Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR1985.
11
Niðurskurðurogfjárskipti eru nauðvörn
Yfirlýsing
I tilefni af ályktun sauðf járeigenda
í Tálknafjarðar-, Ketildala- og
Suðurfjarðahreppi frá 7. desember
1984 viljum við undirritaðir taka
fram eftirfarandi.
1. Sú stefna var mörkuð á aöalfundi
Búnaðarsambands Vestfjarða
1983 aö reyna með öllum tiltækum
ráöum að útrýma riðuveiki úr
sauöfé á Vestfjörðum.
Það sem knúði á um að
samræmd stefna væri mörkuð og
henni framfylgt var hröð út-
breiðsla veikinnar á Barðaströnd
og rökstuddur grunur um að hún
væri komin til nálægra sveita.
Sauðfjárbúskapur í öllu Vest-
fjarðahólfi var í veði, yrði ekkert
að gert. Fullreynt var talið að
niðurskurður einstakra hjarða,
eins og hann hafði verið fram-
kvæmdur á Barðaströnd, stöðvaði
ekki veikina. Því yrði áætlun er
tryggja ætti útrýmingu veikinnar
í Vestfjarðahólfi að ná til þess
alls.
Skera yrði niður allt sauðfé á
skýrt afmörkuðum svæðum, þar
sem veikin var staöfest og einnig
þar sem nokkur grunur leyndist.
Jafnframt yrði aukið og hert allt
heilbrigöiseftirlit meö búfé i öliu
hólfinu.
Þessi stefna var ítrekuð á aðal-
fundi Búnaðarsambandsins 1984.
Fylgi við þessa stefnu hafa lýst
aðalfundur Fjórðungssambands
Vestfirðinga 1984, sýslunefndir
Vestur- og Norður-lsafjarðarsýslu
og Vestur-Barðastrandarsýslu,
fundur fulltrúa sveitarfélaga í
. Vestfjarðahólfi, sem haldinn var
að Núpi30. júni 1984, o.fL
2. Þegarákveðiðeraðskerasauðféí
heilum sveitum fer ekki hjá því að
þar geta verið margar einstakar
hjarðir ósýktar, sem skera þarf.
Um slíkt er þó engin leið að full-
yrða, sökum hegðunar veikinnar.
Það getur því á engan hátt talist
gerræðisleg aðför að einstökum
fjáreigendum þótt þeir verði að
lúta hagsmunum fjöldans að
þessuleyti.
Landbúnaðarráðherra og
Sauðfjárveikivamir fara með
ákvörðunarvald um varnir gegn
sauöfjársjúkdómum og þar með
ákvörðun um hvar niðurskurði
skuli beitt.
3. Niðurstööur sýnarannsókna gefa
tilefni til að óttast að riðuveiki geti
verið í hjörðum sem ekki voru
skornar í haust og því síst gengið
of langt í niðurskurðinum nú.
4. Mikilvægt er að heilasýni séu
tekin úr öllu rosknu fé í Vest-
fjarðahólfi sem slátraö er eða
misferst og tU næst.
Riöunefndum og héraðsdýra-
læknum ber að hafa eftirlit með
sýnatökunni. Sláturleyfishafar
bera ábyrgð á henni í sláturhúsum
sínum. Oskað hefur verið eftir að
riðunefndir hreppanna sjái um
sýnatöku úr rosknu vanhaldafé
og heimaslátruöu.
5. SauðfjárveUcivarnir og stjómvöld
hafa brugðist vel við óskum Vest-
firðinga um aðstoð við útrýmingu
riðuveikinnar og ber að þakka
það.
Á Tilraunastööinni á Keldum er
verið að þróa upp aðferð tii að
leita að riðusmiti á frumstigi með
rannsóknum á heilasýnum og
hefur þar náðst verulegur
árangur. Það væri því nánast út i
hött að ætla einhverjum öörum
aðila að annast rannsóknir sýn-
anna.
Ohætt mun að fullyrða að vel-
flestir vestfirskir bændur bera
fullt traust til starfsmanna Til-
raunastöðvarinnar á Keldum og
Sauðfjárveikivarna. Starfs-
menn Sauöfjárveikivarna hafa
haft fullt samráð við heimamenn
um aðgerðir í niöurskurðar- og
f járskiptamálunum og rætt þau ít-
arlega við einstaka fjáreigendur
og aðra þá er málið varðar. Það
hlýtur að vera einkamál Sauðfjár-
veikivama hvemig starfsmenn
þeirra skipta með sér verkum.
Við undirritaðir lýsum yfir
fyllsta trausti okkar á starfs-
mönnum þessara stofnana og
hörmupn að heilindi og starfshæfni
þeirra skuli hafa verið dregin í
efa.
6. Þaö er fagnaðarefni, að fjáreig-
endur í Tálknafjarðar-,
Ketildala- og Suðurfjarðahreppi
skuli lýsa sig fúsa til samstarfs
um vamir gegn og útrýmingu á
riðuveiki. Bændur í Vestfjarða-
hólfi verða að standa saman ef
sigur á að vinnast á riðuveikinni.
Niðurskurður og fjárskipti er
slæmur kostur. Þau em nauðvörn
sem grípa hefur orðið til þegar í
nauðir rak.
Það er eðlilegt að menn greini á
um framkvæmd svona aðgerðar
sem umturnar búskaparháttum i
heilum sveitum þó um stundar-
sakirsé.
Þegar ágreiningur kemur upp
þarf að reyna að jafna hann án
þess þó að skerða möguleikana á
að ná lokatakmarkinu, þ.e. að út-
rýma riðuveikinniá Vestfjörðum.
Vonandi bera vestfirskir
bændur gæfu til aö standa þannig
að þessum málum að sigur vinn-
ist. Dýraf irði, 9. jan. 1985.
F.h. framkvæmdanefndar
fjárskiptanefndar
Vestfjarðahólfs.
Bergur Torfason.
F.h.stjómar
Búnaðarsambands Vestfjarða.
Valdimar Gíslason.
SKULDABRÉFAÚTBOÐ
Samband íslenskra samvlnnufélaga hefur gefiö út skuldabréfaflokk
hlutdeildarskuldabréfa aö upphæö 10.000 kr. og 100.000 kr. til sölu á
almennum verðbréfamarkaði.
Markmið skuldabréfaútgáfunnar er þríbætt:
• Að fjármagna atvinnuuppbygg-
ingu með innlendu lánsfé.
• Að gefa sparifjáreigendum nýjan
kost á hagkvaemri ávöxtun sparifjár.
• Að fara nýja leið til að efla
íslenskan fjármagnsmarkað.
Kaupþing hf. hefurséð um skuldabréfaútboöic
í Samvinnubanka íslands hf.
$ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
f EVRÓPUKEPPNIBIKARHAFA, 8 UÐA ÚRSLIT
í Höllinni í kvöld kl. 20.30
og á sunnudag kl. 20.30.
Mætum og hvetjum Víking 14 liða úrslit.
Miðar seldir I Höllinni frá kl. 17.00 báða
dagana.