Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985. íslenskarflugvélar: FLUGSLYS HAFA VALDtÐ DAUÐA 359 MANNA íslensk loftför hafa frá upphafi flugs valdiö dauða 359 manna. Meira en helmingur þeirra fórst í einu slysi, eða 183 menn, þegar DC-8 þota Flug- leiða fórst á Sri Lanka árið 1978. Þessar upplýsingar eru fengnar úr fyrstu ársskýrslu flugslysanefndar. Nefndin hefur ákveðið, í samráöi við samgönguráðuneytið, að gefa fram- vegis út ársskýrslu um störf sín. I skýrslunni er fjallað um fimmtán mál, sem loftferðaeftirlit Flugmála- stjómar hafði til meðferðar á árinu, þar sem flugslysanefnd var aðili að rannsókn. Fjölmargar töflur og yfirlit um flugslys og óhöpp eru í skýrslunni, þar á meðal um orsakaþætti. Einnig er aö finna lagaákvæöi sem lúta að rann- sókn flugslysa. 1 yfirliti um dauðaslys í íslenskum loftförum frá upphafi kemur fram að fyrsta dauðaslysið varð árið 1920 er barn hljóp í veg fyrir flugvél í flugtaks- bruni í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Hér fer listi yfir mestu flugslys Islandssög- unnar: -KMU. Ár Skrásnr. Tegund loftfars Málsatvik i stuttu máli og slysstaður Látnir 1978 TF-FLA Douglas DC-8-63 Fórst í aðflugi að flugvellinum við Colombo á Sri Lanka. 183 1947 TF-ISI Douglas C-47A Flaug á Hestfjall i Héðinsfirði austan Siglufjarðar. 25 1951 TF-ISG Douglas C-47A Týndist undan Vatnsleysuströnd í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. 20 1964 TF-ISU Vickers V-759 Fórst i aðflugi að Fornebuflugvelli við Osló. 12 1970 TF-FIL Fokker F-27-300 Fórst á eyjunni Mykines i Færeyjum i aðflugi að Vagarflugvelli. 8 1975 TF-LKH Sikorsky S-55 Fórst við bæinn Hjarðarnes á Kjalarnesi við Hvalfjörð. 7 1973 TF-VOR Beech D-50B Fórst i Búrfjöllum norðaustan Langjökuls. 5 1982 TF-FHJ PA-23-250 Flaug á Kistufell i Esju í aðflugi að Reykjavikurflugvelli. 5 1947 TF-RVI Grumman JRF-6B Fórst í flugtaki á Hvammsfirði við Búðardal. 4 1948 TF-RVL Avro Anson V Fórst á Skáiafelli á Hellisheiði á leið frá Vestmannaeyjum. 4 1958 TF-BOB Cessna172 Fórst á Úxnadalsheiði ofan Bakkasels á leið til Akureyrar. 4 1968 TF-DGF Piper PA-28-150 Spann til jarðar i skýjum og fórst á Brunnhæð ofan Látrabjargs. 4 1970 TF-LLG Canadaair CL-44J Fórst í aðflugi að flugvellinum við Dacca i A-Pakistan. 4 1973 TF-REA Mooney M-20E Flaug á fjallshlið í Snjófjöllum vestan Holtavörðuheiðar. 4 1974 TF-JOI Beech B-23 Fórst i Svínadal i Dölum i flugi til Reykjavikur. 4 1980 TF-RTO BN-2A Islander Fórst i Smjörfjöllum, N-Múl. á leið til Egilsstaða. 4 1981 TF-ROM Rockwell RC-112 Fórst við Þverárvötn á Tvidægru á leið tii Akureyrar. 4 1983 TF-RÁN Sikorsky S-76A Fórst i æfingaflugi frá varðskipi í Jökulfjörðum. 4 1951 TF-RPM Airsp. Consul Fórst i hálendi Skotlands i ferjuflugi til íslands. 3 1959 TF-EVE Cessna 172 Fórst i Sátudal á Snæfellsnesi á leið til Reykjavikur úr sjúkraflugi. 3 1967 TF-AIO Douglas C-47A Flaug á Kervíkurfjall i aðflugi að Vestmannaeyjaflugvelli. 3 1974 TF-OAE Douglas DC-6B Fórst í aðflugi að flugvellinum við Niirnberg, V-Þýskalandi. 3 Flugslysið á Sri Lanka. Þar létust 183. Léttbátur f rá 1946 ÁsgeirHvítaskáld skrifarumsiglingar Síðasta laugardag prófaði ég nýjan léttbát sem ég hef veriö aö smíða í tómstundum í vetur. Oskar Júlíus- son skipasmiður, sem hefur smiðað marga laglega listibáta, lánaði mér bátabók sem gefin er út árið 1946. Þar fann ég teikningu af léttbáti. Mig vantaði svona bát, því svona jullu notar maður til að róa út í seglskút- una sem liggur við legufæri úti á firðinum. I bókinni stóð að auövelt væri að róa henni og aö hún væri létt í drætti. Eg ákvað að smíöa eftir þessari gömlu teikningu. Það var auðvelt að smíða hana; heftaði hana í lím. Notaði eins þunnan krossvið og mögulegt var til að gera hana létta. En það er erfitt að burðast með þungan léttbát upp fjöruna þegar maður hefur verið einn á sjó og er sárþreyttur. Þegar ég hafði klárað að smiöa julluna voru komnir í fjöl- skyldu mína tveir bátar og ein kona. Allir fjölskyldumeðlimir bíða eftir sumrinu, eftir sólríkum norðanvindi og mjúkum sunnanbyr. Saman mun- um við sigla út á hafið, með juUuna í eftirdragi, og finna ævin- týri. Á laugardaginn bárum við léttbát- inn niður í fjöruna út í Nauthólsvík. Það var rok og öldurnar gengu yfir gömlu bryggjuna. En það var logn í litlu víkinni. Seglbretti geystust fram og aftur úti á voginum. Létt- báturinn er rauður aö innan en svart- urað utan, heitir „Litli draumur”. Kærastan settist á þóftuna í skut en ég á miöþóftuna og ýtti frá landi. Báturínn fauk frá landi svo léttur var hann á vatninu. Eg setti út árar. „Við megum ekki vera lengi,” sagði hún, var að fara í eitthvert boð semég varbúinnaðfría migfrá. Það var létt aö róa bátnum, þó var hannörlítiövalturmeðokkurtvö. Eg reri út á víkina. Nú var smiðurinn stoltur af árunum sem hann hafði smíðað sjálfur. Komum út í öldumar og það small í stefninu. Ljóst var aö erfitt gat verið að ferja marga óvana ílandívondu veðri. „Egvilfaraíland.” „Ertuhrædd?” „Já,” sagði hún og hélt sér í stíg- vélinmín. Brátt setti ég hana í land og þá var þetta allt annar bátur. Ekki vitund valtur og svo létt aö róa honum að maður fór bátslengdina við eitt ára- tak. Eg þaut áfram eins og á kapp- róðrarbáti og brátt var ég kominn út á miðjan Fossvoginn. Það kom ekki einu sinni skvetta inn þó þama væru háar öldur. Þama var strákur á seglbretti, í basli. Nú sat hann bar á brettinu og. rak út í hafsauga. Að koma þjótandi gúmmari og allir um borð voru með rauð kaskeiti; nýjasta tískan í segl- brettabransanum. Seglbrettaæðiö virðist vera að stórum hluta tísku- fyrirbrigði. Þeir tóku strákinn um borð og annar varð eftir á brettinu. Brátt þeyttist hann áfram og fmss- aðist frá brettinu eins og hraöbáti. Kópavogsmegin lá ein skúta við legufæri. Hún hafði verið þama allan veturinn. Algjört kæruleysti. Því oft leggur voginn eða rekís ber að, þá hefði skútan rífnaö í tætlur. Hún vaggaöi einmana í eðjunni. Vír slóst á álmastrið. Grænt slím var á botni hennar. Eg kíkti á gluggana. Það var eins og vistarverumar hefðu verið yfirgefnar í flýti. Þaö rauk úr læknum og fólk stripl- aðist á bökkunum er ég reri til baka. Kærastan sat í skjóli við klett. „Ég verð að fara bráöum, annars verð ég of sein,” sagði hún. Hún haföi einu sinni róiö báti á Laugarvatni. Það var kominn tími til að hún læröi að róa. Nauðsynlegt ef hún ætlaði að taka þátt í siglinga- starfinu næsta sumar. Best var aö hún færi ein á jullunni til að spreyta sig. „Nei, ég get það ekki, ” sagði hún. Eftir fortölur fékkst hún til að fara ein. Hún settist um borð og ég sýndi henni hvemig hún átti að gera. En hún reri afturábak. Ég stóð í sand- fjörunni, skíthræddur um að hún myndi berast út í rokið og reka út á haf, æpandi. Þá kæmi hún of seint í boöið og ég yrði skammaöur. Loks eftir mörg köll fattaði hún í hvora áttina hún átti að róa. Svo læröi hún að beygja og reri nokkrar ferðir fram og til baka. Þetta gekk furðu- vel, brátt vildi hún fara lengra út. „Komdu nú i land, ertu ekki að verðaofsein?” „Nei, þetta er svo gaman,” sagði hún og reri brosandi í krókaleiðir. Hún þvemeitaöi að koma I land. Eg mátti bíöa í skjóli við klett. Loks kom hún í land og ég var hreykinn af þessum tveim fjölskyldumeðlimum. Sjálf seglskútan stóð á tunnum inni í Igirðingu og horfði á með stóram gluggaaugum lúkarsins. Léttbátur 1946 hafði reynst vonum framar, lak ekki dropa, fis- léttur og þaut áfram eins og róðrar- bátur. Hann var jafnvel búinn þeim töframætti að vekja sjálfstraust hjá þeim sem héldu að þeir gætu ekkert. Bráöum kemur sumarið. Bráðum kemur sunnanvindurinn. Þá siglum við út á hafið og finnumokkursjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.