Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 6
6
Eintiell
vandaöar vörur
VÖRUTRILLUR
KR. 1.256,00
VIÐGERÐAR
LEGUBRETTI
KR. 1.443,00
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANOAR1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
i a i. i rra 11
vandaöaðar vörur
Rafsuðuvélar
Handhægar geröir
eru fyrirliggandi
gott verö
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
áTTTTTWn
vandaðaóar vörur
Hleðslutæki
6,12 og 24 volta.
Margargerðir.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
EKKIT1MASKEKKJA -
ÞORRIBYRIAR í DAG
Þetta er alls ekki gömul jólamynd af voru aö baka laufabrauö fyrir þorra- framundan. Á myndinni eru f.v. Val- GunnarsdóttirogHelgaThoroddsen.
laufabrauösbakstri. Þetta eru konur blótiö nú í vikunni. Þorrinn byrjar ein- geröur Magnúsdóttir, Hjördís Sigurð- DV-mynd S.
úr Kvenfélagi Lágafellssóknar sem mitt í dag og tími þorrablótanna er ardóttir, Marta Sigurðardóttir, Birna
Dagvistar-
gjöldin hækka
Dagvistargjöld í Reykjavík hækkuöu
um 20 prósent frá 1. janúar sl. Ingi-
björg Rafnar, formaöur félagsmála-
ráös, sagði aö frekari hækkun myndi
ekki veröa á árinu svo framarlega sem
fjárlög stæöust og verðbólga ykist
ekki mikið frá því sem nú væri.
Nú greiða forgangsflokkar, svo sem
einstæðar mæður og nemendur, 2.400
krónur fyrir dagheimilispláss. Gift
fólk greiðir 3.600 krónur. Fyrir leik-
skólapláss greiöa allir hópar sömu
upphæö. Fyrir fjóra tíma á leikskóla á
á dag greiðast 1.500 krónur og fyrir
fimm tíma 1.875 krónur.
Síöast hækkuöu dagvistargjöld í
Reykjavík þann 1. maí sl. Þá greiddu
forgangshópar 2.000 krónur, giftir
greiddu 3.000 krónur. Fjögurra tíma
leikskóli var á 1.230 og fimm tímarnir
voruál.540krónur.
Þar á undan hækkuöu dagvistargjöld
þann 1. september 1983, þannig aðfyrir
ári voru dagvistargjöld þannig: For-
gangshópar greiddu 1.900 krónur.
Gjaldið hefur því hækkaö um 26,3 pró-
sent fyrir forgangshópa á einu ári.
Giftir greiddu fyrir ári 2.830 krónur og
hefur hækkunin oröið 27,2 prósent hjá
þeim.
Fjögurra tíma leikskóli var á 1.170
fyrir ári — hækkun um 28,2 prósent.
Fimm tíma leikskóli var á 1.450 fyrir
ári sem er hækkun um 28,9 prósent á
árinu.
Bergur Felixson hjá Dagvistun
Dagvistargjöld eru breytileg
eftir stööum.
bama sagði aö hlutfallslegar greiðsl-
ur foreldra væru heldur minni en
hlutur Reykjavíkurborgar. „Rekstrar-
kostnaöur er hærri 1984 en dagvistar-
hækkanir. Fyrir 1983 greiddu foreldrar
27,5 prósent af öllum rekstrarkostnaöi
dagvistarheimilanna en 1984 mun sú
prósenta hafa lækkaö eitthvaö.”
Bergur sagöi aö aðsókn aö dag-
vistarplássum heföi aukist undanfarin
tvö ár. „Það sem hefur bæst viðaf dag-
heimilum og leikskólum hefur rétt
haldiö í viö fjölgunina — en biölistinn
hefur ekkert fariö minnkandi, þvert á
móti. Borgin hefur tekiö í gagnið 23
dagvistarstofnanir á síðustu 10 árum
og tekiö á leigu tvær stofnanir. Þetta
þýöir að rúmlega tvær stofnanir eru
teknar í notkun á hverju ári. Nú eru
samtals 1.270 böm á þessum stofn-
unum.”
Á árinu 1986 bætast þrjár stofnanir
við þær sem fyrir em. Um er að ræða
blandaðar stofnanir, bæöi dagheimili
og leikskóla, og veröa þær í vesturbæ,
Árbæ og Seljahverfi. Þá bætast viö 34
dagheimilispláss, 200 leikskólapláss og
20 pláss á skóladagheimili.
Bergur sagöi að dagheimilisplássin
væru þaö dýr aö meira væri fariö aö
leggja upp úr leikskólum.
A Akureyri eru dagvistargjöld
nokkm hærri en í Reykjavík. For-
gangshópar á Akureyri greiöa 2.560
krónur, giftir greiða 3.750 krónur,
fjögurra tíma leikskóli kostar 1.550
krónur og fimm tíma leikskóli kostar
1.900 krónur.
1 Garöabæ er ekkert dagheimili en
fyrir fjögurra tíma leikskóla eru
greiddar 1.800 krónur og 2.250 kr. fyrir
fimm tímana.
Forgangshópar í Kópavogi greiða
2.380 krónur, giftir greiöa 3.920 krónur.
Fjögurra tíma leikskóli er á 1.580 og
fimm tíma leikskóli er á 2.000 krónur.
Seltjarnames var meö hæstu dag-
vistargjöld af þeim stööum sem hér er
fjallaö um. Þar greiöa forgangshópar
2.600 krónur, giftir greiða 4.000 krónur,
fjögurra tíma leikskóli kostar 1.650
krónur og fimm tímar kosta 2.150
krónur.
Hafnarfjörður, Húsavík og Neskaup-
staður munu hækka sín gjöld frá og
með 1. febrúar. Ekki var búiö aö taka
endanlega ákvörðun um hversu mikil
sú hækkun yröi þegar haft var sam-
band viö þessa staði en líklega mun
hækkunin veröa 15 til 20 prósent.
Umsjón:
AnnaBjarnason
og
Jóhanna Ingvarsdóttir
-ji.