Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1985, Blaðsíða 8
8
DV. FQSTUDAGUR 25. JANUAR1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Engin
misnotkun
Eþíópskur embættismaöur segir
að óstaöfestar fullyrðingar Banda-
ríkjastjórnar um misnotkun á al-
þjóðlegri matarhjálp kunni aö
verða til þess að minnka áhuga
hjálparstofnana og einstaklinga á
því að aðstoða hinar milljónir Eþíó-
pa sem nú eru á barmi hungurs-
neyðar.
Teferi Wossen segir Bandaríkja-
stjóm ekki hafa sent mat til Eþíó-
píu síöan i október. Einkastofnanir
hefðu þó verið mjög gjafmildar.
Hann sagði að stjómir Eþíópíu og
Bandaríkjanna hefðu undirritað
samning um 50.000 tonn af mat sem
senda á á þessu ári. Ekkert af hon-
um heföi þó borist enn.
Teferi sagði allar fullyrðingar
um misnotkun hjálparsendinga
vera rangar.
1.000 hafa
horfið
Forsætisráðherra Perú hefur lof-
að fullri rannsókn á staðhæfing-
um Amnesty International um aö
fleiri en 1.000 manns hafi horfiö í
vörslu öryggislögreglunnar.
Amnesty International sendi fjöl-
miðlum í fyrradag skýrslu þar sem
sagt var aö fólkið hefði horfið eftir
að öryggislögreglan hafði handtek-
ið það. Handtökurnar fóru. fram í
héraði sem er undir neyðarlögum. I
þessu héraði hafa skæruliðar mao-
istasamtakanna Sendero Luminoso
herjað mjög stíft.
Fleiri en 4.000 manns hafa dáið í
bardögum stjómar og skæruliða í
Ayacucho héraðinu á undanfömum
árum. Jóhannes Páll páfi ætlar að
heimsækja Ayacucho þegar hann
kemur í opinbera heimsókn til Perú
ínæstu viku.
Skaust upp
Þrettán manns meiddust þegar
geysimikill vindsveipur skaut flug-
vél sem var á flugi yfir Grænlandi
300 metra upp í loftið á þremur sek-
úndum.
Boeing 747 vél Pan Amerikan
flugfélagsins var í 10 kílómetra
hæð þegar atburðurinn gerðist.
Skyndilega fór 10 hnúta vindhrað-
inn upp í 100 hnúta og breytti um
stefnu og 80 gráður. Sex farþegar
og sex flugfreyjur og flugþjónar
meiddustlítillega.
I flugvélinni vom 125 farþegar.
Seðja sig
áný
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
ritara DVí Svíþjóð:
Líbönsku flóttamennirnir sem
undanfarna dqga hafa verið í hung-
urverkfalli í 'Trúboðskirkjunni í
Vámamo hafa nú hætt hungurverk-
fallinu.
Segjast þeir hafa gert það vegna
barnanna sem eru í þeirra hópi.
„En við munum halda barátt-
unni áfram fyrir því að fá að setj-
ast að í Svíþjóð og við vonum að al-
menningur í landinu styðji okkur,”
sögðu talsmenn þeirra.
Nær 3.000
fórust
Indverska stjómin segir að sam-
tals hafi aö minnsta kosti 2.717
manns látiö lífið í átökunum eftir
morðið á Indiru Gandhi í nóvem-
ber. Þessi tala er tvöföld sú tala
sem stjórnvöld hafa hingað til not-
aö.
Umsjón
ÞórirGuðmundsson
Falklandseyjastríðið:
Chile neitar en
grunurinn hverfur ekki
Braskir hermann sfga úr þyriu i calkiandsayjastriðinu. Notuðu þeir harflug
valli i Chilo?
Chilestjórn neitaöi í gær að nokkuð
væri hæft í fréttum breska dagblaðsins
New Statesman um að Chile hefði leyft
8 Bretum aö nota flugvelli sina til aö
senda njósnaflugvélar yfir Argentínu á
meðan á Falklandseyjastríðinu stóð.
Bretar eiga í staðinn aö hafa lofað að
selja Chile hergögn.
Orðrómur var á kreiki á meðan á
Falklandseyjastríðinu stóð að einhver
samvinna ætti sér staö á miUi ChUe og
Bretlands. Sá orðrómur fékk byr undir
báða vængi þegar bresk þyrla hrapaði
í suður Chile og áhöfn hennar fékk
snarlega að fara úr landi. öryggisráð-
stafanir í kringum Punta Arenas flug-
vöUinn, sem aUtaf eru miklar, vora
hertar mjög á meðan á stríöinu stóð.
Nú hafa bæði Bretar og ChUemenn
neitað að nokkur samningur hafi verið
gerður.
Mikiö er í húfi fyrir ChUe að ekki
sannist slík samvinna. Chilemenn hafa
nýlega gert samkomulag við Argen-
tínustjóm um skiptingu nokkurra eyja
við suöurodda Suður-Ameriku. Þetta
samkomulag er talið í hættu komi í Ijós
að Chilemenn vora á bandi Breta í
Falklandseyjastríðinu.
MIKIL SPENNA
í SAMBÚÐ
INDLANDS
OG FRAKKLANDS
Frá Arna Snævarr, fréttaritara DV í
Lyon:
MUiU spenna ríkir nú miUi Frakka og
Indverja eftir hið nukla njósnamál
sem komið hefur upp í Nýju Delhi. Ind-
verskt blað hefur sagt aö Bolley
höfuðsmaður, sem vann í sendiráði
Frakka í Delhi en fór í snarhasti heim
þegar upp komst um njósnirnar, muni
verða lækkaður í tign.
Frönsk blöö segja nú að ljóst sé aö
hvorki Bandaríkin, Vestur-Þýskaland
né Pakistan hafi átt hlut aðmáU. Held-
ur sé þama um að ræða verslunar- og
iðnaðarnjósnir og mútustarfsemi tU að
liðka fyrir sölu á frönskum vopnum og
háþróuðum iðnaðarvamingi.
Talið er að tveir franskir og ann ind-
verskur kaupsýslumaður hafi verið
lykUmenn í njósnanetinu. Það hafi
verið Indverjinn Kumar Narain sem
sá um að bera fé á embættismenn i
skiptum fýrir upplýsingar. Indverj-
amir era nú í fangelsi en þeir frönsku
komustúrlandi.
Indverska stjómin leitar nú logandi
ljósi að öðrum sem við sögu eiga að
hafa komið. Eins og í öllum góðum
njósnasögum vora vín og falar konur í
spiUnu, að sögn blaða. Mun hinn fíni
Gymkhanakiúbbur hafa verið gróðrar-
stía spUlingarinnarí þessu tUfeUi.
Gandhi tekur á móti
þjóðarleiðtogum
Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Ind-
lands, mun ganga í gegnum framraun
sína sem heimsleiðtogi á mánudag. Þá
verður hann gestgjafi fimm virtra
þjóöarleiðtoga sem ásamt hinni látnu
móður hans sameinuðust í mai í fyrra
um að skora á stórveldin aö hætta tU-
raunum með kjamavopn og að fram-
leiöa þau.
Rajiv tekur nú sæti móöur sinnar á
þessum fundum. Þjóðarleiðtogarnir
fimm era Miguel de la Madrid frá
Mexíkó, Raul Alfonsin frá Argentínu,
Olof Palme f rá Svíþjóð, JuUus Nyerere
frá Tansaníu og Andreas Papandreou
frá Grikklandi.
Olafur Ragnar Grímsson var einn
helsti skipuleggjandi þessara funda.
Hann er nú í Nýju Delhi.
Ráðstefnan á mánudaginn er sú
fyrsta sinnar tegundar sem Rajiv
Gandhi er viðstaddur sem forsætisráð-
herra. Hann hefur enn ekki ferðast er-
lendis síðan hann var k jörinn í embætti
í desember.
Gandhi situr sinn fyrsta alþjóðafund
sem forsætisráðherra á mánudag.
Ölafur Ragnar Grimsson áttl miklnn
hlut í skipulagningu funda lelðtoganna
sex.
Fjármálaráðherrafundurinn:
GÖNG UNDIR EYRARSUND?
Ákvörðun f jármálaráðherra Norður-
landanna i gær um að veita miklu
rnagni f jár til vegaframkvæmda gæti
orðið til að gera drauminn um Eyrar-
sundsgöng hugsanlegan. Embættis-
menn í Stokkhólmi seg ja að samningur
fjármálaráðherranna sé um eitt
stærsta samvinnuverkefni sem Norð-
urlöndin hafa komið sér saman um.
Þeir samþykktu að veita um 10
milljörðum íslenskra króna í vega- og
járnbrautarframkvæmdir. Þetta gæti
leitt til þess aö hafist verði handa um
framkvæmd draumsins um göng sem
myndu tengja Danmörku og Svíþjóð
um hið 20 kílómetra breiða Eyrarsund.
Þetta sund er nú frosið og hægt er að
ganga milli landanna tveggja.
Það er Per Gyllenhammer, hjá
Volvo-fyrirtækinu, sem hefur verið for-
sprakki slikra hugmynda nú nýlega.
m------------------►
Geta menn i framtiflinni
keyrt undir Eyrarsund?