Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 25. JANOAR1985.
31
þróttir
íþróttir
íþróttii
Íþróttir
íþróttir
ns og fyrirliði og ar líklegt að þair júgóslavnasku hafi akki vitað hvað stóð á
um heppnir
t við áfram”
i Crvenka, mótherja Víkinga íkvöld
eðlilegt, dómaramir og annað, ættum
við að komast áfram. Ég vona svo
sannarlega að okkur takist að sigra í
leikjunum gegn Víkingum,” sagði
Siobodan Miskovic í samtali við DV í
gærkvöldi.
Júgóslavamir æfðu í gærkvöldi í
Réttarholtsskóla og var greinilegt að
þar fara engir byrjendur í handknatt-
leik. Ljóst er að leikmenn liðsins eru
mjög ungir en hávaxnir og sterkbyggð-
ir. Ef Vikingar ná að sýna sínar bestu
hliðar ættu þeir að geta komið á óvart.
Áhorfendur geta hér ráðið úrslitum.
Hið unga lið Crvenka verður eflaust
taugaóstyrkt í kvöld og áhorfendur
ættu að geta tekiö leikmenn liðsins á
taugum með öskrum og hvatningar-
ópum. Það er skylda áhorfenda að
hreinlega öskra Júgóslavana út úr
keppninni. Full Laugardalshöll af
hvetjandi áhorfendum ræöur úrslitum
í leiknum í kvöld sem hefst í Laugar-
dalshöllklukkanhálfníu. -sk.
King tii Úlfanna
Andy King, fyrrum knattspyrnu-
maður Everton, sem hefur leikið með
AEK Aþena i Grikklandi og hoilenska
liðinu SC Cambuur undanfarin ár, er
nú á fömm tU Englands á ný. Úlfarair
hafa sýnt mikinn áhuga á að fá hann tU
sín. -SOS.
„Hlýt að mega
segja að ég
sé ánægður”
o Jón Páll Sigmarsson sterkasti maður heims
o „Má því miður ekkert segja fyrr en eftir þrjár
vikur ” sagði Jón Páll í gærkvöldi
„Ég má því miður ekkert segja. Við
skrifuðum undir þagnareið varðandi
keppnina áður en hún hófst. Þetta
kemur tU vegna sjónvarpsstöðva sem
hafa aUan einkarétt á frásögn af mót-
inu fyrstu þrjár vikumar,” sagði
kraftajötunninn Jón PáU Sigmarsson i
samtali við DV í gærkvöldi eftir að
hann hafði sigrað glæsUega í keppninni
um nafnbótina sterkasti maður heims.
„Mátt þú ekki segja að þú sért mjög
ánægöur með sigurinn?
„Jú, ég hlýt að mega segja þér að ég
er ákaflega ánægður með þennan sig-
ur,”sagði JónPáU.
Keppni þessi felst í því að leysa hinar
ýmsu þrautir. Draga trukka, henda
trjástofnum, velta bifreiðum ákveðna
vegalengd, lyfta björgum o.fl.
Jón PáU hlaut 57,5 stig af 64 mögu-
legum. Annar varð heimsmeistarinn í
125 kg flokki kraftlyftinga, Walters að
nafni. Hann hlaut 51,5 stig þannig að
sigur Jóns Páls var stór. Þriðji varð
kúluvarparinn kunni, Geoff Capes frá
Englandi, hann hlaut 49 stig. -SK.
Það þarf stæltan likama til afl sigra í keppninni um nafnbótina sterkasti
maflur heims. Allir ættu að geta verifl sammóla um afl Jón Póll sé í
stæltara lagi enda sigrafli hann glæsilega.
Bestu leikir Víkings eru
í Evrópukeppninni
Rætt viöKristjánSigmundsson landsliðsmarkvörð um Evrópuleiki Víkings
ogCrvenkaogfleira
„Það er vel hægt að koma leikmönn-
um Crvenka úr jafnvægi og við Víking-
ar förum í leikina við þá með því hug-
arfari að sigra og komast í 4-liða úrslit
Evrópukeppni bikarhafa,” sagði Krist-
ján Sigmundsson, hinn leikreyndi
markvörður Víkings, i samtaU við DV.
Kristján hefur leikið yfir 200 leiki í
meistaraflokki Vikings — aUa Evrópu-
leiki liðsins frá 1978 — og hefur leikið
95 landsleiki fyrir ísland. Fyrri leikur
Vikings og Crvenka verður í Laugar-
dalshöUinni i kvöld og hefst kl. 20.30.
„Hugarfar leikmanna er aUt annað í
dag en fyrir tíu árum þegar ég var að
byrja að leika handbolta. Þá höfðu
menn ekki trú á sigri gegn erlendum
liöum. I dag krefjast menn sigurs,
bæði leikmenn og áhorfendur. Ég veit
að leikmenn Crvenka verða erfiðir en
ég tel okkur eiga jafna möguleika og
júgóslvaneska liðið. Við getum sigrað
með góðum stuðningi áhorfenda og
samstöðu leikmanna,” sagði Kristján.
Nú töpuðu Víkingar fyrir FH á dög-
unum, þrátt fyrir stórleik þinn í mark-
inu?
„Já, við töpuöum en í hörkuleik. Við
lékum stórgóðan handbolta í fyrri hálf-
leik og sýndum þá að við erum á upp-
leið. Þetta er bara spurning um tíma
og við verðum í toppformi gegn
Crvenka. Ég var ánægður með mína
frammistöðu gegn FH, þrátt fyrir tap-
iö. Eg fann mig vel og varði mörg erfið
skot.
Lékum vel á Spáni
Þaö er ekki vafi að Víkingsliöiö er
mjög sterkt þegar allt smellur saman.
Það sýndiun við í Evrópuleikjunum á
Spáni, lékum okkar bestu leiki á leik-
tímabilinu og stóðum saman sem einn
maður. Afrek okkar ber að skoða í því
ljósi að Coronas Tres de Mayo sigraði
nýlega Atletico Madrid og Tecnina, tvö
stórlið í spönskum handknattleik.
Peter Eror, þjálfari Vestmannaeyja-
Þórs, sagði fyrir skömmu í viötali að
Víkingar ættu litla möguleika gegn
Crvenka. Ég tel það jákvætt fyrir okk-
ur ef það verður til þess að Júgóslav-
arnir vanmeta okkur. Víkingur hefur
sýnt í Evrópuleikjum á undanförnum
árum að liðið er mjög sterkt. Þar eru
margir leikir eftirminnilegir eins og
þegar við lékum við ungverska liðið
Tatabanya. Víkingur sigraöi, 21—20, í
Reyk ja vík. Fórum meö eins marks sig-
ur í veganesti til Ungver jalands og það
nægði. Við áttum stórleik og það ótrú-
lega gerðist að við slógum út austan-
tjaldsliö. Við höfðum trú á okkur og
það skipti sköpum. Þá eru leikirnir við
Atletico Madrid mjög minnisstæðir.
Eftir leikinn í Madrid fékk ég tilboð um
að leika á Spáni. Eg var ekki tilbúinn
að fara, var þá á ööru ári í viðskipta-
fræði við Háskóla íslands.
Erfið ár en mikill árangur
Árin með Víkingsliðinu hafa veriö
stórkostleg en feikilega erfið. Við
sigruðum á Islandsmótinu fjögur ár í
röð, jafnoft í Reykjavíkurmótinu og
höfum fjórum sinnum orðið bikar-
meistarar. Kjarninn er til staðar enn í
dag og við erum reynslunni ríkari. Höf-
um trú á getu okkar og lið sem hefur
leikmenn eins og Þorberg Aöalsteins-
son, Viggó Sigurðsson, Guðmund Guð-
mundsson, Hilmar Sigurgislason,
Steinar Birgisson, Karl Þráinsson og
Ellert Vigfússon í markinu er ekki á
flæðiskeri statt. Allt leikmenn sem em
sjóaöir í baráttunni með Víkingi og ís-
lenska landsliðinu,” sagði Kristján
Sigmundsson.
Tekst Jóni Erai Slgurðssyni að vinna
sér inn 10 þúsund krónur um helgina?
Tíu þusund í
1. verðlaun
Heljarmikið mót veröur haldið í
billiard að Armúla 19 um helgina.
Sigurvegarinn gengur út með tíu
þúsund krónur og þrátt fyrir dýrtíðina
hér er hægt að fá ýmislegt fyrir þá
upphæð.
Keppnin, sem er öllum opin, er með
útsláttarfyrirkomulagi. Alls nemur
verðlaunaféð 30 þúsund krónum.
Fyrir annað sætið em veittar 5
þúsund, 2500 kr. fyrir þriðja og f jórða
sætið og þúsund krónur fyrir næstu
fjögur sæti. Auk þess fær sá keppandi
sem nær hæstu skori 5 þúsund krónur.
Það er því til mikils að vinna fyrir
knattborðsleikarana um helgina.
-SK.
Hörkukeppni
á stigamótum
íbilliard
Jónas P. Erlingsson varð sigurveg-
ari á þriðja stigamóti Billiardsam-
bandsins sem fram fór nýverið. Jónas
hefur nú unnið tvö mót í röð og er
efstur að stigum, hefur hlotið 89,5 stig.
í öðm sæti er Ágúst Ágústsson með
89,3 stig, þriðji Jón öra Sigurðsson
með 67 stig, f jórði Viðar Viðarsson með
60,2 stig, fimmti Ásgcir Guöbjartsson
með 46,7 stig og sjötti er Bjami Jóns-
son sjálfur með 46,5 stig. Þegar stiga-
mótunum lýkur komast fjórir efstu
menn sjálfkrafa i landsliðið. Næstu
verkefni þess em væntanlega leikir
gegn Englendingum eða Skotum.
-SK.
þróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Heimsmet
Salazar
strikað út
Fyrrum heimsmet Alberto Saiazar
USA,Í maraþonhlaupi, 2 klukkustundir
8 mín. og 13 sekúndur, sem hann vann í
New York-maraþonhlaupinu 1981,
hefur verið strikað út af stjóra frjáls-
íþróttasambands Bandaríkjanna.
Komlð hefur í ljós að það var ekki rétt
vegalengd sem Salazar hljóp. Reynd-
ist 50 metrum of stutt og þetta kom
fram nýlega þegar brautin í New York-
maraþonhlaupinu var endurmæld.
Árangur Bretans Steve Jones, 2:08.05,
sem hann náði í maraþonhlaupi í fyrra
i Chicago, er besti timi sem náðst hefur
í maraþonhlaupi.
Framkvæmdastjóri New York-
maraþonhlaupsins, Fred Below, sagði
í New York í gær að ákvörðun stjórnar
frjálsiþróttasambandsins hefði komið
mjög á óvart. „Við munum áfrýja”,
sagðl hann „því í reglum um maraþon-
hlaup er leyfður 92 jarda munur hvað
vegalengdina snertir — það er fré hin-
um hefðbundnu 26 mðum, 385
jördum.” t kílómetrum er það 42,195.
•hsím.
íþróttir