Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR1. APRlL 1985. 39 Frá Alþingi Gististaðir ogheimavinna Nýtt frumvarp um veitinga- og gististaöi hefur veriö lagt fram í efri deild Alþingis. Það er sam- gönguráðherra sem mun mæla fyrir frumvarpinu en harin fer með yfirstjórn þessara mála. Þetta frumvarp er samiö af nefnd sem samgönguráöherra, Matthías Bjamason, skipaði i ágúst 1983. I henni áttu sæti Ludvig Hjálm- týsson ferðamálastjóri, Hólm- fríöur Arnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, og Kolbrún Haröardóttir heilbrigðis- ráöunautur. Atvinnumál Kolbrún Jónsdóttir, BJ, og Stein- grimur J. Sigfússon, AB, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um atvinnumál á Noröurlandi eystra. Meö tillögunni er greinargerö og kemur fram þar að atvinnuleysi fari vaxandi á umræddu svæöi og valdi heimamönnum síauknum áhyggjum. Og þar segir m.a.: A næstu árum mun fjöldi ungmenna koma á vinnumarkaðinn. Á árinu 1983 voru á Norðurlandi eystra 2.705 manns á aldrinum 15—19 ára eða 541 aö meöaltali í árgangi, á sama ári urðu aðeins til 60 ný störf. Brottfluttir umfram aöflutta voru 204 þaö sama ár og 220 atvinnulaus- ir aö meðaltali á mánuöi. Á árinu 1984 eykst atvinnuleysi á mánuði hver jum um nær 50% og fer upp í 326 manns.” Leggja flutningsmenn til aö nýrra leiöa veröi leitað til þess aö spoma viö byggðaröskun og félags- legriupplausn. Auglýsingatekjur Maríanna Friðjónsdóttir, dag- skrárgeröamiaður hjá sjónvarp- inu, sat í hálfan mánuð á Alþingi sem varamaöur Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins. Maríanna lagði fram tvær tillögur til þingsályktunar. Fyrri er um niöurfelUngu sölu- skatts af auglýsingatekjum Rikis- útvarpsins. Til rökstuönings tiEög- unni segir varaþingmaöurinn að á síöasta ári hafi Ríkisútvarpinu veriö gert skylt aö greiöa alls 46,6 miUjónir króna í söluskatt af aug- lýsingum. Hins vegar eru dagblöð og flest tímarit undanþegin þessari skatt- lagningu. Telja verður óeöUlegt, að mati flutningsmanns, aö meðan undanþágur frá söluskatti tíókast, aö gera ríkisstofnun á borö viö Ríkisútvarpið aö greiöa skatta sem aðrir aðilar meö hliöstæöa starf- semi eru undanþegnir. Heimavinnandi Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö skipa sjö manna nefnd sem hafi það verkefni aö meta þjóðhagslegt gUdi heimUis- starfa og gera úttekt á hvernig fé- lagslegum réttindum og mati á heimiUsstörfum er háttað saman- borið við önnur störf í þjóðfélaginu. Skulu niöurstöður og tiUögur til úr- bóta Uggja fyrir Alþingi eigi síöar en 1. janúar 1986. Svohljóöandi er hin tUlaga Maríönnu Friðjónsdótt- ur. Upplýsingamiðlun Sex þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um húsnæöis- og byggingarmál. Það eru þingmenn- imú- Guðmundur Einarsson, BJ, Eiður Guönason, A, Davíð AÖal- steinsson, F, Sigríöur Þorvalds- dóttir, SUK, Geir Gunnarsson, AB, og Birgir Isl. Gunnarsson, S. Þing- mennirnir leggja tU að ríkistjórn- in skipi sjö manna nefnd tU að skipuleggja og hrinda í fram- kvæmd því verkefni aö efla upplýsingamiðlun um húsnæöis- og byggingarmál tU almennings og aöUa i byggingariönaöi. Þessi tiUaga var flutt á síðasta þingi en hlaut ekki fuUnaðaraf- greiöslu og er þvi endurflutt. ,Þ<3. Sól Saloon Laugavegi 99 Sími 22580 býður dömur og herra velkomin Opið virka daga frá kl. 7.20—22.00. Laugardagafrákl. 10.00—18.00. Sunnudaga frá kl. 13.00—16.00. Gufubað og góðir bekkir. Ma professionel og UWE studio-line Blóm - Fjáröflun Skólar — kórar — félagasamtök. Við framleiðum blómvendina. Reykjagarður h/f Upplýsingasímar 667180 og 666180. TILGLÖGGVUNAR Til að sjá eru páskaegg eiginlega ekki mjög frábrugðin hvert öðru. En vegna þess hve þau eru ólík að bragði og innihaldi - er mikilvægt að geta greint á milli tegunda. Hér fylgir því ofurlítill leiðarvísir um páskaegg frá Nóa og Síríus. Verði ykkur að góðu! Mí £k SMm öruggasta leiðin er auðvitað að kaupa egg, brjóta það og bíta í. Pá finna bragðlaukarnir hvort um rétt egg er að ræða. En það má líka treysta því, að ef miði með 5 litlum og sætum ungum prýðir pokann, er eggið frá Nóa Síríus. Poki úr glæru plastefni. Ganga má úr skugga um að um réttan poka sé að ræða, með því að blása hann upp, halda fyrir opið og slá síðan þéttingsfast á botninn með lausu höndinni. A pokinn þá að gefa frá sér hátt og hvellt hljóð til merkis um að hann sé frá Nóa Sírlus. Súkkulaðibragðið á að minna ákveðið á bragðið af Sírlus hjúpsúkkulaði og Pippi. Kúlur, kropp, konfekt, karamellur og brjóstsykur benda eindregið til þess að eggið sé frá Nóa Síríus. Þó því aðeins að bragðið sé Ijúffengt. Gulur ungi af vandaðri þýskri gerð. Athugið þó að aðrir framleiðendur hafa einnig gula unga á eggjum sínum. Hnyttinn, rammíslenskur málsháttur skráður með svörtu letri á litaðan borða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.