood, Corey
Hart, the Judds og Cindy
Lauper.. . Breiðskífurnar
sem bítast um grammyverð-
laun eru: Born in the
USA/Bruce Springsteen;,
Cau’t Slów Down/Lionel
Richie; Private Dancer/Tina
Turner; Purple Rain/Princc
og She's So Unusual/Cindy
Lauper. . . Ef menn eiga aö
gerast svo djarfir að spá um
úrsiil þá leyfir undirritaður
sér aö skjóta á Cindy Lauper
sem sigurvegara i tveimur
flokkanna, lag ársins og ný-
liöi ársins, og ætli Lionel
Richie teljist ekki eiga bestu
þreiðskífuna.. . Alltaf annaö
veifið kemst orðrómur á
kreik un> hljómsveitir sem
ciga að vera í þann veginn að
suúa upp tánum. Nú síðast ku
Van Halen vera í andar-
siitrunum, sé hlustað ‘eftir
slúðrinu. og ítrekuð eru
vinslit Hall & Oates.. .
Trymbill Def Leppard, sem
missti handlegg i bíislysi
fyrir skemmstu, hefur engin
áform um það að leggja kjuö-
ana á hiiiuna. . Ný stnáskifa
frá Phil Collins, Sussudio, og
breiðskífa í næsta mánuði. . .
Búið í biii. . .
Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV í
Kaupmannahöfn:
Það þykir oröið viðburður ef aðrar
myndir en amerískar sjást á hvíta
tjaldinu hérna í Danmörku. Þetta er
reyndar svipuö þróun og víöast hvar
annars staöar í heiminum. Annars
vegar eru sýndar myndir heima-
landsins og hins vegar bandarískar,
fáeinar breskar og franskar. Hvaö
Danmörku viðkemur er tilfinnanlegt
að myndir frá hinum Norðurlönd-
unum eru vart sýndar lengur. Það er
því gleðiefni fyrir okkur Islendinga
að tvær af þeim fimm eöa sex
myndum sem frumsýndar voru á
síðasta ári og þessu skuli hafa verið
íslenskar. Fyrri myndin var Húsiö
ognúvar Atómstööin sýnd.
Atómstöðin
Áður höfðu verið sýndar hér tvær
myndir, á undanfömum árum, Land
og synir og Rokk í Reykjavík. Land
og synir var sýnd í tilefni komu
Vigdísar forseta og gekk í nokkra
daga. Rokk í Reykjavík var aftur á
móti sýnd nokkuö lengi og fékk
dágóöa aðsókn, miðað við það sem
almennt er, hjá jafnlítilli kvik-
myndaþjóð sem Danir eru.
Frumsýningin
vakti athygli
Frumsýning Atómstöövarinnar
vakti mikla athygli í blöðum og voru
20 blaðamenn viöstaddir kynningar-
sýningu myndarinnar auk fulltrúa
frá danska sjónvarpinu og annarri
frjálsu stöðinni. Aöspuröur var
Þorsteinn Jónsson leikstjóri,
ánægður með viötökurnar þó að hann
gerði sér fulla grein fyrir tak-
mörkuðum möguleikum á aösókn
þar eð hann þekkir vel til ástandsins
á Norðurlöndum.
Það er Kommunefilm sem flytur
kvikmyndina inn, samtök 17 sjálf-
stæðra kvikmyndahúsa í úthverfum
Kaupmannahafnar og víös vegar um
landið og njóta þau stuönings
Norræna ráðsins, Kvikmyndastofn-
unar danska ríkisins og fleiri aöila.
Fyrst um sinn verður myndin sýnd í
úthverfunum en síðan verður hún
tekin til sýninga í Vester vov vov,,
einu virtasta kvikmyndahúsi
miöborgarinnar, þar sem bæði Rokk
í Reykjavík og Húsiö voru sýndar.
Atóijistööin hefur fengið misjafna
dóma gágnrýnenda og er það helst
að skilja að þeim þyki aöstandendur
myndarinnar hafa færst fullmikiö í
fang.
Mest um vert að sýna
Mest er um vert að íslenskar
myndir skuli vera sýndar erlendis,
jafnvel þótt eilíft tal um heimsfrægð
og góðar viötökur sé nokkuö loft-
kennt. Þaö er ekki lítilsvert aö tvær
myndir hafa veriö frumsýndar hér á
síöastliðnu ári þegar haft er í huga
að stórþjóðir eins og Frakkar og
Þjóöverjar rétt ná að skjóta inn einni
og einni mynd. Það er ljóst að íslensk
kvikmyndagerð takmarkast að mjög
Tinna Gunnlaugsdóttir leikari og Þorsteinn Jónsson leikstjóri
taka við blómvöndum í hófi sem haldiö var eftir frumsýningu
Atómstöðvarinnar.