Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 14
DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985.
Það er ekkert gamanmál ef hemlabúnaður
bílsins svíkur þegar á reynir.
Gegn slíkri skelfingu, er aðeins ein vörn:
Láta yfirfara hemlakerfl bílsins reglulega,
svo það sé ávallt í fullkomnu lagi.
Hj á okkur fást original hemlahlutir
í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði.
Við hjá Stillingu höfum aldarfjórðungs reynslu
í þjónustu og viðhaldi allskyns hemlakerfa.
Áralöng reynsla okkar, tryggir öryggi þitt.
v
Menning
Musica
Nova
Tónleikar Musica Nova á Kjarvalsstööum 27.
mars.
Flytjendur: Hóskólakórinn, stjórnandi Ámi
Harðarson; Blásarakvintett Reykjavlkur;
Szymon Kuran, Robert Gibbons, Carmel
Russil, Páll Hannesson, Hólmfrfður Siguröar-
dóttir; Martin Berkofsky.
Efnisskrá: Arni Harðarson: Is There; Aubert
Lemeland: Blásarakvintett nr. 3; Szymon
Kuran: Per Violino; Jónas Tómasson: Nœtur-
Ijóö 2; Alan Hovhaness: Dawn on the
Mountain of Initiation; Lárus Halldór
Grímsson: I Sing the Body Electric.
Innan um textíl í vestursal Kjar-
valsstaöa hélt Musica Nova tónleika
sína á miövikudagskvöld. Fjöl-
breytilegir voru þeir, þessir tónleikar,
og hófust meö verki frá í fyrra, Is
There, eftir Árna Harðarson. I
stykkinu leikur Arni og þreifar fyrir
sér meö kórinn sem söng af meiri festu
en samt léttilegar en þegar hann frum-
fluttiþaðífyrravor.
Þriðji blásarakvintett Lemelands er
sama marki brenndur og fleiri hans
verk að hafi menn ekki fullt vald á
músíkinni og séu sívakandi er næsta
auðvelt að missa leikinn niður í alg jöra
lognmollu. Lemeland er ekki maður
sem herðir á lykkjunni þegar hann
prjónar músíkstykki. Ég segi kannski
ekki að þeir séu búnir aö slípa það allra
finasta í verkinu en mikið óskaplega
blésu þeir nú samt vel þessir heiðurs-
menn sem skipa mína uppáhalds-
kammersveit. Þeir halda brátt til
keppni i Frakklandi og vil ég nota
tækifærið að óska þeim góðs gengis.
Szymon Kuran konsertmeistari er
Tónlist
Eyjólfur Melsted
ekki aðeins snjall fiöluleikari heldur
semur hann líka mjög áheyrilega
músík. Per Violino er hlaðið erfiðum
ferlum en verkar næsta átakalítiö á
yfirborðinu, einkum ef sá sem leikur
:fer jafnléttilega meö þaö og höfundur-
inn. Szymon Kuran leiddi einnig kvint-
ettinn í Næturljóði 2 eftir Jónas
Tómasson. Stykkiö er eins konar
„músíkölsk meditation” og margt geta
menn hugsaö fallegt þegar þannig
stendur á. Leikur kvintettsins var
kannski heldur hlutlaus en nákvæmur
og vandaöur.
Hlutleysi var ekki fyrir að fara í
meðferö Martins Berkofskys á Dögun
Vígslufjalli eftir Alan Hovhaness. Það
var mögnuö spenna í hinum ermsku
minnum sem sett eru f ram í svo dæma-
lausum einfaldleika en kalla í þess stað
f ram í huganum ímyndað tónaflóð.
I byrjun mánaöarins flutti Háskóla-
kórinn I Sing the Body Electric eftir
Lárus Halldór Grímsson, með sérstöku
leyfi Musica Nova. Reyndist sú
ráðstöfun heppileg því að í millitíðinni
sniðu menn vankanta þá af flutn-
ingnum sem í ljós komu. Uppstilling
hátalaranna sem flytja allan undirtón
verksins er mikilvæg og hér reyndist
hún öll hugvitssamlegri en vestur í
Félagsstofnun. Fyrir bragðið naut
kórinn sín miklu betur og nú fékk
maður loks botn í tilganginn með þri-
skiptingu hans sem ekki lá í augum
uppi við leyniflutninginn. Aðstæður
skipta miklu máli og gaman væri að fá
að heyra, ekki bara þetta eina stykki,
heldur allan konsertinn við betri
aöstæður en bjóöast á Kjarvalsstöðum.
Kannski þaö gerist þegar honum
verður útvarpað.
-EM.