Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Side 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 25. JANtJAR 1985. Mælskukóngur á haustmisseri Hjörleifur Gutt- ormsson, háttvirtur 5. þingmaður Austurlands. ' Mælskudrottning á haustmisseri Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, háttvirtur 2. landskjörinn þingmaður. Krónprins Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, var í öðru sæti. En hann fór oftast í ræðustól. í þriðja sætinu Jón Baldvin Haunibalsson, for- maður Alþýðuflokksins. Ordanna ráðsmenn á Alþingi Málgleðin mæld — mælskukóngur og drottning Hver talaði lengst á þingi? Hvaða þingmaður fór oftast í ræðustól? Hvaða ræða var lengst? i hvaða flokkl tala þeir mest? Ur hvaða kjör- dæmi eru þeir f jörugastir? i jólaleyfi þingmanna sækja ýmsar spurningar á landsmenn. Sjálfsagt engin ofangreindra. Þó var undan- tekningar að finna á ritstjórn DV — þar voru þessar elnkennilegu spurningar mjög áleitnar. Því var bafist handa. Farið yfir ell- efu hefti Alþingistíðinda og mældur með stiku h ver dálkur. Að þessari uppmælingu lokinni er útkoman meðal annars sú að Hjör- leifur Guttormsson er mælsku- kóngur haustmisseris á þingi. Frá þingsetningu 107. löggjafar- þings Islendinga 10. október sl. fram að jólaleyfi töluðu þingmenn sam- fleytt í tæpa 5 sólarhringa. Vinnutími þeirra, tæpar 11 vikur, reyndist vera 44 vinnudagar. Þeir töluðu í 6915 mínútur samtals. Þaö eru rúmlega 414,900 sekúndur. I klukkustundum mælt reyndust þing- mennimir hafa talað í 115 klukku- stundir (og 15 mínútur). Og það var Hjörleifur Guttorms- son, háttvirtur 5. þingmaður Austur- lands, alþýðubandalagsmaður, sem talaði Iengst. Þó var vinnutími hans á þingi skemmri en margra annarra þingmanna. Hann var fjarverandi í að minnsta kosti hálfan mánuð er hann sat þing Sameinuðu þjóðanna í New Vorkíhaust. Hjörleifur, hér nefndur mælsku- kóngur, talaöi alls í 549 mínútur eða rúmar 9 klukkustundir. Hann fór 58 smnum í ræðustól á Alþingi. Lengsta ræðan hans mældist 69 mínútur í flutningi eftir okkar stiku. Sá sem styst talaði á Alþingi íslendinga þetta haustmisseri er varaþingmaðurinn Sveinn Jónsson sem leysti Hjörleif af hólmi. Sveinn talaði í hálfa mínútu. Málgleðin á síðasta þingi Þessi uppmæling á málflutningi ræðumanna hefur áður verið fram- kvæmd hjá DV. Síðastliðið vor var ræðutími þingmanna mældur og hafði þá flokksbróðir Hjörleifs, Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins vinninginn. Þá var öll vetursetan mæld í orðum og feröum í ræðustól. Nú er aöeins hálfleikur. Síðastliöið vor átti Svavar bæði metin, hann talaði lengst og fór oft- ast í ræðustóL Ekki sporlatur maöur hann Svavar. Hjörleifur þingmaður að austan var í ööru sæti í fyrra í „mállengd” en Albert Guðmundsson ríkiskassaráðherra var næstoftast í ræðustól á síðasta þingi. 1 þriðja sæti, með viðkomu í ræðustól, var þá Stefán Benediktsson sem þá sat sitt fyrsta þing. Ráðherrarnir Albert fyrrnefndur og Sverrir Hermanns- son voru í þriðja og fimmta sæti í fyrravor og Jón Baldvin Hannibals- son, núverandi formaður Alþýðu- flokksins, þáverandi krónprins, var í fjórða sæti eftir síðasta þing. Um jólaleyti 1983 var gluggað í Alþingistíðindi og þá einnig könnuö málgleði þingmanna. Þá sem nú hafði Hjörleifur austanmaður vinn- inginn. Svavar, sem formaður hans og hinna í flokknum, var í fyrsta sæti sl. vorsemáðurgetur. Formenn flokka og þingflokka Svavar Gestsson tók forystuna í sinum flokki á síðasta þingi. Hann hefur einnig forystuna í flokki for- manna. Formaður Alþýðubanda- lagsins talaði í 468 mínútur það sem af er þessu þingi, því 107. í röðinni. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra, er í þriðja sæti á for- mannalistanum. Hann talaöi í 162 mínútur samtals. Já, og nýkjörinn formaður Alþýöuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, er í öðru sæti. Hann talaöi í 326 mínútur, fór 42 sinnum í pontu og lengsta ræðan hans stóö í 44 mínútur. Áfram með formannalistann, þá er Þorsteinn Pálsson, formaðurSjálfstæðisflokks- ins, í fjórða sæti. Hann talaöi í 51 mínútu. Þorsteinn fór 4 sinnum í ræðustól og hans lengsta ræða stóð yfir í 28 mínútur. Bandalag jafnaðarmanna og Sam- tök um kvennalista hafa ekki form- lega formenn nema þingflokkanna. Þá tökum við næst, Bandalagiö fyrst. Formaður þingflokks Banda- lags jafnaöarmanna er Guömundur Einarsson. Hann talaöi í 187 mínútur. Tölti alls 32 sinnum í ræðu- stól, lengst dvaldist honum þar í 18 mínútur. Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista, talaði í 130 mínútur, eða rúmar tvær klukkustundir. Lengsta ræða Kristínar var í 18 mínútur. Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fór fjórum sinnum í ræðustól, talaöi lengst í sjö mínútur. Heildartími hans í ræðustól var þrettán mínút- ur. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, talaði í rúma klukkustund, eða 64 mínútur. Fór hann 20 sinnum í stólinn. Formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, Eiður Guðnason, talaði í 194 mínútur, lengst í 27 mínútur. Hann er léttur á fæti og fór 47 sinnum í ræðustólinn. Eiður á metið í hópi þingflokksformanna hvaö tímalengd eða minútufjölda snertir. Næstur honum er Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Hann talaði í 188 mínútur, fór í 31 skipti í pontuna og talaði í einni strik- lotu í 34 mínútur einu sinni. Tólf konur á þingi Það þykir eflaust tíðindum sæta að tólf konur sátu á Alþingi Islendinga á haustmisseri. Þær sátu ekki allar tólf samtímis, eins og postularnir, í þingsölum. Sumar hurfu af vettvangi og aðrar komu í staðinn. Ein kona eöa tvær komu í stað karla og einn karl í stað konu. En sem kunnugt er eru níu konur kjömir þingmenn frá síðustu kosningum. Alls settist 71 einstaklingur í sæti þingmanna í Alþingishúsinu þetta tímabil; auk hinna kjörnu 11 varaþingmenn (utanríkisráðherra þar meðtalinn). Konur voru 1/6 hluti þingliös og töl- uðu í takt við það. Þær tóku 1/6 hluta af heildarræðutímanum. Samtals töluðu konurnar tólf í 1138 mínútur. Sú konan sem talaði lengst var Jó- hanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, hér nefnd mælsku- drottning meö mælskukónginum, honumHjörleifi. Jóhanna mælskudrottning talaði samtals í 235 mínútur. Lengsta ræðan hennar tók 38 mínútur í flutn- ingi og alis fór hún 37 sinnum í ræðu- stól. Fáorðust kvennanna var Magða- lena M. Sigurðardóttir, varaþing- maður af B-lista í Vestfjaröakjör- dæmi. Hún fór tvisvar í ræöustól og talaöi í hálfa minútu í hvort skipti. Ekki talaði Magöalena skemmst alira þingmanna. Þann heiður á áðumefndur Sveinn Jónsson vara- þingmaður sem kom inn fyrir mælskukónginn Hjörleif Guttorms- son. Rétt er að geta þess að allir þing- menn tóku til máls. Um jólaleyti í fyrra, þegar mælistikunni var beitt' hér á DV, kom í ljós að tveir þing- menn höfðu alls ekki tekið til máls. Nú voruallir með. Ráðherrar Samtals töluðu ráðherramir tíu rúmar 25 klukkustundir. Þeir töluðu í 1533 mínútur sem em 25 klst. og 33 minútur. Af samanlögðum mínútu- fjölda í ræðustól Alþingis hafa ráð- herrar tekið tæplega einn fimmta af tímanum. Ráðherrarnir ásamt þeim þremur sem í efstu sætum sitja nú, Hjörleifi, Svavari og Jóni Baldvin, hafa talað samtals í tæpar 3 þúsund mínútur sem er drjúgur skerfur 13 einstakl- inga af 71 sem á þingi hafa setið. Heildartíminn var tæpar 7 þúsund mínútur. Sá ráðherranna sem lengstu ræð- una hefur flutt er Albert Guðmunds- son, um fjárlögin auðvitað. Hann fór einnig oftast þeirra ráðherra í ræðu- stól, eða 64 sinnum. En tímalengdina á Sverrir Hermannsson iönaðarráð- herra. Hann talaði í 3126 mínútur alls. Sverrir fór 40 sinnum í ræðustól. Lengst talaði hann í 39 mínútur. Sverrir og Hjörleifur eru báðir methafar hvor í sínum flokki. Sameiginlegt áhugamál þeirra beggja — álmálið — hefur knúiö þá áframtildáða. Matthías A. Mathiesen viðskipta- ráöherra talaði skemmst ráðherra, eða tæpar 20 mínútur alls. Hann fór 4 sinnum í ræöustól og lengsta ræða hans var í 6 mínútur. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra talaði í 35 mínútur og Jón Helgason landbúnaðar-, dóms- og kirkjumála- ráðherra í samtals 58 mínútur. Konan i ráðherrahópnum, Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra, talaði í 135 mínútur, fór 35 sinnum í ræöustól og lengsta ræöan tók 14 mínútur. Forsætisráð- herra talaði lengst í 33 mínútur, hann fór 28 sinnum i ræðustól og talaði alls í 162 mínútur. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, sem eru sex, töluðu að meðaltali hver maöur í 165 mínút- ur. Ráöherrar Framsóknarflokks- ins, hins stjómarflokksins, töluðu að meðaltali hver maður 135 mínútur. Þeir ráðherrar eru fjórir. Lengst framsóknarráöherra talaöi félags- málaráðherrann Alexander Stefáns- son, eða 181 mínútu. Meðaltal eftir flokkum Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru 23 samtals. Að meðaltali talaöi hver þeirra 77 mínútur. Tveir varaþing- menn komu inn í þann hóp og með þeirra framlagi lækkar meðaltal hvers ræðumanns í rúmar 73 mínút- ur. Þingmenn Framsóknarflokksins eru 14 alls. Fjórir varaþingmenn flokksins tóku sæti á þingi þetta nýliðna misseri. Meðalræðutími framsóknarþingmanna er um 66 mínútur. Með ræöutima varaþing- mannanna styttist meðaltíminn í 53 mínútur. Tíu þingmenn Alþýðubandalagsins hafa talað að meðaltali 194 mínútur hver. Einn varaþingmaður er í þessum tíu manna aöalhópi. Það er Margrét Frímannsdóttir, en hún tók strax í upphafi þings sæti Garðars Sigurðssonar, Suðurlandskjördæmi. Sat hún fram að jólaleyfi. Tveir varaþingmenn til viðbótar tóku sæti á þingi fyrir Alþýðubandalagiö og með þeirra framlagi lækkaöi meðal- tími á hvern ræöumann í 162 mínútur rúmar. Þingmenn Alþýðuflokks eru sex að tölu. Þeirra mest talaði formaöurinn, Jón Baldvin, og minnst Karl Steinar, eöa 51 mínútu. Meðaltími alþýðu- flokksmanna er 195 minútur á hvern þingmann. Með einum varaþing- manni þeirra, Magnúsi H. Magnús- syni, sem talaði í 26 mínútur, lækkar meöaltalið í 171 mínútu. Magnús H. Magnússon talaði næstlengst vara- þingmanna sem komu inn í hálfan mánuð til þingstarfa. Lengst þeirra talaði varaþingmaður Kvennalist- ans, Kristín Ástgeirsdóttir, 49 mínútursamtals. Samtök um kvennalista hafa þrjá kjöma þingmenn. Að meðaltali töl- uðu þeir þingmennimir eða þær konumar í 140 mínútur hver þeirra. Guðrún Agnarsdóttir talaði þeirra lengst í 162 mínútur, hún fór 37 sinn- um í púltið og lengsta ræðan hennar stóö í 20 mínútur. Þær stöllur Kristín Halldórsdóttir og Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir töluðu hvor um sig í 130 mínútur. Tveir varaþingmenn tóku sæti fyrir Kvennalistaþingmenn og með þeirra ræðum styttist meðal- tíminn í rúmar 96 mínútur. Bandalag jafnaðarmanna hefur fjóra þingmenn kjörna. Þeirra málglaöastur er Stefán Benedikts- son. Hann hefur talað í 212 mínútur samtals, farið 46 sinnum í ræðustó! og talað lengst í 29 mínútur í senn. Samtals töluðu fjórir þingmenn bandalagsins í 509 minútur eða 127 mínútur rúmar aö meðaltali á mann. Deilt á kjördœmi Þegar málgleði þingmanna er deilt niður á kjördæmi virðast þeir málglaðastir í Austurlandskjör- dæmi. Það munar um Hjörleif og Sverri. Og þeir eru liödrjúgir bæði Halldór Ásgrímsson með 140 mínútur í ræðustól og Helgi Seljan með 147 mínútur. Tómas Árnason talaði samtals í 37 mínútur. Þingmenn Reykvíkinga eru alltal- hressir. Þeir töluðu að meöaltali í 157 mínútur. Vestfjarðaþingmenn eru með hressara móti eða meö 131 mínútu að meðaltali. Rétt er að geta þess að Austurlandsþingmenn eru með um 200 mínútur aö meðaltali. Þingmenn í Suðurlandskjördæmi eru ákaflega stuttorðir. Að meðaltali hafa þeir talað í tæpar 37 mínútur hver. Lengst þeirra sunnanmanna hefur Jón Helgason ráðherra talað eða í 58 mínútur, þá Arni Johnsen í 53 mínútur og Þorsteinn Pálsson í 51 minútu. Skemmst talaði Eggert Haukdal í 7 mínútur samtals, en hann fór tvisvar í púltið. Eftirmáli I þinghléi er mælskukóngur úr hópi þingmanna tvímælalaust Hjörleifur Guttormsson (549 mínútur). Tveir krónprinsar fylgja honum fast. Svavar Gestsson (468 mínútur) og Jón Baldvin Hannibalsson (362 mínútur). A eftir þessum methöfum þremur koma þeir Sverrir Her- mannsson (316 mínútur) og Albert Guðmundsson (286mínútur). Jóhanna Sigurðardóttir er mælskudrottningin, talaöi í 235 mínútur alls. Næst á eftir henni kemur Guðrún Agnarsdóttir (162 mínútur) og síöan Guðrún Helgadótt- ir (160mínútur). Stystu viðdvöl í ræðustól átti Sveinn Jónsson, hálfa mínútu. Af ráðherrum talaöi Sverrir Hermanns- son lengst. Ráðherrar sjálfstæðis- manna eru málglaðari en ráðherrar Framsóknar. Af formönnum flokka talar Svavar mest. Hann á reyndar annað met, sem enn er ógreint frá. Hann fór 70 sinnum í ræðustól á þess- um tíma. Af formönnum þingflokka talaði Eiöur Guðnason lengst eða 194 mínútur. Og þegar litið er til kjör- dæmanna hafa þingmenn Austur- landskjördæmis sagt flest orðin, miðað við höfðatölu og meðaltal. Af varaþingmönnum, sem komu inn til skemmri vistar, talaði Kristín Ástgeirsdóttir lengst, eöa 49 mínútur samtals. Þingmenn Alþýöubanda- lagsins tala mest allra þingmanna — miðað við höföatölu og mínútufjölda. Tilgangurinn með mælingu þessari var ekki að mæla afköst þingmanna á 107. löggjafarþingi Islendinga. Orðin í dálkunum segja ekki alit. En þau eru eins og meydómurinn, ekki aftur tekin. Sumir þingmenn kunna aö hafa spakmælið góða í huga: Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, aðrir: Minnisstæð eru margtöluð orð. Þeirra er valið — og kjósenda. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.