Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR1985. 15 Menning Menning Rauður dregill I tilefni lendingar Sikorski þyrlunnar. Ljósm. GBK hugsunin er fremur í ætt viö concept- listina: sérhver myndeining ákvaröar rými og tímalengd án þess aö hún sé nákvæmlega skilgreind. En aftur á móti, andsnúið því sem áhorfendur gætu haldiö, þá er sérhver mynd sjálf- stæöur heimur myndbrota sem hlaöin eru fjölbreytilegum túlkunarmöguleik- um. Ahorfendur standa því frammi fyrir furöulegri þversögn þar sem ákveöin lestrarstefna er gefin en ekkert samhengi er fyrir hendi nema hiö myndræna. Formbreytingar I neöri sal kynnast áhorfendur m.a. verkum eins og „Himinhvolf-hyldýpi” þar sem mynd-„táknum” er raðað upp í ákveðið lestrarferli sem jafnframt ákvaröar myndbyggingu verksins. A sama hátt er lögun og uppsetning á verkinu „Rauður dregill í tilefni lend- ingar Sikorskiþyrlunnar” fyrsta vís- bending um inntak verksins. Þaö er því ávallt um aö ræöa svörun milli formsins, myndbyggingarinnar og inn- taksins. I myndinni „Ein mynd— aörar myndir” og ,,Skógurinn” gengur lista- maðurinn enn lengra í rannsóknum sínum á myndhlutnum og innri form- gerðarmöguleikum. Hann brýtur upp þessa venjubundnu ferhyrndu lögun myndarinnar (sem er ekkert nýtt í sjálfu sér) og leiðir inn tvíræðni í rúm- tak verksins. „Tákn" En allar þessar formgeröir og mynd- byggingar eru þó ekki takmark í sjálfu sér heldur svið fyrir mynd-,,tákn” sem listamaðurinn hefur tileinkað sér og umbreytt og þroskað á síöastliðnum árum. Fyrir tæpum þremur árum sýndi listamaðurinn umhverfis- verk/málverk þar sem hann lék sér Myndlist Gunnar B. Kvaran meö „óskiljanlega” skrift. Nú virðist sem útkoman sé eins konar samruni á calligraphíu og ideogrammi sem nær þó aldrei aö merkja neitt ákveðið inntak Jieldur er fyrst og fremst vís- bending fyrir áhorfendur. Hér er listin fyrst og fremst myndræn. Þó svo aö viö getum merkt ákveöin myndræn tengsl við listamenn á borö viö Keith Haring þá hefur Halldóri tekist að skapa verk sem standa einkar sterkt og persónulega í íslensku sam- hengi. Þetta er ekki aöeins leitandi listamaöur heldur hefur hann fundið myndmál og formskrift sem virkar einkar sannfærandi og í nokkrum verk- anna í háum gæðaflokki. Þetta er lista- maöur sem hefur skapaö sér rými og viö munum fylg jast meö í framtíðinni. -GBK. Fasteignamat hækkar um fjóröung Fasteignamat hefur hækkað um 25 prósent frá því sem áður var. Tekur hækkunin til allra tegunda fasteigna. Þessa daga er verið að senda út til- kynningarseðia um þetta nýja fast- eignamat. Eru alls sendir út rúm- lega 101 þúsund seðlar til nálægt 83 júsund eigenda. Hvaö íbúöarhúsnæöi varðar endur- speglar hækkunin breytingu á staö- greiðsluverði. Samkvæmt könnun Fasteignamats ríkisins hækkaöi nafnverö íbúöarhúsnæðis um 15 pró- sent frá 1983 til ’84. Raunvirði eign- anna hækkaöi hins vegar meira. Liggur ástæöan í minnkun veröbólgu milU áranna og greiöslukjörum á fasteignamarkaöi. Utborgun, sem er allt aö þremur fjóröu hlutum sölu- verðs, greiðist á einu ári. Síðustu greiðslumar í útborguninni fara fram sex til tólf mánuðum eftir að kaup eru gerö. Þau aukast að verð- gildi með minni verðbólgu. Fasteignamat rikisins metur þessa bætti saman til 10 prósent hækkunar á söluverði sem bætist við hækkun á nafnverði. Skortur á lánsfjármagni virðist einkum hafa ráðið veröþróuninni á íbúðarhúsamarkaðinum á liðnu ári. Því ræður einkum mjög hátt útborg- unarhlutfall. Það breyttist lítið á ár- inu. Helsta afleiðing þess er mikil eftirspum eftir litlum íbúöum. Verð þeirra er því hlutfallslega mjög hátt. Um mitt síðasta ár var til dæmis söluverð á hverjum fermetra í tveggja herbergja íbúð 20 til 25 pró- sent hærra en í fjögurra herbergja íbúö. Um 80 til 85 prósent Islendinga búa í eigin húsnæði. Er það mjög hátt hlutfall, reyndar með því hæsta sem gerist í okkar heimshluta. -KÞ Raguar S. Halldórsson, formaður Verslunarráðs tslands, afhendir viður- kenningu fyrir þátttöku i starfsnámi Vt. Þátttakendur eru frá vinstri Víðir Þorsteinsson, Þorsteinn úrvar Araarson, Michael Sigþórsson og Haraldur Johannessen. Góð reynsla af starfsnáminu Fyrstu nemar í starfsnámi Verzlunarráös Islands hafa lokiö námi og fengu þeir viðurkenningar- skjöl afhent á fundi stjómar ráðsins núí janúar. Starfsnám er kynning á starfssviði og einstökum þáttum í starfsemi fyrirtækis. Markmið með starfsnámi er aö auka tengsl atvinnulíf s og skóla með því að bjóða hagnýtt nám innan veggja fyrirtækja. Starfsnámið tekur 3 mánuöi og er einkum æUaö ungu fólki sem er að velja sér fram- tíðarstörf en hentar einnig þeim sem hug hafa á aöskipta um störf. Starfsnáminu var hleypt af stokkunum í haust hjá fjórum fyrir- tækjum í tilraunaskyni. Góö reynsla hefur fengist af þessari nýbreytni og ákveöið hefur verið aö halda henni áfram. Þau fyrirtæki sem hafa annast starfsnámið eru: Almennar tryggingar hf., Hafskip hf., IBM á Is- landi og Islenska álfélagið hf. Fyrir- hugaö er að fleiri fyrirtæki taki starfsnema til sín. Utköll hjáSlökkviliði Haf narf jarðar í fyrra Slökkviliðiö í Hafnarfirði var kallað út 84 sinnum á síðasta ári. Var um eld að ræða í 65 tilfellum. Mest varð tjón þegar eldur kom upp í hest- húshlööu við Kaldársel og vegna sprengingar við Trönuhraun í Hafnarfirði. Slökkvilið Hafnar- fjarðar sinnir útköiium í Garöabæ og Bessastaðahreppi auk Hafnar- fjarðar. Sjúkraflutningar voru 1102 talsins og af þeim voru 140 bráðatilfelli vegna slysa og annarra áfaiia. Tals- verð brögð voru að því í fyrra að kveikt væri í rusli á þessum slóðum og vill slökkviliðið benda fólki á að hllta banni við íkveikju í rusli og fara heldur með úrgang á sorphauga bæjarins. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.