Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 46
46 DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985. Skagaströnd Til sölu er húseignin nr. 3 við Ægisgrund, Skagaströnd. Húsið er einbýlishús, byggt 1978 og 79, 156 ferm. að grunnstærð. Auk þess er 30 ferm. bílskúr og 200 ferm, bílastæði á lóðinni lagt olíumöl. Lóðin er að öðru leyti ræktuð, 900 fermetrar. Ægisgrund er lokuð gata mið- svæðis í kauptúninu. Skammt er í allar helstu þjónustu- stofnanir staðarins. Hér með er auglýst eftir tilboðum í ofangreinda eign, sem er til sýnis eftir samkomulagi. Tilboð skilist til undirritaðs eða póstleggist fyrir 10. april nk. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Eignin er laus til afnota 1. júní nk. Skipti á íbúð á höfuðborgarsvæðinu kæmi til greina. Upplýsingar eru gefnar í síma 95-4710. Björgvin Brynjólfsson, 545 Skagaströnd. • Innbyggt eililðarílass, sem geíur merki sé notkun þess þörf. • Raíhlöður endast á u.þ.b. 250 ílassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF HflNS PETERSEN HF HallgrímurT. Ragnarsson, markaðsstjóri verksmiðjunnar Víf ilfells: „Menn verða að halda áfram að þroska sig” I marsmánuði tók við starfi markaðsstjóra hjá verksmiðjunni Vífilfelli ungur viöskiptafræöingur, Hallgrímur T. Ragnarsson. Hallgrím- ur hefur nýlega lokið prófi úr viðskiptadeild Háskóla íslans. Hann starfaöi áður hjá auglýsingastofunni Octavo sem framkvæmdastjóri og þar áður sem kerfisfræðingur hjá Kerfi hf. sem er f yrirtæki á tölvusviöi. „I þeim fyrirtækjum sem ég starfaði hjá áður var maður svona í ráðgjafa- hlutverki, þetta eru þjónustufyrirtæki fyrir önnur fyrirtæki og maöur horfir á í fjarlægð hvernig önnur fyrirtæki vinna. Þannig að maður var farinn að brenna í skinninu að reyna sig í þessu sjálfur. Ég hef haft gott af þessari reynslu sem ég hlaut í Octavo og Kerfi og hún kemur mér tvímælalaust til góöa í þessu starfi. Ég held að ungir viðskiptafræðingar hafi mjög gott af því að fara svolítiö á milli, reyna að kynnast mörgu, ekki bara hér innan- lands heldur einnig eriendis. Ég var einmitt formaöur AIESEC í Háskól- anum sem eru stúdentaskiptasamtök og þar sem viöskiptafræðingum og nemum gefst tækifæri til að vinna í yfir 50 löndum og það er því um margt að velja. Ég held að það sé mjög hollt Islendingum og komi þeim til góða varöandi markaðsmál. Við höfum góðar vörur að selja og gott fólk en markaöshliðin er mjög bágborin og mikill skortur á fólki sem sinnt getur þeirri hlið. Þetta helgast af því að menn koma út úr skóla og labba inn í fyrirtæki og staöna smám saman í því sem þeir eru að gera.” — Hvaðerhægtaögeraíþessu? „Ég held að þegar vinna manna er oröin að rútínu þá megi þeir fara að skoða sinn hug og athuga hvort þeir geti ekki gert meira gagn annars staðar. Þetta gildir ekki aðeins um viðskiptafræðinga heldur alla í þjóð- félaginu og það aö fá nýtt blóö inn í fyrirtæki getur gerbreytt vinnu- brögðum.” — Hverjar voru ástæðurnar fyrir því aö þú skiptir um starf? „Númer eitt, tvö og þrjú að Coca Cola er frægasta vörumerki í heimi og ég hef mikinn áhuga á alþjóðasam- böndum og sé maöur í markaösmálum er gaman að vinna fyrir útbreiddasta vörumerki allra tíma. Starfið er mjög spennandi og menn standa frammi fyrir markaði sem er að breytast mjög mikið, neysluvenjur fólks eru að ger- breytast og menn verða að laga sig að því. Þetta er því mikið starf og krefst mikils.” — Svo komið sé meira að þér, hver eru áhugamál þín? „Starfiö er áhugavert og er mitt áhugamál númer eitt. Annars hef ég áhuga bæði á íþróttum og tónlist. Þegar ég útskrifaðist úr viöskipta- deildinni var ég búinn að vera í skóla í 17 ár og mér fannst hálf-tómlegt að vera ekki lengur í skóla, þannig að ég lét gamlan draum rætast, fór til London í síðasta mánuöi og keypti mér saxófón. Byrjaði að læra að spila, sem alger nýgræðingur náttúrlega, og byrjaði að læra nóturnar. Menn verða jú að halda áfram aö þroska sig einhvern veginn.” — Þekkir þú uppskriftina á bak við Coke-drykkinn? „Ég er ekki einn að þeim örfáu sem þekkja efnaformúluna en ég er að reyna að læra uppskriftina að vel- gengni Coca Cola á markaðinum.” -JÞ. Breytttilhögun ímenntun ökukennara: Þann 10. apríl hefst námskeið á vegum Bifreiöaeftirlits ríkisins fyrir verðandi ökukennara. Þetta er fyrsta námskeiö sinnar tegundar, sem haldið er, en áður hefur mönnum einungis verið gert að þreyta próf. 34 hafa skráö sig í námskeiöið og má búast við að fleiri ökukennarar bætist í hóp þeirra sem fyrir eru en undanfarin ár. Að sögn Hauks Bogasonar hjá Bif- reiöaeftirlitinu hefur fyrirkomulagið á þessum málum veriö út í loftið. Tvisvar á ári hafa farið fram próf fyrir ökukennaraefni og hefur fyrirgjöf á þessum prófum verið það ströng að einungis um 10% hafa staðist þau, eða um 4—6 á ári. I fyrra var svo gefin út reglugerð um ökukennslu og þaö er í framhaldi af henni sem Bifreiðaeftir- litiö f er af staö meö þetta námskeið. Námskeiðið er um 80 kennslustundir og tekur um 2 vikur. Þátttökugjald er 15.000 krónur. Guöni Karlsson, formaður prófnefndar, sagði að tii- gangurinn með námskeiöshaldinu væri aö sjálfsögðu að fá betri ökukennara. Ýmsar nýjar greinar eru teknar inn í námið, s.s. umferðar- og kennslusál- Sálfræði meðal kennslugreina fræði og góöaksturshættir en hvergi yrði þó slakaö á fyrri prófkröfum. „Lögð verður áhersla á faglega kennslu.” Guðni sagðist ekki þora að spá hve margir kennarar útskrifuðust að námi loknu en mjög eðlilegt væri að ætla að þeir yrðu fleiri en síðastliðin ár. I framtíðinni væri æskilegt að þetta yrði lengra nám. I nágrannalöndum okkar er t.d. ekki óalgengt að ökukennaraefni sitji hátt í ár á skóla- bekk áður en þeir öðlast réttindi. Nú eru um 200 ökukennarar starf- andi á landinu. Margir hafa þetta sem hlutastarf og aðeins örfáir menn hafa framfæri sitt eingöngu af ökukennslu. „Þama er stórkostleg og skyndileg breyting á ferðinni,” sagði Sigurður Gíslason ökukennari um námskeiðiö en hann er einn þeirra sem vinna ein- göngu viðkennslu. „Ég ersmeykurvið þessa byltingu, því ef að líkum lætur munu útskrifast margfalt f leiri en áður hefur þekkst. Ég tel að það sé farið of geyst af stað. Þaö hefði veriö nær aö undirbúa þetta betur og hafa námið lengra en ætlunin er nú. Mér þykir ekki óeðlilegt að takmarka fjölda þeirra sem fá ökukennararéttindi og tel að þessi mál komist ekki í fastan farveg nema að menn stundi þetta af krafti en séu ekki að hlaupa í ökukennsluna sem aukastarf.” Guðbrandur Bogason, formaöur Ökukennarafélags Islands, sagði að ef prófkröfur yrðu þær sömu og áður hefði hann ekki trú á að námskeiðið y lli óeðlilegri fjölgun í stéttinni. „Hins vegar er þaö engum til góðs ef farið verður að brautskrá ómældan fjölda ökukennara. Það þarf að halda vel utan um þessi mál og ég tel að náms- tíminn ætti að vera lengri en hann er.” Guðbrandur gat þess að lokum að í undirbúningi væri að reyna aö sam- ræma kröfur til menntunar ökukenn- ara á Norðurlöndunum á grundvelli norrænnar samvinnu. „Þeir bílstjórar sem við hleypum út í umferðina ár hvert hafa réttindi til þess aö aka svo til hvar sem er í heiminum svo við verðum að vanda til kennslu þeirra. Tryggasta leiðin til þess er að sjálf- sögðu að hafa menntun ökukennara eins góða og unnt er.” -JKH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.