Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Page 28
40
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnurcikningar eru
tyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæöur þeirra yngri eru bundnar þar ti)
þeir veröa tullra 16 ára. 65—75 ára geta losaö
innistæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri meö 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
amir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru meö hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá lif-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
Innistæður eru óbundnar og óverðtryggöar.
Vextir em 31% og ársávöxtun 31%.
Sérbók fær strax 30% nafnvexti, 2% bætast
siöan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innistæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu
mánuði. Ársávöxtun getur orðið 37.31%
Innistæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs-
ávöxtun sé innistæða óhreyfð. Vextir eru
færðir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1.8% i svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga i
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 36%
nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtún valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega,
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
35% nafnvöxtum og 35% ársávöxtun sé
innistæða óhreyfð. Vextir eru færðir um ára-
mót og bornir saman við vexti af sex mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun
þar betri er mismun bætt við.
Af hverri úttekt dragast 2.1% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuöi eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuöi 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils
það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-,
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Otvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Abót er annaðhvort 1% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mánaða verðtryggðum spari-
reikningi, eða ná 33.4% ársávöxtun, án
verðtryggingar. Samanburður er gerðiy
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuö.
Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru
stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4,—
6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12
mánuði 32.5%. Ársávöxtun 35.1%. Sé tekið út
af reikningi á einhverju vaxtatímabilinu,
standa vextir þess næsta tímabil. Sé
innistæða óhreyfð í 6 mánuöi frá innleggsdegi
er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6
mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem
betri reynist.
Verslunarb'ankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatimabil
á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí—
september, október—desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist
á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og innistæöa ,
látin óhreyfð næsta timabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir
reiknast þá 24%, án verðtryggingar.
tbúðalánarelknlngur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miðað viö spamað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Otlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tima. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabii. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Rikissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á tímabilinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eru 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin tii
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán Irfeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og iánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru
verðtryggö og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og Iánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftiraðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða tU vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur Uggja inni í 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innistæðan í lok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í
því tUviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innistæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
seinni sex mánuðina. Lokatalan verður
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
I þessum mánuði geta gUt tvenns jionar
dráttarvextir. Annars vegar 2,75% á mánuði
og 33% á ári. Mánaðarvextir faUa þá að fullu
á skuldir um leið og greiðsla feUur í eindaga.
Hins vegar geta gilt dagvextir, sem munu
gilda eingöngu frá og með 1. febrúar.
Dagvextir eru reiknaðir af Seðlabankanum
fyrirfram vegna hvers mánaðar. I janúar
miðast þeir við 30,8% á heilu ári eða 2,566% á
mánuði. Vextir á dag verða því 0,08555%.
Dagvextina má gjaldfæra á skuldir mánaðar-
lega. Strax á öðrum mánuði frá eindaga koma
þvi tU vaxtavextir. Arsávöxtun janúarvaxt-
anna verður því 35,5%.
Vísitölur
Lánskjaravisitala fyrir janúar 1985 er 1.006
stig, 4.9% hærri en í desember. Miöað er við
100 íjúní 1979.
Byggingarvísitala fyrir fyrsta ársfjórðung
1985 er 185 stig en var 168 stig síðasta árs-
fjórðung 1985. Miðað er við 100 í janúar 1983.
VEXTIR BANKA 06 SPARISJðflA 1%)
innlAn MEÐ SÉRKJðRUM SJA scrusta llil 11 ii 11 tl lill !i >1
INNLAN ÓVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓOSBÆKUH Úbundn innstaá* 240 245 245 245 245 245 245 245 245 245
SPARIREIKNINGAR 275 26.8 275 275 275 275 275 265 275 275
6 mánaða uppsögn 36 5 J9 2 »5 315 385 315 295 305 315
12 mánaöa upptÓT* 32J) 345 325 315 315
l!mtaí.wö», 34 JJ 38.9 345
SPARNAOUR - LANSRETTUR SparaA 3-5 ménuði 27 J) 275 275 275 265 275 275
Sparað 6 máa og mava 30.0 305 275 275 295 305 305
inniAnsskírteini Ti E mánaóa 31,5 345 305 315 315 315 305 315
TEKKAREIKNMGAR Avltanaraitnngar 22 J0 225 165 195 195 195 195 195 185
Hlauparaáinngar 19.0 165 185 195 195 125 195 195 185
innlAn verðtryggð
sparireikningar 3(a mánaða uppsögn 4.0 45 25 05 25 15 15 15 15
6 mánaða uppröyi 6.5 65 35 35 35 35 25 25 3.5
innlAn gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR BandarfkjaðoAarar 9Í 95 85 85 75 75 75 75 85
Slarfngxpund 95 95 85 85 85 85 85 85 85
Vastur þýrf mörf 4 JD 45 45 45 45 45 45 45 45
Danskar króru 95 95 85 85 85 85 85 85 85
útlAn úverðtryggð
AIMENWR VlXLAR (forvexta) 315 315 315 315 315 315 315 315 315
VWSKIPTAVlXLAR llorvaxtt) 325 325 325 325 32,0 325 325 325
ALMENN SKUL0A8RÍF 345 34.0 345 345 34.0 345 345 345 345
VIOSKIPTASKULOABRÍF 355 355 355 355 355 355
HLAUPAREIKNINGAR YFaikáttur 325 325 325 325 325 325 325 32.0 255
útlAn verðtryggð
SKULDABREF Að 2 1/2 ári 45 45 45 45 45 4.5 45 45 4.0
Langri an 2 1/2 ár 55 55 55 55 55 55 - 55 55 55
útlAn til framleiðslu
VEGNAINNANLANOSSÖLU 245 245 245 245 245 245 245 245 245
VEGNA ÚTFLUTNINGS SOR raðuamynt 95 95 95 95 95 95 95 95 95
I gærkvöldi
í gærkvöldi
Karl Þorsteins skákmaður:
Bjarni Fel. á óblandna
virðingu mína
Þaö er vart hægt að segja aö ég sé
mikill aðdáandi ríkisfjölmiðlanna. I
sjónvarpinu glepja mann helst frétt-
ir og iþróttir. Bjami Fel. er svo
sannarlega verkefni sínu vaxinn og á
óblandna viröingu mína fyrir skel-
egga frammistöðu sína til handa
knattspymudýrkendum á laugar-
dagseftirmiðdögum með beinum út-
sendingum á þeirri annars íhalds-
sömu stofnun sem sjónvarpið er.
Fræðsluþættimir em iíka margir
hverjir glettilega góðir. Annars er
sjónvarpið einungis brúkað sem
neyðarkostur á mínum bæ, ef ekkert
annað markvert er að gerast, og því
heldur lítið notað.
Um rás 1 i útvarpinu er best að
hafa færri orð því fátt er þar sem
vekur athygli mína. Þó vil ég hér
undanskilja vandaðar fréttir og
bráðhressa íþróttaþætti Hemma
Gunn. Rás 2 fellur betur að minum
smekk enda bráðhresst fólk þar við
stjórnvölinn og óhrætt við hvers kyns
uppákomur. Eg hlusta á rásina
hvenær sem færi gefst hvort sem er
við vinnu eða aðrar útréttingar. Þó
er einn hlutur sem ætíð fer í taug-
amar á mér við hlustun en það er
hve stjómendur margra þátta láta
ómerkilega vinsældalista ráða um
of lagavalinu. Það gerir þættina ein-
hæfa að láta einhvem Wham dúett
tröllriða þáttunum.
Fyrst ég er nú kominn á f jölmiðla-
línuna þá er ekki úr vegi að vona að
frjálst útvarp og sjónvarp verði að
veruleika innan skamms. Einföld
hagfræðikenning segir að f rjáls sam-
keppni sé öllum neytendum til góðs.
Tel ég ríkisfjölmiðlana í engu heil-
agri kýr en aðra í þeim efnum.
Annars hættir þeim til stöðnunar.
Ómar Sverrlsson lést 20. janúar sl.
Hann fæddist í Reykjavík 25. nóvemb-
er 1955, sonur Sigurlínar Magnúsdótt-
ur og Sverris Svavarssonar. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Aöalbjörg
Olafsdóttir. Þau eignuðust tvö böm.
Otför Omars verður gerð frá Laugar-
neskirkju í dag kl. 13.30.
Kristin Jóna Stefánsdóttir, Furugeröi
1, lést í Landakotsspítala 23. janúar sl.
Abigael Jónsdóttir Stelnhólm frá Norð-
urbotni Tálknafirði er látin.
Margrét Danielsdóttir frá Reykjum á
Reykjabraut Austur-Húnavatnssýslu
er látin. Otförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Larse Faaberg, Kollerudveien 24b,
Konnerud, Drammen, andaöist 22.
janúar.
Teitur Sveinbjömsson, öldugötu 6,
andaðist að morgni 23. janúar i Borg-
arspitalanum.
Jóhannes Reykjalín Traustason, Ás-
byrgi Hauganesi, lést í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu Akureyri 22. þ.m. Jarð-
arförin auglýst síöar.
Margrét Elnarsdóttlr, Njálsgötu 81,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 28. janúar kl. 13.30.
Guðjón Guðmundsson, Brekkukoti
Reykholtsdal, áður Melkoti Akranesi,
lést í sjúkrahúsi Akraness sunnudag-
inn 20. janúar. Otförin fer fram frá
Reykholtskirkju laugardaginn 26.
janúar kl. 14.
Eggert Guðmundsson, Laufási 4a,
Garðabæ, verður jarðsunginn frá
Garðakirkju laugardaginn 26. janúar
kl. 13.30,
Gestur Jónsson, Villingaholti, verður
jarðsunginn frá Villingaholtskirkju
laugardaginn 26. janúar kl. 14.
Tapað -fundið
Seðlaveski tapaðist
Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist á bón- og
þvottastöðinni Sigtúni 3, fóstudaginn 18.
janúar sl. Finnandi vinsamlegast hringi i
síma 73240.
50 ára er í dag, 25. janúar, HaUdór Þ.
Brlem, starfsmaður innheimtudeildar
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.Hverfis-
götu91,héríbæ.
Búseturéttur
heimill
að lögum
— að mati
stjórnar Búseta
Stjórn Búseta i Reykjavík telur að
núgildandi lög heimili félaginu aö
byggja leiguíbúðir fyrir námsfólk,
aldraða og öryrkja og selja þeim bú-
seturétt í þeim íbúðum er byggöar
verða.
I tilkynningu sem stjórn Búseta
hefur sent frá sér segir að í núgildandi
húsnæðislögum séu þegar fyrir hendi
skýr ákvæði um sölu á búseturétti í
leiguíbúðum. Annarsvegar er um að
ræða ákvæði í 15. grein laganna um
sölu á hlutareign til lífeyrisþega, hins-
vegar ákvæði um sölu á hlutareign til
félagslegra forgangshópa.
Stjórn Búseta vísar til 4. málsgrein-
ar 58. greinar húsnæðislaganna. Þar
segir að aðilum er byggja leiguíbúðir
sé heimilt að selja leigutaka eignar-
hlut í íbúð með þeim kvöðum að
eignarhluti kaupanda standi óhreyföur
í íbúðinni meðan hann hefur afnot af
henni, en greiðist síðan með fullum
verðbótum auk vaxta. Þá vísar stjórn
Búseta til ummæla félagsmálaráð-
herra á Alþingi þar sem hann kallar
þessa hlutareign búseturétt. OEF
IDV í gær var sagt frá söngakeppni
sjónvarpsins og þess getið að hún væri
ekki fyrir þjálfaöa og þekkta söngv-
ara, heldur unga og upprennandi. Tage
Ammendrup hjá sjónvarpinu hafði
Brúnni skjala-
tösku stolið
úrbíl
Brúnni skjalatösku var stoliö úr bíl
við Landsbankann, Laugavegi 77, í
gærkvöldi. 1 töskunni voru ávísana-
hefti, stimpill fýrirtækis, geymslu-
kvittun fyrir bankabók, lyklar að fyrir-
tæki, verðbréf og greiðslukort.
Rannsóknarlögreglan vinnur að
rannsókn málsins. Að sögn bætist hér
viö eitt ávísanamáliö i viöbót. Slík mál
eru að kaffæra rannsóknarlögregluna
um þessar mundir.
-EH.
Farmenn:
Fundur í dag
Rikissáttasemjari hefur boöaö
samninganefnd undirmanna á farskip-
um og viðsemjendur þeirra til fundar í
dag. Enginn fundur var haldinn með
deiluaðilum í gær. Undirmenn á far-
skipum hafa sem kunnugt er boðað
verkfall sem kemur til framkvæmda
30. þessa mánaðar ef samningar hafa
ekki náðst fy rir þann tíma.
Sáttafundur í deilu undirmanna á
fiskiskipum og viðsemjenda þeirra
hefur verið boðaður á þriðjudaginn.
OEF
Mikið um
ávísanabrot
Brotist var inn hjá Skrifstofuvélum
hf. á Klapparstíg nýlega og þaðan stol-
ið ávísanahefti með 50 blöðum. Á tékk-
ana er prentað nafn fyrirtækisins.
,,Við erum hreinlega að drukkna í
kærum af þessu tagi,” sagði Helgi
Danielsson hjá Rannsóknarlögregl-
unni í samtali við DV. Sagði að liölega
100 kærur hefðu borist upp á siökastiö.
„Fólk í verslunum og fyrirtækjum er
grandalaust og oftast er sá sem falsar
ávísunina ekki borgunarmaður fyrir
neinu. Eg vil hvetja fólk í viðskiptalíf-
inu til að vera á varðbergi,” sagði
Helgi.
I ávísanaheftinu, sem stoliö var frá
Skrifstofuvélum, eru númer 9964351—
400 á hlaupareikningshefti frá Lands-
bankanum, Laugavegi 77.
-EH
samband við blaðið og lagði áherslu á
það aö keppni þessi væri fyrir alla,
ekki siöur þekkta söngvara en hina.
Umsóknarfrestur um þátttöku rennur
út í dag.
Allir söngvarar
okkar í söngvakeppnina