Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Segir 60 milliónir vera ólæsar í USA Um þriöjungur allra fulloröinna í Bandaríkjunum er ólæs eöa því sem næst. Þá er átt viö aö um 60 milljónir manna í Bandaríkjunum geti ekki leitað uppi númer í símaskrá, lesiö sér td gagns leiðbeiningar á neyt- endaumbúðum, stautaö sig fram úr húsaleigusamningi eöa taliö hvort þeir haf i fengið rétt gefið til baka. Bersögul bók Slíkar fullyrðingar um tæknivædd- ustu þjóö í heimi þykja saga tU næsta bæjar enda vekur vestan hafs mikla athygU um þessar mundir nýútkom- in bók þar sem höfundurinn heldur þessu fram fuUum fetum. Þetta er 270 síöria bók, „IlUterate America” (Olæs Amerika), eftir Jonathan Kozol sem fyrst fyrir tveim áratug- um vakti eftirtekt fyrir róttækar skoöanir á fræöslumálum. — Eftir hann Uggur raunar önnur bók sem ber titUinn „Death at an Early Age”. Bók þessi er ekki félagsfræði- skýrsla heldur framsetning á skoðunum höfundar sem hann bygg- ir á tölum úr opinberum skýrslum og um leiö er bókin frá hans hendi heróp, hvatning tU landsyfirvalda og landa háns um aö hefja stríö gegn ólæsi. I 49. sæti yfir læsar þjóðir Samkvæmt tölum, sem Kozol sækir i opinberar skýrslur, eru til dæmis 40% fullorðinna í Boston ólæs. Miöað viö blökkumenn í öUu landinu er ólæsiö þeirra á meöal 44%. — Þetta eru hrikalegar tölur og von aö Bandaríkjamönnum bregöi viö aö fá þeim núið miskunnarlaust um nasir. En í skýrslum Sameinuöu þjóðanna um aöúdarríkin 158 eru BandarUíin ekki nema í 49. sæti í rööinni yfir þau sem hafa útbreidda leskunnáttu. En það er ekki nóg meö þaö. Kozol fullyröir að ástandiö fari versnandi í þessum efnum eftir því sem þjóö- félagiö er minna háö lestri í fjölmiðl- um, þegar þaö er mataö á fréttum meö taU og mynd. Samt er þróunin sú að starfsveiting á vinnumarkaðn- um gerist stöðugt háöari leskunn- áttu. Starfsþjálfun er að miklu leyti á lesmáli. Dylja ólæsið Kozol útmálar í bókinni hvemig ólæsir séu bagaöir í lýðræöisþjóö- félagi og veröi verulega afskiptir í preptmálssamfélagi. öfugt viö flesta minnihlutahópa tálmi ólæsið þeim aö koma þeirra sjónarmiðum á fram- færi á nógu áhrifaríkan hátt til þess að fá úrbætur. Um leiö undirstrikar hann aö ólæsi geti verið lengi til staöar í stóru samfélagi án þess aö heildin verði þess vör. Margir fyrir- veröi sig fyrir ólæsið og leggi tölu- vert á sig til þess aö leyna þvi. — Hann likir ólæsinu viö fötlun þar sem hinn ólæsi sé hamlaöur meö þrenn- um hætti: Vegna útilokunar í sam- félaginu og viöskiptum, vegna van- þekkingar á fortíöinni (sem gæti fal- iö í sér skýringu á stööu hans) og vegna vanhæfni hans til þess að skýra sitt mál skriflega. Vilja þeir frekar ólæsi? Kozol segir aö þetta sé hvorki áskapað (fyrir erföir t.d.) né heldur áunniö heldur elti þetta sjálfs sín skott. Svo sem eins og þegar ólæsir foreldrar geta ekki búiö börn sín Jonathan Kozol, bókarhöfundurinn sem heldur þvi fram að þriðjungur fullorðinna i Bandaríkjunum sé ólæs. undir lesnám í skóla með því aö lesa fyrir þau, né heldur skrifaö til aö fá umbætur í skóla sem misheppnast hefur aö uppfræöa börn þeirra. — Kozol tekur svo djúpt í árinni aö segja aö ólæsi sé ekki slysni. Hann álítur aö of mörgum pólitíkusum þyki þaö fremur til bóta aö þetta fólk eigi óhægt meö aö tjá sig á opinber- 'úm vettvangi eöa á stjórnmálavett- vanginum. Bókarhöfundur tilgreinir ýmsar þjóöhagsástæöur fyrir því aö skera þurfi upp herör gegn þessim vanda. I leik aö tölum meinar hann aö þaö kosti samfélagið 20 milljaröa dollara á ári aö svo stór hluti þjóðarinnar sé ólæs. Og til þess að hrista ærlega upp í lesandanum varpar hann fram spurningu um hvernig honum þætti aö stíga upp í flugvél sem heföi verið í viðhaldi hjá starfsmanni er ekki kynni að lesa leiðbeiningarnar. Vill almannasamtök Kozol telur aö fækka mætti ólæsum um helming meö tíu milljaröa doll- ara fjárveitingu árlega í tíu ár til lestrarkennslu. Hann gerir sér engar vonir um að stjómin og fjárveitinga- valdið muni verða viö þeirri áskorun. Þvert á móti heldur hann því fram aö Reaganstjórnin vilji skera niöur það 1,65 dollara framlag á einstakling sem nú sé veitt til þessa þáttar. Því vill hann hvetja til stofnunar samtaka meöal almennings sem fylgja skuli málinu eftir uns lands- feöurnir treystist ekki lengur til ann- ars en veröa viö kröfum um úrbætur. Beinir hann máU sínu til námsfólks, kennara, útgefenda og hvers sem heyra viU eöa sem hann telur að geti lagt baráttunni liö.. Ný gerö myndbands- tækja er væntanleg Videotökuvélarnar veröa smám saman minni og meöfærUegri. Meö nýrri videotökuvél ætlar Sony aö vinna hug og hjörtu viðskiptavina sinna. Árum saman mátti Sony fyrirtæk- ið þola að kaupendur ::óttu mest í videotæki keppiiauta sinna, VHS- tækin. Betamax-cækin frá Sony og Video 2000, sein margir evrópskir keppinautar framleiddu, voru í ööru og þriðja sæti. Sony ætlar nú aö sópa að sér viðskiptavinum í Evrópu meö fjórðu gerðinni. MyndavéUn, sem hægt verður aö kaupa í lok apríl, er aöeins 2,3 kg þung eöa einu kílói léttari en sam- bærilegt Sony videotæki. Myndband- iö sjálft er aöeins átta mUUmetra breitt en venjuleg myndbönd eru 12,7 mm á breidd. Engu aö síður á aö ■«r*r Nýja myndbandið er til vinstri á þessari mynd en venjuleg gerð af segul- bandsspólu er til hægri. vera hægt að taka upp á hana efni í 90 mínútur. Veröiö út úr búð í Þýskalandi er í kringum 4000 mörk og er gert ráö fyrir aö sernna bætist viö móttöku- tæki sem geri fólki kleift að taka efni upp úr sjónvarpi og nota þá tækiö sem ven julegt myndbandstæki Hörð samkeppni Meö því aö taka þetta skref tekur Sony fyrirtækið mikla áhættu. Þó aö þau 122 fyrirtæki í öllum heiminum sem framleiða videotæki hafi tekiö þá ákvöröun aö þessi stærö af mynd- böndum ætti aö vera framtíðarstað- aUinn hafa þau sífeUt slegið því á frest aö taka hann upp. Aðeins amerísku fyrirtækin, Kodak og Polaroid, hafa barist fyrir nýja staðl- inum vegna vaxandi söluerfiðleika en hingaö tU án teljandi árangurs. Þessi fyrirtæki hafa nefnUega engu aö tapa heldur aUt aö vinna. Keppinautar Sony fylgjast tor- tryggnir meö framvindu mála. Matsushita samsteypan og dóttur- fyrirtæki hennar, JVC, sá til þess aö tUkomu nýju átta mUUmetra mynd- bandsins var alltaf seinkaö. Fyrst komu VHS-framleiöendur með nýja minni gerö af VHS-myndböndum sem aöeins var hægt aö nota meö sér- stöku viðbótartæki. Síðan kom Matsushita fram meö nýja gerö myndavélar sem var um leið hægt að nota sem upptökutæki fyrir venju- leg VHS-myndbönd. Sony fyrir- Nýja átta millímetra myndavélin frá Sony. tækið sá þess vegna fram á sífellt minnkandi markaöshlutdeUd og á nú viö vissa erfiöleika að stríöa á meginlandi Evrópu. Þegar komið á markaðinn í Japan Sony vUl þó ekki leggja Beta ein- faldlega niður og hefja framleiöslu á VHS-tækjum eins og PhiUps, Grundig og Sanyo fyrirtækin neydd- ust tU aö gera. Forráöamenn Sony fyrirtækisins sáu enga aöra lausn en aö hefja sókn. Norio Ohga, forstjóri Sony, tilkynnti!!. janúarsíðastUðinn:1 „Nú hefst nýtt tímabil í sögu mynd- bandstækja,” og átta dögum síðar var nýja tækiö komið á markaðinn í Japan. Meö nýju véUnni hefur Sony fyrir- tækinu tekist aö lokka tU sín nýj- an flokk kaupenda. Annar hver nýr kaupandi átti ekkert myndbandstæki fyrir. Til þess að anna eftirspurn jók Sony framleiöslu sína úr 30.000 tíékj- um í 40.000 tæki á mánuöi. Um ára- mótin eiga þessar tölur aö vera komnar upp í 80.000 til 100.000 tæki á mánuði. SamhUða nýju tækjunum mun Sony halda áfram aö framleiða tæki af Beta gerð.því aö enn stendur nýja kerfiö á brauðfótunum. Framleiðir enginn annar en Sony nýju tækin? öll þekktustu fyrirtækin á sviöi myndbandaframleiöslu hafa tilkynnt að þau muni hef ja framleiöslu á nýju geröinni. Hins vegar hefur ekki neinn framleiöandi á myndbands- tækjum tilkynnt aö framleiðsla á hinu nýja kerfi muni hefjast á næst- unni. Talsmenn Matsushita hafa sagt: „Við sjáum enga þörf fyrir þessa gerö tækja á næstu árum.” Það má líka vera að stærstu fyrir- tækin stjórni því hvaö verður ofan á í- baráttunni. ÞýttúrDerSpiegel -ÁE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.