Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 28
28
DV. MÁNUDAGUR1. APRlL 1985.
íþróttir íþróttir íþróttir fþróttir
„FH-liðið
alls ekki
lélegt”
— sagði Pavlovic,
þjálfari Metaloplastica
„Þetta var engan veginn góður
leikur hjá okkur. Við getum leikið mun
betur en þetta og gerðum þaö í fyrri
leiknum gegn FH,” sagði Alexander
Pavlovic, þjálfari Metalopiastica, í
samtali við DV eftir leikinn gegn FH.
„FH-ingar eru alls ekki með slakt lið
og ég héld að liðið hafi átt skilið að
komast í undanúrslitin. Eg reikna með
því að við munum mæta Dukla Prag í
úrslittaleiknum en vil engu spá um
úrslit,” sagði Pavlovic.
-fros.
„Komnir niður
á jörðina”
— sagði Þorgils
Óttar, FH
„Við spiluðum illa, markvarslan var
einn af fáu Ijósu punktunum í leik
okkar,” sagði fyrirliði FH, Þorgils Ótt-
ar Mathiesen. „Við höfum leikið illa í
þrem síðustu ieikjum okkar, lægð er
kemur ekki niður á okkur í úrslita-
keppninni. Við erum komnir niður á
jörðina eftir gott gengi lengst af vetrar
og við munum mæta tvíefldir til ieiks
þar.”
• Kristján Arason var i strangri gæslu í leiknum gegn Metaloplastica eins og raunar einnig í leiknum i Júgóslaviu. DV-mynd S.
Markvarslan var eini Ijósi
punkturinn hjá FH-ingum
Metaloplastica ekki í vandræðum með FH í síðari leik liðanna f Laugardalshöll. Úrslitin 30:21
Halilhodzic í
Frakkaleikinn
— þegar Júgóslavar mæta Frökkum í HM
Markaskorarinn mikii, Vahid Halii-
hodzic, sem leikur með franska liðinu
Nantes mun leika með júgóslavneska
landsiiðinu í knattspy rnu en það mætir
Frökkum á miðvikudaginn í undan-
keppni HM.
Júgóslavar léku sem kunnugt er
fyrir skömmu gegn Luxemburg og
unnu aðeins 1—0 þrátt fyrir að margir
af forráðamönnum landsliðsins hefðu
lýst því yfir fyrir leikinn aö þeir myndu
sigra með margra marka mun. Júgó-
slavar tjalda öllu því besta sem þeir
eiga á miövikudaginn. Auk Halilhodzic
korna tveir júgóslavneskir landsliðs-
menn sem leika með grískum liðum í
leikinn gegn Frökkum. Þess má geta
að Halilhodzic er markahæsti leik-
maðurinn í frönsku knattspymunni
og vonast Júgóslavar eftir því að hann
skori mörk gegn Frökkum á miðviku-
dag.
-SK.
„Ég átti ekki von á þessum úrslitum
og hef engar haldbærar skýringar á
þessari hneisu,” sagði Guðmundur
Magnússon, þjálfari FH, eftir að lið
hans hafði tapað með níu marka mun,
30—21, gegn júgóslavneska félaginu
Metaloplastica Sabac í Laugardals-
höllinni á föstudagskvöldið.
„Leikmenn þurfa aö klára dæmi sem
fyrir þá er lagt og hver og einn verður
aö lita í eigin barm, þá eru þessi úrslit
ekki til að auka möguleika okkar í
úrslitakeppninni,” sagði Guðmundur.
Orö Guðmundar eru orð að sönnu,
FH-leikmennina virtist skorta allt
þrek og einbeitingu til að veita
Júgóslövunum einhverja keppnL Vöm
liðsins var oft æriö götótt og sóknar-
leikmennirnir áttu ekki léttan dag
gegn sterkri vöm Júkkanna. Eini
maður liðsins sem á hrós skiliö er
markvörðurinn Sverrir Kristinsson er
stóð sig mjög vel. Það segir kannski
jafnmikið um sóknarleik Júgó-
slavanna og vöm FH að þrátt fyrir
snilldarmarkvörslu oft á tíðum fengu
Hafnfirðingarnir 30 mörk á sig.
Leikurinn á föstudagskvöldið var
jafn lengst af í fyrri hálfleik, jafnt 10—
10, er Metaloplastica gerði þrjú síöustu
mörk hálfleiksins og gestirnir því 13—
10 yfir í hálfleik. FH skoraöi tvö fyrstu
mörkin eftir hlé en þá skiptu Júkkarnir
um gír og leiöir liðanna skildi, Metalo-
plastica komst í 19—13 og síðar í níu
marka forskot, 25—16, munurinn varö
sá sami í lokin. Lokatöhir 30—21 sem
fyrr sagði og FH-banamir eiga því
fyrir höndum úrslitaleik í Evrópu-
keppni meistaraliða, líklega gegn
tékkneska félaginu Dukla Prag.
Mörk FH: Kristján og Hans 4,
Þorgils Ottar og Jón Erling 3, Val-
garður Valgarösson, Guðjón Arnason
og Guöjón Guðmundsson 2, Sigþór
Jóhannesson 1.
Hjá Metaloplastica var Vujovic at-
kvæðamestur, skoraði 8 mörk,
Isakovic kom næstur með7.
-fros
r
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
• Halilhodzic, markahæsti leik-
maðurinn i frönsku 1. deildinni,
leikur með Júgóslövum þegar þeir
mæta Luxemburg á miðvikudag.
• Johan Cruyff hefur ákveðið að fara ekki til hollenska liðsins
Feyenoord.
Cruyff fer ekki
til Feyenoord
Johan Cruyff, knattspyrnu-
kappinn snjalli, tilkynnti á
laugardaginn að hann myndi
ekki taka tilboði frá Feyenoord
um að gerast tæknilegur ráð-
gjafi félagsins. Cruyff, sem
verður 38 ára nú í apríl, hefur
ekki hug á að vinna skrifstofu-
starf hjá Feyenoord. Hann
ætlar að snúa sér af fullum
krafti að viðskiptum.
-SOS.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
l|
I
I
I
I
I
I
I
I
I
(þróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir